Tíminn - 04.03.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.03.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 4. marz 1977 sveitinni 1 Vin leika Kvintett i Es-diir fyrir pianó, óbó, klarinettu, horn og fagott op. 16 eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Móöir og sonur” eftir Heinz G. Konsalik.Bergur Björnsson þýddi. Steinunn Bjarman les (12). 15.00 Miðdegistónleikar. Filharmoniusveitin I Vln leikur „Skáld og bónda”, forleik eftir Suppé: Georg Solti stjórnar. Barokk- hljómsveit Lundúna leikur Litla sinfónlu fyrir blásara- sveit eftir Gounod: Karl Haas stjórnar. Hljómsveitin Fílharmonía leikur „Lltið næturljóð”, serenöðu (K525) eftir Mozart: Otto Klemperer stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn-Vignir Sveins- son kynnir. 17.30 tJtvarpssaga barnanna: „Benni” eftir Einar Loga Einarsson' Höfundur les (5). 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá.Umsjón: Nanna Olfsdóttir. 20.00 Sinfónluhljómsveit tslands leikur I útvarpssal Stjórnandi: PállP. Pálsson. a. „Anakreon”, forleikur eftir Lugi Cherubini. b. Tokkata eftir Girolamo Frescobaldi. c. Rúmenskir dansar eftir Béla Bartók. d. „Leyndarbrúðkaupiö”, for- leikur eftir Domenico Cima- rosa. 20.30 Myndlistarþáttur i umsjá Hrafnhildar Schram. 21.00 Frá orgeltónleikum Martins Haselböcks I kirkju Flladelfiusafnaöarins I Reykjavik I september s.l. Flutt verða verk eftir Bach og Mozart. 21.30 Otvarpssagan: „Blúndubörn” eftir Kisten Thorup Nlna Björk Arna- dóttir les þýðingu sina (9). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir* Lestur Passlusálma (23) 22.25 Ljóðaþáttub Umsjónar- maður: óskar Halldórsson. 22.45 Afangar. Tónlistarþáttúr I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guöna Rúnars Agnarssonar. 23.35 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór lýsir lokum 3. skákar. Dagskrár- lok um kl. 23.50. sjonvarp Föstudagur 4. mars 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákéinvlgið 20.45 Prúöu leikararnir Leik- brúðurnar f jörugu skemmta ásamt leikaranum Peter Ustinov. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.10 Kastljós Þáttur um inn- lend málefni.Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 22.10 Ctlaginn (The Gunfight- er) Bandarisk blómynd frá árinu 1950. Aðalhlutverk Gregory Peck, Jean Parker og Karl Malden. Jimmy Ringo er fræg skytta I „villtra vestrinu”. Hann er orðinn þreyttur á hlutverki byssumannsins og kýs friö- sælla llferni en fær ekki friö fyrir ungum óróaseggj- um, sem vilja etja kappi viö hann. Þýðandi Jón Skapta- son. 23.30 Dagskrárlok Hœttulegt ferðalag eftir AAaris Carr komin og velti fyrir sér . hvort Júlía hefði ef til vill beðið þess að hún kæmi til hennar. — Hún hef ur áreiðanlega heyrt hringinguna, f ullviss- aði Fanný hana. — Henni hefur alltaf tekizt að komast hingað upp á eigin spýtur til þessa. Ég býst við að hún sé að bíða eftir Mike. Hann og Brian komu fyrir f imm mínútum. En máltíðinni var nær lokið þegar þremenningarnir birtust. Mikeog Brian voru í hreinum skyrtum og Ijós- um buxum og Júlía var stórglæsileg í mjögtlegnum, smaragðsgrænum kjól. Hún var með lafandi eyrna- lokka úr jaði og í staðinn fyrir hringlandi silfurarm- böndin var kominn tveggja þumlunga breiður, austur- lenzkur armhringur. — Erþetta raunverulega ósvikið jaði? hvíslaði Penný að Fannýju, sem einbeitti sér að avaxtasalatinu. — Ég geri ráð fyrir því. í þetta fóru peningarnir hans Hughs. Hann var alltaf að kaupa gjafir handa henni. Hún á heilmikið af stórkostlegum hringum. — Afsakið, hvað við erum sein, sagði Mike og fékk sér sæti eftir að hafa dregið fram stól handa Júlíu. — Við töfðumst. — Hvernig gengur, Mike? spurði John, einn þeirra, sem Penny hafði verið að tala við og sat hinum megin við borðið. — Við erum búnir með það versta, höfum rutt burtu stærstu trjánum og fengið meira olnbogarými. — Hvað þarf gúmmítré að vera gamalt til að óhætt sé að tappa af því? spurði Penny, þegar allir höfðu tekið þátt í samræðunum nema hún. — Um það bil fimm ára, svaraði Mike og horfði á hana. — En það er aðeins hálft starfið. Við verðum stöðugt að gæta þess að halda öðrum gróðri í skef jum. Frumskógurinn er óvinur, sem alltaf þarf að fylgjast með. — Þá haf ið þið liklega alltaf nóg að gera. — Já, það máttu vera viss um. Brian hló. — Við gæt- um notað helmingi fleira fólk. Þess vegna verðum við að hafa svona marga innfædda. Við erum dreifðir yfir svo stórt svæði, að það er heilmikið fyrirtæki aðeins að halda sambandi. Það hafði Fanný sagt. Þetta var samrýndur hópur. Þegar Will spurði Penny litlu seinna, hvort hún vildi ekki líta inn til þeirra um kvöldið, játaði hún fúslega. Það var orðið svalt, þegar hún gekk út úr matsalnum og hún var fegin að hafa tekið með sér jakka. Hún var komin að torginu og var að hugsa um hvað hún ætti að gera, þegar einhver kallaði nafn hennar. Þegar hún sneri sér við, sá hún Mike stika í áttina til sín. — Þaðer dálítil stund þar til bridgesamkoman byrj- ar hjá Will og Fannýju, sagði hann vingjarnlega. — Mér datt kannski í hug að þig langaði til að líta yfir bækurnar og það sem pabbi þinn lét eftir sig hérna. Það er á skrifstofunni minni. Penny gekk á hæla honum upp stigann við einn af stærri kof unum. Stofunni hafði verið breytt í skrifstofu og henni til undrunar var allt sérstaklega hreint og fág- að inni. Mike lokaði dyrunum inn í svefnherbergið og gekk síðan að veggskáp í öðrum enda stof unnar og opn- aði hann. — Ég held að hvorki raki né kvikindi hafi komizt í þetta á svona skömmum tíma, sagði hann. — Við erum alltaf í vandræðum með að vernda bækur hérna. Hann sneri sér að henni og brosti og hún var þakklát f yrir að hann reyndi að gera henni þetta auðveldara. — Viltu að ég fari, svo þú getir farið yf ir þetta ein? spurði hann og lagði bunka af skjölum og bókum á skrifborðið fyrir framan hana. Hún hristi höfuðið, en þegar hún leit niður á þessa fáu hluti föður síns, f ann hún herpíng í hálsinum. Þetta var allt eitthvað svo umkomulaust, þvæld bréf, slitnar vasabrotsbækur og læknisfræðibækur. Hún tók upp vel notaða pípu og hélt henni fast upp að sér um leið og hún reyndi að sjá mynd eigandans f yrir sér. Þegar hún loks leit upp, stóðu tárin í augum hennar. — Þetta er lítið látiðeftir sig eftir strit heillar ævi, sagði hún lágt. — Ef það er þér einhver huggun, get ég fullvissað þig um að faðir þinn var mjög hamingjusamur maður, saðði Mike. — Ég er viss um aðhann hefur ekki ætlazt til að þú syrgðir hann svo mjög. Hún kinkaði kolli og þurrkaði burt tárin. — Mér þykir vænt um að þú skulir segja það. — Það gerir þetta auðveldara. Hún fór yfir bréf in og skjölin og svo virtist, sem hún leitaði að einhverju ákveðnu. Mike horfði á hana og virtist ringlaður. — Vantar eitthvað? spurði hann loks. — Ég er ekki viss um hvers ég á að leita. Hún hikaði, en hélt svo áfram: — Ég hafði vonazt til að f inna ein- hverjar upplýsingar um einhvern sem hefur skrifað mér og ég hef svarað aftur undanf arin tvö ár. Mike setti upp undrunarsvip.-------Einhver hér? Penny yppti öxlum. — Ég er ekki alveg viss um það. Ég veit ekki einu sinni, hvað hann heitir. Þegar pabbi var veikur, skrifaði þessi maður mér og skýrði hvers vegna pabbi gæti ekki skrif að. Auðvitað svaraði ég, því ég var þakklát fyrir að hafa fengið að vita þetta. I hvert sinn sem pabbi skrifaði mér upp frá því, kom alltaf bréf meðfrá þessum manni. Við höfum skrifast á síðan og ég hlakkaði alltaf m jög til að fá bréf f rá hon- um. Ég var að vona, að hann væri hérna, þannig að ég gæti hitt hann og þakkað honum augliti til auglitis. — Er það þess vegna, sem þú vildir ekki vera kyrr í Macapa? spurði Mike ásakandi. — Já, ég býst við að það sé mikilvægasta ástæðan, en mig langaði líka til að sjá plantekruna. Hvorki Tapajoz né pabbi sögðu mér neitt um hana eða starf sitt. Mike brosti eilítið hæðnislega. — Kallaði hann sig það? Þetta er naf n á lítilli á, margar mílur héðan. — Já, hann sagði mér það. Hann sagði mér líka, að við þessa á væru iangar sandf jörur, rétt eins og við Branco-ána, sem liggur uppi við Tunglf jöll. — Það er langt i norðri, skammt frá landamærum Guiana. — Þessi pennavinur þínn hefur sannarlega haft f jörugt hugmyndaf lug! Rödd Mikes var stríðnis- leg. — Ég býst við að það haf i verið allt þetta þvaður, sem fékk þig til að koma hingað og leita að honum. Penny svaraði engu og Mike hélt áfram í sama tón: — Þetta hefur áreiðanlega verið einhver gamall skjól- stæðingur föður þíns. Þú hefðir ekki átt að taka það svona alvarlega. — Mér fannst hann ekki gamall og hann skrifaði satt og rétt um Amazon og landið hérna. Hann lét mig ekki halda, að allt væri dásamlegt eins og í ævintýralandi. Penny rétti úr sér og bjóst til varnar. — Það má kynnast fólki vel af því að lesa bréf f rá því. Ég kynntist honum vel. Ég er viss um, að ef ég hitti hann, reynist hann alveg eins og ég hafði ímyndað mér. — En ef þú hef ur upp á honum og hann reynist ekki vera það? — Hann hlýtur að minnsta kosti að vera mjög svipað- ur, svaraði Penny þrjózkulega. — Vandinn er bara sá, að ég hitti hann aldrei. Ég varð fyrir sárum vonbrigð- um, þegar ég frétti að svo margir hefðu þegar farið héðan. DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.