Tíminn - 04.03.1977, Page 19
Föstudagur 4. marz 1977
19
Síðasta sýning
á Stórlöxum
gébé Reykjavíkk— Sýningum
Leikfélags Reykjavikur á
ungverska gamanleiknum
STÓRLÖXUM er að Ijúka, og
verður siðasta sýning laugar-
daginn 5. marz. Verkið fjaliar
um umsvif fjármálamanna á
gamansaman hátt. Uppselt
hefurveriðá siðustu sýningar,
en verkið verður að vikja fyrir
næsta verkefni Leikfélassíns,
sem er STRAUMROF eftir
Halldór Laxness, en það verð-
ur frumsýnt Um miðjan
þennan mánuð.
Meðfylgjandi mynd, sýnir
atriði úr Stórlöxum. Norrison
bankastjóri (Þorsteinn
Gunnarsson) og hraðritari
hans (Soffia Jakobsdóttir).
Hlutavelta
Skagfirðinga
Skagfirðingafélagið I
Reykjavlk efnir til hlutaveltu og
flóamarkaðar f félagsheimili sfnu
að Siðumúla 35 sunnudaginn 6
marz n.k. kl. 2.
öllum ágóða verður variö til að
fullgera félagsheimilið. Skagfirð-
ingafélagiö hélt nú nýverið upp á
40 ára afmæli sitt og er það þvi
mikið kappsmál á þessu afmælis-
ári að geta komið heimilinu í það
horf að hægt sé að taka það f notk-
un, þar sem það yrði mikil lyfti-
stöng fyrir félagið og deildir þess.
Heitir félagið á skilning velunn-
ara sinna og annarra að þeir komi
I Súðumúla 35 n.k. sunnudag,
freisti gæfunnar og styrki þá um
leiö f starfi.
Sérdeild eftir-
launafólks hjá
Fósti og síma
Aðalfundur deildar eftirlauna-
fólks I Félagi fslenzkra sima-
manna var haldinn 23. febr. s.l.
Fefagsdeildin var stofnuð á
landsfundi F.t.S. haustið 1975, en
þá hafði verið i gildi um alllangan
tfma ákvæði f lögum félagsins
þess efnis, að félagsmenn, sem
létu af störfum fyrir aldurs sakir
héldu félagsréttindum sinum, að
mestu leyti.
Þótti orðiö timabært að stofna
sérstaka deild til að auðvelda
félagsstjórn að gæta hagsmuna
llfeyrisþega eða eftirlifandi maka
þeirra og auka tengsl þeirra
félagsmanna, sem látið hafa áf
störfum við félagið. Talsverðar
umræður urðu á fundinum um
eftirlaunamál og fram komu
ábendingar um ýmiss atriði, sem
nauðsynlegt er að vinna að lag-
færingum á.
í deildarstjórn voru kosnir:
Sæmundur Simonarson, Andrés
G. Þormar, Helga Finnbogadótt-
ir, Brynjólfur Björnsson og Þóra
Timmermann. Varamenn I
stjórn: Július Pálsson og Guðrún
Möller.
Fulltrúar i Félagsráð F.Í.S.
voru fjörnir: Sæmundur
Símonarson og Brynjólfur
Björnsson. Varamenn i Félags-
ráö: Þóra Timmermann og Guð-
laugur Guðjónsson.
Fundinn sátu 34 félagar auk
fjögurra fulltrúa úr fram-
kvæmdastjórn Félags ísl sima-
manna.
lesendur segja
I tilefni
bjór-
frumvarps
„Islands óhamingju verður
allt að vopni.” Jaröskjálftar við
Kröflu, veröbólga og nú siöast
bjórtillaga á Alþingi — einu
sinni enn. Og nú er það Akur-
eyringurinn, Jón G. Sólnes,
sem rær á þessi mið. Hann er
reyndar þekktari sem formaður
Kröflunefndar og hefur að min-
um dómi orðiö fyrir ómaklegu
aðkasti vegna þeirrar fram-
kvæmdar. En Jón er greinilega
ævintýramaður I þessa orðs
beztu merkingu, þvi hann vill fá
að bera ábyrgð á öðru „ævin-
týri”, sem gæti orðið þjóöinni
enn dýrkeyptara en nokkurn
tima sú mikla Kröfluvirkjun
getur komið til meö að veröa.
Siöasta bjórfrumvarp var
flutt á Alþingi árið 1968 af Pétri
Sigurössyni, sem þá hafði um
árabil verið helzti talsmaður
bjórsins innan veggja Alþingis,
og var það frumvarp fellt á því
þingi með eins atkvæðis mun.
sölu milliöls frá og meö 1. júli
n.k.
Danir eru mestir bjór-
drykkjumenn meöal norrænna
þjóða, og þar eykst neyzla
sterkra drykkja stöðugt. Er tal-
ið, aö þeir drekki allt að þrisvar
sinnum meira en lslendingar og
meöalaldur við upphaf áfengis-
neyzlu sé u.þ.b. fjórum árum
lægri en hér á landi. Þar er öl-
drykkja ekki einungis vanda-
mál á> fjölmörgum vinnustöö-
um, heldur einnig I skólum. Of-
neyzla bjórs er algeng meöal
skólabarna þar I landi og stór-
fellt vandamál.
Rannsóknir hafa sýnt að leiða
má rök að þvi, að þeim mun
meira sem er af áfengismagni
(þ.e. magni hreins vinanda i
umferö I einu landi, þeim mun
meiri veröur heildarneyzlan og
fleiri ofneytendur. Er i þvi sam-
bandi fróðlegt að benda á
Frakkland, hið mikla vinland
skólanna yfireitt? Telur þing-
maöurinn, að ástandið á vinnu-
stööunum myndi batna, vinnu-
svikin minnka og ef til vill um-
ferðarslysunum fækka, ef við
fáum áfenga bjórinn? Eöa
hugsaði hann ekkert út I þessar
hliðar málsins, áður en hann
lagði tillög sina fram?
Stundum er talað um það, aö
æskan sé dýrmætasta eign
þjóöarinnar, þvi hún á að erfa
landið, en vantar ekki eitthvert
samræmimilli orða og verka Ef
okkur er alvara meö að vilja
búa æskunni sem bezt fram-
tiðarskilyrði, hvers vegna lát-
um viö þá eigin duttlunga svo
oft ráða feröinni? Þaö skyldi þó
ekki vera, aö áhugi vissra
manna á því aö fá áfengt öl I
landiö sé I ætt við það, sem kalla
mætti „peningasjónarmiö”, þau
sjónarmiö sem t.d. komu fram I
ónefndum „siðdegisblöðum” I
fvrra vetur, er Olafur
t guðs bænum ekki sterkan bjór, seglr höfundur þessarar greinar.
Og nú á að reyna fyrir sér aft-
ur I trausti þess, eins og Dag-
blaðið orðaði þaö svo fagurlega
laugardaginn 19. febr., „að
breytingar á þingliöinu, síðan
slðast var slegizt um bjór, virð-
ast bjórnum I vil, I fljótu bragöi
séð”. Og enn er komið fram með
sömu rökin: Það þarf að bæta
drykkjumenninguna hér á
landi. Það þarf að auka framboö
á lítiö áfengum drykkjum eins
og bjór, þá mun neyzla sterkra
víntegunda minnka og „vín-
menningin” batna. Já, auövitað
mun hún batna.
—En hver skyldi riú vera
reynsla þeirra þjóöa, sem
nýlega hafa tekiö upp og leyft
óhindrað sölu á áfengu öli? Hver
er t.d. reynsla nágranna okk-
ar, Svla og Finna, I þessum
efnúm? Samkvæmt upplýsing-
um frá Afengisvarnaráöi hefur
reynslan þar orðiö þveröfug viö
það, sem ýmsir ætluðust til,
heildarneyzlan hefur aukizt —
og þaö sem verst er, það hefur
ekki dregið úr neyzlu sterku
drykkjanna, heldur hefur bjór-
neyzlan bætzt við.
Afengisneyzía hefur aukizt
jafnt og þétt I báöum þessum
löndum, en jafnframt færzt til æ
yngri aldurshópa, og nú er svo
komið vegna þess hve unglinga-
og barnadrykkja hefur aukizt
mikið, að sænska þingiö hefur
ákveðið að banna framleiðslu og
^...........
þar sem þess eru dæmi, aö
börnin fíi létt vln á pelann sinn I
stað mjólkur, aö óviöa eru
drykkjusjúklingar fleiri hlut-
fallslega en þar.
Af þessu má ljdst vera, hverjir
þaö eru, sem helzt verða fyrir
barðinu á bjórnum og raunhæf-
asta leiðin til aðkoma I veg fyrir
fjölgun ofneytenda er sú að
draga úr heildarneyzlunni, og
hversu lengi ætlum við að loka
augunum fyrir þessum stað-
reyndum ?
Ég minnist þess fyrr I vetur
að hafa hlýtt á útvarpserindi
Jóns G. Sólness um daginn og
veginn, þar sem hann gerði m ,a.
að umræöuefni kynslóðabilið og
þátt ömmunnar og afans i
barnauppeldi heimilanna áður
fyrr, þátt sem nú væri óöum að
hverfa f þjóðlffinu, en I kjölfarið
fylgdi aukið rótleysi meöal æsk-
unnar. Vissulega er þetta rétt og
efalaust má rekja flestan ófarn-
að unglinganna til þess atlætis,
sem þau bjuggu viö I æsku.
En nú vil ég spyrja þing-
manninn, hvort hann telji, að
ástand heimilanna muni batna
með tilkomu áfengs öls I land-
inu. Er ekki liklegt og sýnir ekki
reynslan þaö yfirleitt, að öl-
drykkja myndi freista þeirra
barna og ungmenna mest, sem
búa viö hvað verstar heimilis-
aðstæður, og hvaða áhrif hefði
bjórdrykkja á námsárangur
þessara sömu nemenda og starf
Jóhannesson dómsmálaráð-
herra lét loka vfnbörum veit-
ingahúsanna, meðan á verkfalli
stóð. Þá var eitthvaö talaö um
„árásir á persónufrelsi” og „þá
sem vildu hafa vit fyrir öðrum”
o.s.frv.
Er það ekki táknrænt , að ein-
mitt núna, er tóbaksauðvaldiö
hyggst auglýsa vöru slna á
ósmekklegan hátt ( og ég sem
hélt, að I gildi væri bann við
tóbaksauglýsingum), þá skuli
það vera börnin, sem rlsa upp
og mótmæla, en frá hinum full-
orönu heyrist hvorki hósti né
stuna. Þessi framtakssemi
barnanna lofar góðu. Vil ég hér
meö beina þeim tilmælum til
allra foreldra og þá ekki sizt til
verkafólks, þvi þeim er máliö
skyldast, að láta bjórmáliö til
sln taka, ræða það I kvenfélög-
um og verkalýösfélögum og
senda Alþingi ályktanir slnar.
Nú þegar hefi ég t.d. séö I blöð-
um ályktun Bandalags kvenna I
Rvlk, þar sem lagt er til að
Alþingi vísi bjórfrumvarpinu
frá. Með samstilltu átaki er sig-
urinn vis.
En fari svo, mót vonum, að
bjórtillaga þessi veröi
samþykkt, þá er það
sanngirniskrafa, aö málið verði
lagt I dóm þjóöarinnar með
almennri atkvæðagreiðslu.
Rvlk 26. febr. 1977
Ölafur Þ. Hallgrlmsson.