Tíminn - 04.02.1977, Qupperneq 10
10
Föstudagur 4. febrúar 1977
Leiknefnd aö störfum: f .v. Höski, Siggi, Himmi, Aggi, Maja, Gulli og Nonni.
Sú gamla
kemur á
Herranótt
Elzta lelkhús á íslandi
leiklist
HERRANÓTT 77
Frumsýning
Leikstjóri:
Helgi Skúlason
Leikmynd:
Leikflokkurinn undir
forystu smiöakennara.
Herranótt menntaskólans
mun vera elzta starfandi leik-
hús hér á landi, rekur sig aftur i
tiöina til Skálholts, en i nilver-
andi formi hefur Herranótt ver-
iö siðan 1922, að þvi að okkur
:hefur veriö sagt. Nemendur
komnir að stúdenstsprófi æfa
saman einhvern leik og sýna al-
menningi.
Menntamenn og
leikhús
Herranóttin er liður i áhuga-
málum nemenda, likt og aðrar
listgreinar. Sýningar hjá Herra-
nótt þykja yfirleitt vandaðar og
vekja töluverða athygli.
Margir telja að Herranótt
hafi haft víðtæk áhrif á leiklist-
ina á Islandi, og hafi raunar enn
þann dag i dag. Margir leikhús-
menn fá þar fyrstu raunveru-
legu reynsluna af leikhúsinu, og
hvoru megin tjalds þeir skipa
sér siðar i lifinu er svo annað
mál.
Margir telja, að innreið svo-
kallaðra menntamanna i leik-
húsið hafi ekki orðið til góðs.
Menn með próf í hinu og þessu
séu að yfirtaka leikhúsin, og
leikarinn sé ekki lengur sér á
parti eins og ljóðskáldið og
skáksnillingurinn sem ennþá
þurfa ekki að sýna próf til þess
að vera teknir gildir. Menn
halda að hið akademiska leik-
hús sé ekki eins gott og, það
gamlasem haldið var uppi afá-
striðufullum náttúrubörnum.
Þetta er ekki neitt sérislenzkt
fyrirbæri. Sama þróun gengur
yfir allan heiminn menn læra
það nú i skólum, sem menn
námu aðeins með þvi aö vera til
i ieikhúsiny sjálfu, þeir voru
hinir útvöldu.
Þótt varað sé við vissri hættu
sem leikhúsinu stafar af
fræðslukerfinu, þá hefur sam-
vinna leikhúsmanna og mennta-
manna ávallt verið góð, þött
hinir siöarnefndu sinntu ööru
flesta daga. Samvinna leikhúss
og skálda var lika góð og margir
menntamenn hafa oröið miklir
leikarar og leikhúsmenn.
Þannig hefur það veriö gegn-
um tiðina, að almenningur hef-
ur oft séð nýjar stjörnur fæðast
á herranótt, ungt fólk sem fæst
ekki meö neinum ráðum niður
af svjöinu aftur, eftir hina ein-
stæðu nótt.
Sú gamla kemur i
heimsókn
Verkefni það sem herranótt
valdi að þessu sinni er SU gamla
kemur I heimsókn, eftir Friedr-
ichDurrenmatt, en leikrit þetta
var sýnt i Iðnó á árunum 1964-
í65, og þá einnig i leikstjórn
Helga Skúlasonar. Nemendur
kynna verkið þessum orðum I
leikskrá:
,,Friedrich Dúrrenmatt fædd-
ist þann 5. janúar 1921 i Konolf-
ingan við Bern I Sviss. Hann
lagði stund á heimspeki, guð-
fræði og þýzkar bókmenntir við
háskólana i Bern og Zurich.
Fyrsta leikrit hans (Þaö stend-
ur skrifaö) var frumsýnt i Zur-
ich 1947. Hann varö þekktur um
allt Þýzkaland með leikritinu
Hjónaband herra Mississippi
sem var frumsýnt 1952. Sú
gamla kemur I heimsókn
(frumsýning 1956), færði honum
heimsfrægð. Þaö er, ásamt
Eðlisfræðingunum (frumsýning
1962), þekktasta verk hans.
Sú gamla kemur i heimsókn
er tragisk kómedia. Gömul for-
rik kerling kemur til fæðingar-
bæjar sins, sem „hefur bara
verið gleymt”. Fátækt er mikil i
bænum og íbúarnir lifa á at-
vinnuleysisstyrkjum og súpu-
gjöfum. Hún býður bæjarbúum
einn milljarð, með einu skilyrði.
Og þó að borgarstjórinn segi
fyrst i stað að Giillen-búar vilji
frekar vera fátækir en ataðir
blóði,. þá skilst honum fljótt að
svarti hlébarðinn er hættulegt
rándýr. „Það verður aö ráða
niðurlögum þess.” „Nýja kjöt-
verið” á eftir að hafa djúpstæð
áhrif á þetta litla bæjarfélag,
þvi siðgæöi er afstætt hugtak.”
Það skal strax játað að þetta
er óvenjulega vel heppnuð sýn-
ing miöað við aðstæður og
reynslu leikenda og við
skemmtum okkur held ég öll
mjög vel, — bæði leikendur og
áhorfendur, og enginn var
nervös nema hann Guðni rektor.
Sýningin er rétt lögð i upphafi.
Sú staðreynd að allir leikendur
eru jafn gamlir að heita má,
gefur sýningunni. sérstakan
svip. A ég þar við að gervi til
þess að gera þennan flokk sjö-
tugan, fimmtugan eða fertugan
hefði gert illt verra. Þessi ein-
læga gerð, hjálpar ekki aðeins
textanum, heldur flytur hann á
nýtt svið.
Ég hlýt að játa það, að leik-
endur stóðu sig ekki allir jafn
vel, sumir voru betri en aðrir,
en þó vil ég standast þá freist-
ingu að fara að nefna nöfn.
Herranótter f jölefli og Það væri
naumast sanngjarnt að taka þá
útúrsemmestfengu isinnhlut,
en sleppa svo þeim sem aðeins
fengu að bera mublur og mála.
Ef svo heldur fram sem verið
hefur þá, fengum viö að sjá
þarna ýmsa krafta, sem gætu
nýtzt i leikhúsinu i framtiðinni
án tállits til þeirra orða er rituö
voru i upphafi þcssa máls.
Svo erum við auðvitað minnt
á þetta lika, að við eigum fal-
lega, gáfaða æsku og þvi héld-
um við út i myrkrið óvenju glöð
i bragði, þrátt fyrir þunga á-
minningu frá Frieclrich Durren-
matt og þeirri gömlu
Jónas Guömundsson
Þau sem sáu um leiktjöldin:
Byggingarlist 5. bekkjar, talið frá vinstri: Svanborg Matthfas-
dóttir, Andrés Narfi Andrésson, Sigrlður Finsen, Ari Már Lúð-
viksson, Margrét Haröardóttir, Árni Leifsson, Viðar Karlsson,
Dagný Halldórsdóttir, Gunnar Arnason, Stefán Benediktssón
kennari, Hjálmar Kjartansson, Pálmi Guðmundsson, Eirikur
Thorsteinsson.
Iðnaðarmannafélagið
í Reykjavík 110 ára
Þann 4- febrúarvoruliðin 110
ár frá stofnun Iðnaöarmanna-
félagsins I Reykjavik. Fyrstu
heimildir um stofnun þess er aö
finna í grein er birtist I blaöi
Páls Eyjólfssonar, gullsmiös
1874, Tímanum, en þar segir
svo:
„Handiðnaðarmannafélagið
Reykjavik var stofnað 3.
febrúar 1867, af 31 hand-
iðnaðarmanni i þeim tilgangi
að koma upp duglegum hand-
iönaöarmönnum, efla og
styrkja samheldni meöal
handiðnaðarmanna á tslandi
og innlent iönaðarlif taki
framförum og ennfremur að
styðja aö gagnlegum og þjóð-
legum fyrirtækjum”.
Talið er, a ð félagiö hafi verið
stofnað I húsi gömlu
Landsprentsmiðjunnar hjá
Einari Þóröarsyni, sem varö
fyrstiforseti þess. Fór vel á þvl,
þar sem það hús var arfur frá
Skúla fógeta, brautryðjanda
iðnrekstrar í Reykjavik. Auk
hans I fyrstu stjórn félagsins
voru þeir Einar Jónsson, tré-
smiður, gjaldkeri og Egill
Jónsson, bókbindari, ritari.
Fundargeröarbækur félagsins
eru til frá árinu 1873, í þeim má
sjá að fyrstu verkefni félagsins
voru að koma á stofn sunnu-
dagaskóla fyrir iðnaöarmenn,
ennfremur að gera sameiginleg
innkaup á vörum frá Kaup-
mannahöfn. Arið 1874 er gerð
sameiginleg pöntun á 302
pottum af steinoliu, sem kom
með póstskipinu frá
Kaupmannahöfn. Ekki var
mikið framhald á þessum
sameiginlegu innkaupum, aftur
á móti var þaö eitt aðalstarf
félagsins aö standa fyrir fræðslu
iðnaðarmanna. Sunnudaga-
skólinn var rekinn meö smá
hléum fram að aldamótum. En
þá verða þáttaskil og tók þá
skólinn að færast til nútiðar-
horfs, það er svo haustið 1904 aö
fariö er að kenna 6 daga
vikunnar. Arið 1906 reisti
félagið húsnæði yfir skólann við
Vonarstræti, I þvl húsnæði rak
félagið skólann allt til 1955 er
hann flutti I hiö nýja húsnæöi viö
Vitastig, síðar á þvi ári tók svo
Rikissjóöur og Reykjavlkur-
borg við rekstri hans. Arið 1896
reisti félagið samkomuhús við
Vonarstræti er siðar gekk undir
nafninu Iðnó. Þegar þaö var
reist gekk það næst aö stærö
Alþingishúsinu og Latfnu-
skóla-húsinu, það rúmaði 10.
hvern bæjarbúa. Eins og fram
hefur komiö I fréttum nýlega,
voru iönaðarmenn aöalhvata-
menn að stofnun Leikfélags
Reykjavlkur 1897. Astæöan fyrir
þvl hefur ef til vill verið sú, aö
Iðnaðarmannafélagið fékk úr
svokölluðum Thaliu-sjóði kr.
1.500,00 ti húsbyggingarinnar,
ennfremur fékk félagið lánaö úr
leiktjaldasjóði bæjarins
(coulissusjóði), sem stofnaður
hafði veriö 1866 af forystu-
mönnum gleðileikjanna. Núna
er búið að friölýsa bæði Iðnó og
Gamla Iðnskólann. I rishæö Iðn-
skólans lét félagið innrétta bað-
stofu af gamalli fyrirmynd með
fögrum útskuröi er Rikarður
Jónsson annaðist af mikilli
smekkvlsi. Baöstofan var einn
aðal fundrstaður um árabil, þar
var m.a. fyrsta Iönþing tslend-
inga háö, Sparisjóður Reykja-
vikur og nágrennis stofnaður.
Þegar Reykjavikurborg keypti
gamla Iðnskólann af félaginu,
var áformað að fjarlægja húsið
fyrir Ráðhúsbyggingu. Þaö var
þvl svo um samið að félagið ætti
þiljurnar I baðstofunni. Nú er
útséð um það að húsiö verður
ekki rifið.
Strax á fyrstu árum félagsins
var farið að tala um nauösyn
þess að halda uppi kynningu á
framleiðsluvörum iðnaðar-
manna. Fyrsta iðnsýningin á
vegum félagsins var haldin