Tíminn - 27.04.1977, Qupperneq 9

Tíminn - 27.04.1977, Qupperneq 9
Miðvikudagur 27. april 1977 9 * Einar Agiístsson utanríkisráðherra: Valdajafnvægi tryggt með veru íslands í Nato — en segja ætti upp varnarsamningnum frá 1949 Mó-Eeykjavlk.Gils Guðmunds- son (Ab) mælti I gær fyrir til- lögu Alþýðubandalagsmanna til þingsályktunar um að Alþingi álykti að fela rikisstjórninni að segja upp aðild Islands að Norð- ur-Atlantshafssamningnum, er gekk I gildi 24. ágúst 1949. Enn fremur ályktar Alþingi að fela rikisstjórninni að æskja nii þegar endurskoðunar á varn- arsamningi milli Islands og Bandarlkjanna frá 5. mai 1951,1 samræmi við ákvæöi samnings- ins, svo og aö leggja fyrir Al- þingi frumvarp til uppsagnar samnings þessa, þegar er endurskoðunarfrestur sá, sem I samningnum er ákveðinn, heimilar uppsögn hans. Aö lokinni langri og itarlegri ræðu Gils tók Einar Agústsson utanrikisráðhérra til máls og sagði m.a. — Tillaga þessi fjall- ar um tvö efnisatriði, og er ég andvfgur þvi, sem segir i fyrri liö tillögunnar, en siðara atrið- inu er ég samþykkur. Siðan rifjaöi utanrikisráð- herra upp á hvern hátt vinstri stjórnin hefði lagt til aö herinn hyrfi héðan af landi og Islend- ingar yfirtækju starfrækslu rad- arstöðvanna. Þessi stefna náði ekki fram að ganga vegna þess aö a.m.k. einn af þingmönnun- um, sem studdu stjórnina, fékkst ekki til að fylgja þessum áformum, en meirihluti stjórn- arinnar var svo naumur, aö ekki var unnt að framfylgja þessari stefnu. úrslit þingkosninganna 1974 uröu siöan á þann veg, aö þeir flokkar, sem aö vinstri stjórn- inni stóöu, höfðu ekki lengur meirihluta á Alþingi og ekki tókst aö mynda nýja vinstri stjórn meö þátttöku Alþýöu- flokks. Þvi uröu Framsókn- armenn að fara I stjórnarsam- starf við Sjálfstæöismenn. í mörgum málaflokkum varð að slá nokkuö af stefnu flokksins, og m.a. I varnarmálunum og að sinni varð aö falla frá þeim á- formum að herinn færi I áföng- um. Um veruna i Atlantshafs- bandalaginu sagði utanrikisráö- herra að hann hefði ætlð veriö þeirrar skoöunar, aö við ættum að vera I þeim samtökum og þau stuðluðu að þvl aö tryggja jafnvægi I heiminum, og þar með frið I þessum heimshluta. Utanrlkisráðherra kvaðst álfta að hann bryti alls engan trúnaö þótt hann upplýsti, að sömu skoðunar væri m.a. utan- rlkisráðherra Sovétrlkjanna, en hann heföi upplýst I viðræðum viö sig og sjávarútvegsráöherra aö nú væri það valdajafnvægi á norðurhveli jarðar að það tryggði friöinn. 1 lok ræðu sinnar rakti utan- rlkisráðherra þær aögeröir, sem I gangi eru til þess aö fækka I herliöinu hér á landi og ein- angra það frá Islenzku þjóðllfi. Að lokinni ræðu utanrlkisráð- herra tók Guðmundur H. Garð- arsson (S) til máls og lýsti sig Einar Agústsson. andvígan tillögu Alþýöubanda- lagsmanna. Bjargráðasjóður - vegna óþurrkanna í sumar Lánar 70 sveitar f élögum 370 millj. — heimilað að taka 10% vexti, en lánin verða til 5 ára Mó-Reykjavlk.— Lagt hefur ver- iö fram á Alþingi stjórnarfrum- varp til laga um breytingu á lög- um um bjargráöasjóö. Það ný- mæli kemur þar fram, að bjarg- ráðasjóöi veröi heimilað að veita lán meö allt aö 10% vöxtum, en samkvæmt gildandi lögum er fjárhagsaöstoð sjóðsins fólgin I veitingu styrkja og/ eöa vaxta- lausra lána. 1 athugasemdum með frum- varpinu segir m.a.: „Vegna óþurrkanna á Suöur- landi, Vesturlandi og Vestfjörð- um slöastliðið sumar varð geysi- mikil fóðurvöntun hjá bændum I þessum landshlutum. Að áliti nefndar, sem skipuö var til að kanna þessi mál, urðu afföll á fóðri vegna lít- illa og lélegra heyja slðastliðiö sumar að verðmæti um 850 millj. króna. Nefndin lagöi til, að Bjarg- ráöasjóöur veitti tilgreindum 70 sveitarfélögum á þessu svæði lán samtals að fjárhæð um 370 millj. króna til 5 ára til að endurlána bændum til fóöurkaupa. Stjórn Bjargráðasjóös hefur fallizt á til- lögur nefndarinnar, að þvl tilskildu að sjóðnum verði aflaö fjár til viðbótar eigin ráöstöfun- arfé hans, svo aö unnt veröi að veita þessa aðstoö. Eru llkur til, að sú lánafyrirgreiðsla fáist. Lán- in eða a.m.k. hluta þeirra verður sjóðurinn að endurgreiöa á næstu 2 árum. Vextir veröa hliöstæöir Bjargráðasjóður mun lána 70 sveitarfélögum 370 millj. kr. vegna óþurrkanna sl. sumar, en viða hrökt- ust hey mjög mikið i óþurrkunum og eru léiegt fóður. vöxtum á almennum peninga- markaði. Þessi endurgreiðslukjör munu vaida sjóðnum verulega aukinni greiöslubyröi á næstu ár- um og þar meö rýra möguleika hans til áð gegna hlutverki slnu, og telur stjórn sjóðsins þvl óum- flýjanlegt, að væntanleg lán verði með vöxtum allt að 10%.” S tj ór narf r umvarp: Kj ar asamningar bankastarfsmanna — frumvarp til laga um viðskiptabanka í eigu ríkisins í undirbúningi Mó-Reykjavlk — Lagt hefur ver- ið fram á Alþingi frumvarp til laga um kjarasamninga starfs- manna banka I eigu rlkisins. Frumvarpiö er samiö að tilhlutan viðskiptaráöuneytisins en I fullu samráði við bankaráð og banka- stjórnir rlkisbankanna svo og fyr- irsvarsmenn Sambands Islenzkra bankamanna. Um nokkurt skeið hefur verið unniö aö undirbúningi frumvárpa til laga um viðskiptabanka i eigu rikisins og viðskiptabanka sem reknir eru I hlutafélagsformi. Sá undirbúningur er þó ekki svo langt á veg kominn, að fært þyki aö leggja fram frumvörp þess efnis fyrir Alþingi það er nú situr. I yfirlýsingu sem gefin var, þegar samkomulag um kjör banka- starfsmanna var gert þann 18. júní 1976, kváöust bankaráð og bankastjórnir rlkisbankanna myndu beita sér fyrir þvl, aö I fyrirhugaöa löggjöf um viö- skiptabankana yrðu sett ákvæöi um kjarasamninga bankastarfs- manna. Jafnframt kváðust sömu aöilar myndu beita sér fyrir þvl að sett yrðu sérstök lög um kjarasamninga bankastarfs- manna ef ný löggjöf um við- skiptabankana hefði ekki verið samþykkt á Alþingi I febrúar 1977. Yfirlýsing þessi var gefin I samráði við ráðherra. Ibeinu framhaldi af yfirlýsingu þessari er frumvarp þetta lagt fram. Efni þess er I megindrátt- um það sama og laga nr. 29 frá 1976 um kjarasamninga Banda- lags starfsmanna rikis og bæja. Stærsti munurinn er sá, að 17. gr. frv. er gert ráð fyrir þvl, að bankaráö rlkisbankanna og Sam- band Islenzkra bankamanna, geri með sér samkomulag um ýmis þau atriöi sem lögfest eru I lögum nr. 29frá 1976. Samkomulag þetta svo og allar breytingar á þvl, er háð staðfestingu viöskiptaráð- herra. Rétt er að taka fram, aö starfs- menn viöskiptabanka I einkaeign og flestir starfsmanna sparisjóða hafa verið félagar I Sambandi is- lenzkra bankamanna. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á þvl, enda er fyrirhugað aö þessir bankar og sparisjóðir (eða Sam- band Islenzkra sparisjóöa fyrir þeirra hönd) gerist meö sérstöku samkomulagi aðilar að þvl kjara- samningafyrirkomulagi, sem ráðgert er I frumvarpi þessu. Sama getur átt við um aðra sjóði og stofnanir, sem vinna á sama vettvangi og bankar og sparisjóð- ir. Lántaka í Bandaríkjunum: ÞRIR MILL- JARÐAR KR. Rikissjóður hefur tekið þrjá milljarða isienzkra króna að láni á bandariskum fjár- magnsmarkaði, og var geng- ið frá lántökunni i fyrradag. Lánið er afborgunarlaust fyrstu fjögur árin, en greiðist slöan á tlu árum, Vextir eru 10%. Rikisjóður mun endurlána Landsvirkjun þetta lán að hálfu, en Hitaveitu Suður- nesja að hálfu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.