Tíminn - 13.04.1977, Side 15

Tíminn - 13.04.1977, Side 15
Miövikudagur 13. aprfl 1977 15 ddttirleikkona les. d. Sungið og kveðiö. Þáttur um þjóð- lög og alþýðutónlist i umsjá Njáls Sigurðssonar. e. Ljós- ið I Lj ngeyjarklettinum . Bergsveinn Skiilason skráði eftir frásögn Gisla E. Jó- hannssonar. Bryndis Sig- urðardóttir les. f. Kórsöng- ur: Alþýðukórinn syngur is- lenzk þjóðiög i útsetningu Jónasar Tómassonar og Hallgrims Helgasonar, sem stjórnar kórnum. 21.30 Útvarpssagan: „Jómfrú Þördis”eftir Jón Björnsson. Herdis Þorvaldsdóttir leik- kona les (6). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Hand- knattieikslýsing frá Laug- ardalshöli. Bjarni Felixson segir frá keppni Fram og Vikings annarsvegar og 1R og Hauka hins vegar. 22.35 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson. Gils Guðmundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (20). 22.55 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 13. april 1977 18.00 Bangsinn Paddington. Breskur myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 18.10 Ballettskórnir (L) Breskur framhaldsmynda- flokkur. Lokaþáttur. Efni fimmta þáttar: Sýningar á Jónsmessunæturdraumi hafa nú staðið i mánuð. Pálina kemur sér alls stað- ar illa. Loks missir hún hlutverkið, og henni er hót- aö brottrekstri úr skólan- um. Hún lofar að bæta ráð sitt og fær brátt hlutverkið aftur. Dag nokkurn fær Petrova djarfa hugmynd. Þýðandi Jóhann Jóhanns- dóttir. 18.35 Merkar uppfinningar Sænskur fræðslumynda- flokkur.Prentlistin.Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður Ornólfur Thorlacius. 20.55 Kraftaverkið Bresk sjón varpskvikmynd. Leikstjóri Brian Miller. Aðalhlutverk Tony Robinson og Rex Holdsworth. Sagan gerist I klaustri, þar sem allur viðurgjörningur' er hinn besti. Munkarnir eru þvi mjög ánægðir með tilveruna nema bróðir Humphrey. Hann þykir svo leiöinlegur, að hinir munkarnir forðast öll samskipti við hann. Dag nokkurn gerist kraftaverk, og munkarnir fá annað álit á Humphrey. Þýðandi Guð- brandur Gislason. 21.25 Stjórnmálin frá stríðs- lokum Franskur frétta- og fræöslumyndaflokkur. 4. þáttur. í skugga kjarnorku- sprengjunnar. Stórveldin heyjajneJLsér gifurlegt vig- -'■'MÍÉíSárkapphlaup. Banda- rfkjamenn halda forystunni lengst af, en áriö 1949 eign- ast Sovétmenn fyrstu kjarnorkusprengjur sinar. Hið alræmda Mc Carthy-timabil hefst I Bandarikjunum. Þeir, sem grunaðir eru um aö vera hliöhollir kommúnistum, sæta ofsóknum yfirvalda. 1 árslok 1950 virðist Kóreu- styrjöldinni ætla aö ljúka með sigri Bandarikja- manna og bandamanna þeirra, en þá koma Kinverj- ar til sögunnar. Þýðandi Sigurður Pálsson. 22.25 Dagskrárlok Hættulegt ferðalag eftir AAaris Carr vitað var skelfilegt að heyra hann, en mér líður samt sem áður betur fyrir vikið. Hann brosti og það kom á hann svipur, sem hún hafði aldrei séð áður, blíður og glaðlegur og hjarta hannar tókstökk. — Þú hef ur kannski rétt f yrir þér, Penny. Þú ert ekki eins og Júlía. Þú hef ur innri styrk, alveg eins og faðir þinn. Ég vissi það um leið og ég sá þig. — Var það það sem hræddi þig? spurði hún og horf ði ögrandi á hann. — Varðstu fyrir vonbrigðum? Fannst þér ég of óþroskuð? — Nei, sagði hann hörkulega. — Það eina, sem ég var hræddur um, var öryggisleysið. Og þegar svo Roy kom f ram á sjónarsviðið, var ég dauðhræddur um að þú færir að gera einhverja vitleysu. — Þú vanmetur skapgerð mína, sagði Penny og horfði beint í augu hans. — Ef þú hefðir vitað að hann þóttist vera Tapajoz, hefðirðu þá gef ið þig fram og ját- að? Augu hans urðu að rifum. — Hvað ertu nú að fara? — Það þýðir ekki, Mike. Penny brosti. — Þú getur ekki gabbað mig lengur. Hann kinkaði killi.-— Það er satt hjá þér. Ég get það ekki. Hann brosti. — Svo þú komst þá að því að lokum? — Já, ég sá rithönd þína, þegar ég fór inn í kofann þinn að sækja dótið hans pabba. Hann hristi höf uðið. — Það var kærulaust af mér, að láta skjölin liggja úti um allt. Ég sem hafði farið svo varlega allan tímann. — En hvers vegna? Það er ekkert rangt í bréf unum þínum og ekki mínum heldur! Hvers vegna sagðirðu mér ekki strax, að þú væri Tapajoz? — Ég býst við að það haf i verið heimskulegt af mér, en... æ ég veit það ekki. Þú varst svo ung og falleg, svo langt frá öllu mínu lífi. Og þú varst svo áköf að hitta þennan vin þinn. Eftir lýsingu þinni á honum, líktist hann mér ekki hið minnsta. Satt að segja varð ég hræddur og ákvað að þú kynntist mér betur, áður en ég gæf i mig f ram. Hann þagnaði snöggt og stóð upp. — Ég er ennþá ekki viss.... — Viss um hvað? Penny botnaði ekkert í þessu. — Þínar tilfinningar eða mínar? Hann horf ði vandræðalegur niður á hana og sá að það var stríðnisglampi í stórum, bláum augum hennar. Hann tautaði eitthvað hálf kæft. — Ef þú horf ir svona á mig, gleymi ég að ég er að reyna að vera skynsamur, sagði hann hásri röddu um leið og hann beygði sig niður og dró hana á fætur. — Þú þarftekki að vera svona uppf ullur af skynsemi, Mike, hvíslaði Penny. — Segðu mér bara hvort ég skipti þig einhverju máli eða engu. Hann renndi höndunum gegn um gljáandi hár hennar og greip síðan um vanga hennar. Langt andartak horfði hann djúpt í augu hennar og loks þrýsti hann vörum sín- um að hennar. Það voru tár í augnahárum hennar, þegar hann sleppti henni loks. — Við erum sköpuð handa hvort öðru, Mike. Ertu enn í vafa? Hann lagði vangann að hennar og hélt henni fast. — Ég er miklu eldri en þú og ég vildi ekki að þér f yndist þú bundin mér vegna þessara bréfa. Ég vonaði að þér færi að þykja vænt um mig án þess að þú vissir, að það var ég sem skrifaði þau. Hún leit upp og brosti. — Ég komst að raun um að ég eiskaði þig löngu áður en ég vissi að þú varst Tapajoz. Ertu þá ánægður? , Ekki alveg. Gætirðu hugsað þér að setjast að í Suð- ur-Ameríku? Ég gæti ekki farið heim til Englands. Til þess hef ég verið hér syðra allt of lengi. — Ekkert vandamál. Ég vil helzt ekki fara þangað heldur. Hún hikaði svolítið. — Ég býst við að þú hafir oft verið ástfanginn, Mike. Var það einhverntíma alvarlegt? Það glampaði í gráu augunum. — Ég held svei mér þá, að þú sért afbrýðisöm! Hann brosti íbygginn. — Nei, ég hef ekki haft alvarlegan áhuga á neinni síðan.... — Siðan þú hittir mig? — Áður. Þegar ég fékk fyrsta bréfið þitt, vissi ég að ég hefði aldrei verið alvarlega ástfanginn áður. Að vísu tók ég það ekki mjög alvarlega í fyrstu. Mig grunaði ekki þá að ég ætti nokkurn tíma ef tir að sjá þig. — En ef ég hef ði ekki komið hingað? Hvað þá? Mike hristi höfuðið. — Þetta er erfið spurning. Það hef ur alltaf verið einhvers staðar i huga mér að ég leit- aði að þér einhverntíma seinna. En England var svo langt i burtu og ýmislegt gat gerzt, áður en við hitt- umst. Til dæmis að þú kynntist góðum, ungum manni og ættir börn og buru, þegar ég loks kæmi. Ég var við- búinn því. Þegar svo bréf ið kom að þú værir i Macapa á leiðinni hingað, vissi ég að örlögin voru mér hliðholl. Ég kveið því að þurfa að segja þér að faðir þinn væri látinn, en ég vildi þó helzt gera það augliti til auglitis. En þar sem ég var svo önnum kaf inn, átti ég þess ekki kost að fara til Macapa. Þess vegna taldi ég bezt að þú yrðir þar, þangað til ég kæmi. , Hefðirðu þá sagt mér hver þú varst? Mike kinkaði kolli. — Hvers vegna ekki? Það var þeg- ar ég hafði séð þig og hvað þú varst ung, að ég ákvað að þegja enn um hríð og þegar Júlía sagði, að þú kysir fremur Brian en mig, var ég bara feginn töf inni. Penny hló. — Hún var svo ónotaleg við mig og gaf mér vandlega í skyn, aðég skyldi halda mig f rá þér. Ég sagði þetta til að róa hana. Ég bókstaflega lamaðist, þegar hún sagði þetta upp yf ir alla gestina hjá Fannýju og beint framan í þig. Ég var líka svolítið hrædd við þig, því mér datt alls ekki í hug, að þú værir Tapajoz. Hvers vegna valdirðu einmitt það nafn? — Það var uppástunga föður,þíns. Fyrir tveimur árum fékk hann hitasótt, eina og þú veizt og var mjög veikur. Hann hafði þungar áhyggjur af að geta ekki skrifað þér og bað mig að skrifa f yrir sig. Hann hélt að þú yrðir ef til vill óróleg, ef þú fengir bréf undirritað af yf irmann- inum á staðnum, svo hann stakk upp á að ég skrifaði eitthvert dulnefni undir, svo þú yrðir heldur forvitin og hugsaðir ekki eins mikið um hvers vegna hann gæti ekki skrifað sjálf ur. Ég samþykkti það, enda ekkert við það að athuga. En ég vissi ekki, að þessar bréfaskriftir héldu áfram svo lengi. En þegar ég fékk svar frá þér, fannst mér bara eðlilegt aðskrifa aftur. Ég sagði föður þínum það og honum ar skemmt.En hann vildi alls ekki, aðég segði þér, hver ég i rauninni væri. — Svo það var þess vegna, sem þú beiðst þangað til pabbi skrifaði, að þú gætir lagt þitt bréf með? Penny hló. — Ég þori að veðja, að pabbi vissi aldrei, hversu stór hluti af lifi mínu þessi bréf urðu. — Nei, ég býst ekki við því. Þetta var aðeins gaman i hans augum. Faðir þinn var einkennilegur maður, Penny. Hann gat verið afar raunsær, en samt var hann svo gagntekinn af þessu landi, að hann lagði í hættu- ferðir til að gera kort og kynna sér sögu þess. Hann varð vitni að mörgum harmleiknum og þess vegna tók hann svo miklu ástfóstri við Indíánana og þá innfæddu og taldi sig verða að gera það sem í hans valdi stæði til að hjálpa þeim. Hann kom á fót sjúkraskýlum og „Heyrir þú þennan hávaöa pabbi. Þetta er hljó&iö þegar átta konur tala allar I einu og engin hlustar.” DENNI DÆMALÁUSI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.