Tíminn - 02.02.1977, Qupperneq 9

Tíminn - 02.02.1977, Qupperneq 9
Mi&vikudagur 2. febrúar 1977. mmmmmmmmmmm^^mmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmm^^mm Wmwm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisíason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523.. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f., Herferðin gegn kaupfélögunum Kaupfélög eru þjónustutæki almennings, eign fólksins sjálfs. Þau eru máttarstoðir margra héraða, bæja og kauptúna. Þau sinna ekki einungis verzlun og vörudreifingu, heldur eru þau einnig burðarásar i atvinnulifinu á öllum mikilvægustu sviðum þess. Þau hlaupast ekki á brott, þegar á móti blæs, og eignir, sem myndast i skjóli þeirra, verða kyrrar i þeim byggðarlögum, er lagt hafa grundvöllinn að þeim. Kaupfélögin rjúka ekki burt með atvinnutækin og skilja byggðarlögin eftir hálf- lömuð eins og brögð hafa verið að um eigendur einkafyrirtækja allt fram á þennan dag. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir er alltaf annað veifið verið að gera óverðskuldaðar árásir á kaupfélögin og samvinnuhreyfinguna. Nú siðustu daga hefur þráfaldlega verið vegið að kaupfélögun- um. í sjónvarpi og á mannfundum hefur það verið borið blákalt fram af fulltrúum kaupmannasam- takanna i landinu, að samvinnufélög njóti einhverr- ar ivilnunar i skattalögum umfram einkafyrirtæki, og sú kenning verið endurtekin i blöðum, meðal annars i forystugrein i Morgunblaðinu. Þar á ofan hefur samvinnuhreyfingin verið sökuð um ,,einok- un” vegna þess, að kaupmenn hafa i sumum héruð- um hætt að reka verzlanir sinar, vafalaust einfald- lega af þvi, að þeim fannst það ekki borga sig. Nú er alkunna, að erfiðleikum er bundið að reka verzlun viða i dreifbýli eins og málum er háttað. Meira að segja hefur verið sett á fót sérstök nefnd til þess að kanna þetta vandamál og gera tillögur, sem til bóta gætu horft. Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem við er að etja, hafa kaupfélögin haldið áfram starfi sinu, enda eru þau samtök almennings, er hljóta að reyna eftir fremsta megni að halda uppi eðlilegri þjónustu. Það er þess vegna sizt af öllu álasvert, að þau klifa þritugan hamarinn, þegar aðrir hopa af hólmi. Það er einmitt sönnun þess, að þau eru ein af liftaugum byggðarlaganna — ómiss- andi haldreipi. Allt tal keppinauta og andstæðinga samvinnu- hreyfingarinnar um einokun i sambandi við hana er lika út i hött og raunar ósæmilegur málflutningur. Kaupfélögin eru öllum opin, þar hafa allir jafnan atkvæðisrétt, hvort heldur þeir hafa mikil umsvif eða litil, og öllum er frjálst að verzla i samkeppni vð þau. Kaupmannasamtökin og liðsmenn þeirra vilja skýra stöðu kaupfélaganna með þvi, að þau njóti skattfriðinda og standi þess vegna betur að vigi en kaupmenn. Þetta er ekki rétt, og það er leikur með tölur, þegar sett er upp dæmi, sem eiga að sýna, að skattar leggist ekki á samvinnufélög af sama þunga og aðra. Útkoman er fengin með þeim hætti að reikna það gróða kaupfélaganna, er félagsmenn fá i afslátt af viðskiptunum og lagt er i stofnsjóðsreikn- ing manna og er þeirra eign, en ekki kaupfélagsins. Engin skynsamleg rök hniga að þvi, að kaupfélög borgi skatt af þessu fé, fremur en kaupmenn borgi skatt af þeim verzlunarafslætti, sem þeir kunna að veita viðskiptamönnum sinum. Slikur afsláttur er engan veginn gróði kaupmannsins, og hann er að sjálfsögðu ekki skattlagður. Hann rennur til við- skiptamannanna og bætir hag þeirra. Vitakuld gild- ir hið sama um endurgreiðslu af vöruverði, sem kaupfélögin láta félagsmönnum sinum i té, hvort heldur þær eru greiddar þeim beint eða færðar i stofnsjóðsreikning félagsmannsins. Þess konar endurgreiðsla eða afsláttur kemur ekki til skatts, hvorki hjá kaupmönnum né kaupfélögum. Þar er á fullkomlega jafnræði. — JH llí'JlWÍ 9 Spartak Beglov, APN: Hvað heldurðu um Carter forseta? Tíð spurning á vörum Rússa Carter að flytja 1 Hvlta húsið „HVAÐ HELDURÐU um Carter forseta og samstarfs- menn hans?” er sú spurning, sem Sovétmenn spyrja oftast i viðræðum við bandariska gesti. Að sjálfsögðu er það ekki af hreinni forvitni um hina nýju menn i Washington sem þeir spyrja svo. Spurn- ingin stafar af óþrotlegum áhuga þeirra á stefnu póli- tiskra viðræðna milli þjóð- anna tveggja og vonum þeirra um að ný skref verði stigin á þeirri braut. Leonid Brésnjef túlkaði einróma álit og hug bæði sovézkra leiðtoga og sovézks almennings i heild, er hann sagði i ræðu sinni I Tula, að Sovétrikin væru reiðubúin til nýrra, meiri háttar umbóta á sovézk-bandariskri sambúð. Ef litið er til baka yfir a.m.k. siðustu fimm ár, er sovézka þjóðin ánægð með hina almennu stefnu þessara samskipta, sem fylgt hefur verið, frá þvi umskiptin urðu frá köldu striði til spennu- slökunar. En siðasta ár eitt sér uppfyllti ekki þær vonir, sem við það. voru bundnar, einkanlega að þvi er varðar framvindu nýrra samnina um árásarvopnabúnað. Þegar krufnar eru til mergj- ar ástæðurnar til þessa hæga- gangs viðræðnanna, höfum við þurft að taka visst tillit til óhjákvæmilegs, tímabundins óstöðugleika i bandariskum stjórnmálum vegna kosninga- baráttunnar. Skarpskyggn hugur sovézks almennings gerði sér þó grein fyrir þeirri staðreynd, að fráfarandi stjórn sýndi ekki nægilega mótspyrnu gegn þrýstingi frá öflum fjandsanriegum spennuslökun. Þessi öfl, sem höfðu algerlega frjálsar hendur til aðgerða, hófu viðtækari ógnunarherferð en dæmi eru til um áður. SKIPTA einstaklingseigin- leikar húsbóndans i Hvita hús- inu, hverjir þeir eru, máli að áliti sovézku þjóðarinnar? Ahrif þeirra á alþjóðamál og sambúðina við Sovétrikin eru mikil. Þótt það sé sagan, sem fellir lokaúrskurðinn, má greina visst samhengi þar á milli. Sovézka þjóðin minnist þess vel, hver áhrif verk þeirra forseta, sem skildu merki og kall timans, voru. Franklin Delano Roosevelt var maður sem mat af raun- sæi nauðsyn samvinnu við fyrsta sósialistariki heims. Þetta bar ómetanlegan árangur i baráttunni gegn höfuðógnvaldi þess tima — fasismanum. Nafn John Kennedys er tengt sinna- skiptum bandariskra leiðtoga i átt til viðurkenningar á nauðsyn friðsam legrar sambúðar þjóða, er hafa ólika lifnaðarhætti og þjóðskipulag. Hin fræga ræða hans i þessum dúr, er hann flutti við banda- riskan háskóla i júni 1963, ruddi braut Moskvusam- komulaginu um bann við kjarnavopnatilraunum I lofti, á láði og legi, er gert var I ágiist 1963, sem með réttu var talin góð byrjun, ekki aðeins á sviði eftirlits með vopnabún- aði. Hinn nýi forseti er aðeins kunnur af yfirlýsingum um fyrirætlanir sinar, en ekki af ákveðnum verkum. En gifur- leg hætta vofir yfir mannkyn- inu og krefst ákveðinna að- gerða. Aframhaldandi vig- búnaðarkapphlaup felur I sér þá ógnun, að það aukist enn meir og fari út fyrir öll eftir- litstakmörk. Sovézkir leiðtog- ar hafa lagt á það áherzlu við mörg tækifæri, að það ástand, að pólitisk spennuslökun og vigbúnaðarkapphlaup haldi samhliða áfram, getur ekki staðið ótakmarkaö. I Tula-ræðu sinni 18. janúar itrekaði L.I. Brésnjef, að Sovétrikin væru fús tilað ljúka Salt-2 viðræðunum I náinni framtið, og lagði sérstaka áherzlu á það atriði, að Sovét- rikin hefðu engan áhuga á áframhaldandi aukningu vig- búnaðarkapphlaupsins. „Stík framtiðarsýn hentar okkur ekki,”sagði hann..„Tíminn stendur ekki i stað og gerð samningsins má ekki fresta.” Og ennfremur lýsti sovézki leiðtoginn þvi yfir, að Sovét- rikin væru reiðubúin til þess að ganga enn lengra: Jafn- skjótt og Salt-2 samningur gerði að veruleika Vladi- vostoksamkomulagið um magn- og gæðatakmörk árás- arvopnabúnaðar, væri strax hægt að snúa sér aö viðtækari ráðstöfunum. A'f sovézkri hálfuerþarnahafti huga m.a. aði kjölfariö komi niðurskurð- ur árásarvopnabirgða. EF JAMES Carter er alvara með þær fyrirætlanir sinar að draga úr þvi hve stefna Bandarikjanna er háð kjarnavopnum, mun hann komast að raun um það, aö Sovétrikin eru viðræðugóð. einnig um mál eins og það að binda endi á allar kjarna- vopnatilraunir svo og um al- gera og virka stöövun á útbreiðslu kjarnavopna. Þessi lönd geta aukið samstarf sitt hvað varðar niðurskurð vopnabúnaðar og fækkun i herjum i Miö-Evrópu. Þá er löngu kominn timi til þess að sams konar samvinna takist um að koma á réttlátum samningum i deilu landanna fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir tilverknað friðarráðstefnunn- ar i Genf, sem er almennt viðurkennt markmið. Hvað varðar aðra þætti sovézk-bandariskrar sambúðar, s.s. viðskipti þá verða Bandarikjamenn að gera sér grein fyrir hinum nei- kvæðu áhrifum af upptöku „kalda striðs”-aðferða. Vegna mismununarákvæða nýrrar bandariskrar viðskiptalög- gjafar gagnvart Sovétrikjun- um, sem hindra það, að eðlileg viðskiptasambönd geti komizt á milli landanna, hafa banda- risk fyrirtæki misst af samtals 1500-2000 milijóna dollara virði i pöntunum frá Sovét- rikjunum á árinu 1976 einu saman. Til þess að koma á jafnvægi aftur i þessum skiln- ingi þarf að afnema hömlur á þróun efnahagstengsla milli Sovétrikjanna og Bandarikj- anna. Sovétrikin eru mjög hagkvæmur aðili til þess aö gera við langtimasamninga sökum áætlunarbúskapar sins. En menn mega alls ekki úti- loka þann möguleika heldur að gera „áætlanir” um póli- tisk tengsl. Þvi að spennuslök- un er, þegar til lengdar lætur, umskipti til eðlilegra og traustra samskipta rikja. Slik „traust, friðsamleg tengsl eru i þágu þjóða okkar og heims- friöarins og skaða ekki neinn þriðja aöila”, sagöi Leonid Brésnjef. Það er aöeins rök- rétt að gera ráð fyrir þvi, að aörar þjóðir heims láti sér ekki á sama standa um horfur þess, hvort þetta ár muni ryðja brautina fyrir þvi að tryggöur verði stöðugleiki i alþjóðamálum og létt á vig- búnðaðarbyrðinni eða ekki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.