Tíminn - 25.03.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.03.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. marz 1977 3 Islenzk mat- vælakynmng í næstu viku A þriöjudag hefst á vegum Is- lenzkrar iðnkynningar kynning á islenzkum matvælum. Þar munu 25 fyrirtæki kynna fram- ieiðslu sina, en kynningin stend- ur I 5 daga og lýkur sunnudag- inn 3. aprfl. Kynningin fer fram I Iðnaðarhúsinu við Hallveigar- stig og veröur aögangur ókeypis. Ekki mun áður hafa farið fram jafn viðtæk sérkynning á Islenzkum matvælum, en m.a. verða eftirtalin matvæli kynnt: Kjötvara, ostar, smjör, mjólk, is, lagmeti, brauð, súpur, kex, drykkjarvörur og sælgæti. A matvælakynningunni verða tværmeiri háttar samsýningar: sýningardeild lagmetis, þar sem 6 fyrirtæki standa sam- eiginlega að vörukynningu, og sýningardeild sælgætis- framleiðenda, þar sem 7 sæl- gætisframleiðendur kynna framleiðsluvörur sinar. 1 flestum sýningardeildum verður gestum boðið að bragða á framleiðsluvörum viðkomandi fyrirtækis. Gestahappdrætti verður á sýningunni og á hverj- um degi dreginn út einn vegleg- ur matvælavinningur. Er miöað við að hver vinningur samsvari ársneyzlu 4ra manna fjölskyldu á viökomandi matvælategund. Samtimis matvælakynning- unni verur efnt til sýningar á eldhúsinnréttingum frá þremur islenzkum fyrirtækjum. Viðræður um 3ja kerskálann Gunnar Thoroddsen iðnaðar- málaráðherra skýrði frá þvi á al- þingi I gær, að teknar verði á ný upp viðræöur viö svissneska álfé- lagið um byggingu þriöja ker- skálans I Straumsvlk. Þegar hefur verið samið um byggingu kerskála til viðbótar þeim, sem fyrir er, og mun hann krefjast tuttugu megavatta raf- orku. Þriðji kerskálinn verður afturá móti miklu orkufrekari, ef samningar verða gerðir um hann, þar eö hann mun krefjast hvorki meira né minna en áttatiu mega- vatta. Keppni i reiðhjólaþrautum HV-Reykjavik — A morgun, laugardag hefst keppni I reið- hjólaþrautum fyrri riðill, á vegum Umferöarráös. Hefst keppnin við Austurbæjar- barnaskólann klukkan 13.30 og verða keppendur um sextlu talsins, vlðs vegar að af land- inu. Þeir sem lengst að sækja keppnina eru frá Stöðvarfiröi og Tálknafirði. Síðari riðill keppninnar fer svo fram I næstu viku á Akur- eyri en f honum eru keppendur af Noröurlandi. Þeir krakkar sem bezt standa sig I þessari keppni fá svo að fara til Belgiu i mai- mánuði til aö taka þar þátt i alþjóðlegri keppni. Hver vill ekki skreppa út og hjóla dálftinn spöl f öðru eins veöri? Tlma mynd Róbert. Krafla Risið hægir á sér JB-Reykjavik — Slðastliðinn sólarhring mældust 142 skjálftar I Mývatnssveit og hafa skjálftar ekki oröið fleiri I þessari hrinu. Nltján skjálft- ar mældust yfir tvö stig á Richter , og a.m.k. fimm fund- ust greinilega I Kröflubúðum. Samkvæmt upplýsingum frá vaktmanni á skjálftavakt 1 Reynihlíð I gær, þá eru upptök skjálftanna á svipuðum slóö- um og áður þ.e. vestur og norður af búðunum. Þá hefur risiðheldurhægt á sér siðustu daga, en þegar það mældist mest i nótt var þaö orðið 9,3 mm þ.e. norðurendinn hærri miðað við suðurendann. Frétta- tilkynning FÉLAG einstæöra foreldra hefur hleypt af stokkunum skyndihapp- drætti, verður öllum ágóða variö til að hraða endurbótum og breytingum á neyðarhúsnæöi félagsins i Skerjafirði, en vonir standa til, að hægt verði að ljúka viðgerðum innanhúss i vetur ef vel gengur. Vinningar i happ- drættinu eru meöal annars lita- sjónvarp, ruggustóll, vikudvöl i Kerlingafjöllum, páskaferð á Snæfellsnes, málverk eftir Hring Jóhannesson og listaverk eftir Sólveigu Eggerz, svo aö nokkrir séu nefndir. Miðinn kostar 300 krónur og munu Lionsfélagar i klúbbnum Muninn, sem starfar i Kópavogi, veröa félögum i Félagi einstæðra foreldra til aðstoöar viö sölu miðanna. Þeir félagar, sem vilja vinna að þessu þarfa máli og selja miöa, geta snúið sér til skrifstofu félagsins i Traöarkots- sundi, og er öll slik aðstoð þakk- samlega þegin. Dregið verður i happdrættinu 5. april. Davið Sch. Thorsteinsson á ársþingi F.f.I. -----*------------------- ---- MISMUNUN STAÐREYND, KRAFAN JAFNRÉTTI kvæmdaatriði, sem i ljós kemur aö nauðsynlegar verða til að jafna starfsaöstöðu Islenzks iðnaðar.” Ég bind miklar vonir við störf Arsþing islenzkra iðnrek- enda hófst I gær, og mun þvi verða fram haldið I dag. A fundinum I gær var lýst stjórnarkjöri I samtökunum. Davlö Sch. Thorsteinsson var endurkosinn formaður þeirra, með 98,96% atkvæða en meðstjórnendur til tveggja ára Kristinn Guð- jónsson og Björn Guðmunds- son, báðir einnig endur- kjörnir. Fyrir voru i stjórn- inni Björn Þorláksson og Hjalti Geir Kristjánsson. I ræöu sem Davið Sch. Thorsteinsson flutti I gær, sagði hann: „Margt athyglisvert kemur 1 ljós þegar borin eru saman árin 1975 og 1976, en það eru aðeins tvær staöreyndir sem ég ætla að gera að umræðuefni hér. Viðskiptakjarabati. Hin fyrri er batinn á viöskipta- kjörum, þaö er að segja: útflutn- ingsvörur okkar hækkuðu meira á heimsmarkaönum en þær vörur, sem við kaupum til landsins. Nauðsynlegt er að við gerum okkur grein fyrir þvl, aö þessi hagstæða þróun skapaöist ekki fyrir okkar eigin atbeina og þvi rangt að þakka okkur sjálfum þann bata, sem vissuiega hefur orðið á efnahagslifinu undanfar- ið. Ennfremur þarf að hafa I huga aö viðskiptakjörin I heild eru enn ekki orðin jafn hagstæð og þau voru á árinu 1974. Þess vegna er óraunhæft að búast við sama kaupmætti launa og var i nokkra daga á árinu 1974, vegna við- skiptakjarabatans eins. Aukning iðnaðar tvisv- ar sinnum meiri en aukning þjóðartekna ár- ið 1976. Siöari staðreyndin er sú, að framleiðsluverðmæti iðnaöar jókst tvisvar sinnum meira en velta þjóðfélagsins þ.e. þjóöar- tekju'r á árinu 1976. Raunar er þetta ekkert nýtt. Til dæmis stendur i nýútkominni skýrslu Þjóðhagsstofnunar: „Aukning iðnaðarframleiöslu hefur verið langt umfram aukn- ingu þjóðarframleiöslu á h'mabil- inu 1969 til 1976”. Mismununin staðreynd Þaö var mikill fengur aö þvi fyrir iönaðinn þegar skýrsla Þjóðhagsstofnunar um hag iönað- ar kom út fyrir skömmu. Þar er að finna á einum stað fjölmargar staöreyndir um Isíenzkt efna- hagslif. Þær upplýsingar sem þar koma fram, staðfesta þann mikla mun, sem er á starfsskilyrðum iðnaðar samanborið við aðra höf- uðatvinnuvegi þjóðarinnar. 1 skýrslunni kemur fram að: — iðnaðurinn greiöir að meöal- tali 30% (eða 1/3) hærri vexti en hinir höfuöatvinnuvegirnir. — hlutur iðnaðar I útlánum bankakerfisins minnkaði úr 13% árið 1970 I 9,4% árið 1976. — framlög til iðnaðar eru aðeins 0,6% af fjárframlögum 1977, en hins vegar eru framlög til sjávarútvegs 2,1% og til land- búnaðar 5,1%. Davlð Sch. Thorsteinsson. — iðnaöurinn greiðir 3,5% launa- skatt, en landbúnaöur og fisk- veiðar greiöa engan launa- skatt. —heimilt er meö lögum að ieggja 3 sinnum hærra aöstöðugjald á iönað en fiskveiöar. Reykjavik- urborg notar heimild þessa á þann hátt að aöstöðugjald á iðnað er 5 sinnum hærra en á fiskveiöar, —vélar, húsnæöi og annar búnað- ur iðnaðarins i dag er mun dýr- ari en erlendra keppinauta, vegna þeirra háu gjalda sem lögð hafa verið á framleiðslu- tæki iðnaðarins o.s.frv. o. s. frv.. Þessi ósanngjarna mismunun skekkir grundvöll gengisskrán- ingarinnar og gerir það að verk- um að ómögulegt er að skrá gengi krónunnar rétt. Röng gengis- skráning skerðir samkeppnis- hæfni iðnaðarins, dregur úr út- flutningi, eykur erlenda skulda- söfnun og heldur niðri lifskjörum á íslandi. Þrátt fyrir þennan aðbúnað er athyglisvert aö vöxtur iðnaðar- framleiðslu hefur verið „langt umfram aukningu þjóðarfram- leiðslu undanfarin ár”, svo aftur sé visaö til skýrslu Þjóðhags- stofnunar. Mér er spurn hver hefði vöxtur hans orðið ef hann hefði t.d. feng- iöaö njóta sömu starfsskilyröa og útlendingar njóta á Islandi? Hversu miklu betri væru lifskjör hér á landi i dag, ef svo hefði ver- iö? Aðgerðir stjórnvalda 1 byrjun febrúar skipaði iönað- arráöherra nefnd er: ,4iafi þaö hlutverk að bera saman starfsaöstööu innlends iðnaðar og iðnaðar i samkeppnis- löndum okkar annars vegar og annarra höfuöatvinnuvega hér- lendis hins vegar og koma með tillögur um löggjafar- og fram- þessarar nefndar, sérstaklega vegna þess að ég veit að meiri- hluti er fyrir hendi innan rikis- stjórnarinnar og á Alþingi tii aö framkvæma tillögur hennar. Þau atriði sem ég nefndi úr skýrslu Þjóöhagsstofnunar svo og ofangreind nefndarskipan sýna, svo að ekki veröur lengur um deilt, að enn er ekki búið aö koma aöbúnaöarmálum iðnaðarins i það horf sem hefði þurft að vera þegar 1970, er aðlögun að frlverzl- un hófst. Eölilegterað islenzk stjórnvöld þurfi lengri tima en 10 ár til að „taka upp gjörbreytt búskapar- lag á íslandi”, eins og einn al- þingismaðurinn orðaði það á Al- þingi árið 1970, og þvi er fram- lenging svo nauðsynleg fyrir is- lenzk stjórnvöld. Hverjum hugsandi manni er ljóst, aö auövitað getur aölögun iönaöarins að friverzlun ekki haf- izt i raun, fyrr en aðlögun stjórn- valda er vel á veg komin. Þegar ég tala um seinagang og mismunun er ég ekki aö álasa einstökum ráðamönnum þjóðar- innar. Margir áhrifamenn, bæöi stjórnmálamenn og embættis- menn, skilja nauðsyn gjörbreytts búskaparlags,en breytingarnar á efnahagskerfinu eru svo marg- þættar og róttækar, aö þótt fullur skilningur hafi verið fyrir hendi hjá þessum aðilum, hafa þessi mál ekki komist lengra áfram en raun ber vitni. Nú þegar skýrsla Þjóöhags- stofnunar liggur fyrirog staðfest- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.