Tíminn - 18.03.1977, Qupperneq 8
8
Föstudagur 18. marz 1977
Umsjónarmenn:Pétur Einarsson
f
Omar Kristjónsson
Hermann Sveinbjörnsson
Sala á forréttindum
varnarliðsmanna
Miklar umræður hafa spunnizt vegna ráðningar
forstöðumanns Sölu varnarliðseigna. Er sumum
það sérstakur þymir i augum, að til starfsins
skyldi ráðinn flokksbundinn framsóknarmaður.
Hefur stöðuveitingin sætt nokkurri gagnrýni fyrir
þær sakir úr höfuðstöðvum andstöðuflokka Fram-
sóknarflokksins. Um starfið sóttu margir mætir
menn. Vafalitið eru þeir flestir, ef ekki allir, vel
hæfir til að gegna starfinu. Gagnrýnin beinist
heldur ekki gegn þeim útvalda vegna þess að hann
hafi ekki reynslu eða þekkingu til að gegna starf-
inu, nei, honum er fundið það til foráttu að vera
framsóknarmaður. „Að flestu má eitthvað finna”.
í þessum umræðum öllum gleymist gjarnan til-
gangur og starfsvið Sölu varnarliðseigna. Svo hef-
ur verið sagt, að sjálfsforræði sé undirrót allra
landsheilla, og hafi þessi orð sannazt á nokkrum,
þá hafi þau sannazt á okkur íslendingum. Hinar
stórstigu framfarir, sem orðið hafa hér á landi á
siðustu áratugum er ómótmælanlega samtvinnuð
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og ávöxtur henn-
ar. Vöxtur sá og þróun á öllum sem hér er um að
ræða, væri algerlega óhugsanleg, ef þjóðin hefði
ekki öðlazt fullt athafnafrelsi, fullt sjálfsforræði i
sinum eigin málum.
Herstöðin i Keflavik hefir athafnafrelsi lands-
manna. Forréttindi varnarliðsmanna eru glöggt
dæmi þar um. A íslandi er skattpining meiri en
þekkist i nokkru nálægu landi. Það er óþolandi að
þessir varnarliðsmenn skuli geta borið inn i landið
allan þann varning, sem þeim þóknast án skatta
og gjalda og selt í slendingum hann siðan útjaskað-
an.
Samband ungra framsóknarmanna mótaði
stefnu sina i þessum málum á 16. þingi sinu s.l.
sumar. í stjórnarályktun þess segir m.a. svo um
hermálið:
„16. þing SUF leggur áherzlu á að framfylgt verði
stefnu flokksins að herinn fari brott af landinu.
Að leiga fyrir herstöðina er einungis til þess fallin
að festa hann i sessi hér á landi og er það mál þvi
ekki til umræðu af hálfu SUF.
Að meðan herinn er hér verði herlif og þjóðlif al-
gerlega aðskilið og forréttindi hermanna og
starfsmanna hersins fram yfir íslendinga afnum-
in”.
1 löndum Evrópu þar sem Bandarikjamenn hafa
herstöðvar, njóta þeir hvergi slikra sérréttinda
sem á Islandi. Með þessu hátterni er boðið upp á
margs konar spillingarhættu, er fyrirbyggja mætti
með þvi að afnema forréttindi varnarliðsmanna.
Islendingar eru örlátir menn. Rausnarskapur
þeirra kemur fram i mörgum myndum. Þannig
hafa framlög þeirra til mannúðarmála vakið verð-
skuldaða athygli. Vist er að léttara er að gefa en
þiggja, en það er misskilið þjóðarstolt hjá Is-
lendingum að vera með góðgerðarstarfsemi við
Bandarikin og Bandarikjamenn. íslendingar njóta
ekki og hafa aldrei notið neinna forréttinda i
Bandarikjunum.
Svo lengi, er varnarliðinu verður leyft að hafa
aðstöðu hér á landi, er sjálfsagt og eðlilegt að
vamarliðsmennirnir greiði þau gjöld er öðrum út-
lendingum i þessu landi er ætlað að greiða.
Kynning á ungnm framsóknarmönnum:
„Ungir framsóknarmenn
beita öðrum og betri
vinnuaðferðum nú orðið,”
segir Ingvar Baldursson i viðtali við
SUF-siðuna
IngvarBaldurssonerfæddur i
Borgarnesi 21. marz 1943, en al-
inn upp á Akureyri og hefur þar
búsetu. Hann er ketil- og plötu-
smiöur aö mennt og starfar hjá
Vélsmiöjunni Odda á Akureyri.
Ingvar hefur starfaö mikiö aö
félagsmálum, er m.a. i stjórn
Sveinafélags járniönaöar-
manna á Akureyri og hefur um
nokkurra ára skeiö átt sæti i
stjórn Sambands ungra fram-
sóknarmanna.
Viö hittum Ingvar aö máli ný-
veriö og lögöum þá fyrir hann
nokkrar spurningar.
Manst þú hvenær áhugi þinn
á stjórnmálum vaknaöi og
hvers vegna þú afréöst að ganga
i Framsóknarflokkinn?
— Allt frá þvi ég komst til vits
og ára hefi ég ávallt haft mikinn
áhuga á stjórnmálum. Astæö-
umar má vafalitiö rekja til
þeirra uppeldishátta er ég
vandist viö, en á minu heimili
voru umræöur um bæjar- og
þjóömál algengar. Faöir minn
hefur veriö svo lengi sem ég
man afar áhugasamur um vel-
ferö Akureyrar, og hefi ég efa-
litiö smitazt nokkuö af áhuga-
málum hans.
Stefna Framsóknar-
flokksins á bezt við mig
Hins vegar er þaö engum vafa
undirorpiö, aö stefna Fram-
sóknarflokksins fellur langbezt
aö minum skoöunum. Aö visu
var ég ósáttur viö nokkra þætti i
stefnuskrá Framsóknarflokks-
ins og þvi tók þaö mig nokkurn
tima aö gera upp hug minn um,
hvort ekki væri betra aö standa
utan flokka, en meö þvi aö vera
starfandi í flokkum og geta
þannig haft áhrif á mótun
stefnuskrár flokksins, eykst
skilningur manns á stjórnmál-
um og þjóömálum almennt. Þó
veröur þaö sennilega aldrei svo
aö allir framsóknarmenn veröi
sammála i öllum atriöum um
stefnuskrár Framsóknarflokks-
ins. A þvi byggist flokksstarfiö
aö miklu leyti, aö finna Ut
stefnu, sem aö áliti flestra er
farsælust fyrir land og lýö.
Ég er samvinnumaður
Þaö eitt aö ég er samvinnu-
maöur vó þungt á metunum viö
valiö á slnum tima. Fram-
sóknarflokkurinn er eini is-
lenzki stjórnmálaflokkurinn er i
reynd hefur stutt viö bakiö á
samvinnuhreyfingunni. Þaö er
skýringin á þvi hversu margir
samvinnumenn eru i rööum
hans. Hann hefur allra flokka
mestunniö aö jafnvægi I byggö
landsins og látiö mál dreifbýlis-
ins sig miklu varöa. Auövitaö
mætti nefna mörg fleiri dæmi,
er grundvölluöu ákvöröun mina
á sínum tlma, en ég læt þetta
nægja.
tJtlit fyrir erfiða kjara-
samninga
Þú ert I stjórn Sveinafélags
járniönaðarmanna á Akureyri.
Hvernig lizt þér á útlitið i kom-
andi samningum?
— Mér viröist útlitiö svipaö nú
og fyrir samningana í febrúar
1974. Mikil spenna rikir, kaup-
kröfur miklar, kaupmáttur
launa i lágmarki. Rikisstjórn-
inni hefur þvi miöur ekki tekizt
aö ná tökum á veröbólgunni,
frekaren fyrri stjórnum, eins og
menn höföu þó vonaö, og opin-
ber gjaldskrá og þjónusta hefur
rokiö upp úr öllu valdi siöustu
árin.
Allir eru sammála um aö
lægstu launin séu allt of lág. Ég
óttast aö ef áfram heldur sem
horfir, myndist stéttamismunur
i landinu. Láglauna fjölskyldur
eiga oröiö erfitt meö aö kosta
börn sin i framhaldsnám, þann-
ig aö menntun getur oröiö for-
réttindi þeirra efnaöari, þessu
veröur aö breyta. Þaö eru hinir
lægst launuöu, er barizt veröur
fyrir i komandi samningum.
Viðhald og nýsmíði
fiskiskipaflotans i
hendur landsmanna
Hvernig eru atvinnuhorfur og
aðbúnaöur ykkar járniðnaðar-
manna?
— Eins og er eru atvinnuhorf-
ursæmilegar, en auövitað verö-
ur ríkisvaldiö aö búa járniönaö-
inn ilandinu undir aö geta tekið
allar viögeröir og alla nýsmiöi
fiskiskipaflotans. Þaö er
þjóöarhagur og reyndar for-
Ingvar Baldursson.
senda þess aö járniönaöinum
sé tryggt atvinnuöryggi.
Hvaö viökemur aöbúnaöi og
ho'.lustuháttum vantar viða
mikiö á aö þaö sé viöunandi og
samkvæmt samningum. Þaö er
minskoöun, aö ekki sé nægileg-
ur skilningur á þvi, hvaö
járniönaöurinn er oft erfiö og
óþrifaleg vinna, og launin ekki i
samræmi viö þaö, samanboriö
viö margar aörar starfsgreinar.
Hitaveitan er stóri
happdrættisvinningur-
inn fyrir okkur Akur-
eyringa
Hverjar eru mest aðkallandi
framkvæmdir i byggðarlaginu?
— Hvað varöar Akureyri, eru
þaö hitaveitumálin. Siöan heita
vatnið fannst viö Laugaland i
Eyjafiröi, er kom eins og happ-
drættisvinningur fyrir bæjarfé-
lagið, hefur veriö unniö aö
undirbúningi framkvæmda af
miklum krafti, og er búizt viö aö
hitaveitan komi i fyrstu húsin á
Akureyri á þessu ári.
Þá er brýn nauösyn á aö auka
skólabyggingar i nýju hverfun-
um. Einnig má nefna, aö aökall-
andi er aö haldiö veröi áfram af
sömu drift i byggingu ibúöar-
húsnæöis eins og veriö hefur
undanfarin ár. Svo er mjög
brýnt aö stóraukin veröi fram-
lög til vegamála i Eyjafiröi.
Erfitt er aö skilja viö þennan
málaflokk án þess aö minnast á
orkumálin, er hrjáö hafa
Noröurland eystra undanfarin
ár, en varla er þörf á aö tfunda
þau mál hér, þeim málum hafa
veriö gerö svo rækileg skil I fjöl-
miölum. Vonandi rætist Ur
þessu vandamáli á næstunni.
Utanaðkomandi erfið-
leikar hafa sett svip
sinn á gerðir þessarar
stjórnar
Hvernig fellur þér stjórnar-
samstarf Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokksins?
— Þaö er mín skoöun aö Sjálf-
stæöisflokkurinn sé höfuöand-
stæöingur Framsóknarflokks-
ins. Ég átti i upphafi erfitt meö
aö sætta mig viö aö samstarf
þessara flokka væri eina leiöin
til aö mynda starfhæfa rikis-
stjórn. Vinstri stjórn undir for-
ystuFramsóknarflokksins er aö
minu mati farsælli fyrir is-
lenzka alþýöu. En þaö er ekki
margt til ráða þegar hinir
vinstri flokkarnir eru ekki til-
búnir aö taka þátt i stjórnar-
samstarfi, þegar erfiöleikatim-
ar eru og vandamálin blasa viö,
eins og reynslan var eftir siö-
ustu kosningar.
Margs konar utanaökomandi
erfiöleikar hafa sett svip sinn á
geröir þessarar stjórnar. Launa
og kjaramál hafa oröiö mikiö
útundan hjá stjórninni. Henni
hefur ekki tekizt aö hefta fram-
gang veröbólgunnar, eins. og
hún haföi einsett sér: Hins
vegar hefur henni tekizt, og er
þaö þakkarvert, aö halda enn
fullri atvinnu i landinu á sama
tlma og atvinnuleysi hrjáir
flestar nágrannaþjóöir okkar.
Baldur og Konni áttu
ekki samleið með
Fra msóknarf lokknum
Það rikir meiri kyrrð nú I
kringum unga framsóknarmenn
en oft áður. Eru það friösamari
menn sem ráða ferðinni?
— Ekki vil ég segja aö for-
ystumenn ungra framsóknar-
manna séu friösamari en fyrir-
rennarar þeirra. Munurinn er
bara sá, aö ungir framsóknar-
menn beita öörum vinnuaöferö-
um núoröiö. Þrýstingurinn frá
ungum mönnum á forystu
flokksins og ráðherra hans er
engu minni en áöur var.Ungir
menn hafa sin baráttumál rétt
eins og áöur, er þeir berjast fyr-
ir meö oddi og egg, en hún er öll
málefnaleg. Kannski er þaö
staöreynd, aö ekki er eins mikiö
af eiginhagsmunamönnum I
okkar rööum nú eins og oft áöur.
Þvl veröa vinnuaöferöir okkar
allar meö öörum hætti.
Þaö veröur aö segjast eins og
er, aö sumir af þeim ungu
mönnum er yfirgáfu flokkinn á
sinum tima, og á ég þar m ,a. viö
Baldur og Konna, áttu enga
samleiö meö Framsóknar-
flokknum.
Stefna Framsóknar-
flokksins er okkar
baráttumál
Hver eru helztu baráttumál
ungra framsóknarmanna?
— Stefnuskrá ungra fram-
sóknarmanna er i stórum drátt-
um I samræmi. viö yfirlýsta
stefnu flokksins, er viö höfum
tekið þátt i aö móta. Viö berj-
umst fyrir þessari stefnu, kynn-
um hana og vinnum henni fram-
gang og álit. Viö gerum okkur
ljóst, aö viö erum aöeins hluti af
stærri heild, stórum heildar-
samtökum.
Framsóknarflokkurinn
er vinstrisinnaður mið-
flokkur
Hvernig finnst þér staða
Framsóknarflokksins I Islenzk-
um stjórnmálum vera?
— Það er ekkert vafamál, aö
vegiö er aö Framsóknarflokkn-
um Ur öllum áttum, meira aö
segja frá samstarfsflokki hans i
rikisstjórn. En þetta er ekkert
Framhald á bls. 23
ÓK