Tíminn - 07.06.1977, Side 8

Tíminn - 07.06.1977, Side 8
8 Þriðjudagur 7. jilnl 1977 Hvítasunnukappreiðar Fáks Elzti knapinn 74 ára, sá yngsti llára Sigurvegarar i báöum flokkum eru afburða glæsilegir hestar, og hlutu sömu meðaleinkunn, 8,84, sem er frábær árangur. Einkunn- ir þeirra sundurliðaöar voru þannig: ögri Brjánn Tölt: 8,6 8,8 Viljiogmýkt: 8,8 8,6 Fjölhæfnioghlýðni: 8,7 9,0 Fegurðireið: 8,9 9,1 Yfirferðargangur: 9,2 8,8 Meðaleinkunn: 8,84 8,84 ögri, sigurvegarinn I A-flokki, er 7 v. brúnstjörnóttur, frá Skipa- læk i Múlasýslu. Hann er undan Svip 384 og Ekkjufellsbrúnku. Ragnar Hinriksson átti ögra og tamdi hann, en hefur nú selt Gisla B. Björnssyni. Ragnar þjálfaði hestinn fyrir þetta mót, og sat hann þar. ögri er gammvakur, og á trúlega eftir að láta að sér kveöa á hlaupabrautunum. 1 ööru sæti var Stokkhólma-Blesi, sem Reynir Aðalsteinsson sat og á i fé- lagi við Halldór Sigurðsson. Blesi er 7 v. fjölhæfur og mikiö taminn gæöingur frá Stokkhólma I Skagafirði, undan Rauö 618 og Nótt. „Þessi hestur er heilaþveg- inn” heyröi ég nærstaddan áhorf- anda segja, þaö er sjálfsagt of- mælt, en mér finnst hann mætti vera glaðlegri. Blesi fékk 8,54 I meðaleinkunn. Þriðji varð Garp- ur, 7 v. brúnn, frá Oddsstööum i Borgarfirði. Eigandi Höröur G. Albertsson, knapi Eyjólfur Is- ólfsson. Einkunn 8,42. Brjánn sigraöi nú i flokki klár- hesta með tölti, og var vel að sigr- inum kominn. Ég hef áöur lýst þvi hve hrifandi fagur hestur Brjánn er, enda ber einkunn hans fyrir fegurði reið þess vott. Hreyfingar hans bera vott tign og mýkt. Brjánn er 7 v. brúnstjörnóttur frá Sleitustöðum i Skagafirði, undan Þokka frá Viðvik og Brún frá Sleitustöðum. Höröur G. Alberts- son á hestinn, en Sigurbjörn Bárðarson sat hann. Þokkadis var i öðru sæti, með einkunnina 8,66. Þokkadis er gullfögur hryssa, meö háa og fagra fótlyft- ingu og vel setin. Þriðja sætið hreppti Tritill, 7 v. brúnn frá Leirulækjarseli, Mýrarsýslu, und an Brún frá Leirulæk og Jörp. Eigandi Gunnar Steinsson, knapi Birgir Gunnarsson. Einkunn 8,44. Þaðer augljóst, af úrslitunum, aö árgangurinn frá 1970 hefur veriö sérstaklega góöur, einkum brúnu hrossin, þvi öll þau sex, sem skip- uöu efstu sætin eru 7 vetra, og öll brún nema eitt. Sigurður Haraldsson á Kirkju- bæ stjórnaöi gæðingadómum, en hann hefurlagtmikiðaf mörkum, til geröar þess dómkerfis, sem nú erfgildihjáL.H.,hefurog manna mesta reynslu I stjórnun gæö- ingadóma og hefur enda kennt flestum eða öllum dómurum, sem aö gæðingadómum starfa, til verka. Ég spjallaði stutta stund við Sigurð, og spuröi hann fyrst um gæðinga þessa móts. Hann sagöi að gæðingarnir hefðu yfir- leitt verið góðir, og gleðilegast væri hve skeiö væri I mikilli framför, en hann hefði búizt við Sigurvegarar i A-flokki gæðinga. Lengst tii vinstri er Ragnar á ögra, þá koma Reynir á Stokkhólma- Blesa, Eyjólfur á Garpi, Sigurbjörn á Gými og Þorvaldur Þórvaidsson á Fáfni. . Hvitasunnukappreiöar Fáks hófust á nýstárlegan og skemmti- legan hátt, aö þessu sinni. Allir verðlaunaðir gæðingar félags- manna, sem til náðist, voru sýnd- ir. Þetta nýmæli kunnu áhorfend- ur vel aö meta, og vissulega er skemmtilegt aö rifja upp liðin mót með þvi aö skoða þaö sem þar sást glæstast. Allt voru þetta, og eru enn, góöir gæöingar og sumir afburðahestar. Hver man ekki hlaupagamminn Þyt, eöa vekringinn Hroll, sem sýndi að þrátt fyrir sin 24 ár, getur hann enn þrifið vel til skeiðsins. Og enginn, sem hefur séð snillinginn Núp fara á kostum, gleymir hon- um. Hjalti Pálsson þulur kallaði hann augnayndi, þaö er ekki oflof. Núpur var ekki þjálfaöur fyrir þessa sýningu, var raunar litið notaöur I vetur, en þó er slikur glæsileiki og höfðingsskapur yfir öllum hreyfingum hans, að eng- um dylst, að þar fer gæöingur i sérflokki. A Landsmótinu á Vind- heimamelum 1974, fékk Núpur 9,24 i meðaleinkunn. Við lauslega athugun finn ég ekki aö nokkur hestur hafi fyrr eöa siðar fengiö jafn háa einkunn. Núpur er frá Kirkjubæ, undan Núpakotsblesa og Eldingu, gæöingamóöur af Svaðastaðastofni. í sambandi við sýningu eldri gæðinga var Sigurði Ólafssyni veittur bikar I viður- kenningarskyni fyrir áhuga hans og störf i þágu skeiösins. Sigurður sat hest fyrst á kappreiöum árið 1931, en tiu árum siöar sat hann vekring fyrst á móti. Þaö mun hafa verið Perla frá Gufunesi. Arið 1948 sat hann Glettu sina I metspretti, það met stóð I 28 ár. Menn voru farnir að halda aö metið, sem var 22,6 sek., yrði ekki bætt. Næst voru kynntir fimm efstu gæðingar i hvorum flokki, en þeir voru dæmdir á laugardeginum. Brjánn, bezti hestur i B-flokki, knapi er Sigurbjörn Bárðarson. Ilér leggur Ragnar Hinriksson Gretti sinn i gæöingakeppninni. Fyrir þennan sprett fengu þeir hæstu einkunn, sem gefin hefur verið fyrir skeið á I'áksvelli, 9,4. Núpur hefur einn hesta hlotið hærri einkunn fyrir skcið, það var á Landsmótinu 1974. ::SS|€ „Gömlu” snillingarnir, frá vinstri Gunnar Reinartsson á Neista, 17 v. hlaut 3. verðl. á Fjórðungsmóti á Egilsstööum 1968 og viðurkenningu hjá Fák 1971, Ingi Lövdal á Garpi, 15 v., stóð efstur i B-flokki hjá Fák 1971 og á Skógarhólamóti sama ár og enn á Fjórðungs- mótinu á Hellu 1972. Leifur Jóhannesson á Grana, 24 v. 1. verðl. hjá Fák 1967 og 1968, á Skógarhólum 1969 og 3. verðl. á landbúnaðarsýningunni 1968 Sigurður ölafsson á Hrolli, 24 v. Hrollur var i 5. sæti alhliða gæði.nga á Landsmótinu i Skógarhólum 1970, hann er sonur Giettu, sem átti islands- met i skeiði i 28 ár og var sjálfur ósigrandi á skeið- vöilum landsins i áraraðir. Snúlla Einarsdóttir á Völsung, 22 v. 3. verðl. hjá Fák. 1969. Jóhann Friðriksson á Grána, 19 v. var efstur hjá Fák og i Skógarhóium 1970. Þekktastur 1 er hann þó trúlega sem reið- skjóti Lénharðs fógeta i sam- nefndri kvikmynd. Gunnar Tryggvason og Eitiil, 14 v. 1. verðl. i A-flokki 1972 hjá Fák. Guðrún Fjeldsted á Þyt, þeim fræga hlaupara, sem nú er 21 v. Hann hlaut 2. verði. á landbúnaðarsýningunni 1968. Þá kemur Sigurfinnur Þor- steinsson á Núp. Núpur er nú 16 v. og á að baki frábæran feril I gæðingakeppnum, hann var dæmdur bezti alhliða gæðingur hjá Fák þrjú ár i röð, 1969, '70 og ’71, annar á Skógarhólamóti 1968, þriðji á landsmóti 1970, efstur á Fjórðungsmóti á Hellu 1972 og endaði keppnisferil sinn með frábærum sigri á Landsmóti 1974, þar fékk hann hæstu einkunn sem gæöingur hefur hlotið til þessa. Siðastur er Gunnar Eyjólfsson á Glæsi 17 v. var annar hjá Fák 1969, þriðji á Skógarhólamótinu 1970 og fékk góða dóma á Landsmótinu sama ár, þótt hann næðiekki verðlaunasæti. A myndina vantar Berg Magnússon og Kolbak, sem er 19 v. Ilann sigraði tvisvar á innanfélagsmóti Fáks, og varð þriðji i B-flokki á Lands- mótinu 1970. meiri þátttöku. Siðan spurði ég um gæðingadóma almennt. Sig- urður sagði að I undirbúningi væri stofnun dómarafélags, sem mundi hafa m.a. á stefnuskrá sinni, að sjá dómurum fyrir end- urhæfingu og þjálfun. Dómstiginn væri nú i endurskoðun, sagði hann, og hann vildi hvetja dóm- ara til aö nota þá möguleika, sem dómstiginn gæfi, betur en þeir geröu flestir. Ein- kunnastigann 5- 10 ætti að nota allan, og hann taldi miður, hvað margir dómarar væru tregir til aö dæma út fyrir bilið 7-8,5 sagði Sigurður að lokum. Eins og fyrr sagði, hófst mótiö meö sýningu „gömlu snilling- anna”, en að lokinni keppni A og B flokka gæðinga, kom önnur, og ekki þýðingarminni nýjung, keppni „ungu snillinganna”, þ.e. gæðingakeppni þar sem knapar voru yngri en 16 ára. Þaö var mjög timabært aö unglingarnir fengju að spreyta sig og sýna hvað I þeim býr, þvi unglingurinn i dag er afl morgundagsins. Ég veit ekki hverjir dæmdu i keppni unglinganna, — dómar fóru fram á laugardeginum — en mér hefur stundum oröið hugsaö til keppni af þessu tagi, og þá Imyndaö mér, að vel væri viö hæfi að ungir dóm-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.