Tíminn - 04.02.1977, Qupperneq 11
Föstudagur 4. febrúar 1977
11
Rabbað við fólk í Borgarnesi
Vekja
AAyndir og texti: AAagnús Ólafsson
Kristin Halldórsdóttir
einhver sérstök ástæöa til þess?
— Ég álit, aö konur eigi að fá
að ráða, hvort þær vilja vera
heima og hugsa um börn og
heimili á meðan börnin eru ung.
Þá þurfa börnin á mestri
umhyggju að halda. Að vlsu
mætti segja, að faðirinn gæti
alveg eins verið heima og hugs-
að um börnin, en vegna þess að
þarf
fólk
til
umhugsunar um
jafnrétti
— segir Kristín Halldórsdóttir, formaður
jafnréttisnefndar í Borgarnesi
Það erslæmthvað konur, sem
fara út að vinna, eiga erfitt með
að fá annars konar störf, en þær
stunda alla daga inni á sinum
heimilum, sagði Kristln
Halldórsdóttir nýkjörinn ritari
Verkalýðsfélags Borgarness I
viðtali við Tlmann. Konur fara
m.a. út að vinna til þess að
kynnast einhverju öðru en þær
eru með milli handanna alla
daga, og þeimer nauðsynlegt að
komast I fjölmenni. Þess vegna
er lika slæmt hve margir vinnu-
staðir eru sérhæfðir og á þeim
vinnur einungis fólk af öðru
kyninu.
— Hvernig er dagvistunar-
málum barna háttað I Borgar-
nesi?
— Dagheimili er rekið I
bráðabirgðahúsnæði, en nú er
leikskóli ibyggingu. Þegar hann
kemsti gagnið, leysir hann mik-
inn vanda. A sumrin er gæzlu-
völlur starfræktur, en aðeins á
einum stað i þorpinu og þyrftu
að koma fleiri, a.m.k. fyrir
smábörnin.
— En hvernig er félagsað-
staða fyrir unglingana?
— Það er nokkurt félagslif
fyrir þá i skólanum, sérstaklega
I eldri bekkjunum. En þar fyrir
utan vantar unglingana til-
finnanlega aðstöðu til þess að
geta komið saman.
Þá tel ég nauðsynlegt að
hingað verði ráðinn æskulýös-
fulltrúi, sem sinni unglingunum
og skipuleggi tómstundastarfiö
með þeim.
— Hvernig er að biía i Borg-
arnesi?
— Mér fellur mjög vel að búa
hér, og þessi staður er mátulega
stór fyrir mig. En ef byggð hér
eykst verulega, koma fram viss
vandamál. Þá verður erfiðara
aö tengja byggöahlutana saman
og með stærri byggð tapast
einnig ýmislegt af þeim
heimilisbrag, sem nú rikir hér.
T.d. sjá gamlir Borgnesingar
eftir ýmsu, sem glataðist viö
það að þorpið náði þeirri stærö
sem það nú hefur.
— Nd vinnur þú ekki dti. Er
konur fá ekki nema lægst laun-
uðu störfin, er móðirin yfirleitt
nauðbeygð til aö vera heima, en
maðurinn verður að vinna fyrir
heimilinu. A þessu þarf aö
verða breyting.
— Nd ert þú formaður jafn-
réttisnefndar i Borgarnesi.
Hvað er aö frétta af störfum
þeirrar nefndar?
— Jafnréttisnefndin er nú
nýskipuð og þvi litlar fréttir enn
af henni að hafa, en okkur lang-
ar til að kynna fólki jafnréttis-
mál og vekja það til umhugsun-
ar um þau. Með þvi viljum við
stuðla að auknu jafnrétti bæði á
heimilum og utan þeirra.
En til þess aö einhver árangur
náist verða konur að vilja vinna
að jafnréttismálunum sjálfar,
þvi án samstöðu kvenna næst
litill árangur. Margar konur
vilja hafa allt i gamla farinu, en
þaö getur ekki gengið. Þvi erum
við aö reyna að ýta viö hlutun-
um og fá fólk til að hugsa um
þessi mál.
MÓ
Magnús Jósefsson
T rúnaðarmaðurinn
fylgist með, að
reglur séu haldnar
og réttur ekki brotinn á
verkafólkinu
Magnús Jósefsson verka-
mann hittum við þar sem hann
var aö hlaða fóðurbæti á vöru-
flutningabil f vöruhdsi Kaupfé-
lags Borgfirðinga. Hann er
trúnaðarmaður verkalýðsfé-
lagsins I deild 6, en það er sd
deild kaupféiagsins, sem að-
setur hefuri Brákarey. Að stað-
aldri vinna þar milli 30 og 40
manns, en i sláturtiðinni er þar
miklu meira starfslið.
— i hverju eru störf trún-
aðarmanns fólgin?
— Fyrst og fremst á trún-
aðarmaður að fylgjast með þvi,
að reglur séu haldnar og réttur
ekki brotinn á verkafólkinu.'
Einnig á trúnaöarmaðurinn að
koma kvörtunum fólksins á
framfæri og vinna aö þvi að úr
málum þess sé leyst.
— Er erfitt að sinna þessu?
— Þetta gengur mjög vel hér,
enda höfum við mjög góðan
verkstjóra og vinnuveitendur.
Enég fersamtsem áður á skrif-
stofu verkalýösfélagsins á
hverjum fimmtudegi til þess að
láta vita hvernig gengur, svo að
þeir fylgist alltaf með.
— Hvernig eru kjör verka-
fólks i dag?
— Þaðeróskiljanlegt hvernig
hægt er að lifa af launum verka-
fólks, og það er mikill munur á
kaupmættinum nú og 1973. Ef
reynt er aö bæta sér upp lágar
tekjur með næturvinnu, fer
helminguraf þvi kaupi I skatta,
og stundum gerir maöur ekki
annað en vinna fyrir þeim.
Fyrst ég nefndi skattana, er
eitt sem þar veröur nauðsyn-
lega að breyta. Það verður að
fara að taka upp staðgreiðslu-
kerfi skatta. Það er ófært aö
taka skatta af launum þessa árs
vegna teknanna i fyrra. Ef tekj-
umar eru miklar eitt ár, veröur
að halda áfram að afla mikilla
tekna aðeins til þess aö geta
greitt skattana.
MÓ
1883. Sýningarmunir voru alls
500 og 31 aöili hlaut verðlaun
fyrir framlag sitt. Aðsókn að
sýningunni verður aö teljast
góð, alls skoðuöu hana um 1400
manns. önnur sýning félagsins
1911 var i tilefni af aldarafmæli
Jóns Sigurössonar. Sýningin var
haldin I Miðbæjarskólanum. A
tólfta hundrað munir voru á
sýningunni, sá dýrasti metinn á
6.000,00 krónur auk þess voru á
sýningunni munir frá Barna-
skóla Reykjavikur, Landakots-
skólanum, Kvennaskólanum og
Barnaskóla Akureyrar, sem
fylltu samtals 5 stofur. Allir
munirnir á sýningunni voru vá-
tryggðir fyrir 65 þúsund krónur.
Við opnun sýningarinnar sagði
formaður sýningarnefndar-
innar Jón Haldórsson, tré-
smiöur:
„Þetta litla safn eru fyrstu
stafirnar, sem skráðir verða i
geröasafni Islensks iðnaðar á
20. öldinni: sú yfirskrift
snertir alla þá, sem þetta land
byggja og vel er hverjum
þeim, sem er á verði, að gæta
skyldu sinnar, hvort sem þú
eða ég höfum tekið okkur I
hendur til stuðnings hamar,
hefil eða sög, upp brekkuna á
sjónarhæðina, þar sem þá sól
er aö lita, sem aldrei gengur
til viðar”.
Þá stóð félagið fyrir iðn-
sýningu 1924 og 1932. Mjög
fróðlegt yfirlit er um siðustu
sýninguna aö finna i 6. árgangi
Timarits iönaðarmanna eftir
Guöbjörn Guðmundsson,
prentara. Skömmu fyrir 1000
ára afmæli Islandsbyggöar kom
Siguröur Guðmundsson fram
með þá hugmynd i Kvöld-
félaginu aö reisa standmynd af
fyrsta Landnámsmanninum
Ingólfi Arnarsyni. Ekki komst
þessi hugmynd i framkvæmd
þá. Svo er þaö i sambandi viö
heimsókn íslenzkra þingmanna
til Danmerkur 1906 aö sú hug-
mynd kemur fram, ásamt
öðrum, að þjóöþingið danska
gæfi Islendingum standmynd af
Ingólfi Arnarsyni eftir Einar
Jónsson, én Einar hafði þá gert
frumdrög að slikri mynd. Viö
þessa hugmynd var þó hætt. A
félagsfundi áriö 1906 var sam-
þykkt aö félagiö léti gera stand-
mynd þessa og kosin nefnd, sem
gekk undir nafninu „Ingólfs-
nefnd”. Daginn sem siminn
var opnaöur, 29. september
1906, sendi nefndin Einari
Jónssyni svohljóðandi skeyti:
„Iðnaðarmannafélagið
gengst fyrir kaupum á Ingólfi,
starfaðu öruggur”.
Þaö var félaginu mjög erfiöur
ba'ggi aö afla f jár til þessa verks
og löng saga, sem ekki veröur
rakin hér, en það haföist samt
og 24. febrúar 1924 var stand-
myndin afhjúpuö aö viðstöddu
fjölmenni. A árinu 1942 er farið
að ræða um þaö aö nauðsynlegt
sé að koma upp sameiginlegri
byggingu fyrir iðnaðarmenn. I
framhaldi af þessum umræöum
er siðan stofnað Húsfélag
iðnaðarmanna á sumardaginn
fyrsta 25. april 1046 af eftir-
töldum félögum: Trésmiða-
félagi Reykjavikur, Sveinasam-
bandi byggingamanna, Lands-
sambandi iðnaðarmanna,
Múrarameistarafélagi Reykja-
vikur, tlrsmiöaféiagi Islands og
Félagi pipulagningameistara
ásamt Iðnaöarmannafélaginu.
Strax og húsfélagið haföi verið
stofnað falaöist þaö eftir lóö
Iðnaðarmannafélagsins við
Ingólfsstræti undir væntanlegt
hús, en þá lóð haföi félagið fest
kaup á árið 1929 og var upphaf-
lega ætlunin að byggja á henni
skólahús, en eins og kunnugt er
var hætt við þaö vegna þess að
lóðin þótti of litil, heldur var
hinn nýi skóli byggður á Skóla-
vörðuhæö. Lóöinni við Ingólfs-
stræti var síðan afsalaö til Hús-
félagsins, gegn þvi að byggt yrði
á henni innan 5 ára. Ýmsar ytri
ástæður ollu þvi að ekki var
hægt að hefjast handa með
byggingu þesshúss s.s. skipulag
og fjárfestingarhömlur. En á
árinu 1968 fæst svo samþykkt að
byggja þar hús. Þaö er nú risið
af grunni og búiö að taka það aö
mestu leiti til notkunar. A
byggingartimanum hafa nokkur
fleiri félög bæst i hópinn og
núverandi eigendur aö þessu
húsi eru auk Iðnaöarmanna-
félagsins, Landssamband
iönaðarmanna, Trésmiðafélag
Reykjavíkur, Meistarafélag
húsasmiöa, Húsgagnameistara-
félag Reykjavikur, Sveinafélag
pipulagningamanna, Félag
plpulagningaeistara, Málara-
félag Reykjavlkur, úrsmiða-
félag íslands, Félag Islenzkra
iönrekenda, Málarameistara-
félag Reykjavíkur, Sam-
band byggingamanna, Sveina-
félag húsgagnasmiða, Sveina-
félag húsgagnabólstrara, Hár-
greiöslumeistarafélag ts-
lands. A sl. 10 árum hefur
félagsstarfsemin einkum beinzt
að þessu verkefni. Þá er
ennfremur I eigu félagsins
„Styrktarsjóöur ísleifs Jakobs-
sonar”. Úr þeim sjóði er
úthlutað árlega styrkjum til
iðnaðarmanna, sem vilja full-
nema sig I iön sinni erlendis. A
sl. ári var úthlutað úr sjóðnum
kr. 216.000,00 til 6 iðnaöar-
manna. A 100 ára afmæli félags-
ins var borgarstjóraembættinu I
Reykjavik færð borgarstjóra-
keðja úr silfri. Viö Iönskólann er
verðlaunasjóður, sem félagið
stofnaöi á 90 ára afmæli sinu.
Verölaun hafa verið veitt úr
honum tvö sl. ár. 1 tilefni af
sjötiu og fimm ára afmæli
félagsins var gefin út iðnsaga
tslands I tveimur bindum. Um
ritstjórn þess verks sá
Guömundur Finnbogason,
landsbókavörður. Stærsta
kaflann I það ritverk skrifaðu
Guömundur Hannesson, pró-
fessor, um „Húsagerö á
Islandi”. Þá lét félagið Gisla
Jónsson, menntaskólakennara,
skrá sögu félagsins á 100 ára
afmæli þess.
A þessum 110 árum, sem liðin
eru frá stofnun félagsins, hafa
20 gengt formennsku i þvi.
Guömundur H. Guömundsson,
húsgagnasmföameistarari,
gengdiformennsku allra manna
lengst eöa I 21 ár. Núverandi
stjórn félagsins skipa: Gissur
Simonarson, húsasmiöa-
meistari, formaöur, Halldór
Magnússon, málarmeistari,
varaformaöur, Siguroddur
Magnússon, rafverktaki, ritari,
Sigriður Bjarnadóttir, hár-
greiöslumeistari, gjaldkeri,
Benóný Kristjánsson, pípu-
lagningameistari, vararitari.
Aðalsteinn Tryggvason, raf-
verktaki og ólafur Jónsson,
málarameistari, eru i vara-
stjórn.