Tíminn - 04.02.1977, Side 3

Tíminn - 04.02.1977, Side 3
Föstudagur 4. febrúar 1977 3 Hlutafé saltverk- smiðju: — í stað 61 milljónar Misskilningur í útreikningum iðnaðarrdðuneytis gébé Reykjavík. — t gær var frá þvl skýrt I frétt I blaðinu, að alls hafi 396 hluthafar, einstaklingar og fyrirtæki, skrifað sig fyrir 61 miiijón kr. hlutafé I undirbún- ingsfélag um saltverksmiðju á Reykjanesi, sem stofnað verður um miðjan þennan mánuð. Tim- anum hefur nú borizt leiðréttar tölur um fyrrgreint. GIsli Einars- son í iðnaðarráðuneytinu sagði i gær, að við frekari útreikninga og við skipulagningu skrár yfir hlutafé og hluthafa, hafi komið I ijós, að það hiutafé sem safnazt hefur er mun minna en fyrst var álitið, eða rúmlega fjörutiu millj. kr. Hluthöfum hefur einn- ig fjölgað og voru þeir I gær orðn- ir 413 talsins. Gisli kvað þetta þó ekki vera endanlegar tölur, þar sem iðnaðarráðuneytinu væri enn að berast I pósti, loforð um hluta- fé frá aðilum úti á landi. Því mun það ekki verða fyrr en i næstu viku, sem endanlegar tölur liggja fyrir. Þaö eru einstaklingar, fyrir- tæki og sveitarfélög sem skráð hafa sig fyrir hlutafé, flestir eru frá Vesturlandi, Reykjavik og Suðurnesjum, en einnig munu nokkrir vera frá Austfjöröum. Norðurlandi og Vestfjörðum. RÖSKAR 40 MILLJ- ÓNIR Ákveðnum verkefnum skipt niður á tólf manna hópinn — sem vann að lausn Geirfinnsmdlsins Gsal-Reykjavik. — Eins og fram kom i Timanum i gær vann tóif manna hópur að rann- sókn Geirfinnsmálsins hjá sakadómi Reykjavikur. Karl Schútz afbrotasérfræðingur kynnti á blaðamannafundinum I fyrradag samstarfsmenn sina og hvaða verkefni þéir hefðu einkum haft viö rannsókn máls- ins. Nefndi Schútz, að hann hefði á fáum stöðum kynnzt jafn duglegum og samvizkusömum lögreglum önnum. Yfirmaður rannsóknarnefnd- arinnar var Orn Höskuldsson sakadómari. Þrir lögreglu- menn önnuðust Sævar Marinó Ciesielski, þeir Eggert Bjarna- son, Rúnar Sigurðsson og Jónas Bjarnason. Haraldur Arnason lögreglumaður annaðist Kristján Viðar Viðarsson, Grét- ar Sæmundsson lögreglumaður annaðist Guðjón Skarphéðins- son og umsjón með Erlu Bolla- dóttur hafði Sigurbjörn Viðir Eggertsson. Sendiferðabilstjórinn, Sigurð- ur óttar Hreinsson sat aldrei I gæzluvarðhaldi, en umsjón með honumhafði Eggert Bjarnason, lögreglumaður. Einn þeirra 12 sem rannsök- uðu málið, Ivar Hannesson, gerði sérstaka skrá um lif og störf Geirfinns Einarssonar og vann hann einnig að þvi að und- irbyggja framburð einstakra manna. Tæfcnivinna var i höndum yf- irmanns tæknideildar rann- sóknarlögreglunnar, Ragnars Vignis. Schutz sagði, að Pétur Egg- ertz hefði verið túlkur sinn og hjálparhella og Auður Gests- dóttir og Renata Einarsson hefðu þýtt málsskjöl yfir á þýzku af Islenzku og öfugt. Hlraunir með rækhin græðlinga með gervi- lýsingu ganga vel — en niðurstöður liggja ekki fyrir, fyrr en að 2—3 órum liðnum, segir Grétar Unnsteinsson skólastjóri gébé Reykjavik — í einu Gróðurhúsa Garöyrkjuskóla rikisins að Reykjum i ölfusi, fara fram tilraunir á ræktun Chrysanthemumgræðl- inga með gervilýsingu. Tilraunir þessar byggjast eingöngu á ræktun Chrysanthemummóðurplantna meö framleiöslu græðiinga I huga. Tii- raunirnar hófust I byrjun desember s.l. og fara fram i fremur litlum mæli eins og er, en þegar hönnun nýja gróðurhússins verður lokið, verða þær stærri I sniðum. S.l. vor kom svo sem kunnugt er, tilboð frá hollenzkum aðilum um byggingu ylræktarvers hér á landi þar sem ræktaðir skyldu Chrysanthemumgræðlingar til útflutnings, órótaöir. Þar var miðað viö, aö Ijósmagnið yrði 18 þúsund milliwött á fermetra, en I Garðyrkjuskólanum fara auk þess fram tilraunir á 27 þús. milli- wöttum á fermetra. Timafólk vará ferð iHveragerðinýlega og hittiað máli I Garöyrkjuskólanum, Grétar Unnsteinsson, skólastjóra, Magnús Agústsson, iiffræðing, en hann sér um fyrrnefndar tilraunir og svo óla Val Hansson, garöyrkjuráðunaut. „Það tekur 4-5 vikur frá þvi að fyrsta móðurplantan er sett nið- ur, þangaö til hægt er að taka fyrstu græðlingana af plöntunni, en siðan er hægt aö taka þá af sömu plöntunni næstu 10-12 vikur. Græðlingurinn brotnar auðveld- lega af, þar sem hann er mjög stökkur”, sagði Grétar Unn- steinsson. Upphaflega hugmynd- in var.að selja þá órótaða, en til- raunir eru einnig gerðar með rót- aða græðlinga, enda fæst 25% hærra verð fyrir þá þannig, en jafnframt verða þeir nokkru um- fangsmeiri og þvi dýrari I flutn- ingi. ,,í gróðurhúsinu eru sex reitir og eru rúml. 80 plöntur I hverj- um. Lýsingin er alltaf á sama tima sólarhringsins.eða frá 16-03. Hvitur perlusteinn frá Akranesi er notaður i jarðveginn til að létta hann, og svo endurkastast Ijósið frá perlusteininum og eykur þvi um leið ljósið. Það má þvi segja, að þetta séu tilraunir með perlu- stein um leið,” sagði Magnús Ág- ústsson. Magnús sagði einnig að fleiri athuganir færu fram I þessu sambandi, t.d. er hitastig I gróö- urhúsinu mælt i mismunandi hæð, hitastigið i jarðveginum einnig mælt ogfleira. „Viðhöfum góða mæla hér, sirita sem geta mælt 12 atriði I einu, 10 hitamæl- ingar og 2 ljósmælingar,” sagði hann. Þannig Iltur Chrysanthemum- græðlingur út. „Græðlingarnir eru núna framleiddir fyrir garöyrkjubænd- ur hér á landi, en sá stærsti þeirra er Hörður Sigurðsson i Laugar- ási. Hann hefur sérhæft sig i Chrysanthemumræktun, og er ó- hætt að segja, að hann framleiði 90-95% þeirra græðlinga, sem notaöir eru til ræktunar hér,” sagði Öli Valur Hansson, en Hörö- ur notar gervilýsingu að vetrin- um. Að sögn Grétars, er tilgangur tilraunarinnar að finna hvaða ljósmagn sé hagkvæmast við ræktunina. Að lokinni töku, eru græðlingarnir taldir og vigtaöir, þvi næst er þeim ýmist stungið beint til rótunar eða geymdir I kæli og stungið niöur að viku, — hálfum mánuði liönum, til að at- huga hvort munur sé á geymslu- þoli. Þegar græölingunum hefur verið stungið er fylgzt með rótun- inni og athugaö hvort munur sé á rótunarhraða eftir ljósmagni. í dag þ.e. byrjun febrúar, eru þær plöntur sem fá 27 w/ ferm. komn- ar með heldur fleiri græðlinga en Framhald á bls. 6 Hugmyndinni alls ekki vísað frá segir landbúnaðarráðherra um ylræktarver hér á landi Magnús Agústsson, liffræð- ingur hugar hér aö chrysanth- emummóöurplöntunum i ein- um reitnum. 1 loftinu sést gervilýsingin greinilega. — Timamynd: Gunnar. gébé Reykjavik — Lengi hafa menn spurt þeirrar spurningar hvort ræktun I stórum stil undir gleri hér á landi, til útflutnings, væri ekki möguleg. Miklar um- ræöur hafa skapazt eftir að hol- lenzkir aðilar gerðu Islendingum tilboð um að byggja hér á landi ylræktarverr. Eftir athugun vinnuhóps og fleiri aðila, eru nið- urstöður hins vegar þær, að þaö séekkihagkvæmt, néunnt aösvo stöddu að reisa sllkt ver hér á landi. Ekki er talið að fjárhags- grundvöllur fyrir sliku veri sé það tryggur að þetta sé unnt, né heldur að nægar niðurstöður rannsókna á slikri ræktun séu fyrir hendi enn, sagöi Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð- herra, en viðmunum halda áfram aö láta vinna að rannsóknum viö rafljós og fá niðurstöður áður en stærri ákvarðanir verða teknar. Svo mikið hefur veriö rætt og ritað um starfsrækslu ylræktar- vers hér á landi, að óþarfi er að rifja það hér upp. Hér er þó fyrst og fremst höfð i huga nýting jaröhita til ræktunar I ylræktar- veri með útflutning i huga. Meö fullkominni stjórn á vaxtarskil- yrðum, með aðstoö ódýrs varma og raforku, mætti væntanlega tryggja sliku ylræktarveri góða samkeppnisaöstöðu á heims- markaði. Land Reykjavíkur A f u n d ii borgarstjórn- , ar Reykjavik- ur i sl. viku voru fluttar margar álykt- unartillögur. Flestar þeirra. voru sam-j eiginlega frá! borgarfulltrú- um minnihlutaflokkanna. Ein þessara tillagna fjallaöi um borgarlandið. Hafði Kristján Benediktsson framsögn fyrir hendi. Fer tillagan og ræða Kristjáns hér á eftir: Borgarlandið ,,,,Þar sem senn lföur aö þvi, að meginhluti byggilegs lands, sein borgin á og liggur innan lögsagnarumdæmis hennar, hefur annað tveggja veriö tekið undir byggð eða skipulagt sein byggingar- svæði, telur borgarstjórn nauösynlegt aö nú þegar veröi að þvi hugaö, hvernig stækka megi borgarlandib og ná eign- arhaldi á þeim óbyggðu lands- svæðum sem núna eru innan lögsögumarkanna. Felur borgarstjórn borgar- stjóra og borgarráöi að taka þetta mál til athugunar hið fyrsta og kanna þá möguleika, sem fyrir hendi eru til að tryggja borginni meira bygg- ingarhæft iand fyrir framtið- ina.” Þessi ályktunartillaga er flutt sameiginlega af borgar- fuiltrúum minnihlutans. Tel ég reyndar vist, að allir borg- arfulltrúar séu sammála efni hennar. TiIIagan er fyrst og fremst stefnumarkandi. Hún varðar framtiðina. En tvi- mælalaust ber okkur aö sýna fyrirhyggju og búa i haginn fyrir næstu kynslóöir eftir þvi, sem tök eru á. Aö þvier stefnt með þessari tillögu. Nú munu e.t.v. einhverjir haida, að land Reykjavikur- borgarsé svostórt abóþarfi sé að hafa áhyggjur af land- þrengslum eba að nægilegt byggingarland verði ekki til staðar I framtiðinni. Þetta er hins vegar mikili misskilning- ur. Allt lögsagnarumdæmi Reykjavikurborgarer I dag 10 þús. ha. eöa 100 fermilómetr- ar. Þetta skiptist þannig: Vestan EUiðaáa 2020 ha eöa 1/5 Breiðh. og Arbæjarhverfi 1200 ha Korpúlfsst. og (Jlfarsfellsssv. 1250 ha Vatnsverndunarsv. 4250 ha önnur svæði ofan byggðar 1280 ha Þgar Korpúlfsstaða- og Úlf- arsfellssvæðið veröur full- byggt er vandséð, hvar næsta byggingarsvæöi getur komið. Sennilega munu þá margir iita til Reynisvatns. Sú jörð liggur innan lögsögumarka Reykja- vikur, en er hins vegar ekki i eigu borgarinnar. Þá er aug- ljóst, aö land úlfarsár fellur mjög vel að hinu fyrirhugaða byggingarsvæði I Lambhaga. Úlfarsá er i Mosfelissveit og i eigu rlkisins. Ég tel ekki skynsamlegt aö ræða einstök atriði þessa máls opinberlega aö svo stöddu og mun ekki gera það. Hins vegar er það skoðun flutningsmanna tillögunnar, að hún fjalli um eitt af stóru máiunum, sem borgaryfirvöld veröi aö glima við næstu árin og finna lausn á.” —a.þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.