Tíminn - 04.03.1977, Page 3
Föstudagur 4. marz 1977
3
Þessi mynd er tekin á haustdögum, meöan rjúpan er enn flekkótt og snjór ekki fallinn. Þær eru
drifhvitar, sem næra sig ábruminu á hrislunum I Egilsstaðaskógi.
RJÚPNAMERGÐ í
EGILSSTAÐASKÖGI
J.K. — Egilsstöðum. — Nú er
mjög gott veöur hér um slóðir
stillt og bjart, og færð oröin
góð vlðast hvar, nema hvað
snjóbflsferðir eru um Fjarðar-
heiði og Oddsskarð og Vatns-
skarð til Borgarfjarðar hefur
ekki veriö mokað ennþá.
Um helgina siðustu voru
menn mikiö úti viö. Margir
voru á skiöum uppi á Fagra-
dal, en þar er skiöalyfta I
gangi á vegum Egilsstaöa-
hrepps, og notuöu menn sér
þaö mikiö einkum unglingar.
Veöur var afburöagott sólskin
og blíöa, en annars hefur sólar
ekki mikiö notiö hér fram aö
þessu.
Menn hafa veriö út um
héraö og upp um fjöll á snjó-
sleöum, enda er færi fyrir
snjósleöa afburöagott. Þeir
eru orönir algengir hér, svo aö
segja má, aö snjósleöi sé
næstum á hverjum sveitabæ.
Mikiö er af hreindýrum hér
niöri I byggö. Þau dreifast yfir
mjög stórt svæöi, og menn
halda, aö þeim fjölgi frá ári til
árs. Þau eru nú dreifö um allt
Fljótsdalshéraö og Austf jaröa
fjöllin. Nokkrir menn fóru
héöan noröur I Fagradal I
Vopnafiröi á snjósleöa á
dögunum, og þá var þar hrein-
dýrahópur alveg niöri viö sjó.
I Egilsstaöaskógi er svo
mikiö af rjúpu, aö menn muna
vart annaö eins. En þaö er
sýnd veiöi en ekki gefin, þvi aö
rjúpnaveiöitiminn i vetur er
löngu liðinn.
Tófuskyttur í
fullum gangi
— Hafa unnið tuttugu dýr á skömmum tima
F.I. Reykjavik — Það er rétt, að
hér um slóðir hafa verið skotnar
um 20 tófur á skömmum tima, en
þar hafa lika verið að verki
margir menn úr mörgum sveit-
um. óvenjulega gott hefur verið
aö rekja slóöirnar i vetur, þar
sem hriðaö hefur á hverri nóttu
og stillur legið yfir. Hitt er svo
spurning, hvort grenum fækkar
nokkuð i vor, venjulega eru þau
um 10 að tölu. Tófan er tii alls vfs
og við ferðalög er hún alls óbang-
Á þessa leiö fórust Óla Hall-
dórssyni, bónda á Gunnarsstöö-
um i Þistilfiröi, orö i samtali viö
Timann i gær.
Óli sagði, aö bezt væri aö veiða
.tófuna um miöjan daginn eöa á
morgnana, þvi aö þá leitaöi hún
inn til lands eftir næturrölt sitt viö
sjávarsiöuna. Ekki væri þó auð-
hlaupiö aö ná henni þrátt fyrir
góðar ytri aðstæöur, og oft mættu
menn rekja slóöina 10-15 kiló-
metra.
Óli bætti viö, að ef til vill væri
það ómannúðlegt aö drepa þessi
dýr, en sá, sem kynnzt heföi tóf-
unni og séö hana rekja garnirnar
úr lifandi lömbunum, gæti enga
samúö meö henni haft.
Jötunn
losnaði
en festist í
þriðja sinn!
gébé Reykjavik — Já, þetta
ætlar að ganga ilia hjá okkur.
Við gátum losað borinn eftir
að hann festist um siðustu
helgi, en nú er hann bara fast-
ur aftur sagði isleifur Jóns-
son, forstöðumaður jarðbor-
unardeildar Orkustofnunar i
gær, en hann er staddur norð-
ur i Eyjafirði — að Lauga-
landi, þar sem borinn Jötunn
hefur valdið mönnum mikium
erfiðleikum við borun eftir
heitu vatni.
Það var verið að vinna viö
hreinsun borholunnar þegar
hrun varð i henni rétt einu
sinni enn og varð það þess
valdandi aö borinn festist á
ný. — Viö erum aö vinna aö
þvi núna, aö fóöra holuna niö-
ur á það dýpi sem borinn var
kominn á, eða 463 metra, meö
þvi að reyna að setja niður
stálrör. Jarðvegurinn er mjög
laus i sér á þessum stað sem
borað er og veldur það starfs-
mönnum borsins, sem eru um
tuttugu að tölu, ómældum
erfiðleikum.
Arnarflug:
Bíða enn
eftir skýrslu
frá Flugráði
HV-Reykjavik—Þaö er afskap-
lega dauft hjá okkur i augna-
blikinu, enda er verkefnalitiö
þessa mánuöi. Svo bætist þaö
viö, aö viö getum litiö sem ekk-
ert hreyft okkur, eöa hugaö aö
frekari verkefnaöflun, meöan
ekki berst svar viö umsókn okk-
ar um áætlunarflugsleyfi. Viö
sóttum um i lok desember-
mánaöar siöastliöins ogFlugráö
hefur haft máliö i höndunum i
tvo mánuði, án þess aö hafa enn
skilað skýrslu um þaö til sam-
göngumálaráöuneytisins.
Dráttur þessi kemur sér ákaf-
lega illa, þvi að hann nánast úti-
lokar okkur frá þvi aö geta hug-
aö aö einu eöa ööru, sagöi
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs h.f., i
viðtali viö Timann i gær.
— Viö höföum hugsaö okkur,
svona i fyrstu atrennu, aö hefja
áætlunar-flug til Amsterdam, ef
leyfiö fengist, sagöi Magnús
ennfremur, enda er i gildi loft-
'ferðasamningurmilli islands og
Hollarids, þannig aö ekki þyrftu
að koma til langvinnir og viða-
miklir samningar milli ráöu-
neyta. Þarermöguleikinn opinn
nú þegar.
Viö höfum litiö unniö að þessu
máli hjá okkur enn, þar sem
óvist er hvort leyfið fæst, en það
teljum við þó fullvist, að þótt
þetta yröi ef til vill erfitt i
fyrstu, þá myndi áætlunarflug á
milli þessara staöa vel bera sig.
Við myndum aö sjálfsögðu
fara inn i sölu á okkar stööum,
og einn liöur i þvi yröi auðvitaö
aö reyna að auka ferðir islend-
inga til Evrópulanda almennt.
Þaö er þó ferðaskrifstofuhliöin á
málinu.
En, sem sagt, viö bara biöum.
BÚNAÐARÞING
Flateyj arverksmiðj an
og lausaskuldir bænda
A fundi Búnaöarþings I gær
voru lögö fram tvö ný mál, sem
send voru frá Alþingi. Fyrra
málið var um athugun á sölu
graskögglaverksmiöjunnar á
Flatey á Mýrum, og siðara mál-
iö fjallar um lausaskuldir
bænda. Þá voru þrjú mál til
fyrri umræðu og þrjú mál voru
afgreidd frá Búnaðarþingi. Er-
indi Snæþórs Sigurbjörnssonar
um öryggisráðstafanir viö notk-
un dráttarvéla og annarra bú-
véla, var afgreitt meö eftirfar-
andi ályktun:
Búnaöarþing telur, aö meö si-
aukinni vélvæöingu á sviöi land-
búnaðar beri brýna nauðsyn til
aö auka eftirlit meö öryggis-
búnaöi véla og tækja, sem notuö
eru viö bústörf.
Þingið telur eölilegast, aö
þetta verkefni falli undir
öryggiseftirlit rikisins og lög um
öryggisráöstafanir á vinnu-
stöðum veröi breytt þannig, að
þau taki til almenns búreksturs.
Jafnframt felur þingið stjórn
Búnaöarfélags Islands aö hlut-
asttil um framgang þessa máls.
Frumvarp milliþinganefndar
Búnaöarþings um vinnuaöstoö I
sveitum var afgreitt með smá-
vægilegum breytingum frá bú-
fjárræktarnefnd. Gert er ráö
fyrir i frumvarpinu, aö
búnaðarsamböndum sé heimilt
að setja á stofn vinnuaðstoð
hvert á sinu sambandssvæði.
Tilgangur vinnuaðstoöar er, aö
bændur geti fengið aðstoöarfólk,
þegar veikindi, slys eöa önnur
forföll bera aö höndum.
Kostnaður af störfum aöstoöar-
manna greiöist aö 2/3 úr rikis-
sjóöi og 1/3 úr sveitasjóöum.
Áætlaö er að einn aðstoðar-
maöur sé ráöinnfyrir hverja 150
bændur. i ályktun búfjár-
ræktarnefndar var minnt á
samþykkt Alþingis frá 1973, þar
sem rikisstjórninni var faliö aö
kanna á hvern hátt megi veita
öllum konum i landinu
fæöingarorlof og tryggja tekju-
stofna i þvi skyni. Þá var einnig
afgreitt erindi stjórnar Stofn-
lánadeildar landbúnaöarins um
aö tekin veröi upp skyldutrygg-
ing útihúsa i sveitum.
Þá felur þingiö stjórn
Búnaöarfélags Islands aö at-
huga á hvern hátt megi ná sem
hagstæðustum samningum viö
tryggingarfélögin varðandi
þessar tryggingar.