Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 27

Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 27
iiiiimuu Laugardagur 28. mal 1977 27 toppnum hjá mér til frambúöar. Carl Palmer-hliðin er stórfin að flestu leyti, t.d. „L.A. Nights” og „Food for your soul” en kaflinn úr „The scythian suite” Prokofieff’s likar mér ekki i þessum flutningi. Að mörgu leyti gefur þessi plötu- hliðin bezta mynd af hinum gömlu góðu ELP ásamt fyrra verkinu af siðustu hlið. Svo er að sjá aö Palmer sé ónæmastur þeirra félaga fyrir nýbreytn- inni. T.d. endurflytur hann hiö gamla og stórgóða „Tank” eftir hann sjálfan og Emerson. Og þá er komið að siðustu plötuhlið, en þar eru þeir allir á feröinni saman og fara stórkost- lega af staö með verkinu „Fan- farefor the common man”, eitt- hvert bezta verk þeirra frá upp- hafi, sannkallaður ELP-djass. Um siöara verkiö „Pirates” treysti ég mér ekki til þess að fara svo lofsamlegum orðum. Þar gætir nokkurrar sundur- geröar og texti, lag og söngur falla að minu mati tilfinnanlega illa saman. Þrátt fyrir veikburða tilraun- ir minar til að vera gagnrýninn er þessi plata sannast að segja ekki aöeins undantekning frá popp-reglunni, hún er ekki siöur undantekning hvað gæðin snert- ir. Vestanhafs hefur hún þegar fengið stimpilinn — sigilt meistaraverk — og þar um bæti ég ekki betur. Þess vegna kem- ur ekkert minna en 5+ til greina. „Bestu verk”: „Piano concerto No. 1”, „Fanfare for the common man”, „Cést la vie”, „L.A. Nights”, „Lend your love to me tonight”, „Tank”. —kj Frábærir ELP — klassiskt meistaraverk Emerson, Lake & Palmer — Works Atlantic K80009/FACO Piano Concerto No. 1: First movement: Allegro Giojoso: Second movement: Andante Molto Cantabile: Third move- ment: Toccata Con Fuoco. — Hvort sem þú trúir þvi eða ekki er þetta fyrsta verk hins nýja albúms Emerson Lake og Palmer: „Works” (Volume 1). Þetta verk, Píanókonsert nr. 1 eftir Keith Emerson spannar fyrstu plötuhlið af fjórum. Að sjálfsögðu leikur Emerson sjálfur á planóið (Steinway) og honum til aðstoðar er hvorki meira né minna en FIl- harmonluhljómsveit Lundúna - borgar undir stjórn hins vlö- kunna: John Mayer. Útsetningu önnuðust Keith Emerson og John Mayer. A annarri hlið plötunnar eru tónsmlöar eftir Greg Lake og Peter Sinfield. Lake leikur á klassiskan gítar og syngur, hon- um til aðstoðar er lltil hljóm- sveit og kór. Þriðja plötuhliö er á nafni Carl Palmer, og er þar aö finna tónsmíðar eftir sjálfan hann, Emerson, Bach o.fl. Palmer leikur á slagverk, að sjálfsögðu, og ýmsir tónlistarmenn honum til aðstoöar, m.a. Emerson, Joe Walsh, Andy Hendriksen og John Timperley. Á fjóröu og slöustu plötuhlið eru þeir allir saman: Emerson Lake og Palmer. Hér er að finna tvö verk, annaö eftir Aaron Cop- land og flutt af ELP. Hitt er eftir Emerson, Lake og Sinfield, út- sett af Emerson og John Mayer, söng annast Greg Lake. Til að- stoðar er óperuhljómsveit Parisarborgar, stjórnað af God- frey Salmon. Hér er þvl ekki á ferðinni „popp-plata” I venjulegum skilningi þess orðs en viö á Nú-TImanum viljum þó geta hennar og gagnrýna af veikum mætti. Um planókonsert Emerson er það helzt að segja, aö hann er frábær á slnu sviði og leikur Emerson, að vonum, magnað- ur, á köflum kannski of magnaöur. Þaö sem einkum vekur mann til umhugsunar um tónverk þetta er hversu „klass- Iskt” það er. Maður spyr sjálfan sig hvort Emerson geri rétt i þessari vendingu frá poppneyt- endum yfir i heim sigildrar tón- listar. Er hann kannski að reyna að sanna eitthvaö? Ég leyfi mér að efast um hvort þetta er rétt skref þrátt fyrir stórkostlegan árangur. Hafi hann ætlaö aö sanna hæfni sina á þessu sviði hefur honum þó svo sannarlega tekist það. Þáttur Greg Lake er athyglis- verður að mörgu leyti. Mér sýn- ist hann fara ööruvisi aö I meginatriöum en félagi hans Emerson. Enda þótt tónlistin sé hljóöfæralega klassisk er hún I anda nútimatónlist, I poppræn- um skilningi, sem stórgóður gitarleikur Lake undirstrikar. Aldrei hef ég heyrt sllka sam- hljómun klasslskrar hljóm- sveitar og gltars, né sllkri hljómsveit beitt á jafn töfrandi hátt til aö yúlka tónviöhorf slagaraeinkenni (sem hefur ákveðiö markmið) held ég t.d. að lagiö „C’est la vie’ verði á Þá er RJÓMA- MYSUOSTUR og MYSUOSTUR ofar- lega á vinsældalistanum hjá öllum aldursflokkum enda ekki að furða því mysuostar eru næringarrík fæða,:, innihalda m.a. járn, kalsíum, prótín og vítamín. ostur eykur orku -léttír lurtd vimr uumunnu Við köllum mysuostana okkar „vini“ barnanna að gefnu tilefni. Yngsta fólkið er hrifíð af MYSING- NUM og gerir honum góð skil, þegar færi gefst. Og nú er MJÚKUR MYSU- OSTUR á boðstólnum og eru vinsældir hans þegar miklar. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.