Tíminn - 04.03.1977, Síða 8
6
Föstudagur 4. márz 1977
ur
u. ^essum ungu pólitlkusum sem hæst skamma
Framsóknarflokkinn fyrir 'sien
i! 1
JCU
r&F-
,/Tf
íta
[IlcUtlb
ftlrn
a IblctU
mun grei
du il
ra
- ramsoknariíokkurmn haíi iramkvæmt iongu
nauðsynlegar breytingar og umbætur á dómsmál-
um. Annarra stjórnmálaflokka v.erður senniiega
að engu getið i þeim þætti.
Það skal enn og aftur endurtekið að ungir
íramsóknarmenn eru fylgjandi gagnrýnni og
neiðarlegri blaðamennsku. Sú tegund biaða-
mennsku er hverju nutima þjóöféiagi nauðsyn.
Rannsóknarbiaðamenn slðdegisblaðanna hafa
fæstir þá mannkosti til að béra sem gætu gert þá
hæfa -tii starfsins.
' ■ PE.
Umsjónarmenn:Pétur Einarsson
r
Omar Kristjánsson
*
Hermann Sveinbjörnsson
Rannsóknarblaða-
mennska
Skitkastinu á Framsóknarflokkinn
er að linna. Mesti vindurinn er úrj
þessum svokölluðu rannsóknarblaða-
mönnum, sem flestir eru ekki annað j
en óvandaðir sorpblaðamenn trúirj
þeirri reglu að rétt sé að bera upp á
einstaklinga og stofnanir hvers konar
svivirðingar og slúður. Það er hins
vegar hlutur þeirra sem ráðist er á að
bera blak af sjálfum sér. Takist það
ekki þá eru þeir sannir að sök að áliti
sorpblaðamanna. Það er ekki einu
sinni nóg að mati þessara skriffinna að viðkom-
andi hafi látið fara fram opinbera rannsókn á þvi
sem vænt er um, eins og Steingrimur Hermanns-
son ritari Framsóknarflokksins gerði, hinir ofsóttu
eru samt sekir. Þannig verða þessir sjálfskipuðu
og sjálfsánægðu nýtizku blaðamenn sekir um
söguburð af versta tagi, óheiðarleik og rökleysu.
Siðdegisblöðin, Visir með Alþýðublaðið I eftir-
dragi hafa látið rita tugi ef ekki hundruð af leiður-
um og greinum þar sem framsóknarmönnum og
Framsóknarflokknum er brigslað um fjármála-
spillingu, valdnlðslu, mútur, yfirhylmingar og
yfirleitt allt það versta sem gula pressan getur
upphugsað. Timinn leiðir oft hið sanna i ljós — i
tvennri merkingu — það hefur nú gerst. Komið
hefur i ljós að Framsóknarflokkurinn stendur
jafnréttur eftir þessar árásir, ef ekki sterkari.
Enginn framsóknarmaður er þó svo ein-
strengingslegur að halda þvi fram að enginn af
flokksmönnum Framsóknarflokksins geti hafa
gerst brotlegur við lög. Þegar fræðimenn halda þvi
fram að u.þ.b. 2% af hverju þjóðfélagi leiðist út á
glæpabrautina þá má sjá, að menn af þvi tagi
finnast i öllum flokkum og öllum þjóðfélagsstig-
um.
Þá var þessi árásarbylgja á dómsmálaráðherra
óskammfeilin og fáránleg þar sem hann hefur
unnið að, og framkvæmt fjölmargar endurbætur á
réttarfarslöggjöfinni. Það er annað en gerðist
þegar Sjálfstæðisflokkurinn réði þessum málum
þvl þá gerðist nær ekkert til útbóta. Ráðherrar
hans I dómsmálum töldu aðra málaflokka mikiu
brýnni og létu dóms- og Iögreglumái sitja á hakan-
Framsóknarflokkurinn
stendur í fylkingarbrj ósti
við uppbygginguna
— og fylgi flokksins á Siglufirði hefur stóraukizt
síðustu árin, segir Sveinn Þorsteinsson,
formaður FIJF á Siglufirði
Sveinn Þorsteinsson húsa-
smibur er formaöur félags
ungra framsóknarm anna á
Siglufiröi. Hann er innfæddur
Siglfiröingur, en á timum viö-
reisnarstjórnarinnar hraktist
hann þaöan burt eins og fjöl-
margir aörir og bjó um skeiö i
Reykjavík, og einnig var hann
um tíma I atvinnuleit I Sviþjóö
eins og svo margir á þeim ár-
um. Siöan kom hann aftur heim
til Siglufjaröar um þaö leyti
sem stjórn Ólafs Jóhannessonar
var mynduö og hefur búiö þar
slöan. A ferö um Siglufjörö ný-
lega tókum viö Svein tali og
spuröum hann fyrst hvernig
væri aö vera húsasmiöur á
Siglufiröi.
Miklar byggingar-
framkvæmdir
Hér eru miklar byggingar-
framkvæmdir og þvi nóg að
gera, sagði Sveinn. Þaö hefur
verið gert átak i að byggja hér
leiguibúðir og einnig hefur mikil
vinna verið við stækkunina á
Skeiðsfossvirkjuninni. Útlit er
fyrir að framhald verði á bygg-
ingarframkvæmdum þvi mikið
er um, að fólk -sæki hér um
byggingarlóðir, og sótt hefur
verið um að byggja fleiri leigu-
og söluibúðir sem byggðar
verða eftir framkvæmdaáætlun
um byggingu leiguibúða á veg-
um sveitarfélaga.
Nú vinnur þú hjá Húseining-
um hf. Er það vaxandi fyrir-
tæki?
— Umsvif þess fyrirtækis
fara sifellt vaxandi, og nú er
þar verið að framleiða 16 hús,
sem seld verða viðs vegar um
land. Markaður fyrir fram-
leiðsluna viröist vera mjög mik-
ill og fara vaxandi eftir þvi sem
fleiri kynnast kostum þessara
húsa.
Er eitthvaö nýtt á döfinni i
kynningarstarfsemi fyrirtækis-
ins?
— Þaöerþáhelztþaö, að nú á
að fara að reisa tvö hús I
Reykjavik. Þau hús verða síðan
almenningi til sýnis og vænt-
anlega opnast við þetta mark-
aður fyrir framleiðsluna á enn
fleiri stöðum, en nú er.
Hverjir eiga Húseiningar?
— Siglufjaröarbær á þriðjung
I fyrirtækinu, en tvo þriöju eiga
einstaklingar.
En úr þvi við erum aö ræða
um Húseiningar hf. vil ég láta
koma fram einn furðulegan
galla á söluskattsinnheimtu
okkar. Hann er sá, að vinna,
sem unnin er viö húsbyggingar
á býggíngarstað, er undanþegin
arins á næstu árum að byggja
nýtt félagsheimili, þar sem öll
félög geta fengið aðstöðu við sitt
hæfi. Slik bygging gæti lyft öllu
félagsstarfi verulega, auk þess
sem ófært er að biða öllu lengur
með framkvæmdir.
Sveinn Þorsteinsson.
í þessari byggingu þarf aö
vera aðstaða fyrir dansleiki og
leiksýningar auk annarrar fé-
lagsstarfsemi. Og þess má geta,
að nú er ástandið hjá okkur svo
slæmt, að leikhópar, sem eru á
ferð um landið, verða að fara
framhjá Siglufirði vegna þess
að þar er engin aðstaða til leik-
sýninga. Sömu sögu er að segja
af söngflokkum, og má þvi segja
að þetta aðstöðuleysi verði til
þess að Siglfirðingar verði af
mikilli menningarstarfsemi.
Þá má geta þess, að nú er
möguleiki á að fá lóð undir fé-
lagsheimili I miðbænum, og má
ekki láta það tækifæri ganga sér
úr greipum. Þessi lóð er þar
sem norska sjómannaheimilið
er nú, og yrði félagsheimilið þá
viðbyggt við ráðhúsið.
Framsókn á vaxandi
fylgi að fagna
Hvernig er .pólitisk staða á
Siglufirði?
— Nú er hér bæjarstjórnar-
meirihluti, sem Framsóknar-
flokkurinn myndar ásamt Sjálf-
stæðisflokki og Alþýðufiokki.
Þetía er mjög sterkur meiri-
í söluskátti en Öll vinna, sem Iiluti ] >ótt oft á;tiðuni séu nokkr-
j unnin er á ve rkstæði er sölu- ar væ ringar innan þessa rneiri-
1 sfeáttssky' d. i>e tta þýðir það, aö hluta eíns og gengur.
i meginhiu! af vinnunni ví5 £ý.|«j msóknarfiokks-
1 byggingu lusa ins á
i er soiuskí f íec1' /idur vegna þess vaxan di ' iöari en^a h°fur
I að framle iösla þeirra fer rram flokki rir»n ætiö staðið í fylking-
inni á yer kstæðinu. Þetta skap- arbrjí >stí viö alla uppbyggingu.
\ ar mismu n serr vart er líöandi, Sem iæmi má neína, aö ánö
| enda h]ýti ir þa ð aö yera stefna 1956 t iaut Framsóknarflokkur-
i okkar aö auka framieiðsiu hús- inn 1, \1 atkv. I bæiarstjörnar-
hluta á verkstæði. Með þvi er
unnt að stytta byggingartimann
úti i okkar misjöfnu yeðráttu.
Bygging íélagsiieimiiis
síórmál fyrir Siglufjörð
Hvernig er félagsaöstaöa
fólks hér á Siglufirði?
— Ef við iltum á aðstööuna
sem slika,er hún mjög siæm hér
á Siglufirði, og þyrfti nauðsyn-
iega að bæta þarúr. Tei ég þ3ð
verameð mestu stórmálum bæj-
kosmngum. en ba voru
oæjarms 2.600
i Kosmngun-
um 1974 hláut fiokkurinn 291 aí-
kv. þótt Ibúatalan hefði fallið oí-
an i 2.030 manns. Nú er ílokkur-
inn ánnar stærsti flokkurinn i
bænum og okkar stefna er að
hann verði sá stærsti.
Eini flokkurinn, sem ég
get stutt heiis hugar
Hvers vegna ert þú fram-
sóknarmaður?
aejaenmi -r wnwwngwa——nwwirtjtga«
— Fyrst þegar ég fór að
hugsa um pólitik, var ég Al-
þýðuflokksmaður, og I fyrsta
skipti sem ég kaus, kaus ég
þann flokk. En ekki leið á löngu
þar til ég sá, að hann var ekki
neitt, enda lentur undir væng
Sjálf stæðisflokksins.
Þá sá ég skjótt, að eini flokkur
inn, sem fylgdi þeirri stefnu,-
sem ég get sætt mig við, væri
Framsóknarflokkurinn, og þvi
hef ég fylgt honum að málum
síðan.
Hvernig llkar þér, aö Fram-
sóknarflokkurinn skuii vera i
stjórnarsamvinnu við ihaldið?
— 1 upphafi var ég mjög
ósáttur við, að ekki skyldi hafa
tekizt að halda áfram vinstra
samstarfi, enda hafði vinstri
stjórn Ólafs Jóhannessonár lyft
Grettistökum við eflingu
byggðar um landið. En úr þvl
ekki tókst að halda vinstra sam-
starfinu áfram var ekki um
annað að ræða en fara i sam-
starf við ihaldið.
1 sliku samstarfi fæst aldrei
allt það sem æskilegast væri, en
mér virðist stjórnin stefna i
rétta átt. Efnahagsbati viröist
vera að koma I ljós, og tekizt
hefur að hægja á verðbólguhjól-
inu. Þá tókst þessari stjórh
mjög giftusamlega í landhelgis-
málinu, og aldrei má gleyma
mikilvægu hlutverki framsókn-
armanna i farsælli lausn þeirrar
deilu. An þátttöku þeirra i rikis-
stjórn er hætt við að ýmislegt
heföi farið á annan veg.
Þá vil ég nefna, að áfram hef-
ur verið haldið á braut fyrri
stjórnar um eflingu byggðanna,
og fyrir okkur, sem úti á landi
búum, er það eitt stærsta málið.
En það er ekki siður stórt mál
fyrir hina, sem á Suðvestur-
horninu búa, þvi án öflugrar
byggðar um land allt er hætt við
að þröngt yrði fyrir dyrum hjá
fjölmörgum, sem þar búa.
Bæta þyrfti
samgöngurnar
Hvaö er bezt við að búa á
Siglufirði?
—- Hér er atvinna orðin i góðu
lagi og uppbygging staðarins
heldur markvisst áfram siðan
hjólin fóru aftur að snúast eftir
12 ára „viðreisn”. Hér getur
maður þvi litið björtum augum
á framtiðina. Auk þess er ég
fæddur hér og á æskustöðvunum
kann maður ævinlega bezt við
sig.
En hvað er hér heizt, sem
bjátar á?
— Hér.er fátt, sem amar að,
og því litil ástæða að vera með
nöldurút i eitthvað. En þó vil ég
nefna, að samgöngur við Sigiu-
fjörð þyrfti' að batna írá þvf,
sem nú er. Oítar þyrfti að moka
véginn hingað og vegabætur er
nauðsyniegt aðgera. Þá þarf að
gera fiugsamgöngur seia trygg-
astar, þvi þaö er roikiil itiunur
aö geta treyst a siikar ssmgöng-
ur.
Einnig vil ég nefna annað at-
riði, sem snýr beint að okkur
heimamönnum. Það er að ég tel
mjög nauðsynlegt að fegra og
hreinsa bæinn og gera hann
meira aðlaðantíi.
Þarermikið verk að vinna, og
að þvi þurfum við að snúa okk-
ur. Við verðum að sýna bænum
okkar þann sóma, og við þurfum
að geta tekið á móti gestum,
sem hingað koma, og sýnt þeim
hreinan og fagran bæ.