Tíminn - 25.03.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 25. marz 1977
15
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Knútur R. Magnússon
byrjar lestur sögunnar
„Gestir á Hamri” eftir Sig
urö Helgason. Tilkynningar
kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriöa. Spjall-
að viö bændur kl. 10.05:
Passiusálmalög kl. 10.25:
Sigurveig Hjaltested og
Guömundur Jónsson syngja
við orgelundirleik Páls
Isólfssonar. Morguntónleik-
ar
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttír.
Tilkynningar.
14.30 Miödegissagan: „Ben
Húr” eftir Lewis Wallace.
Sigurbjörn Einarsson
þýddi. Astráður Sigur-
steindórsson les (6).
15.00 Miödegistónleikar
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynn-
ingar. (16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn. Vignir
Sveinsson kynnir.
17.30 Otvarpssaga barnanna:
„Systurnar i Sunnuhifö”
eftir Jóhönnu Guömunds-
dóttur. Ingunn Jensdóttir
leikkona les (6).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35. ÞingsjáUmsjón: Nanna
Olfsdóttir.
20.00 Tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar tslands. i
Háskólabiói kvöldiö áöur: —
fyrri hluti. Stjórnandi: Páll
P. Pálsson. Einieikari á
flautu: Manueia Wisler. a.
Nýtt tónverk eftir Pál P.
Pálsson. b. Flautukonsert
eftir Karl Philipp Stamitz.
— Jón Múli Ámason kynnir.
20.40 Leiklistarþáttur í umsjá
Siguröar Pálssonar.
21.10 Kórlög úr óperum Kór og
hljómsveit Þýzku óperunn-
ar f Berlin flytja. Stjórn-
andi: Janos Kulka.
21.30 Otvarpssagan:
„Blúndubörn” eftir Kirsten
Thorup Nína Björk Arna-
dóttiriýkur lestri sögunnar i
þýöingu sinni (17).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Ljóöaþátt-
ur. Óskar Halldórsson sér
um þáttinn.
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
i umsjá Asmundar Jóns-
sonar og Guöna Rúnars
Agnarssonar.
23.30 Fréttir. Einvigi Horts og
Spasskýs : Jön Þ. Þór lýsir
lokum 12. skákar.
Dagskrárlok um kl. 23.45.
sjónvarp
Föstudagur
25. mars
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Skákeinvigið
20.45 Kastljós Þáttur um inn-
lend málefni Umsjónar-
maöur er Eiöur Guönason.
21.45 Moll Flanders Fyrri
hluti breskrar sjónvarps-
kvikmyndar, sem byggð er
á frægri, samnefndri sögu
eftir Daniel Defoe (1656-
1731). Aöalhlutverk Julia
Foster, Kenneth Haigh og
Ian Ogilvy. Söguhetjan er
ævintýrakonan Betty eöa
Moll Flanders, eins og hún
kallar sig siöar, en hún var
uppi á 17. öld. Betty er óskil-
getin. Framan af ævinni
flækist hún m.a. um meö
sigaunum, en þegar myndin
hefst, er hún aö ráöast i vist
hjá heföarkonu aö nafni
Verney. Þýöandi Dóra Haf-
steinsdóttir. Siöari hluti
myndarinnar veröur sýndur
laugardagskvöldiö 26. mars
kl. 21.30.
23.45 Dagskrárlok
Hættulegt ferðalag
eftir Maris Carr
sem ég reyni að komast að einhverju með því að spyrja,
er skipt um umræðuefni.
— Ég veit, að hann er óvinsæll, sagði Grace hikandi.
— En hvers vegna spyrðu ekki AAike hreinskilnislega?
— Hann vill heldur ekki segja neitt. Við hnakkrif-
umst út af því og nú foröast hann mig. Ég var að hugsa
um að spyrja Júlíu. Hún gæti kannski varpað Ijósi á
málið.
— Hún veit ekkert um það.
— Hvers vegna veit hún ekkert, þegar allir aðrir virð-
ast vita það?
— AAike vildi ekki að hún vissi það. Grace setti upp
áhyggjusvip.— Ekki spyrja mig frekar. Ég held að það
sé bezt að vera ekki að ýf a það upp.
— En Grace, þú verður að segja mér það. Þú mátt
ekki láta mig ganga hér um og brjóta heilann um allt
mögulegt. Ég verð bráðum galin af því! AAig grunaði
ekki að Júlía ætfi lika hlut að máli. Það er eins og AAike
sé að reyna að vernda okkur báðar. En ég get ekki séð
neitt samhengi í því.
— Nei, en þú mundir skilja það, ef þú vissir allan
sannleikann. AAike vildi bara hlífa ykkur. Hann vildi
ekki særa ykkur og æsa ykkur upp og þess vegna hef ur
hann reynt að breiða yfir það sem gerðist.
— En Vincent veit sannleikann, sagði Penny lágt.
— Já, hann veitallt. Hann var á staðnum.
— En í öllum bænum segðu mér það! AAig er farið að
gruna, að það sé eitthvað í sambandi við föður minn.
Grace gekk óróleg um gólf. — Hálfur sannleikur er
alltaf hættulegur. Leggðu Georgiönu í vögguna, svo
skal ég reyna að útskýra allt fyrir þér. En AAike verður
bálreiður, það máttu vera viss um.
— Það skiptir engu máli, f lýtti Penpy sér að segja. —
Hann þarf ekki endilega alltaf að hafa á réttu að
standa. Ef þetta kemur mér við, á ég rétt á að fá að vita
sannleikann.
Grace hristi höf uðið. — Stundum er bezt að vita ekk-
ert. Hún beið þangað til Penny hafði gengiðfrá barninu
í vöggunni, en hélt þá áfram: — Fanný og þau hin vilja
ekki vita af Roy, af því það var óbeint hans sök, að f að-
ir þinn lézt.
Penny starði stóreyg á hana: — Það getur ekki verið
satt! Þeim hlýtur að skjátlast! Hún náfölnaði af áfall-
inu.
— Vina min, þú sagðist vilja heyra sannleikann og ég
skal gera mitt bezta. Það er ekki fallegt, en hlustaðu á
mig, áður en þú dæmir.
— Fyrirgefðu, hvíslaði Penny. — Haltu áfram, ég
skal ekki grípa fram í.
— Daginn, sem það gerðist, höfðu Hugh, Roy og faðir
þinn farið á litlum bát upp eftir ánni til að hlynna að
slösuðum manni í einu þorpanna. Það var einn þessara
báta sem eru með bómu meðsólsegli í miðjunni, lítill og
ristir djúpt. Þú hef ur sennilega séð þá. Þorpið sem þeir
ætluðu til er mjög afskekkt og áin er þar mjó og mikill
gróður í henni. Þarna er allt morandi af krókódílum.
Venjulega eru þessi kvikindi of löt til að skipta sér af
bátunum, en af því áin er svo mjó þarna, er ómögulegt
að komast fram hjá þeim án þess að þeir veiti því at-
hygli.
Grace þagnaði og leit hikandi á Pennýjú. — Ég vona
að þú fyrirgefir mér að ég segi klaufalega frá, en það
er svo skelf ilegt að ég fæ gæsahúð af að hugsa um það.
Ég vildi óska, að þú hef ðir ekki spurt mig.
— Ég skil það, Grace. Penny var kvíðin. — Ég fer að
ímynda mér margt. Reyndu að halda áfram.
— Ég skal segja þér eitthvað af þessu. Faðír þinn og
Roy sátu hvor við sína ár, þeir höfðu drepið á vélinni,
því, f ramundan eyri, sem þeir þurftu að bera bátinn
yf ir. Hugh stóð og stýrði. Hann uggði ekki að sér, hef ur
líklega verið að horfa á eitthvað annað, en grein, sem
slútti út yfir vatnið, rakst í höfuð honum, svo hann
missti jafnvægið og féll útbryðis. Faðir þinn vissi, að
Hugh var ósyndur og kallaði til Roys að stökkva úti og
bjarga honum, en Roy varð viti sínu f jær af skelf ingu,
greip byssu upp úr bátnum og tók að skjóta ótt og títt að
krókódílavöðu sem stef ndi að bátnum. Þá sá faðir þinn
að Hugh var í lífshættu og skipaði Roy að reyna að
hjálpa honum. En Roy stóð bara eins og saltstólpi og
benti á vatnið, sem litaðist rautt af blóði umhverfis
drukknandi manninn. Þá vann faðir þinn einstakt af
rek. Hann vissi að hann var veill fyrir hjarta og léti
sennilega lífiðfyrir, en hikaði þóekki við að stökkva út-
byrðis, synda að Huqh og draga hann upp í bátinn. Roy
hjálpaði honum þó smávegis við það. En Hugh lézt
skömmusíðar. Hann hann hafði misst hægri handlegg-
inn og í brjósti hans voru tvær kúlúr.
Grace var næstum jaf n f öl og Penny og gat ekki hald-
ið áfram. Hún stóð hljóðlega upp og gekk inn í svefn-
herbergið, en kom aftur með vínflösku og tvö glös. —
Neil keypti þetta handa mér seinast þegar hann fór til
AAanaus. Okkur veitir ekki af einhverju hjartastyrkj-
andi, svo það er eins gott að opna hana núna eins og
seinna.
Penny tók þegjandi við glasinu, því hún sat sem löm-
uð. Hún vissi ekki á hverju hún hafði átt von og hugsað
margt, en þetta var verra en allt hitt til samans. Áfeng-
ið dró úr sársaukanum og þegar hún sá að aftur var
kominn roði i vanga Grace, bað hún hana að halda
áf ram.
— Það er ekki mikið meira að segja, sagði Grace lágt.
— Faðir þinn var mjög veikur eftir þetta. Dauði Hughs
tók á hann og hann var reiður Roy, sem haf ði hagað sér
eins og gunga. Hann lét snúa bátnum af tur til plantekr-
unnar. Sem betur fór var Vincent þar og þegar faðir
þinn fékk hjartaslag daginn eftir, annaðist hann hann.
En hann náði sér ekki en lézt af ofþreytu hálf um mán-
uði eftir slysið.
Tárin streymdu niður vanga Pennýjar og þegar
Grace lagði höndina huggandi á öxl hennar, féll hún
alveg saman. Hún grét og grét án afláts og Grace
reyndi ekki að hugga hana f rekar, því hun vissi að grát-
ur er bezta lyfið við sorg. Áfallið hafði verið þungt og
jafn óþægilegt fyrir Grace sjálfa og Pennýju.
Loks stöðvaðist táraf lóðið. Penny leit uppog þreifaði
ef tir vasaklút. — Fyrirgefðu, Grace, ég er víst ekki eins
hörðog ég hélt. En það var vel gert af þér að segja mér
þetta. Það hlýtur að hafa verið erfitt, svo mikið skil
ég. Nú skil ég líka, hvers vegna AAike og allir hinír hafa
farið svona undan í flæmingi og Vincent var óánægður
með að sjá Roy með mér.
— Já. Honum féll þetta afar þungt með föður þinn og
hann var álíka reiður og AAike yfir því, að Roy skyldi
voga sér að gera hosur sínar grænar f yrir þér.
AAálið var talsvert f lóknara en það, hugsaði Penny og
hjarta hennar var þungt af sársauka og vonbrigðum.
Hvernig gat Tapajoz hagað sér svona? Það var hreint
ótrúlegt. Hún hafði sem sé myndað sér ranga skoðun á
manninum, sem hún hafði skrifazt á við. Hann var
álíka slægur og undirförull í bréfunum og mæltu máli,
hugsaði hún beisklega. Bannsettur bjáni hef ég verið.
Skammaði AAike og hæddi hann fyrir að gera það sem í
„Þú heidur að þú þekkir mann-
fóikið. t morgun spurði mamma
mig hvort ég væri ekki að veröa
leiðurá þessari sifelldu suitu ofan
á brauðið mitt .”
DENNI
DÆMALAUSI