Tíminn - 27.04.1977, Side 3

Tíminn - 27.04.1977, Side 3
Miðvikudagur 27. april 1977 3 Sól á Suðurlandi en byljir á Norður- og Austurlandi gébé Reykjavik — t höfuðborg- inni og annars staðar á Suður- landi er viðast hvar orðið mjög vorlegt, enda sól og bliða upp á hvern dag. Litt vorlegt er samt á Norður- og Austurlandi, þvi sam- kvæmt fréttum þaðan i gær er allt að snjóa i kaf fjallvegir ófærir og víða orðiö illfært i byggð. Ekki eru miklar likur á þvi aö veður batni Norðan- og Austanlands, þvi i gærdag sagði Knútur Knud- sen veðurfræðingur, að áfram- haldandi norðaustan átt og kuldi yrði rikjandi, en þó myndi kuld- inn sennilega ganga smátt og smátt niöur, en mjög hægt. — Næsta sólarhringinn verður nokkuð samfelld snjókoma á austanverðu Norðurlandi og Austurlandi, sagði hann. Hins vegar verður sama blfðan sunnanlands, þurrt veður og sól- skin á köflum. Samkvæmt upplýsingum frá vegaeftirlitinu i gær, var ágæt færð á vegum vestanlands, og að öxnadalsheiði. Vegurinn til Siglufjarðar var þó ófær I gær. Hið versta veöur geysaði á öxna- dalsheiði I gær, skafbylur. Reynt var þó i gær að halda veginum opnum fyrir stórar bifreiðar. MUlavegur til Ólafsfjarðar var ó- fær, og i gærmorgun var fært til Húsavikur um Dalsmynni frá Akureyri, en i allan gærdag kyngdi niður snjó á Akureyri og nágrenni, svo ekki er óliklegt að vegir þar i kring séu nú orðnir illfærir. Litlar fréttir eru af færö i Kelduhverfi, en talið illfært viðast hvar. A norðaustur-horninu hefur mikið verið unnið að snjómokstri undanfarna sólarhringa, en öll vinnan hefur orðið til einskis, og eru vegir þar að mestu leyti allir ófærir. Allir fjallvegir á Austur- landi eru ófærir, og i gærdag var aðeins litilsháttar fært á vegum upp á Héraði, en þar fór veður einnig versnandi i gær. A Lóns- heiði hefur geisað hið versta veð- ur i tvo sólarhringa og er heiðin þvi alveg ófær. Ef veður leyfir i dag, mun verða reynt að ryðja hana. Þegar komið er vestur fyrir Lónsheiði skiptir gjörsamlega um, þvi aö þaöan og svo um allt Suðurland er skotfæri. Af færðá Vestfjörðum er það að segja, að i gær var Svinadalur ruddur og eins vegurinn fyrir Gilsfjörö, fært var um Bröttu- brekku og i Reykhólasveit. A Snæfellsnesi eru vegir yfirleitt góðir og sömu sögu er að segja um vegi i nágrenni Patreksfjarö- ar, en færð var mikið farin aö þyngjast á veginum um Hálfdán i gær, milli Tálknafjaröar og Bildudals. i gær var vel fært milli Þingeyrar og Flateyrar og Bolungarvikur og Súðavikur. Botnsheiði og Breiðadalsheiði voru hins vegar ófærar, og i gær hafði vegaeftirlitið ekki fengið neinar fréttir af færðinni á Ströndum. Vestmannaeyjar: Enn bilar raf- strengurinn! - kostnaður við viðgerðir um 45 millj. kr. frá áramótum gébé Reykjavik. — Enn einu sinni hefur rafstrengurinn til Vestmannaeyja bilað, nú I þriðja skiptið frá áramótum. — Það er ekkert vitað um orsakir þessara tveggja siöustu bilana. Það er sérstök nefnd að rann- saka þetta mál og ég reikna með að niðurstööur fáist næstu daga, sagði Sigurður Eymundsson i framkvæmdadeild Rafmagns- veitu rikisins I gær. Undirbún- ingsvinna fyrir viögerö á raf- strengnum, sem bilaði um 1890 metra frá Eyjum, skv. mæling- um, er I fuilum gangi, en Sig- uröur taldi að hún gæti þó ekki hafizt fyrr en i fyrsta lagi á laugardagsmorgun og þá aðeins ef veður leyfir. — Viðgerðin er að öllu leyti háð veörinu. Danskir tengingar- menn eru væntanlegir næstu daga, og á morgun (miöviku- dag) heldur varöskipið Arvakur til Eyja, lestaö þeim útbúnaöi sem nauðsynlegur er til við- geröarinnar. Kafari fór niður að strengnum á þriðjudag, en ekk- ert afgerandi sást á rafstrengn- um, sem gefið gat visbendingu um hvað olli biluninni,-sagði Sigurður. Geysilegur kostnaöur er við viðgerðir sem þessar og er álitiö aö um fimmtán milljónir króna hafi farið til hverrar viögeröar frá áramótum, eða samtals um 45 milljónir króna. — Þaö hefur mikið verið rætt um nýjan raf- streng til Vestmannaeyja, en engin ákvörðun veriö tekin um það enn, sagöi Siguröur og bætti viö, aö nýr strengur myndi kosta um tvö hundruö milljónir króna. Vestmannaeyingar fá því nú rafmagn frá einni túrblnu og fimm dísilstöðvum, en þurft hefur að gripa til skömmtunar rafmagns á mestu álagstimun- um, sem eru um hádegi og um kvöldmatarleytið. Fólk er þvl beöiö að spara rafmagn sem það má, til að koma I veg fyrir aö skömmtun verði nauösynleg. Þótt ekki sé snjórinn svo mikill, sem á þessari mynd fyrir norðan nú, er hann viða mikill, enda var snjókoma um norðanvert landið Ifyrrinótt og allan gærdag. Þessa mynd tók MÓ á Siglufiröi I marz en þá var þar mikill snjór eins og sjá má og þurftu margir bneigendur aö leggja mikiö á sig til þess að moka bila sina lausa. Heilbrigdissj ónarmið stöðva ekki notkun asbests í aðveituæðar JB-Rvlk. Sem Kunnugt er, hafa asbestplpur talsvert veriö notað- ar I aðveituæðar minni hitaveitna hérlendis hin slðari ár, og er or- sök þess öðru fremur sú, aö þess- ar plpur eru mun ódýrari en t.d. stálpípur. Nú munu uppi áætlanir um það að leggja hitaveitu til Akraness, Borgarness og Hvann- eyrar frá Deildartunguhver og veröur hún hugsanlega lögð I asbeströrum. Vegna þessa benti Heilbrigðiseftirlit rikisins á aö vegna nokkurrar tæringar á as- bestlögnum I hitaveitum hérlend- is, gæti borizt ósækilegt magn af Leikar Sin- msveitar og Leipzig, þar sem 'hann lagði einkum stund á kirkjutónlist og hljómsveitarstjórn auk annarra tónmenntagreina. Þetta er fyrsti veturinn, sem Marteinn H. Friöriksson stjórnar Söngsveitinni Fílharmoníu en þetta er 17. starfsár Söngsveitar- innar og mun As-dúr messan vera 15. stórverkiö sem Söngsveitin tekur þátt I aö flytja 1 fyrsta sinn hér á landi. Söngsveitina skipa nú liölega 100 félagar. Elin Sigurvinsdóttir syngur nú I fyrsta sinn I stórverki meö Sin- ,fónluhljómsveitinni, en hún er kunn fyrir söng sinn I „Leður- blökunni” og „Carmen” á sviði Þjóöleikhússins. Hinir þekktu söngvarar, Rut Magnússon, Sig- urður Björnsson og Guðmundur Jónsson eru þeir einsöngvarar sem oftast hafa sungið viö flutn- ing stórverka með Sinfónluhljóm- sveitlslands og Söngsveitinni FIl- harmonlu en nokkur ár eru nú lið- in slðan Sigurður söng hér slðast með hljómsveitinni. asbestþráðum I meltingarfæri manna, sem kynni að valda krabbameini á svipaðan hátt og taliö er ,að asbestryk geti valdið krabbameini I lungum. Nú fól iönaöarráöuneytið Edg- ar Guðmundssyni verkfræðingi að yfirfara og samræma skýrsl- ur, er varða hitaveitur framan- greindra sveitarfélaga, og gerði hann jafnframt athugun á þvi hvort óhætt væri aö nota asbest I Deildartunguveitu, meö tilliti til hollustu og heilbrigðis. Niður- stöður hans af þessum athugun- um, sem birtar eru I 8. tbl. frétta- bréfs Verkfræöingafélags lslands hljóða á þá leið, að notkun asbests I leiöslurnar muni ekki skapa mengunarvandamál. Byggir Edgar þetta m.a. á rannsókn á efnafræöiiegri samsetningu vatnsins I Deildartunguhver, en hún er talin svipa mjög til heita vatnsins á Húsavik. En tæring I leiðslunni I hitaveitu Húsavlkur hefur orðið þannig, að kalsium hefur tapazt úr rörveggjum, en ekkert hefur hins vegar tapazt af efnisþykkt gagnstætt þvl sem gerðist á Flúöum. — Þaö er álit dr. Asbjörns Einarssonar hjá Rannsóknastofnun iönaðarins, að ekkert hafi komið I ljós viö athug- un á Húsavlkurrörunum, sem bendir til þess að asbestþræöir úr rörunum hafi borizt I vatniö. Þaö hefur komið I ljós, að magnesium silikat myndast I rörunum I Húsa- vík, þegar frá líöur, en þaö leggst sem húðinnan á asbestveggina og dregur verulega úr tæringar- hraða, auk þess sem þaö veitir vernd gegn því aö asbestþræðir kunni að berast I vatnið, segir I niöurstöðuninni. Þá byggir Edgar einnig á þvl, að samkvæmt sam- anburði, sem geröur var á tlðni meltingarfærakrabba I borgum I Bandarlkjunum, þar sem vatns- veitukerfi eru úr asbesti annars vegar og öðrum efnum hins veg- ar, er ekkert samband milli as- bestplpulagna og krabbariieins. Einnig hefur verið reynt aö mynda krabbamein I meltingar- færum músa og hunda með þvi að gefa þeim asbesttrefjar meö mat, en það hefur ekki tekizt. Þá segir hann llka að jafnvel þótt mengun af völdum asbestþráða væri yfir tilteknum hættumörkum þá mundi það I hæsta lagi leiöa til þess aö millihita þyrfti beint neyzluvatn I hverju húsi, eða meina notkun þess til matargerð- ar og drykkjar. Onedin frestað MartinHunger viö æfingu á Völuspá I Meiaskóla I vetur. J AF ófyrirsjáanlegum orsökum verður að fresta sýningum á þáttum um Onedin skipafélagið I íslenzka sjónvarpinu um einn mánuö, og verður þvl sá fyrsti sýndur að kvöldi miðvikudags- ins 25. mal, I staö kvöldsins I kvöld. 1 staðinn verður sýndur ensk- ur framhaldsmyndaflokkur I fjórum þáttum, sem nefnist „Tálmynd fyrir tíeyring”. Þættir þessir, sem gerðir eru eftir sögu F. Tennyson Jesse, gerast um 1920 og eru byggöir á sannsögulegum atburöum. Fjalla þeir um unga og fallega stúlku, sem ekki vill fara að ráðum foreldra sinna og leita sér menntunar, heldur er á- kveðin i að ná sér i auðugan eiginmann.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.