Tíminn - 18.03.1977, Síða 15
Föstudagur 18. marz 1977
15
Handel/ Alicia de Larrocha
leikur á pianó Enska svitu i
a-moll nr. 2 eftir Bach.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Ben
Húr" saga frá Krists dögum
eftir Lewis Wallace Sigur-
björn Einarsson þýddi.
Astráður Sigursteindórsson
les (3).
15.00 Miðdegistónleikar
Filharmoniusveitin i Vin
leikur Slavneska dansa od.
46 nr. 1, 3 og 8 eftir Dvorák:
Fritz Reiner stjórnar. Erika
Köth, Rudolf Schock og
fleiri syngja með kór og
hljómsveit þætti úr „Meyja-
skemmunni” eftir Schu-
bert: Frank Fox stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn Vignir Sveins-
son kynnir.
17.30 (Jtvarpssaga barnanna:
„Systurnar i Sunnuhlíö”
eftir Jóhönnu Guðmunds-
dóttir, Ingunn Jensdóttir
leikkona les (3).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Þingsjá Umsjón: Nanna
(Jlfsdóttir.
20.00 Planókonsert nr. 2 i B-
dúr op. 83 eftir Brahms
Richard Goode, sigurvegari
I Klöru Haskil pianókeppn-
inni 1973 leikur meö Suisse
Romande hljómsveitinni:
Jean Marie Auberson
stjórnar. — Frá svissneska
útvarpinu.
20.45 Myndlistarþáttur i
umsjá Þóru Kristjáns-
dóttur.
21.15 Kórsöngur Sænski út-
varpskórinn syngur ung-
versk þjóölög. Söngstjóri:
Eric Ericson.
21.30 (Jtvarpssagan: „Blúndu-
börn” eftir Kirsten Thorup
Nina Björk Árnadóttir les
þýöingu sina (15).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (35)
22.25 Ljóðaþáttur
Umsjónarmaöur: Njörður
P. Njarðvik.
22.45 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guöni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Einvigi Horts og
Spasskýs: Jón Þ. Þór lýsir
lokum 9. skákar. Dagskrár-
lok kl. 23.55.
sjónvarp
Föstudagur
18.mars
20.00 Fréttir og veður.
20.25. Auglýsingar og
dagskrá.
20.30 Skákeinvigið.
20.45 Prúðu leikararnir.
Gestur leikbrúðanna i þess-
um þætti er söngkonan Lena
Horne. Þýöandi Þrándur
Thoroddsen.
21.10 Kastljós. Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maður ómar Ragnarsson.
22.10 Atvikið við Uxaklafa
(The Ox-Bow Incident)
Bandarlsk biómynd frá ár-
inu 1943. Aðalhlutverk
Henry Fonda og Dana
Andrews. Myndin gerist i
„villta vestrinu” árið 1885.
Þær fréttir berast til smá-
bæjar, að bóndi úr nágrenn-
inu hafi verið myrtur. Þar
sem lögreglustjórinn er
fjarverandi, vilja allmargir
bæjarbúa leita morðingjann.
uppi og taka hann af lifi án
dóms og laga. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
23.25 Dagskrárlok.
Hættulegt ferðalag
eftir AAaris Carr
hennar, að hún stóð aðeins og starði á hann í nokkrar
sekúndur án þess að geta svarað. Það var heldur ekki
hægt að reiðast þessu því greinilegt var að hann vildi
vel. Honum hafði þótt mjög vænt um föður hennar og
vildi gera sitt bezta til að forða henni frá hættum og
freistingum.
— Þakka yður fyrir, sagði hún loks. — Ég vil gjarnan
hjálpa til hérna. Ef það er í lagi, kem ég hérna í fyrra-
málið, þegar opnað verður
—Gotf. Hann brosti til hennar um leið og hann stóð
upp. — Viljið þér afsaka mig núna? Ég hef verk að
vinna i skurðstof unni. Ég býst þá við yður i fyrramálið.
Júlía sat uppi í rúminu og leit óvenju vel út, þegar
Penny kom inn. Það leit út f yrir að Vincent hefði rétt að
mæla.— Þú lítur Ijómandi út, Júlía. Erallt í lagi?
— Já, sannarlega. AAér líður sérlega vel núna. Vin-
cent segir að ég geti farið heim á morgun. Júlía leit
íbyggin á Roy— Bragð mitt heppnaðist, ekki satt, Roy?
— Ég varð að láta þig um það, Júlía. Ég veit ekki
hvernig mér hefði annars tekizt að komast hingað,
svaraði Roy og leit á Pennýju svolítið afsakandi. — Ég
spurði AAikeótal sinnum, hvort ég gæti fengið nokkurra
daga f rí, en hann lét sem hann heyrði það ekki. Ég gat
ekki sagt honum raunverulegu ástæðuna f yrir því að ég
vildi komast hingað, svo þess vegna skrifaði ég Júlíu og
bað hana að finna eitthvert ráð.
Penny starði f urðu lostin á Júlíu, sem brosti geislandi
brosi. — Ég gabbaði ykkur öll, ekki satt? Þú getur
þakkað mér að Roy er kominn. AAike hefði aldrei lofað
honum að koma hingað ef hann hefði vitað réttu
ástæðuna.
— Ég geri ráð fyrir að ég eigi að vera þakklát, sagði
Penny efins. — En ég vildi heldur, að hægt hefði verið
að koma því í kring á annan hátt.
— Kærðu þig kollótta um hana, Júlía, sagði Roy, og
brosti breitt. — Penny er svo vönduð innst inni, það er
afskaplega indælt, en ekki sérstaklega hagnýtt. Til- '
gangurinn helgar meðalið, það hefur alltaf verið mín
skoðun.
— En það getur ekki verið alvara þín Roy sagði
Penny og gat tæpast leynt vonbrigðum sínum. — Þú
getur bæði sært f ólk og valdið því tjóni með þvi
Júlía og Roy skiptust á snöggu tilliti og Penny sá að
svo virtist sem Júlía hefði gaman af þessu. — Nú jæja.
Það má hver hafa sína skoðun. Við höfum ekki framið
neinn glæp, sagði hún kæruleysisiega.
Penny sat þögul. Þau hafa að minnsta kosti farið á
bak við alla hér, hugsaði hún og leið ónotalega. Þau
hugsuðu greinilega ekkert um að starfsfólkið í sjúkra-
skýlinu hafði þurft að leggja á sig mikið aukastarf og
AAike hafði eytt miklum tíma í að bíða og þóknast Júlíu
á ýmsan hátt. En þetta var allt búið og gert, svo hún
gat ekkert gert til að breyta því. Júlía hafði gert það til
að hjálpa Roy, en kom jafnframt upp um slægð sem
Penny geðjaðist ekki að. Þessi kvenmaður hikaði tæp-
ast við að ganga nokkuð langt til að fá vilja sínum
framgengt og það skipti hana augsýnilega engu máli
þótt hún træði á öðrum. Skyldi Roy vera þannig gerður
lika, hugsaði hún, en kæfði þá hugsun strax. Hún gerði
honum ef til vill rangt til.
— Ég vissi ekki að þið Roy hefðuð skrifazt á þegar þú
komst hingað, sagði Júlía og fitlaði við blómin á nátt
kjólnum sínum.— Ef ég hefði bara vitað það, hefði éq
getað róað þig með því að hann væri í grenndinni. Þig
hlýtur að hafa langað mikið til að hitta hann.
— Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét, svo ég gat
ekki margt aðhafazt í málinu, svaraði Penny.
— Þetta var heimskulega gert af Roy, en honum datt
aldrei í hug að þú kæmir til Tigero. En þar sem þú ert
komin hingað, skal ég hjálpa ykkur eins og ég get. Ég
varð svoánægð, þegar AAike kom með bréfið f rá Roy og
þá f annst mér ég verða að gera eitthvað strax. Ég vissi
að AAike vildi ekki gefa Roy frí þar sem samningur
hans er bráðum útrunninn og AAike myndi finnast
tímanum sóað.
— Sannleikurinn er nú sá, að hann vill ekki lyfta litla
fingri til að gera mér greiða, sagði Roy og það var
beiskja ?röddinni. — Sá maður fyrirlítur mig. Ég veit
ekki hvers vegna, en hann hef ur verið andvígur mér al-
veg síðan ég kom hingað.
Júlía brosti móðurlega til hans. — Það er þér sjálf um
að kenna. Þú hugsar aldrei. Það er svo sem ágætt að
segja allt í hreinskilni, en það er hins vegar varasamt,
þegar yfirmaður manns á í hlut. AAike er fyrirtak, ég
veit alveg hvernig á að meðhöndla hann.
— Það gegnir öðru máli með þig, Júlía. í fyrsta lagi
er hann hrif inn af þér og í öðru lagi f innst honum hann
þurfa að vernda þig. Hann nýtur þess. Honum finnst
þægilegt að vera gjafmildur og góðhjartaður, einkum
þegar hann getur hagnazt á því líka.
Græn augu Júlíu glömpuðu af hlátri. — Þú verður að
læra að fara þér hægar. Roy. Svona yfirlýsingar geta
eyðilagt allt fyrir þér. Penny gæti haldið að þú værir
afbrýðisamur í garð AAikes. Júlía sagði ekki meira, en
leit rannsakandi á alvarlegt andlit Pennýjar. — Ég
mundi ekki bíða of lengi ef ég væri í þínum sporum,
Penny. Það er ekkert sem kemur í veg f yrir að þú gift-
ist. Roy strax. Samningur hans við félagið rennur út
eftir viku, þannig að AAike mun ekki senda hann aftur
upp eftir.
— Vertu róleg, Júlía! Ekkert liggur á, greip Roy f ram
í, þegar hann sá að Penny varð vandræðaleg. — Við er-
um varla farin að kynnast almennilega. Sjálfur er ég
ekki í neinum vafa, en Penny þarf lengri tima.
— Það er bara kvenleg hlédrægni, sagði Júlía
stríðnislega.— Auðvitað vill hún ekki láta líta svo út
sem hún sé of áköf. En ég þori að veðja að hún hefur
þegar tekið ákvörðun. Þú átt að taka hana með trompi.
Konur vilja innst inni, að karlmenn séu ákveðnir í
svona málum.
— Ekki ég, sagði Penny og brosti. — AAér þykir það
leitt, Júlía en þú verður að fara þér hægar við að koma
okkur saman. Við höfum nægan tima. Hún dró djúpt
andann og leit á Roy sem sat með mæðusvip. — Hvað
ætlarðu að gera, þegar þú hættir hér?
— Fá mér eitthvað annað að gera, býst ég við. En það
er undir þér komið, Penny. Þess vegna er það, sem
Júlía er svona ýtin. AAig langar frekar til að þér geðjist
að þeim stað, sem ég kem til með að setjast að á.
— Vandræði að Roy skuli ekki eiga neina peninga,
sagði Júlía hreinskilin. — Hann langar til að koma sér
upp eigin fyrirtæki einhvers staðar.
— Einmitt. Útf lutningur, það er hlutur sem borgar
sig. Þar eru til margar greinar, sem væru athyglis-
verðar.
— En hvað um læknisfræðina. Þú sagðist hafa áhuga
á henni. Langar þig ekkert til að halda áfram á því
sviði?
— Það er orðið of seint, held ég, svaraði Roy og leit
ástúðlega til hennar. — Auðvitað hef ég mikið gagn af
því, sem ég lærði af föður þínum. En ég gæti ekki
hugsað mér að setjast aftur á skólabekk. Það væri in-
dælt að setjast að á einhverjum góðum stað, einkum ef
„Ætlar þú að láta hana sleppa
með þetta”? Geymið ábætinn
fyrir mig.”
DENNI
DÆMALAUSI