Tíminn - 27.04.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.04.1977, Blaðsíða 13
Miftvikudagur 27. aprll 1977 13 Pétur Lúthersson innanhúsarkitekt flutti erindi á Dalvfk um innrétt- ingar og lýsingu. Kristján frá Djúpalæk las úr verkum sinum á sunnudaginn. Þessi mynd nefnist LSD og er eftir Einar Helgason frá Akureyri. Þarfn ast hún varla nánari skýringa. Einar sýndi alls 28 myndir. Inga Birna Jónsdóttir las úr eigin verkum. 4 Þessi fallegi Ijornsófi var frá húsgagnaverzluninni Augsýn á Akureyri og virðist fara bæri- lega um þau sem þarna sitja. Dalvík: Vorkoman haldin hátíðleg gébé Reykjavik — Nýlega héldu Lionsmenn á Dalvík tveggja daga vorkomuhátió og voru þar á dagskrá upplestrar, erindi ýmiss konar, svo sem um hibýlaprýði, innréttingar, myndlista- og húsgagnasýning- ar. Menningarhátið þessi var ágætlega sótt, og er ekki óliklegt að Lionsmenn á Dalvik haldi þessum sið áfram. Hátiðir sem þessar voru ekki óalgengar fyr- ir mörgum árum, en lögðust sið- an alveg niður. Helgi Þorsteinsson skólastjóri á Dalvik setti vorkomuhátiðina, en siðan las Inga Birna Jóns- dóttir úr verkum sinum og Pét- ur Lúthersson húsgagnaarki- tekt hélt erindi um innréttingar og lýsingar. Þá var opnuð hús- gagnasýning i barnaskólanum og i iþróttasalnum i félagsheim- ilinu Vikurröst. Þar sýndu einn- ig þrir myndlistarmenn verk sin, þeir Alfreð Flóki, Guð- mundur Armann Sigurjónsson og Einar Helgason. Dalvikingar sýndu myndum myndlista- mannanna hinn mesta áhuga og seldust þarna mörg verk þeirra. Húsgagnasýningin var hin Helgi Þorsteinsson skólastjóri bauð gesti velkomna, en hann var einn að aðalhvatamönnum hátiðarinnar: Vorkoman á Dal- vik ’77. Svo sem sjá má á þessari mynd, voru húsgögnin sem til sýnis voru, hin glæsilegustu. Þarna má einnig sjá nokkur verka eins myndlistarmannsins, Einars Helgasonar, sem situr I sófan- um fyrir miðri mvnd. Sýningin var I iþróttahúsinu á Dalvlk. fjölbreytilegasta, en það var húsgagnaverzlunin Augsýn á Akureyri, sem stóð fyrir henni. Voru þar til sýnis margar teg- undir húsgagna, sem vöktu eft- irtekt og aðdáun sýningargesta fyrir glæsileika. Kristján skáld frá Djúpalæk las úr verkum sinum seinni dag hátiðarinnar, og Gisli Jónsson menntaskólakennari á Akureyri flutti erindi um bókmenntir. Þá flutti Kristin Guðmundsdóttir hibýlafræöingur erindi um eld- húsinnréttingar og vakti þaö mikla eftirtekt áheyrenda, sem voru fjölmargir. Þrestir syngja í Hafnarfirði KARLAKÓRINN Þrestir i Hafn- arfirði heldur árlega söng- skemmtun sina I Bæjarbiói i Hafnarfiröi miðvikudaginn 27. april og föstudaginn 29. april kl. 21 og laugardaginn þann 30. april kl. 15. A efnisskrá kórsins veröur að þessu sinni ýmis karlakórslög eftir Islenzka höfunda, en einnig kórverk eftir Strauss, Rossini, Görswin og Mozart. Einsöngvar- ar meö kórnum eru Helgi Þórðar- son, Páll Þorleifsson og Haukur Þórðarson, undirleik annast Agnes Löve, en stjórnandi kórsins er Eirikur Arni Sigtryggsson. Þrestir eiga 65 ára afmæli um þessar mundir, og verður þess minnzt meö hófi i félagsheimili Fóstbræöra næstkomandi iaugar- dag, og eru fyrrverandi kórfélag- ar og styrktarfélagar velkomnir. Tm--------------------------► Karlakórinn Þrestir I Hafnarfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.