Tíminn - 01.02.1977, Page 15

Tíminn - 01.02.1977, Page 15
Þriöjudagur 1. febrúar 1977 15 „Beröu mig til blómanna” eftir Waldemar Bonsels (14). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: André Gertler og Diane Andersen leika Sónötu fyrir fiölu og pianó eftir Béla Bartók/ Julius Katchen, Jo- sef Suk og Janos Starker leika Trió i C-dúr fyrir pianó, fiðlu og selló op. 87 eftir Brahms. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Afvötnunarstöö fyrir alkóhólista Séra Arelius Nfelsson flytur erindi. 15.00 Miödegistónleikar Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins f Miinchen leikur „Gleði- forleik” eftir Weber, Rafael Kubelik stjórnar. Maria Chiara syngur arfur Ur óperum eftir Verdi. Konunglega hljómsveitin i Covent Garden leikur meö, Nello Santi stjórnar. Parisarhljómsveitin leikur „Stúlkuna frá Arles”, svitu nr. 1 eftir Bizet, Daniel Barenboim stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving stjórnar timanum. 17.50 A hvitum reitum og svörtum Guömundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál Lögfræöing- arnir Arnmundur Backman og Gunnar Eydal stjórna þætti um lög og rétt á vinnu- markaöi. 20.00 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Aö skoöa og skilgreina Kristján E. Guömundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þátt fyrir unglinga. 21.30 Klarinettukvartett i Es- dúr eftir Johann Nepomuk HummelAlan Hacker leik- ur á klarinettu, Duncan Druce á fiðlu, Simon Row- land-Jones á viólu og Jenni- fer Ward Clarke á selló. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Siöustu ár Thorvald- sens” Endurminningar einkaþjóns hans, Carls Frederiks Wilckens. Björn Th. Björnsson byrjar lestur þýöingar sinnar. 22.40 Harmonikulög Ebbe Jularbo leikur. 23.00 A hljóöbergi Draumur- inn um Ameriku. Vesturfar- ar segja frá. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 1. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 ÞingmáiÞáttur um störf Alþingis. .Umsjónarmaöur Haraldur Blöndal. 21.15 Sögur frá Múnchen. Þýskur myndaflokkur. Takmark i lifinu. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.05 Beðið eftir Fidel. Mynd um kynnisferö tveggja Kanadamanna til Kúbu. Aðaltilgangur feröarinnar var aö eiga viötal viö Fidel Castro, og meöan beöiö var árangurslaust eftir áheyrn, kynntu feröalangarnir sér þær breytingar, sem oröið hafa á eyjunni, siöan Castro komst til valda. Þýöandi og þulur Stefán Jökuísson. 23.00 Dagskrárlok. Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rivol sendimenn oft á dag. En lýsingar þeirra voru óljósar, eins og engin algeng orð nægðu til að lýsa svo skínandi stjörnu. Ferðafólkið fór sér hægt, það var tvo daga á milli Dover og Kantaraborgar. I síðarnefnda bænum voru mikil fagnaðarlæti. Cranmer tók á móti Önnu, við borgarhliðið í fylgd með honum voru fimm biskupar. Þann dag tvíef Idist rokið og rigningin Það var eins og dómkirkjan væri tóm síðan skrín hins heilaga Tómasar á Beckets, hefði verið f jarlægt, hinn bitri desembervind- ur gnauðaði og hvein i gegnum brotnar gluggarúður og regnið féll í stríðum straumum niður á gólfhellurnar. Daginn eftir komst Anna nokkrum mílum lengra til Sittingbourne. Hinrik nagaði neglurnar og gerði stöðugt boð eftir Cromwell. Hinrik fannst eins og allir sínir sendimenn hefðu bundiztsamtökum um að hindra hann i að hitta þessa nýju drottningu af Saba. Hinn þrítugasta og f yrsta desember kom loks að því að sendimaður kom og tilkynnti að prinsessan væri farin frá Kantaraborg og væri á leið til Rochester, hún mundi koma til Greenwich næsta dag, til að vera konungi til augnayndis. Þetta var góðs viti, í upphafi hins nýja árs. En nú gat Hinrik ekki beðið lengur, hann ákvað að hitta hina leyndardómsfullu brúði sína og smeygja séref til vill uppí til hennar, Hinrik fann til dirfsku ög ævintýra- löngunnar. Hann gerði boðfyrir Brown, yf irhestasvein- inn, hann gekk niður á árbakkann og lét róa sér til Roch- ester, á þóftunni hjá Hinrik iá dýrleg trúlof unargjöf, það var kápa af safalaskinni. Þegar til Rochester kom var Hinrik sagt að hún væri ný komin og væri að hvíla sig, ásamt meyjum sínum. Helzt hefði Hinrik kosið að birtast önnu, eins og prins af himnum ofan, en við nánari athugun taldi hann hyggi- - legra að láta tilkynna komu sína, þegar á allt var litið gat hann ekki hagað sér sem tvítugur drengur. Þrátt fyrir fögur klæði gæti hann valdið henni vonbrigðum, þá yrði angist hans sjálfs óbærileg, ef hin fagra Anna yrði undrandi er hún sæi ístruna á honum, sem vel gat orðið, ef hann lét ekki tilkynna komu sína. Svo stakk hann líka við, vegna iðgerðarinnar, sem aldrei batnaði, það var á- vallt áhætta að koma f ram óþekktur. Hinrik ályktaði því að konungur, sem er orðinn f jörutíu og níu ára, ætti ekki að ganga fram hjá hefðbundnu háttalagi. Hinrik gekk því inn í íbúð Önnu, en fór ekki lengra en inn í forsalinn. Hann sendi Brown til að gera prinsessunni aðvart um komu hans, að hann væri kominn til að hylla hana. Hinrik beið, á bak við veggtjald, hann heyrði skrækar raddir, sem mæltu á f ramandi tungu, þetta mál bjó ekki yfir neinum tóntöfrum. Þegar Brown kom aftur var svipur hans myrkur og andlit hans sýndist mörgum þumlungum lengra Hinrik skynjaði yfirvofandi ógæfu, en gaf sér ekki tíma til að spyrja sendimanninn, þar að auki virtist Brown orðinn mállaus og nú komu þjónustu- meyjar prinsessunnar, þær hneigðu sig alveg niður á gólf og drógu veggtjaldið f rá. Hinrik gekk inn í herberg- ið. Hún stóðfjærst í herberginu, hún gekk nokkur skref í átttil hans og hneigði sig. Honum hugkvæmdist ekki að endurgjalda kveðju hennar, hann strauk hönd um enni sér, honum fannst hann vera að dreyma, eins og Ijót martröð væri að ásækja hann. Hún starði á hann litlum dauf um augum, það var ekk- ert dularf ullt í þessum augum, þau voru hvarflandi og hún drap tittlinga, svo leit hún á hann og gerði aumkun- arlega tilraun til að brosa. Hún hafði stórt hvaplegt nef, hræðilega uppbrett, ólögulegan munn, kinnarnar löfðu og hurfu ofaní blúndukragann, háls hennar var stirður og ólögulegur hörund hennar var grófgert, dökkleitt og gljáandi, þar að auki hafði hún ör eftir bóluna. öll sú birta, sem var í herberginu virtist falla á þetta gljáandi uppbretta nef í hvert skipti sem hún hreyfði sig hafði nefið sömu áhrif á Hinrik og lýsandi viti. Þegar hún hreyfði sig stikaði hún stóran, svo að þunglama- legur kjóllinn sveigðist til og frá og það glamraði í villimannlegum skartgripum hennar. Nokkrar rytjuleg- ar gular hárf lygsur stóðu niður undan húfunni og mynd- uðu umgjörð um gráfölt ennið. Hinrik varð þungt um andardráttinn og svitinn streymdi eftir líkama hans. Enn hneigði hún sig stirð- lega og hinar fimm þjónustumeyjar gerðu slíkt hiö sama, síðan ávarpaði hún hann, á sinni eigin tungu, hún hafði undirbúið ræðustúf, sem túlkur þýddi, en Hinrik heyrði ekki orð, hann bara starði á konuna. Hann var að hugsa um að fangelsa Holbein og láta rekja úr honum garnirnar, fyrir drottinsvik en hvernig gat hann áfellzt málarann? hann hafði málað andlitsdrætti og vöxt alveg rétt, en á meðan málarinn hafði lotið að ófreskjunni, hafði hann ummyndað hana með pensli sínumoggætt hana dularfullum töfrum. I sex mánuði hafði Hinrik taliðsig elska lifandi konu, en hann hafði þá aðeins verið að elska sál málarans. Hinrik stamaði, hann sagði nokkur orð, reyndi að kveðja, gekk sfðan óstyrkum skrefum út úr herberginu, hann sá ekkert, sem á vegi hans varð. Hann néri augun, honum fannst hann vera að kafna, hann hélt enn á safalakápunni, hann lagði hana frá sér og yf irgaf húsið. Hann hélt leiðar sinnar og þagði, hann var yfirkominn, hann gekk álútur, Brown fylgdi honum eftir, hann þorði ekki að yrða á Hinrík. Þeir héldu niður að ánni, fóru um borð í snekkjuna, þeim var róið niður ána, heim til Greenwich, þar birtist Cromwell, hann var kófsveittur af skelfingu. „Hún er hræðileg." öskraði Hinrik: „Ég hef verið svikinn". Sökudólgana taldi hann auðvitað Cromwell og umboðsmenn hans. „Ef ég hefði vitað hið sanna, hefði hún aldrei komið til Englands, en nú þegar hún er komin, hvernig get ég þá sent hana til baka? öll Evrópa mundi hlæja að mér. Bróðir hennar mundi kref j- ast hefnda, hann mundi ganga í bandalag með þeim Karli og Francis og Rómarprelátanum, vegna bannfær- ingar minnar, þeir mundu allir ráðast gegn Englandi. Ég verð að kvænast eða farast." Hinrik var of örvænt- ingarf ullur til að skamma Cromwell, hann gekk til hvílu, sjóðandi illur. Frá því að Hinrik varð ekkill, hafði hann látið annað hvort einhvern þjón eða skjaldsvein hvíla hjá sér um nætur, nærvera þessara ungu manna bægði frá aðsókn- um, ef áleitinn svipur með f jörlegt andlit og grannan háls varð of áleitinn, þurfti hann aðeins að snerta við hinum hraustu ungu mönnum, til að losna við aðsóknina. Þessir piltar afklæddu konung, néru skrokk hans, kembdu hár hans og báru í það ilmsmyrsl, þeir þvoðu líka og bjuggu um veika fótlegginn. En enginn hinna ungu manna var fær um að róa hann það kvöld, sem Anna af Cleves kom, ekki einu sinni Tom litli Culpeper. Hann var fátækur frændi Howards, Tom var afar aðlaðandi, Hinrik þótti líka vænna um hann, en alla hina. Tom bauð ekki við fótasárinu hann bjó um það af kven- legri mildi. Alla nóttina geisaði Hinrik: „Konan kemur hingað, ég verð að draga hringinn á fingur henni og brosa, ég neyðist að öllum líkindum til að kyssa hana. Ég neyðist til að þola nærveru hennar í svefnherbergi mínu, hún mun breiða úr stórum skrokknum í rúminu mínu. Ég „Þil getur stilaö bréfiö á jóla- sveininn ef þú vilt..en mér félli betur ef þú sendir þaö beint til afa.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.