Tíminn - 04.03.1977, Side 11
Föstudagur 4. marz 1977
11
Wméwm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri:
Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
viö Lindargötu, símar 18300 — 18306i Skrifstofur i Aöal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglvsinga-
' simi 19523.. Verö I iausasölu kr. 60.00. Askriftargjaid kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.f
Aldrei aftur
Skýrsla heilbrigðisyfirvaldanna um mengunina
i álbræðslunni i Straumsvik, er glöggt dæmi um þá
aðgæzlu, sem verður að sýna i samskiptum við er-
lenda auðhringa. Menn vissu að visu mi nna um
mengunarhættuna, þegar samið var við sviss-
neska auðhringinn en menn vita nú. Það hefði þó
ekki komið að sök, þótt samningarnir væru ekki
nógu ákveðnir varðandi þetta efni, ef álbræðslan
hefði veriðundir islenzkum lögum og lögsögu. Það
eru afglöp, sem ekki er hægt að fyrirgefa, að
samið var við álbræðsluna á þann hátt, að hún
væri að mestu leyti undanþegin islenzkum lögum
og islenzkum dómstólum, og risi upp ágreiningur,
yrði fjallað um hann af erlendum gerðardómi. Af
þessum ástæðum hefur ekki verið hægt að setja
álbræðslunni stólinn fyrir dyrnar. Hún getur haft
það i hendi sinni að visa ágreiningi um þetta til
alþjóðlegs gerðardóms. Sú málsmeðferð gæti tekið
ærinn tima og óvist um úrslit, þar sem dæmt yrði
eftir þvi, sem talið væri alþjóðlegar reglur um
mengunarvarnir. Eina leið islenzkra stjórnvalda
er þvi að fara eins konar bónarveg og ná þannig
samkomulagi um fullnægjandi varnir. Þetta hefur
verið gert, en það reynzt meira en torsótt. Nú
virðast menn þó gera sér vonir um einhvern
árangur, en þó þannig, að það verður ekki full-
reynt fyrr en eftir mörg ár, hvernig efndirnar
verða.
Af þeim afglöpum, sem hér blasa við sjónum,
verða menn að læra. I fyrsta lagi ættu menn að
ihuga betur allar frekari hugmyndir um ál-
bræðslur, unz séð er hvernig hinar væntanlegu
mengunarvarnir i Straumsvik gefast. 1 öðru lagi
þarf það að verða ófrávikjanleg regla, að engu
fyrirtæki sé leyft að starfa i landinu, nema það sé
að öllu leyti háð islenzkum lögum og dómstólum.
Aldrei aftur megum við gera samning, sem er
likur álsamningnum að þessu leyti.
Siðast, en ekki sizt, kennir þetta okkur svo það,
að við eigum fyrst og fremst að treysta á islenzkt
framtak. Reynslan hefur sýnt, að þvi má örugg-
lega treysta, ef rétt er búið að þvi. Við þurfum þvi
ekki að vera háðir erlendum auðhringum á neinn
hátt.
Mikilvægur árangur
Það er ekki að lasta, þótt stjórnarandstæðingar
bendi á sitthvað, sem hefur farið miður hjá núv.
rikisstjórn. Það er ekki nema eðlilegt að þeir geri
það. En þeir eiga þá einnig að viðurkennaþað sem
vel hefur verið gert, eins og hinn mikla árangur,
sem hefur náðst i landhelgismálinu. Það er einnig
að viðurkenna, að hér hefur verið næg atvinna,
meðan stórfellt atvinnuleysi hefur rikt i flestum
nálægum löndum. Það er einnig vert viðurkenn-
ingar, að áfram hefur verið fylgt hinni þróttmiklu
byggðastefnu, sem hafin var i tið rikisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar. Þá má ekki gleyma þeim
endurbótum, sem verið er að vinna að á sviði
dómsmálanna, og stofnun rannsóknarlögreglu
rikisins er gleggst dæmi um. Þannig má rekja
þettaáfram. Það er ekki sizt ástæða til að minnast
framangreindra atriða, þegar samanburður er
gerður við árin 1967-1970, þegar einnig var erfitt
efnahagsástand. Þá var hér mikið atvinnuleysi,
stórfelld verkföll, mikill landflótti og verðbólgu-
vöxtur þrefalt meiri en i nágrannalöndunum. Og
þá var ekkert aðhafzt i landhelgismálunum.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Amin lét Carter
færa sér þakkir
Hann nýtur þess að vera í sviðsljósinu
1 ERLENDUM blööum hafa
ekki birzt fleiri myndir aö
undanförnu af öörum manni
en Amin einræöisherra i
Uganda. Amin er sagöur njóta
þess aö sjá myndir af sér i
heimsblööunum, enda gerir
hann bersýnilega sitt itrasta
til þess aö vera sem mest i
sviösljósinu.Hvaö sem sagt er
um gáfnafar Amins, veröur
þvi ekki neitaö, aö hann hefur
lag á þviaö lóta tala um sig og
þaö ekki eingöngu vegna
grimmdarverka sinna, heldur
sökum furöulegra tiltekta,
sem bersýnilega hafa þaö
markmiö, aö hann komist i
heimsfréttirnar.
Siöasta dæmiö um þetta er
viöureign hans viö Carter for-
seta. Carter forseti fordæmdi
harölega af mannréttinda-
ástæöum, aö Amin lét nýlega
myröa biskup og tvo ráöherra.
Viöbrögö Amins voru þau aö
kveöja alla Bandarlkjamenn I
Uganda á sinn fund, en þeir
munu um 200, aöallega trú-
boöar. Margir óttuöust aö Am-
in ætlaöi aö láta þessa menn
gjalda ummæla Carters og þvi
hóf Bandarikjastjórn ein-
hverja hina mestu diplómat-
isku sókn aö tjaldabaki til aö
reyna aö fó Amin ofan af öll-
um slikum fyrirætlunum. Am-
in tilkynnti aftur, aö banda-
rikjamenn þyrftu ekkert aö
óttast. Hann ætlaöi aöeins aö
þakka þeim góö störf. Jafn-
framt veitti hann Bandarikja-
mönnum frest til aö hitta sig.
Þannig gekk þetta 1 nokkra
daga og var ekki annaö meira
fréttaefni I f jölmiölum þá dag-
ana. Loks lýsti Amin yfir þvi,
aö óþarft væri fyrir Banda-
rikjamenn aö koma til fundar
viö sig og þeim yröi ekkert
mein gert. Carter sendi hon-
um eins konar þakkarskeyti
aö launum.
Þeir fréttamenn, sem bezt
þekkja til, álita, aö Amin hafi
sett þetta allt á sviö. Hann hafi
taliö, aö hann gæti bezt náö sér
niöri á Carter fyrir ummælin
um biskupsmoröiö, meö þvi aö
láta hann senda sér umrætt
þakkarskeyti. Jafnframt tókst
honum á þennan hátt aö vera á
dagskrá i heimsfréttunum i
marga daga og fá birtar af sér
ótal myndir, en þrjór þeirra
fylgja þessari grein.
Þ.Þ.