Tíminn - 04.03.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.03.1977, Blaðsíða 21
Föstudagur 4. marz 1977 21 Ármenningar að syngja sitt síðasta? — á knattspyrnusviðinu. Mikil ólga ríkir nú i herbúðum þeirra og margir af beztu leikmönnum liðsins hafa horfið á braut Mikil ólga er nú hjá knattspyrnudeild Ármanns og há- værar raddir eru uppi um að Ármenningar séu búnir að syngja sitt síðasta á knattspyrnusviðinu. Þeir menn sem hafa stjórnað knattspyrnudeild Ármanns undan- farin ár, hafa nú yfirgefið herbúðir félagsins og þar að auki streyma tilkynningar inn til KSI þar sem Ár- menningar tilkynna félagsskipti. útlitið er nú þannig hjá Ármanni, að það er vaf asamt að f élagið taki þátt í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu. Ástandið hjá Knattsþyrnu- deild Ármanns er vægast sagt mjög slæmt þvi aö ekki hefur enn verið mynduð stjórn hjá deildinni siðan Kristján Bern- burg fyrrum formaður deildar- innar — og sá maður sem hefur verið potturinn og pannan i starfsemi deildarinnar undan- farin ár, sagði af sér um sl. ára- mót. Ármenningar hafa gert til- raunir til aö fá menn til að starfa i stjórn deildarinnar, en þær hafa engan árangur borið. Nú standa Ármenningar frammi fyrir þeirri staðreynd að þeir eru búnir að missa mjög marga leikmenn yngri flokka sinna yfir i önnur félög og er út- séö að félagið geti ekki sent fram liö i yngri aldursflokkun- um sem standa nú uppi þjálfaralausir, þar sem þeir þjálfarar sem hafa þjálfað flokkana undanfarin ár eru farnir frá félaginu. Aðeins 3-4 mæta á æf- Ástandiö er það sama hjá meistaraflokki Ármanns sem leikur i 2. deild. Nokkrir sterk- ustu leikmenn liðsins eru farnir, eða þá búnir að ákveða að leggja skóna á hilluna. Enn hef- ur ekki verið ráðinn þjálfari fyr- ir Ármannsliðið og á þær æfing- ar sem hafa veriö að undan- förnu hafa aðeins 3-4 leikmenn mætt. Ástandið er þvf uggvæn- legt hjá Ármanns-liðinu, þegar stutt er I Reykjavikurmótiö og keppnina i 2. deild. Þaö grátlegasta við þetta er, að það eru nokkrir menn sem reyna að klóra i bakkann, þar sem þeir reyna að loka augun- um fyrir þeirri staðreynd að knattspyrnan hjá Ármanni er að lognast út af. Þessir sömu menn vita það vel, en þrátt fyrir það reyna þeir ekkert að gera til að rétta úr kútnum. Þvf leng- ur sem þeir loka augunum, þvi alvarlegra verður málið þvf að það fer að verða of seint fyrir Ármenninga að draga flokka sina úr keppni. Það er mjög slæmt ef forráðamenn félagsins vakna ekki upp af Þyrnirósar- svefninum fyrr en búið er að ganga endanlega frá niöurrööun iReykjavikur-og íslandsmótið i knattspyrnu. Ármenningar ætla kannski að senda liö fram i keppni sem eru æfingalaus? Eins og málin standa i dag hjá Ármanni, þá bendir allt til, að knattspyrnudeildin verði lögð niöur, enda ekki hægt að halda deild gangandi ef engir menn fást til að stjórna og þegar útséð er að Ármann hefur misst mik- ið af mönnum að undanförnu, sem hafa haldið merki félagsins á lofti. Stjórn KSI verður að skerast í leikinn Þegar að þessu er gáð, vaknar sú spurning hvort aö stjórn KSÍ sjái sig ekki tilneydda að bianda sér I málið og fá það á hreint, hvort Ármenningar ætla sér að taka þátt I islandsmótinu I sum- ar og þá hvað félagið kemur til með að senda marga flokka til keppni. Éf Ármenningar senda ekki liö i 2. deildar keppnina, þá verður nú fljótlega að láta leika um það sæti, sem losnar þá i deildinni. Stjórn KSt veröur þvi að ganga úr skugga um það fljótlega, hvað Ármenningar ætla að gera. JENS JENSSON.... einn af leikmönnum Ármannsliösins (t.h.) sem hafa skipt um félag. Jens hefur gengið iFram. Hér á myndinni sést hann I baráttu við Magnús Torfason, Völsungi sem hefur nú aftur gengiö i ráðir Keflvikinga. Myndin sýnir unglingalandsliðið, en það er skipað þessum unglingum: — Garöar, fararstjóri, Siguröur, Jóhann, Kristin, Broddi og Friörik. U nglingalandsliðið í Kaupmannahöfn — þar sem NM-mótið í badminton hefst á morgun Björt framtíð sundíþróttar innar: Metaregn — á sundmóti Ármanns Unglingalandslið islands í badminton er nú komið til Kaupmannahafnar, þar sem það tekur þátt i Norð- urlandamóti unglinga, sem hefst þar á morgun. Unglingalandsliðið hélt utan sl. mánudag og hefur það dvalizt hjá ýmsum félögum i Danmörku, til aö undirbúa sig sem bezt fyrir NM-mótið. — Það er mjög mikil- vægt fyrir unglingana að fá að spreyta sig við Dani fyrir NM, sagöi Garöar Alfonsson, farar- stjóri landsliösins, en hann sagöi að Danir væru nú meðal beztu badmintonleikara heims og ungl- ingastarf þeirra hefur veriö frá- bært. — Okkar unglingar fá tæki- færi til að fylgjast með þessu starfi og etja kapp við alla efni- legustu badmintonleikara Dana. Unglingalandsliðiö er skipað okkar beztu unglingum, sem nú eru komnir i fremstu röð badmintonspilara okkar. Liöið er skipað þessum unglingum, Sig- urði Kolbeinssyni, Jóhanni Kjartanssyni, Kristinu Kristjáns- dóttur, Brodda Kristjánssyni og Friöriki Arngrimssyni. Sundfólk okkar var heldur bet- ur i vigamóöi á sundmóti Ár- manns i Sundhöllinni — þar fuku islandsmetin hvert á fætur öðru. Þórunn Álfreösdóttir setti tvö glæsileg met og þar að auki var hún I boðsundsveit Ármanns sem setti met I 4x100 m skriösundi en sveitin synti vegalengdina á 4:32.9. Þórunn tryggði sér afreksbikar mótsins, þegar hún setti met I 200 m fjórsúndi er hún synti vega- lengdina á 2:43.3 minútum. Þá setti hún einnig met i 100 m flug- sundi — 1:09.4 min. Sonja Hreiö- arsdóttir setti met 1200 m bringu- sundi — synti vegalengdina á 2:51.2 mfn. Alfreð Alfreðsson —- bróðir Þór- unnar setti met i 400 m fjórsundi er hann synti á 4:59.4 min. Þá setti karlasveit Armanns met I 4x100 m fjórsundi, meö því að synda vegalengdina á 4:23.0 min. Unga sundfólkiö okkar lét sitt ekki eftir liggja. Guðný Guöjóns- dóttir úr Ármanni setti telpnamet i 200 m fjórsundi — 2:40.8 min. Ungir Selfyssingar settu einnig ---------------------- DALY TIL DERBY Derby keypti í gær- kvöldi leikmanninn Gerry Daly frá Manchester United, á tvö hundruð þúsund sterlingspund. v_________ y met. Hugi Harðarson setti sveinamet í 400 m fjórsundi — 5:30.0 min og Steinþór Guðjóns- son setti drengjamet I 50 m skrið- sundi, þegar hann synti vega- lengdina á 26.3 sek. Eldra metiö var 9 ára gamalt sett af Finni Garðarssyni 1968 — 26.6 sek. Það er greinilegt, aö það er bjart. framundan hjá sundfólki okkar, og það er óhætt að segja að aldrei hefur sundiþróttin verið á eins mikilli uppleið og einmitt nú. \ Islend- ingar mæta Tékkum tslendingar sigruðu Hol- lendinga (26-20) i HM-keppn- inni i handknattleik i Austur- ríki I gær. Þeir mæta þvi Tékkum, sem töpuöu (21-24) fyrir Svium, i keppninni um þriöja sætið I undankeppninni. Markhæstu leikmenn is- lenska liösins I gær voru Geir Hallsteinsson, sem skoraði 7 mörk Jón Karlsson, meö 6 (5) og Axel Axelsson, sem skoraöi 5 mörk. Austur Þjóöverjar sigruöu Spán (21-15) en þegar þetta var skrifaö höfðu ekki borizt fregnir af úrslitum i leik Búlg- ara og Frakka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.