Tíminn - 27.04.1977, Síða 11

Tíminn - 27.04.1977, Síða 11
Miövikudagur 27. april 1977 11 Úigefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aöalstræti 7, sími 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Veröflausasölu kr. 60.00. Áskriftar- gjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Þjóðfélag mikilla framfara Vissulega er rétt að gagnrýna það, sem miður fer, og draga fram i dagsljósið galla þess þjóð- félags, sem búið er við. Þessi gagnrýni má þó ekki ganga svolangt, að menn missi alveg sjónar á þvi, sem betur fer. En staðreyndin er sú, að þegar þessi mál eru skoðuð niður i kjölinn, verða kostirn- ir miklu meiri en gallamir. Óneitanlega rifjast þetta upp við lestur greinar eftir Magnús Kjartansson, sem birtist i Þjóð- viljanum siðastl. laugardag i tilefni af 75 ára af- mæli Halldórs Laxness. Þar sagði svo i upphafi greinarinnar: ,,Þeir þrir aldarfjóröungar sem Halldór Laxness hefur lifað eru mesta umbyltingarskeið i sögu is- lensku þjóðarinnar. Þegar hann fæddist var Island eitthvert versta eymdarbæli i Norður-Evrópu vestanverðri, æði stór hluti þjóðarinnar hafði ekki séð önnur ráð til þess að halda lifi en að flýja land. Nú eru Islendingar í hópi þeirra þjóðfélaga þar sem þjóðartekjur á mann eru hvað hæstar, ís- lendingar hafa á þessum tima, og einkanlega sið- ustu fjórum áratugum, stokkið úr miðöldum til forustui nútimalifi. Ég dreg i efa að i nokkru landi öðru hafi orðið slik umskipti né tekist jafn vel.” Magnús Kjartansson rekur það siðan nokkrum orðum, hverjar séu rætur þess, að íslendingum hefur farnazt svo vel á siðari áratugum og raun ber vitni. Höfuðástæðan er vitanlega sú, að þjóðin heimti frelsi sitt og i skjóli þess fékk framtak ein- staklinganna að njóta sin. Verkalýðshreyfing og samvinnuhreyfing döfnuðu einnig i skjóli þess, og umbótamenn á ólikustu sviðum fengu tækifæri til að koma hugðarmálum sinum fram. Þess vegna er það staðreynd, þrátt fyrir alla ágallana, sem enn má benda á, að hér hafa á undanförnum þrem aldarfjórðungum þróazt öllu meiri framfarir, verklegar og félagslegar, og skapazt almennari hagsæld en hægt er að finna dæmi um annars stað- ar i heiminum. Þessa þurfa menn einnig að minnast, þegar þeir gagnrýna það, sem þeim þykir enn miður fara og vissulega stendur til bóta. Hollur saman- burður Ef til vill verða mönnum kostir islenzka þjóð- félagsins enn ljósari, þegar gerður er samanburð- ur við önnur þjóðfélagskerfi. 1 ár verða 60 ár liðin siðan sósialisminn ruddi sér braut til valda i Sovétrikjunum. Vissulega hafa þróazt þar miklar framfarir á þessum tima. Mikið vantar þó á, að lifskjör þar séu sambærileg við lifskjör hér á landi. Nokkurt dæmi um það er frásögn, sem nýlega birtist i Þjóðviljanum. Einn af blaðamönnum Þjóðviljans heimsótti rússneska menntakonu i Leningrad. Hún bjó ásamt manni sinum og litilli dóttur i tveimur herbergjum, en deildi stóru eld- húsi með fimm öðrum fjölskyldum. Myndi slikt ekki þykja þröngur húsnæðiskostur á íslandi? Þó er þetta aðeins eitt af fjölmörgum dæmum þess, hversu miklu eru rýmri kjör fólks hér á landi eða i Sovétrikjunum. Samt eru til menn hér á landi, sem boða sósial- iskt kerfi i stað þess framsækna þjóðskipulags, sem nú rikir hér og skilað hefur jafn glæsilegum árangri og lýst er i framangreindum ummælum ■ Magnúsar Kjartanssonar. Þ.Þ. Joseph C. Harsch: Hefur Carter gætt nægilega hófs? Efasemdir um mannréttindastefnu hans ALLIR réttsýnir menn eru hlynntir mannréttindum og vilja aö öllum ráöum sé beitt til aö knýja rikisstjórnir hvar- vetna i heiminum til aö viröa þau. Hegöun Carters forseta hefur þó sýnt, aö erfitt getur reynzt aö draga mörkin milli oröa og athafna, sem koma góöu til leiöar, eöa gera illt verra. Skyldi Carter hafa gert Andrei Sakharov og öörum rússneskum andófsmönnum gagn eöa ógagn meö þvi aö eiga I persónulegum bréfa- skiptum viö hinn sovézka eölisfræöing. A þaö hefur veriö bent, aö stjórnvöld i Moskvu hafa ekki látiö handtaka neina andófs- menn aö undanförnu. Timinn mun skera úr þvi hvort þau munu refsa andófsmönnum ennþá harkalegar þegar þau hefjast handa á ný. Og skyldi þaö hafa veriö þeim andófs- mönnum, sem ennþá eru i So- vétrikjunum, til framdráttar, að Carter veitti Vladimir Buk- ovsky áheyrn I Hvita húsinu? Segja má, að Ford, fyrrver- andi forseti, hafi stundaö öfg- ar i hina áttina, þegar hann lét undir höfuö leggjast aö bjóöa Alexander Solzhenitzyn i Hvita húsið. Hann er einn af þekktustu og dáöustu rithöf- undum heims. Sem slikum ber aö bjóöa honum i Hvita húsiö. En bréfiö til Sakharovs og heimsókn Bukovskýs minna á þá tima, er kalda striöiö var i algleymingi og þaö var stefna Bandarikjastjórnar aö koma af stað pólitiskum vandræöum i Sovétrikjunum og Austur- Evrópu. Sú stefna var á fimmta ára- tugnum kölluð ,,aö draga járntjaldiö frá”. Hún hvatti þjóöir Austur-Evrópu til upp- reisnartilrauna. Enda kom til nokkurra upphlaupa, i Poznan i Póllandi, I Austur-Berlin, og til hinnar miklu uppreisnar i Ungverjalandi. Ekki voru Bandarikin neins staöar nærri, þegar rússneskir skriö- drekar ruddust inn og kæföu uppreisnirnar. ÞAÐ ER kaldranalegt aö örva undirokaöar þjóöir til átaka en veita þeim svo enga raunveru- lega aöstoö þegar þær hætta lifi sinu i uppreisn. Það er eitt aö vera hlynntur mannrétt- indum, og annað aö örva til byltinga, sem veröa örugglega kæföar i blóöi. Fordæmi er þaö, sem gagn- ar mannréttindabaráttunni bezt. Þjóðir heims vita gerla I hvaöa löndum mannréttindin eru I heiðri höfö. Carter þarf ekki aö benda einum eöa nein- um á þaö, aö Sovétrikin hafa staöiö sig slælega I þeim efn- um. Hvort skyldu yfirlýsingar Carters fremur gera mál- staönum gagn eöa vinna hon- um tjón, þar sem alvara máls- ins drukknar i orðaskvaldri? Ýmsir atburðir á undan- förnum árum hafa beint at- hygli manna aö ástandi mann- réttindamála i Sovétrikjun- um. Jafnvel kommúnista- flokkar Vestur-Evrópu hafa fundiö sig knúna til þess aö mótmæla aðferöum rúss- nesku stjórnarinnar viö andófsmenn, svo sem hand- tökum án dóms og laga, óhugnanlegum aöstæöum i fangelsum, og notkun geö- veikrahæla f staö fangelsa fyr- ir pólitiska fanga. Þegar kommúnistaflokkarnir sjálfir lýsa yfir andúö sinni og viö- bjóöi, þá hafa Kremlbúar lagt eyrun viö og jafnvel bætt ráð sitt litillega, sem raunar hefur dregið úr áhrifum Sovét- manna út á viö. Fyrir bragöið hefur fram- sókn Sovétmanna I Afriku stöövazt. Berberahöfn á strönd Sómalflands er eina raunverulega hernaöaraö- staöan sem Rússar hafa i Afriku. Sem stendur sýna Sómalir öll merki óánægju, likt og Egyptar og ýmsir aðrir geröu áöur. Hrammur rúss- neska bjarnarins er stundum þungur. Ef til vill veröur Rússum visaö frá Berbera innan skamms. En þetta gerö- ist allt án afskipta Banda- rikjaforseta. AÐ VISSU marki er mann- réttindabarátta Carters háö til aö þóknast öldungadeildinni I Washington. Aö baki liggur sú hugsun, aö meö þvi aö for- dæma sovézka kerfiö, falli hann „haukunum” svo vel i geö, aö þeir veröi tilleiöanleg- ir aö fallast á SALT II samn- ingana. Ég leyfi mér aö efast um þaö. Henry „Scoop” Jack- son öldungadeildarmaöur viröist vera hlynntur skoöun- um forsetans. En skyldi'hann ekki þrátt fyrir þaö veröa tor- trygginn i garö Sovétrikjanna þegar aö þvi kemur að staö- festa SALT II samninginn i öldungadeildinni. Ég efast um aö bréfaskipti viö Sakharov dugi Carter til þess að fá SALT II samningana staö- festa. Þessi krossferö viröist al- mennt vinsæl i Bandarikjun- um. Þaö sama gildir ekki um þjóöir Vestur-Evrópu. Rikis- stjórnir þar hika aö visu viö aö gagnrýna hinn nýja Banda- rikjaforseta, einkum þar sem þeim er ekki ljóst hvað hann ætlar sér. En þeir sem reyndir ' eru I utanrikismálum eru upp til hópa andsnúnir þessari stefnu Carters, þótt þeir lýsi þvi ekki yfir opinberlega. Ein ástæöan fyrir þvi er sú staö- reynd, aö Bandarikjastjórn hefur dregiö úr aöstoö sinni viö Argentinu, Uruguay og Eþiópiu i refsingarskyni fyrir brot þessara rikja á mannrétt- indalöggjöfinni, en halda engu aö siöur áfram aö styrkja S- Kóreu sem fyrr, þótt vart fyrirfinnist meiri almenn kúg- un en þar. Brot á mannréttindalöggjöf- inni eru jafnalvarleg hvort sem þau eiga sér staö meðal bandamanna vorra eöa and- stæöinga. Raunar eru þau al- varlegri meöal hinna fyrr- nefndu, þvi þar ber okkur skylda til aö aöhafast eitt- hvaö. Vissulega gæti Banda- rikjastjórn lagt sig betur fram en raun ber vitni til að fá Suður-Kóreustjórn til aö sýna mannréttindum meiri virö- ingu. Þaö er vandrataö meöalhóf- iö, þegar gefnar eru yfirlýs- ingar um brot á mannrétt- indalöggjöfinni. Rikisstjórnir geta lent i miklum vanda þeirra vegna. Einnig getur orðaglamm I Washington orð- ið til þess aö kæfa þaö andóf sem Moskvustjórn er verst viö. Þegar Washington lætur ekkert á sér kræla, gefa kommúnistaflokkar V-Evrópu út mótmælayfirlýsingar. Þeg- ar Washingtonstjórn tekur undir, neyöast þeir til þess aö þagna, þvi sizt vilja þeir vera bendlaðir viö hana og liggja þannig undir þeim grun aö þeir séu aö svikja hinn marxiska málstaö. (H.Þ.þýddi)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.