Tíminn - 04.02.1977, Síða 2

Tíminn - 04.02.1977, Síða 2
2 Föstudagur 4. febrúar 1977 erlendar f réttijr • ísraelar melta svar Sýrlendinga Reuter, Brussel — Haft var eftir áreiöanlegum heimildum i gær, aö NATO-ríki hefðu nú þvi sem næst náð samkomu- lagi um byggingu flota af fijúgandi radarstöðvum, sem gætu ,,séð” og fylgzt meö flug- vélum á lágflugi, en talið er að bygging fiotans muni kosta um eöa yfir fimm billjónir dollara. Aætlað' er að tuttugu og sjö flugvélar af geröinni Boeing 707 veröi búnar mjög stórum radarskermum og með þvi móti verði hægt að fyigjast með flugumferö alla leið niður að trjátoppum, allt að fimm hundruð kflómetra inn yfir landamæri kommúnistarfkja i Austur-Evrópu. Enn mun eftir aö semja um það hvernig skipta skuli kostnaðinum af viðhaldi flot- ans á milli rfkja og munu varnarmálaráðherrar rfkj- anna halda fund uin það 21. febrúar. • Samkomulag um byggingu fljúgandi radarflota Reuter, Tel Aviv. — Yitzhak Rabin, forsætisráöherra ísra- els og aðrir helztu ráðherrar landsins áttu I gær fund meö helztu leiðtogum Israelska hersins, þar sem rætt var svar Sýrlendinga við kröfum israelsmanna um aðsýrlenzk- ir herir drægju sig til baka frá Nabatiyeh-svæðunum I suður- hluta Llbanon, aö því er út- varpið í israel skýröi frá í gær. israelsmenn krefjast þess aö Sýrlendingarnir hverfi af svæðum þessum, sem eru um tfu kflómetra fyrir noröan landamæri israels og Lfban- on, á þeim forsendum aö nær- vera hersveitanna skapihættu fyrir landamærahéruð sin. Útvarpið sagði, að hugsan- leg málamiðlun, sem Banda- rfkjamenn hafa stungiö upp á, hafi I gær verið rædd á fundi, þar sem Shimon Peres, varnarmálaráðherra, Yigal Allon, utanrikisráðherra, Morechai Gur, yfirmaöur her- ráðs israels, og Shiomo Gazit yfirmaöur leyniþjónustu fsra- elska hersins, komu saman mcð Rabin forsætisráöherra. Ekki er vitaö hvað fólst I svari Sýrlendinganna, sem taliö er að bandariskir dipló- matar hafi boriö til israels- manna. Engin yfirlýsing var gefin út eftir fundinn, og embættismenn hafa ckki vilj- að tjá sig um máliö, aö þvf er útvarpiö segir. Hins vegar skýrir útvarpið frá þvf, aöengin ákvörðun hafi verið tekin um það að hvika i einu eða öðru frá fyrri stefnu israelsmanna. tsraelsmenn hafa lýst þeirri von sinni, aö deilurnar um sýrlenzku her- sveitirnar leysist eftir dipló- matiskum leiðum. Útvarpiö skýrði einnig frá þvf, aö komið hefði fram á fundi þessum, aö engar breyt- ingar hefðu oröiö á styrk eöa stöðu sýrlenzku hersveitanna umhverfis Nabatiyeh. Haft er eftir heimildum inn- an israelska hersins, að talið sé að þarna sé um að ræða styrkt fótgönguliðsherfylki, búiö brynvörðum liösflutninga bifreiðumj. i> Kristnir Lfbanonmenn, sem komu til israel á miðvikudag, hafa skýrt fréttamönnum frá þvf, að þessar sýrlenzku her- sveitir væru tvær vfkinga- sveitir og tvær sveitir skrið- drekaliös. Fiskur á Bandaríkjamarkað Neyzlan vex en fram- leiðslan minnkar gébé Reykjavik. — ,,Fiskmarkaðurinn hér i Bandarikjunum er sérstakur að þvi leyti nú, að litið framboð er af þorsk- og ýsublokkum, en neyzla og eftirspurn hefur haldið áfram að vaxa allt sl. ár, en framleiðslan er mjög ilitil á þessum árstima,” sagði Guðjón B. ólafsson, framkvæmdastjóri Ice- landic Products, fyrirtækis Sambands isl. samvinnufélaga i Harrisburg i Bandarikjunum. Guðjón sagði samkeppni vera mikla milli bandariskra fiskverksmiðja um það litla hráefni sem til væri, og það væri ástæðan fyrir hækkuninni, sem varð i vikunni, en verðið hefur sjaldan eða aldrei verið betra. *».í -- Verksmiöjur Icelandic Products f Harrisburg, Penn. Stuðningur stjórnarinnar við iandsliðið í handbolta: Leikmenn, sem eru opinberir starfsmenn, fái leyfi á launum, frekari stuðningur í athugun HV-Reykjavik — Það var rætt á rikisstjórnarfundi I morgun hvort og þá hvernig rikisstjórn- in gæti stutt landsliðiö i hand- knattleik. Það var samþykkt að greiöa fyrir leyfi á launum til handa þeim opinberu starfs- mönnum.sem nú undirbúa þátt- töku I heimsmeistarakeppninni 1 handknattleik, og auk þess var menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra falið að athuga nánar beiðni stjórnar Iþrótta- sambands tslands um aukinn stuöning vegna sérstakra og umfangsmikiila verkefna á ár- inu, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra I viðtali við Tfmann I gær. — Það var Gunnar Thorodd- sen, sem fyrst hreyfði máli þessu viö mig, sagöi mennta- málaráðherra ennfremur, en eftir það hefur þetta borizt úr svo til öllum áttum. Eftir sigur- inn á Tékkum í Laugardalshöll- inni fóru menn að eygja von fyr- ir landsliðið okkar I keppninni, og síðan hefur hver maðurinn af öðrum orðað þessa hugmynd um stuðning við það. Við getum greitt fyrir þvl, aö þeir landsliösmenn, sem eru opinberir starfsmenn, fái leyfi á launum til þátttöku I keppninni, en aftur á móti getum við ekki, sem eðlilegt er, skipaö fyrir um frí handa öðrum. Stuðningur við þá yrði þá að falla undir síðari liðinn, það er hugsanlegan auk- inn stuöning við heildarsamtök- in, ISí, sem við fjármálaráð- herra eigum aö kanna nánar. — KARFAMIÐUNUM ÚT AF BREIÐA- FIRÐI LOKAÐ 46—66,5% afla togaranna reyndist undirmálskarfi gébé Reykjavik — t gærdag sendi Hafrannsóknastofnun Sjávarút- vegsráðuneytinu tillögu þess efn- is, að samkvæmt athugunum er lagt til að svæðinu um Hrygginn út af Breiðafirði verði lokað um óákveöinn tlma. Að sögn Þórðar Asgeirssonar skrifstofustjóra I sjávarútvegsráöuneytinu, hefur tillagan vcriö tekin til greina og ákveðið að verða við lokun þess- ari. Nánar verður tilkynnt um stærð svæöisins I dag. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræöingur er leiöangursstjóri um borð I rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, og hefur verið við athuganir á fyrrnefndu svæði út af Breiðafirði. í samtali við Tlm- ann I gær, kvaðst Hjálmar hafa lokaö svæöinu á grundvelli upp- lýsinga eftirlitsmannsins um borö I togara, sem var þar á veiðum. Svæðinu var lokað á þriðjudag- inn. Jakob Magnússon hjá Hafrann- sóknastofnun sagöi I gær, að sam- kvæmt upplýsingum frá eftirlits- mönnum um borö I nokkrum togurum, hefði aflinn verið rannsakaður og þá komiö I ljós, að 46-66,5% afla togaranna hafi veriö undirmálskarfi eftir lengd, en karfi undir 33 sm á lengd, er talinn undirmálsfiskur. Sagði Jakob, aö stofnunin heföi lagt það fram viö sjávarútvegsráðuneytið að svæöinu yrði lokað um óákveð- inn tlma, en slðan yrði fylgzt með þvl eftir þvl gem ástæður leyfðu. Verða veiöar á svæðinu bannaö- ar, I flot- og botnvörpu. Umrætt svæði um Hrygginn út af Breiðafiröi, nokkuð djúpt und- an Snæfellsnesi, eða um 70 sjó- mllur, er skv. lögum, venjulega lokað frá 1. maf til 31. desember. og þvl aðeins opið fjóra mánuöi á ári. Hins vegar þegar svo mikiö veiðist af smákarfa sem raun ber vitni reynist nauðsynlegt aö loka því, eins og nú hefur veriö gert. „Kuldarnir hér I desember og janúar hafa leitt af sér að um mun minni viöskipti er að ræða við veitingahúsakeðjurnar, sem eru langstærstu kaupendurnir og hefur þvl neyzlan á þessum tlma dregizt saman, þannig að þetta er ekki mjög fjörugur eða sterk- ur markaður sem leiddi af sér hækkunina. Þá hafa margir áhyggjur af þvi, að á sama tlma sem fiskurinn hækkar, þá lækkar kjötveröið og ég þori þvi engu að spá um hvernig markaðurinn verður hér I febrúar/ marz, og reyndar getur enginn sagt um það,” sagði Guðjón. „Það er ekkert vafamál, að Framhald á bls. 19. Guðjón B. ólafsson, fram kvæmdastjóri Icelandic Products. Timamynd: Róbert. Vetraráætlun Fl hefur gengið betur í ár en verið hefur um áratuga skeið HV-ReykjavIk — Það má segja, að miðað við allt annað, þá hefur innanlandsflugið gengið mjög vel Ivetur. Þaðhafa komið timabii, eink- um norðanlands og á Vestfjörðum, þegar einstakir staðir hafa lokazt I einn eða tvo daga, en við verðum að muna að það er vetur og almennt hefur flugið gengið vel, jafnvel betur en oft áður. Þegar allt kemur til alls hefur vetraráætlunin eiginlega gengið allt aðþvljafn vel og sumar- áætlun væri og það höfum við ekki upplifað I áratugi, sagði Sverrir Jónsson, stöðvarstjóri Flugfélags Islands, I viðtali viö Timann I gær. — Hvað varðar flutninga, bæöi á farþegum og vörum, sagði Sverrir ennfremur, þá hefur það ekki dregizt neitt saman að marki, og jafnvel verið meira en sum undanfarin ár. Þar er ekki yfir neinu aö kvarta. Jóiaáætlunin gekk alveg prýðilega hjá okkur og svo hefur verið um allt annað.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.