Tíminn - 02.02.1977, Page 20
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólcvörðustíg 10-Sími 1-48-06
Fisher Price leikjóng
eru heimsjneg
Póstsendum
Brúðuhús *
Skólar
'Benzínstöðvar
Sumarhús
Flugstöðvar
Bilar
fyriryóóan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
__________________
— á hendurLands
virkjun vísað til
gerðardóms
FJ-Reykjavik. Energoprojekt
og Landsvirkjun hafa nú tilnefnt
gerðardómsmenn í ddm til að
fjalla um kröfur Energoprojekt
á hendur Landsvirkjun. en
samkomulag hefur ekki náðst I
viðræðum aðila að undanförnu.
i frétt frá Landsvirkjun segir að
verulega beri i milli sjdnarmiða
málsaðila.
i frétt Landsvirkjunar segir,
að siðustu samningaviðræður
hafi farið fram i sl. viku i Sviss I
aðalskrifstofu ráðunauts Lands-
virkjunar, Electrowatt Engi-
neering Services. Aður en við-
ræður þessar hófust hafði Ener-
goprojekt visað kröfum sinum
til gerðardómsmeðferðar i sam-
ræmi við hlutaðeigandi ákvæði i
verksamningi aðila og tilnefnt
sinn gerðardómsmann, profess-
or Slavko Stojkovic. I framhaldi
af þvi hefur Landsvirkjun til-
nefnt Magnús Thoroddsen,
borgardómara i gerðardóminn
af sinni hálfu, en gert er ráð fyr-
irað oddamaðurinn verði valinn
með samkomulagi framan-
greindra tveggja gerðardóms-
manna, en nái þeir ekki sam-
komulagi verði þess farið á leit
Framhald á bls. 19.
„Kratar beita tyllióstæð-
um eins og 1960, til að
rjúfa vinstra samstarf"
— segir Daníel Agústínusson, en nýr bæjarstjórn-
armeirihluti var í gær myndaður á Akranesi
HV-Reykjavik.— Þetta er ekki i fyrsta sinn sem alþýðuf lokksmenn rjúfa vinstra
samstarf hér í bæjarstjórn Akraness. Einsog fyrr nota þeir nú tylliástæður, tilbún-
ing — sem enginn kannast við, en þora ekki að beita fyrir sig raunverulegu ástæð-
unum. Það, sem veldur því að þeir svikjast nú frá samstarf inu er ágreiningur um
veitingu stöðu bæjargjaldkera. Þeir eru mótfallnir því að Gunnar Sigurðsson, sem
verið hefur innheimtustjóri bæjarins í nokkur ár og hefur jafnframt gegnt stöðu
bæjargjaldkera síðan í maí síðastliðnum, fái stöðuna, en hafa þó ekki nef nt til ann-
an mann í hana.
Þær ástæður, sem þeir tilnef na, eru tilbúningur og aðeins tylliástæður fyrir þá til
aðhlaupastnúyfirtil Sjálfstæðisf lokksins og hef ja samstarf við hann,sagði Daníel-
Ágústínusson, annar af fulltrúum Framsóknarf lokksins í bæjarstjórn Akraness, í
viðtali við Tímann í gær.
— Árangurinn er sá aö nú er kominn nýr meirihluti hér í baejarstjórn/ Sjálf-
stæðisf lokkur, Aíþýðuf lokkur og Alþýðubandalag, sagði Daníel ennf remur, þótt ég
fái ekki séð hvaðalþýðubandalagsmaðurinn er aðgera í honum
Þessi nýi meirihluti, sem við
fengum að vita af um leið og út-
varpinu var sent bréfið um
hann i morgun, hefur sent frá
sér málefnaskrá en svo
undarlega bregður við, að nær
öll atriði þeirrar málefnaskrár
og öll þau, sem einhverju máli
skipta, eru beint upp úr mál-
efnaskrá þeirri, sem vinstri
meirihlutinn starfaði eftir og
enginn ágreiningur var um.
Agreiningurinn um ráðningu
bæjargjaldkerans er eina atriö-
ið, enda er það likt Alþýðu-
flokknum og hans fulltrúum, að
láta stöður og embætti skipta
máli öðru fremur.
Staða bæjargjaldkerans var
auglýst laus til umsóknar i
haust, og þegar umsóknarfrest-
ur var liðinn höfðu aðeins borizt
umsóknir frá tveim aðilum.
Annar var skozkur maður i
Reykjavik, en hinn var Gunnar
Sigurðsson innheimtustjóri,
sem gegnt hefur bæjargjald-
kerastöðunni frá þvi i mai,
vegna veikinda bæjargjaldker-
ans sjálfs.
Gunnar hefur staðið sig sér-
staklega vel, bæði i stöðu sinni
sem innheimtustjóri, svo og i
störfum bæjargjaldkera, og þaö
má vel koma fram, að bæði bæj-
arstjóri og bæjarritari mæltu
mjög eindregið með honum i
starfið enda hafa þeir af honum
góða reynslu.
Annar alþýðuflokksfulltrúinn
i bæjarstjórn var einmg tylgj-
andi þvi að Gunnar fengi starf-
ið, að minnsta kosti lýsti hann
stuðningi við hann á einum
fundi, en hinn kratinn, svo og al-
þýöubandalagsmaðurinn, voru
báðir á móti honum.
Það verður fróðlegt að sjá
hvort þessi nýi meirihluti i bæj-
arstjórn launar nú Gunnari vel
unnin störf i þágu bæjarins, með
þvi að veita einhverjum öðrum,
og þá liklega einhverjum sem
ekki einu sinni sótti um starfið,
stöðuna.
Eins og ég sagði áður, sagði
Daníel að lokum, þá er þetta i
annað sinn sem alþýðuflokks-
menn rjúfa vinstra samstarf á
Akranesi, Fyrra skiptið var árið
1960, þegar þeir notuðu tylli-
ástæður og upplognar sakir —
sem þeir raunar voru siðar
dæmdir fyrir i Hæstarétti — til
þess að komast i hreiðrið með
Sjálfstæðisflokknum. 1 þá daga
höfðu þeir þrjá bæjarfulltrúa,
en misstu einn þeirra eftir svik-
in, þannig að nú lafa þeir i
tveim. Mér þykir það ekki ólik-
legt að þetta samstarfsrof
þeirra verði til að svipta þá öðr-
um þeirra.
Þetta samstarf, sem flokk-
arnir tveir nú rjúfa, hefur staðið
um sjö ára skeið, og ég hygg aö
óhætt sé að segja, að þetta tima-
bil hafi verið mesta framfara-
timabil i sögu bæjarins. Bæjar-
félagið á eftir að búa lengi að
þeim framkvæmdum sem unn-
ar hafa verið og sem nú standa
enn yfir.
Sex sóttu
um stöðu
Kröfum
Energo-
projekts
Allir ráðherrarnir
hlynnfir stuðningi
við landsliðið
rannsóknar-
lögregiu-
stjórans
Gsal-Reykjavik. — Skilafrestur
umsókna um stööu rannsóknar-
lögreglustjóra rikisins rann út á
miðnætti 31. janúar. Að sögn
Baidurs Möller ráðuneytisstjóra i
dómsmálaráðuneytinu sóttu sex
menn um þessa nýju stöðu.
Þeir eru: Asgeir Friðjónsson
sakadómari i ávana- og fikniefna-
málum, Hallvarður Einvarðsson
vararikissaksóknari, Haraldur
Henrysson sakadómari, Hrafn
Bragason borgardómari, Jón
Oddsson hæstaréttarlögmaður og
Sverrir Einarsson sakadómari.
Fljótlega mun verða skipað i
þessa nýju stööu.
Gsal-Reykjavik. — Stuðn-
ingur við landsliðið í hand-
knattleik var ræddur á
ríkisstjórnarfundi, og mér
og fjármálaráðherra var
falið að gera tiilögur um
málið fyrir næsta ríkis-
stjórnarf und, sem verður á
fimmtudaginn, sagði Vil-
hjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra, í
samtali við Tímann í gær.
Ráðherra sagði, að væntanlega
yrði tekin ákvörðun um máiið á
þeim fundi.
Timinn innti Vilhjálm eftir þvi,
hvernig ráðherrar hefðu tekið
þessum hugmyndum, og kvað
hann þeim hafa verið vel tekið af
öllum. — Ég held, að okkur sýnist
öllum vera ástæða til þess að
reyna að iiðka aðeins til fyrir
landsliðinu, sagði ráðherrann.
PALLI OG PÉSI