Tíminn - 07.06.1977, Page 24

Tíminn - 07.06.1977, Page 24
28644 H'j.mil 28645 fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né fyrirhöf n til að veita yður sem ; bezta þjónustu Sölumaður: Finnur Karlsson Valgarður Sigurðsson V****** heimasími 4-34-70 lögf ræðingur ^ HREvnu. Sfmi 8 55 22 brnado áburðardreifari góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siöumúla Z2 Simar 85694 & 85295 Veitingahúsafólk í verkfalli i fyrsta skipti: VERKFALLSÁTÖK Á NOKKRUM STÖÐUM mynd: Gunnar. Gsal-Reykjavik — Til nokkurra verkfallsátaka kom I Reykjavfk á föstudaginn viö tvo niatsölu- staöi, Skrlnuna og Brauðbæ, og einn veitingastaö, Sesar. Fór svo aö iokum, aö verkfalisvörö- um frá Félagi starfsfólks í veit- ingahúsum tókst aö loka Brauð- bæ og Sesar, en samkomuiag tókst viö eigendur Skrinunnar eftir aö starfsiiöi hafi veriö fækkaö þar veruiega. Aö sögn Kristins Hrólfssonar, formanns Félags starfsfólks I veitingahúsum, tók fólkiö I fé- laginu virkan þátt í verkfallinu — þess fyrsta i sögu félagsins — en hins vegar létu atvinnurek- endur þeirra fjölskyldumeölimi sina ganga inn i störf fólksins og þurftu verkfallsveröur félags- ins, sem voru á annaö hundraö talsins þegar mest var, aö hafa afskipti af fjölmörgum matsölu- og veitingastöðum. Kristinn sagöi, að eigendur tveggja matsölustaða heföu veriö mjög stirfnir og til lltils- háttar átaka heföi komiö á báö- um stööunum. Verkfallsverðir rööuöu sér fyrir dyr matsölu- staðanna, en jafnframt var reynt aö komast aö samkomu- lagi viö eigendur. Þaö tókst hvaö Skrinuna áhrærir, en þar var starfsliöi fækkaö um fjóra. Þvermóöskan var enn meiri i Brauðbæ, en þar var eigandinn, sem er ómenntaöur í greininni, viö vinnu ásamt fjölskyldumeö- limum. Sagöi Kristinn aö staön- um heföi verið lokaö eftir aö eigandinn haföi kallaö til lög- fræöing sinn sem ræddi viö verkfallsveröi. Viö Brauöbæ urðu átökin mest að sögn Krist- ins og þar skaddaöist kona sem var i verkfallsvörzlu á baki. Kristinn sagöi, aö félagiö gæti beitt refsingu viö eigendur þess- ara staöa, sem væri fólgin i stöövun á öllum aöflutningi á hráefni til þeirra. Sagöi Kristinn aö forystumenn Dagsbrúnar hefðu lýst stuðningi sfnum viö aðgeröir þessar, ef til kæmi, en félagið myndi ekki grlpa til þessara aögeröa aö svo komnu. — A laugardagsmorguninn gengum viö á fund sáttasemj- ara og sömdum um 2,5% i sér- kröfur og viö teljum aö atburöir dagsins áður hafi átt þátt i hversu fljótt sérkröfurnar voru samþykktar, sagði Kristinn. — Viðreyndum aö fara að lög- um og forðast átök, en verk- fallsbrotin voru mörg og margir eigendur ósamvinnuþýðir. Til dæmis vissum við um verkfalls- brot i Sesari, þar sem húsnæðið hafði verið þrifiö áöur um dag- inn, og staðurinn var opnaöur um kvöldið. Við lokuöum þarna á milli kl. 21 og 23, en málinu lauk með þvi, að eigendur stað- arins undirrituðu skjal, þar sem þeir báðust afsökunar á þvi að hafa brotið verkfallið. Það var að okkardómi mikillsigur að fá þessa afsökunarbeiðni undirrit- aða þvi þetta er fyrirtæki, sem hefur siglt fram hjá félaginu, eins og svo mörg önnur fyrir- tæki, þar sem starfsfólk heyrir undir okkar starfsgreinar. Kristinn nefndi ennfremur ó- tvirætt verkfallsbrot i Öðali, og ennfremur grun um verkfalls- brot I Þórscafé og Glæsibæ, þar sem unglingar undir lögaldri munu hafa verið við störf viö inngang og i fatahengi. Allir þessir þrir staðir voru opnir á föstudagskvöldið. — Þessi frumraun okkar I verkfalli gaf ágæta raun hvað snertir okkar félagsmenn, en hins vegar þarf eflaust að fara 30 ár aftur i timann til þess aö finna hliðstæðu hvað snertir háttarlag atvinnurekenda okkar sem margir hunzuðu okkar verkfallsrétt. En stéttarvitund okkar félagsmanna er að auk- ast, og við erum sannfærðir um það að þetta tekst betur næst, ef til þess þarf að koma, sagði Kristinn Hrólfsson að lokum. Sjá frekari fréttir af verkfall- inu i Reykjavlk bls. 2. Rauðsendinga vantar ennþá tilbúinn áburð JB-Reykjavík — Lambavatn er einn af sex bæjum á Rauðasandi I Rauðasandshreppi og býr þar Tryggvibóndi Eyjólfsson. Tfminn haföi samband við Tryggva og spuröist tiðinda úr sveitinni. Tryggvi sagði, að heidur kalt heföi veriö hjá þeim undanfarna daga. Vorið væri að visu komiö, en það hefði kólnað aftur. — Vor- störfin hafa gengið misjafnlega, það strandar alit á áburöinum. Eitthvaö af honum er komiö, en vegna yfirvinnubannsins höfum við ekki enn fengið þaö, sem á vantar og ég veit ekki hvenær það verður. En sauðburðurinn hjá okkur hefur gengið vel, sagöi Tryggvi. Við spurðum Tryggva að þvl, hvernig það væri að búa á Rauöa- sandi og svaraði hann því að það væri ekkert slæmt fyrir þá, sem væru vanir þessu. — En ég býst viö, aö óvönum fyndist þeir vera frekar út úr. Það er þéttbýlis- kjarni i örlygshöfn og þar er slát- urhús og kaupfélag, en það er I fjörutiu kilómetra fjarlægð og yf- ir f jall að fara og er vegurinn ekki eins og bezt verður á kosið. Það kemur mjólkurblll hingað annan hvern dag frá Patreksfirði og stundum fáum við vörur með honum frá kaupfélaginu þar. þannig aö við skiptum viö bæði kaupfélögin. Þó leggjum við af- urðir okkar inn hjá sláturfélaginu örlygi. Miðað við Vestfirði yf- irleitt er sveitin hér i kring nokk- uð grösug og ef ekki eru óþurrkar eins og undanfarin sumur, gengur bara vel að heyja fyrir skepnurn- ar. Sparisjóður er starfandi I hreppnum, og hefur verið svo langa tið. Að sögn Tryggva er þeir nýbunir að fá nýjar spari- sjóðsstjóra, en Snæbjörn Thor- oddsen í Kvigindisdal, stofnandi hans, var búinn að vera spari- sjóðsstjóri frá upphafi. Þá sagði Tryggvi að enginn prestur væri þjónandi f sókninni og hefði hun veriðprestlaus frá þvi sr. Grimur Grimssonfórensr. Þórarinn Þór, sóknarprestur á Patreksfirði messar af og til. Er taliö barst að Sauölauksdal, sagði Tryggvi að til stæði að hafa þar barnaheimili i sumar, og sagði að það væru stúlkur úr sveitinni a.m.k. ein þeirra fóstur- menntuð, sem stæöu fyrir þessu. Sagðist hann halda aö plass væri fyrir fimmtán til tuttugu og fimm börn. Sérsamningar á Þórshöfn gébé Reykjavik — Vegna þeirra erfiðleika, scm verkfall og yfir- vimiubann hafa valdið atvinnu- lifi á Þórshöfn, gerði verkalýðs- félag staðarins samkomulag við IIraöfrystistöð Þórshafnar og Þórshafnarhrepp um lágmarks- laun fyrir verkafólk, og hefur það þvi afiýst yfirvinnubanni. Samkomulagið hljóöar upp á, að verkafólk fái eitt hundrað þús- und krónur á mánuði fyrir dag- vinnu. Samkomulag þetta feilur siðan úr gildi, þegar væntanieg- ir kjarasamningar ASl verða gerðir. Atvinna hefur verið miög ótrygg á Þórshöfn i vetur, en þar er gerður út einn skuttogari, Fontur. Skipið kom með góðan afla rétt fyrir helgi, og er nú unnið af fullum krafti að vinnslu þess afla. Yfirvinna verður unn- in, þegar þess er þörf til að bjarga verömætunum undan skemmdum. — Það var ekki um annað að ræða en að komastaðeinhverju samkomulagi til þess að aflinn skemmdist ekki, sagði Guðjón Kristjánsson, starfsmaður Verkalýðsfélags Þórshafnar við Timann i gær. Rætt um bygg- ingu útvarpshúss KH-Reykjavik. Nýlega, nánar tiltekið 26. mai, var tekin fyrir hjá byggingarnefnd Reykja- vfkurborgar beiöni Rfkisút- varpsins um Ieyfi til að byggja útvarpshús f nýja miðbæ mið- bænum viö Kringlumýrabraut. Vilyrði hafði fengizt fyrir lóð á horni Hvassaleitis, Háaleitis- brautar og Bústaðavegar, og mun húsið áætlað sex hæðir, u.þ.b. 65000 rúmmetrar. Afgreiðslu málsins I byggingar- nefnd var frestað. 1 framhaldi af þessu hafði blaðið samband viö Gunnar Vagnsson, fjármálalegan fram- kvæmdastjóra Rikisútvarpsins, og spurðist fyrir, um hvað liði framkvæmdasjóði Ríkisút- varpsins, en honum eru áætlað- ar 5% af brúttótekjum stofnun- arinnar, samkvæmt nýjum út- varpslögum, sem samþvkkt voru 1971. Sagði Gunnar, að þetta ákvæði hinna nýju laga hefði ekki komið til fram- kvæmda fyrr en áriö 1972. Sfðan hefði verið greitt reglulega i sjóðinn, eins og lögin gerðu ráð fyrir, og næmi hann nú 226 millj. kr., þar af 13 millj. i vöxt- um. Er.. þá ekki meötalinn undirbúningskostnaður, sem þegar hefur farið fram og nem- ur 29 millj. kr. Áætlaði hann aö um 600-650 millj. fari i að steypa húsið upp og ljúka því að utan, en endanlegt verð væri óvist, þvi augljóst væri aö allur tækja- búnaður stofnunarinnar þyrfti endurnýjunar við. Gunnar sagði að lokum, að hann teldi enga annmarka á því aö hefja fram- kvæmdir siðar á þessu ári, svo framarlega sem tilskilin leyfi fengjust frá yfirvöldum. Ríkis- útvarpið heyrir undir mennta- málaráðuneytið, Verkfall eftir verkfall gébé Reykjavik — í gær var alls- herjarverkfall verkalýðsfélag- anna á Suðurnesjum, og í dag verða það verkalýðsfélögin á Norðurlandi, sem fara i verkfali og á morgun á Vesturlandi. Sið- asti verkfallsdagurinn er á fimmtudag, en þá verða alls- herjarverkföll á Austurlandi og á Vestf jörðum. Siðan hefjast starfsgreinaverkföll þann 13. júní ogstanda til 20. júni — og þann 21. júni verður allsherjarverkfall um iand allt. Tugir þúsunda manna hafa þegar tekið þátt i dagsverkföllun- um og hafa þau haft margvisleg áhrif og óþægindi i för með sér. Aðalsamninganefnd ASl hefur samþykkt tillöguna um röð starfsgreinaverkfallanna og hef- ur tillagan verið send aðildafélög- um ASl sem munu taka hana til athugunarog ákvörðunar á næstu dögum. Þann 13. júni fara þessir i verk- fall: Málm- og skipasmiðasam- band Islands og þeir téiagar Verkamannasambands íslands, sem starfa i fyrirtækjum tengd- um málmiðnaði. 14. júni: Lands- samband iðnverkafólks, Samband byggingarmanna og þeir félagar Verkamannasam- bandsins sem starfa i byggingar- iðnaði. 15. júni:Rafiðnaðarmenn, bókagerðarmenn, félög í veit- inga- og hótelrekstri. 16. júni: Verzlunarmenn. 20. júni: Verka- mannasambandið i fiskiðnaði, hafnarvinna, og Landssamband vörubifreiðastjóra. 21. júni: Alls- herjarverkfáll i einn dag um land allt. Viða úti á landi, þar sem áhrifa slíkra starfsgreinaverkfalla myndi gæta litið sem ekki, er i athugun möguleiki á að fara aðr- ar leiðir. Þar er helzt hallast að þvi, að i stað starfsgreinaverk- falla komi eins dags allsherjar- verkfall, auk þess sem tekið yrði þátt i allsherjarverkfallinu 21. júni'. Leitað að tvi- tugum pilti MÓ-Sveinsstöðum — Ekkert hefur spurzt til rúmlega tvftugs pilts frá Blöndnósi frá þvi að- faranótt laugardags fyrir hvita- sunnu. Viðtæk lcit hefur veriö gerð að piltinum og stendur hún enn. Óskað hefur verið eftir þvf að nafn piltsins verði ekki birt að svo stöddu. Síðast er vitað meö vissu um feröir piltsins um fimmleytið umrædda nótt og þá á Blöndu- ósi, en fyrst á þriöjudag var far- ið aö óttast um hann. Litill plastbátur sem lá í fjörunni við Blönduós þessa nótt fannst rek- inn út af Skagaströnd I fyrradag undir Króksbjargi á Skaga- strönd, fannst önnur árin úr bátnum. óttast menn að piltur- inn hafi farið út á bát þessum og drukknað. Fjölmennir leitarflokkar hafa gengið fjörur á degi hverjum undanfarið og verður leit haldið áfram. PALLI OG PESI — Osaleg kyn- greining er þetta hjá Afengisverzl- uninni, maður. — Hvaöa kyngrein- ing er það? — Kláraviniö, auð- vitað.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.