Tíminn - 04.03.1977, Qupperneq 10

Tíminn - 04.03.1977, Qupperneq 10
10 mm Föstudagur 4. marz 1977 10. reglulegu tónleikar S.l. voru haldnir I Hdskólabíói 23. febrú- ar. Þeir voru helgaöir franskri tónlist, en stjórnandi var Frakkinn Jean-Pierre Jacquill- at, sem hér stjórnaöi nú i fjóröa sinn. Efnisskráin var þessi: Hector Berlioz: Forleikur — Le Carneval romain Camille Saint-Saens: Pianókon- sert nr. 2'óp. 22 I g-moll César Frank: Sinfónia I d-moll. Jónas Ingimundarson lék ein- leik á píanókonsertnum. Hvernig tónleikar verða til Tónlistargagnrýnanda Tim- ans gafst kostur á aö fylgjast meö undirbúningi þessara tón- leika frá byrjun, og sjá Sinfóniuhljómsveitina, ein- leikarann og stjórnandann aö verki. Sinfónluhljómsveitin æfir saman daglega frá 9:30 til 12:30. Æfingar hófust mánudaginn fyrir tónleika — nóturnar aö Saint-Saens höföu ekki borizt enn, en spilaö var gegnum Berlioz og César Frank, og hug- aö aö fáeinum stööum. A þriöju- daginn var planókonsertinn ennþá ókominn, og þá var unniö I ýmsum mikilvægum stööum I hinum verkunum tveimur, og sömuieiöis spilaö gegnum for- leikinn aö Brúökaupi Flgarós eftir Mózart, sem átti aö vera meöal verka á skólatónleikum á föstudaginn. A miövikudaginn voru nóturnar aö Saint-Saens loksins komnar, og þann dag var lesiö einu sinni I gegnum pianókonsertinn meö ein- leikaranum, auk þess sem unniö var I hinum verkunum. Og á fimmtudagsmorguninn var spilaö aö mestu gegnum efnis- skrá tónleikanna þá um kvöldiö. Vinnubrögö sem þessi, aö hafa aöeins 4 æfingar fyrir tón- leika (og hvaö þá tvær, eins og átti sér staö meö pianókonsert- inn), eru vafalaust tlökuö af hinum stóru frægöarhljómsveit- um veraldarinnar, en þar eru ekki aörir ráönir en þeir hljóö- færaleikarar sem þegar kunna lungann úr helztu „konsert- stykkjum” tónbókmenntanna meira eöa minna utan aö auk þess aö vera fluglæsir á nótur, sem sæmilega vanir atvinnu- menn auövitaö eru. En þaö kom mér vissulega á óvart, aö okkar litla hljómsveit væri svo harö- snúin, aö hún gæti fariö eins aö, enda finnst mörgum, aö oft vanti „aöeins herzlumuninn” aö tónleikar séu m jög góöir, rétt eins og „ein eöa tvær æfingar I viöbót” heföu gert gæfumuninn. En ekki veröur þvl neitaö aö árangur þessara heimsmanns- legu vinnubragöa er oft meö óllkindum góöur. Þvl miöur mun þaö ekki vera neitt einsdæmi aö nótur berist á slöustu stundu (og raunar stundum of seint), og mun þvl valda aö einhverju leyti staöa landsins I miöju Atlantshafinu (þar sem þaö liggur fram á lappir slnar þvert yfir Atlants- hafshrygginn, eins og Elln Pálmadóttir skrifar svo skáld- lega I Mbl.), og þau samgöngu- vandræöi sem af þvi leiöa. En þaö veröur aö teljast gersam- lega óviöunandi fyrir alla aöila, ekki sízt einleikarann og tón- leikagesti, aö hann skuii aöeins fá tvær æfingar meö hljómsveit- inni fyrir erfiöan konsert sem þannan. Væri Jónas Ingi- mundarson Vladimir Askenazý aö spila pianókonsert eftir Beet- hoven væri þetta kannski allt I lági — bæöi hljómsveitin og ein- leikarinn hafa leikiö hann mörgum sinnum (og pianistinn vafalaust 100 ef ekki 1000 sinn- um), en fyrir íslenzkan einleik- ara, sem sjaldan fær tækifæri til aö koma fram meö hljómsveit, er þetta afar óheppilegt. Enda ber þess aö gæta, aö hann á á brattann aö sækja, þótt ekki komi til ónauösynlegt æfinga- leysi, hingaö koma ár hvert heimsfrægar „stjörnur”, sem feröast um heiminn spilandi sömu verkin hingaö og þangaö ár eftir ár, og viö frammistööu þessara manna (og grammófón- platna meö þeim og öörum enn- þá frægari) miöum vér I saman- buröi vorum. Þessi pianókonsert Saint-Saent var frumfluttur á Islandi sl. fimmtudag (en I París 13. maf 1868). Daginn eftir var hann fluttur tvisvar sinnum á skólatónleikum, fyrst I Menntaskólanum viö Hamra- hliö, og slöar um daginn I Há- skólablói. Var þaö greinilegt hverjum sem heyra vildi aö hér munaöi um hverja æfinguna, enda sagöist Jónas sjálfur heizt hafa þurft a.m.k. 4 æfingar. Þjóðin þarf að koma sér upp flygli t þessu sambandi sakar ekki aö geta þess, aö ekki er til neitt frambærilegt pianó á landinu. Þegar Askenazy lék meö Kammersveit Reykjavikur I Hamrahllöarskólanum I fyrra neitaöi hann aö leyfa segul- bandsupptöku á tónleikunum vegna þess hve vont pianóiö væri. Þegar Emil Gilels var spuröur aö þvl I fyrra hvort hann vildi koma aftur og spiia hér, svaraöi hann á þá lund, aö þaö vildi hann gjarnan gera, þegar búiö væri aö fá almenni- legt pianó. Og áslátturinn I slag- hörpunni I Háskólablói (sem er raunar Steinway — sjá mynd) er sagöur a.m.k. 5 sinnum þyngri en hann ætti aö vera, þannig aö planistar veröa aö vera sérstaklega búnir undir aflraunir þegar þeir spila þar. Jean-Pierre Jacquillat mun vera meöal efnilegustu upprennandi hljómsveitarstjóra Frakka. Hann fæddist I Versöl- um áriö 1935 og slöan hann kom hingaö fyrst fyrir u.þ.b. 10 árum (aö því er mér skilst) hefur frægöarsól hans runniö hratt upp á himininn. Félögum S.l. löcar vel viö hann — hann er léttur, öruggur, ákveöinn og veit hvaö hann vill, fljótur aö greina hvaöaöer, og aö benda á úrbætur. Hann veröur hér aö þessu sinni fram yfir næstu hljómleika. En mikill fengur væri þaö hljómsveit vorri aö fá mann sem hann I svo sem einn vetur. Tónleikarnir Þótt hér hafi veriö höfö mörg orö um fáar æfingar (og mikinn árangur) hefur þó sézt svartara I heiminum. Tónieikaskráin segir frá þvl aö viö frumflutning forleiksins Le Carnaval romain eftir Berlioz (1803-69) sem tón- skáldiö stjórnaöi sjálft, fékkst engin æfing. Þegar aö tón- leikunum kom sagöi hann viö hljómsveitina: „Veriö ekki hræddir. Nóturnar eru rétt skrifaöar og þiö kunniö til verka. Lltiö á taktstokkinn hjá mér eins oft og þiö getiö, teljiö taktana rétt, og þá mun allt ganga vel”. Jacquillat stjórnaöi meö miklu fjöri og öryggi og hljómsveitin snaraöist gegnum hinn litrlka forleik meö glæsi- brag. Næst lék Jónas Ingimundar- son, ásamt hljómsveitinni, 2. planókonsert Saint-Saens (1835-1921) Konsertinn hefst meö langri sóló pianistans, e.k. tokkötu I stil Jóhanns Sebanstlans Bach, en slöan taka viö „pianistlskari” hlutir og grlöarmargar nótur — ég hætti aö telja viö milljón. Konsertinn er mjög skemmtilegur, og Jónas „fór I gegnum sig I sköl- unum”, en hljómsveitin fylgdist meö af öllum kröftum. Eins og áöur sagöi átti hann þó eftir aö spila miklu betur daginn eftir. Siöust á efnisskránni var eina sinfónla Césars Frank (1822-1890), rómantlskt verk og litskrúöugt. Sagt er aö Gounod hafi sagt, þegar hann heyröi hana I fyrsta sinn: „Kalliö þiö þetta sinfónlu! Hver hefur nokkurn tlma heyrt cor anglais notaö I sinfónlu?” En auövitaö var þetta sinfónia, hvaö sem Gounod sagöi, og Andrés Kol- beinsson lék fagurlega á enska horniö (sem heitir vist llka enskt horn á þýzku). Þaö var verulega ánægjulegt aö sjá og heyra hinn franska stjórnanda flytja tónlist landa sinna — færa okkur franskt sólskin, eins og einhver sagöi — þótt raunar hafi hann veriö manna glaöastur aö koma hingaö I sólskiniö, þvl I Parls hefur ekki stytt upp síöan I september! l.marz. SiguröurSteinþórsson tónlist Af 10. tónleikum Sinfóní uhlj óms veitar íslands Sjáöu Palli, hann spilar á Steinway eins og þú! Aukið f é til heilsuverndar — eða sjúkrakostnaður koH varpar þjóðfélagi okkar HV-Reykjavik.—Þaö ber brýna nauösyn til aö auka mjög fjár- framlög til heilsuverndar hér, ef sjúkrakostnaöur — þaö er kostnaöur viö sjúkrahús, lyf og annaö sem til þarf eftir aÖ sjúk- dómur er risinn upp — á ekki aö kolivarpa þessu þjóöfélagi inn- an tiltölulega fárra ára, sagöi Skúli Johnsen borgarlæknir á blaöamannafundi, sem haldinn var i Heilsuverndarstööinni i Reykjavik i gær. — 1 heilsuvernd, eins og viö skilgreinum hana, sagöi Skúli ennfremur, felast þrir þættir. I fyrsta lagi skipulag fræðslu og aðgeröir, sem miöa aö þvl að beina lifnaöarháttum fólks inn á æskilega farvegi, þannig aö sjúkdómar komi ekki upp. 1 ööru lagi aögeröir sem miöa aö þvl aö koma i veg fyrir aö fólk fái sjúkdóma, sem komnir eru upp, svo sem ónæmisaögeröir. Þar má nefna til dæmis aö á þessu ári eru hafnar ónæmisaö- geröir á tólf og þrettán ára stúlkum gegn rauöum hundum. Þaö er gert til þess aö þær fái þann sjúkdóm ekki á fystu mán- uðum meðgöngutima, þegar þær fara aö eiga börn, en sem kunnugt er veldur sjúkdómur- inn viö slikar aðstæöur fæö- ingargöllum á börnunum. I þriöja lagi er svo meöhöndlun sjúklinga, sem miöar aö þvi aö sjúkdómur þeirra versni ekki. Þar má nefna lyfjagjöf viö syk- ursýki, sem ekki er hægt aö lækna , en hins vegar hægt aö halda i skefjum meö lyfjum. Það er mikill fjöldi fólks sem þarf aö vera á lyfjum allt sitt lif. Út frá þessu má sjá, aö heilsu- vernd er ákaflega viötækt fyrir- brigöi. Til þessa hefur hún aö miklu leyti verið I höndum fé- lagasamtaka svo sem Krabba- meinsfélagsins, Hjartaverndar og annarra, en undanfarna ára- tugi hefur vaknað sú skoöun manna, að heilsuvernd væri eitt af þvi sem þjóöfélagib ætti aö sjá þegnum sinum fyrir. t dag er þetta erfiöleikum bundið, þvi erfiðlega gengur að opna augu og eyru þeirra, sem vald hafa yfir fjármagni hjá okkur fyrir nauðsyn heilsu- verndar og framlaga til hennar. Þeir hafa tilhneigingu til aö leggja fé heldur I þaö, sem betur sést sem framkvæmd. Þaö má ekki skilja þetta sem svo ab við getum eöa eigum aö minnka viö okkur sjúkrahúsabyggingar og annað þaö sem tengist lækning- um, heldur sem svo, aö hlutur heilsuverndar og fyrirbyggj- andi aðgerða veröur aö stækka, hlutdeild þeirra i fjárframlög- um aö aukast til muna. 1 dag er þaö þó svo, aö orðalaust eru greiddir allir reikningar vegna sjúkrahúsvistar, lyfja og annars sliks, en hins vegar eru heilsu- verndinni skorinn ákaflega þröngur stakkur, þannig aö viö getum ekki einu sinni sinnt þvi kynningar- og fræöslustarfi sem þyrfti.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.