Tíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 21. april 1977 Hugleiðing um föstudaginn langa r Pólýfónkórinn, undir stjórn Ingólfs Guöbrandssonar, kvaddi islenzka tónleikagesti meö þrennum tónleikum í Háskóla- bíói 7. til 9. april sl. Jafnframt mörkuöu tónleikarnir 20. ártiö kórsins, sem Ingólfur stofnaöi og hefur stýrt slöan meö sivax- andi veg og metnaöi. 1 þessum dauöa fyrir aldur fram felst ó- þolinmæöi, þvíMaósegir : „Þaö er ekki erfitt aö gera eitthvaö smávegis einhverjum til góös. Hitt er erfitt, aö vinna góö verk alla ævina og gera aldrei neitt illt, aö vinna án afláts I þjónustu almiigans, æskulýösins og bylt- inarinnar, og standa hvlldar- laust I haröri baráttu áratugum saman. Ekkert er erfiöara!” (Afmæliskveöja til félaga Vú Júsjang, er hann var sextugur 15. jan. 1940). En vér treystum þvl aö þrátt fyrir allt muni kór- inn ekki deyja, heldur risa upp aftur til eilifs llfs, og muni oss auönast næsta ár aö hlýöa á tón- leika Pólýfónkórsins undir stjórn Ingólfs Guöbrandssonar. Vér beinum þvi til oröunefndar og fjárhagsyfirvalda aö gera þaö sem til þarf aö velta steini skilningsleysis og fátæktar frá gröf hins dauöa (þegar þar aö kemur) svo til upprisu megi koma. Tónleikarnir á föstu- daginn langa. A efnisskránni voru 3 verk: Glorla eftir A. Vivaldi (1675-1741),Magniflcat eftir J.S. Bach (1685-1750) og Glorla eftir F. Poulenc (1899-1963). betta voru glæsilegir tónleik- ar, eins og boöaö haföi veriö. Enda hlaut þaö aö vekja athygli þegar I upphafi Gloria in exelsis Deo, hve undurfagran tón kór- inn hefur. En þaö er aöall Pólý- fónkórsins aö syngja hreint. Eöa, svo þessi hugsun sé oröuö meö postullegum oröum Thors Vilhjálmssonar i tónleikaskrá: „Hér er söngur sem gengur til hugar og hjarta, hófstilltur vel og fágaöur — andstæöur öskr- inu, hrekkur undan harkinu og sigrar þaö þó”. En auk þessa kvaö viö nýjan tón, því yfir þessum tónleikum var meiri röskleikabragur en stundum áö- ur — meira líf. Pólýfónkórinn er þvi ennþá aö vaxa og þrosk- ast, og þess vegna væri píslar- vætti hans á þyrnum stráöri braut fátæktarinnar, og eillfur dauöi á krossi skilningsleysis f járhagsy firvalda ennþá hörmulegri en ella mundi. (Aö vfsu hlýtur þaö aö hvarfla aö sumum aö hér sé á feröinni kröfuharöur plslarvottur, sem ætlar aö leggja upp laupana af fátækt um leiö og hann fer I 30 milljóna ítaliuför.) Auk kórsins (148 söngvarar) og 50 manna hljómsveitar tóku þátt I tónleikunum 4 einsöngv- arar: Ann-Marie Connor frá Bretlandi (sópran), Elísabet Erllngsdóttir (sópran) Sigriöur Ella Magnúsdóttir (alt), Keith Lewis frá Nýja Sjálandi (tenór) og Hjálmar Kjartansson (bassi), alls 202 listamenn. Svo viöamikill flutningur er vitan- lega afar vandasamur (sjá mynd) svo fullkomlega takist og kemur þar margt til: Háskóla- bíó er ekki gallalaus hljóm- leikasalur — lægri raddirnar vilja hverfa, en hinar hærri ber- ast betur, og þar aö auki er ekki sama hvar setiö er i salnum, sem bæöi er breiöur og langur. Suma þá agnúa, sem mér þóttu vera á annars mjög svo full- komnum flutningi, mátti rekja til hins ójafna hljómburöar I salnum, nefnilega þá, hve á- berandi sópranarnir i kórnum voru miöaö viö hinar raddirnar, og hve misvel heyröist I ein- söngvurunum. Nú veit ég raun- ar ekki aö hve miklu leyti þaö er yfirleitt á færi stjórnenda aö hafa hemil á einsöngvurum — viö höfum öll heyrt talaö um „primadonnur”, sem engu tauti veröi viö komiö — en hitt var greinilegt (a.m.k. frá mlnu sjónarhorni), aö Ann-Marie Connor og Hjálmar sungu lang- -sterkast, Elisabet og Keith Lewis talsvert veikar, en Sigrlð- ur Ella veikast. Þetta kom aö sjálfsögöu minna aö sök I ein- söngsarlum en I hópsöng, en mest harmaöi ég þaö hve söng- ur Sigrlöar Ellu fluttist illa, þvl hana met ég mest allra söng- kvenna. Mér er sagt aö þessa hafi ekki gætt I upptökunni, sem útvarpað var, en hvort tveggja er, aö rödd Sigriöar liggur full- hátt fyrir althlutverkiö, og alt- röddin berst ekki vel I Háskóla- bíói. En nú er þess aö gæta, aö Há- skólabló er ekki eini ófullkomni hljómleikasalurinn I heiminum, og meðal annarra slíkra uggir mig aö séu hinar 7 höfuökirkjur á Itallu, sem kórinn hyggst sækja I sumar. Að visu er ég ó- kunnugur þar I landi, en maöur nokkur sem marga pólýfóntón- leika hefur heyrt I brezkum tónlist dómkirkjum segir mér, aö bergmáliö sé þar tekiö i þjón- ustu söngsins — stærö (smæö) kórsins og flutningsmáti sé „stllaöur upp á þaö”. Þess vegna gæti brugöið til beggja vóna meö pólýfón handa 202. Þvl „Hvaö þýöir oröiö pólýfón? Fjölhljómandi raddir sem flétt- ast, þar ómar allt 1 sátt, þá verður hver tónn aö vera réttur, allar raddir hreinar sér og sam- stilltar hverri hinna, allt bæöi gottsér og samgott” (T.V. Itón- leikaskrá). Mér fannst annars Gloría Poulencs skemmtilegust, þótt sumum þætti tónskáldiö fjalla full-alvörulaust um Himnaföö- urinn og hans nánustu, og Ann-Marie Connors söng glæsi- lega. Hljómsveitin var hins veg- ar með hrjúfasta móti, en kór- inn sýndi á sér nýja hliö og gleöilega, meö talsveröum á- tökum og styrkleikabreyt- ingum. Magnificat Bachs, sem raun- ar er merkilegasta tónlistin þeirra sem þarna var flutt, tókst aö mlnum dómi sizt af ýmsum ástæöum, og meöal annars skorti talsvert á heildarsvip verksins vegna þess hve löng hlé voru milli hinna mörgu (og stundum örstuttu) þátta. Hver er sinnar gæfu smiður Þótt þessi verk væru öll og til samans miklu veigaminni en t.d. H-moll messan sem flutt var I fyrra, veröur ekki um þaö deilt, aö tónleikar þessir voru mikiifenglegir enda kunnu á- heyrendur vel aö meta þá, og I hléinu ræddu menn um hljóö- færasmiöina snauöu I Cremóna og Reykjavlk. Af einhverri til- viljun var þarna óvenjulega margt fyrirmanna: forsetinn, biskupinn, þingmenn (þ.á.m. fjárveitinganefnd), borgar- stjórn, o.s.frv. — menn sem flestir eru svo kröfuharöir I list- um aö þeir sjást.aldrei á tón- leikum nema þegar heimsfræg- ir hlutir eru I frammi haföir. Og enn eru ósögö 7 orö (á ttal- lu) áöur en Ingólfur Guöbrands- son, getur meö sanni sagt „Nú er fullkomnaö”. Vonandi veröa með I þeirri för guöspjalla- mennirnir Thor og Egill, aö skrá og vitna um þau stórmerki sem þar veröa. Aö slöustu óska ég Ingólfi Guöbrandssyni og Pólýfónkórn- um til hamingju meö þessa tón- leika, óska þeim sigurgöngu um dómkirkjur ítaliu („tslendingar gætu veriö mesta söngþjóö ver- aldar” — I.G i söngskrá), og hlakka til að heyra tónleika 21. starfsárs næsta vetur. 17.4. SigurðurSteinþórsson SAAATÖK ALDRAÐRA Aðalfundur verður haldinn i dag sumardaginn fyrsta að Hótel Sögu Súlnasal kl. 8.30. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kynning á byggingaráfanga við Flyðrugranda. Stofnað byggingasamvinnufélag. Skúli Pálsson lögfræðingur mun útskýra lögin og svara fyrirspurnum. Verkfræðingarnir Björn Ólafsson og Hall- dór Sveinsson munu kynna framkvæmda- áætlun, áætluð verð ibúða og skiptingu sameignar. Stjórnin. Rafstrengnrinn til Eyja: Veður hamlar viðgerð gébé Reykjavlk — Svo sem skýrt hefur veriö frá I Timan- um, bilaöi rafstrengurinn til Vestmannaeyja i slöustu viku. Aö sögn Sæmundar Vilhjálms- sonar yfirverkstjóra viö rafveit- una I Eyjum hefur þurft aö grlpa til smáskömmtunar á mestu annatimunum, sem eru á matmáistlmum, um hádegi og kvöld. — Þaö hafa oröiö smá- truflanir á diselstöövunum, sem viö höfum, en þaö hefur þó ekki veriö mikiö, sem viö höfum þurft aö skammta fólki raf- magn, sagöi hann. Samkvæmt mælingum fannst bilunin I rafstrengnum tæpa 1800 metra noröur af Vest- mannaeyjum, og staöfesti kaf- ari, sem fór þar niöur, þessar mælingar. Oráök bilunarinnar er enn meö öllu ókunn. Danskir sérfræöingar bíöa nú I Eyjum eftir aö veöur batni, en I gær var SA-stinningskaldi á bilunar- staönum og ekki hægt aö vinna aö viðgerö. — Þaö þarf aö vera alveg dauöur sjór svo aö viögerö geti fariö fram, en hún ætti ekki aö taka nema þrjá sólarhringa, ef viö fáum gott veður, sagöi Sæmundur. Varöskipiö Arvakur hefur þegar verið útbúiö öllum nauösynlegum tækjum og út- búnaöi, og bíöur i Eyjum, eftir aö veöur batni, sv.o aö viðgerö geti fariö fram og raf- strengurinn flutt rafmagn á ný. Eins og áöur hefur komiö fram eru þaö ein túrblna og fimm dlselstöövar, sem sjá Vestmannaeyingum fyrir raf- magni þessa dagana, og kostar þá um eina milljón á dag, aö fá rafmagn frá þessum stöövum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.