Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 10
10 MiOvikudagur 22. júni 1977 Miðvikudagur 22. júnl 1977 11 ÞRJÁR SÝNINGAR Vatnslltamynd efttr Jdn Gnnnnrsion. Slgnrðnr Thoroddaen, verk- fræðingur Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Sigurðar Thoroddsen að Kjar- valsstöðum, en þar sýnir hann um 200 myndir. Vatnslita- myndir, grafik, acryl- myndir, teikningar og krit. Sigurður Thoroddsen er þjdðkunnur maður af verk- fræðistörfum sinum og varla er ráöizti nokkurt stórvirki á land- inu i virkjunarmálum, án þess að hann sé haföur meö i ráöum og þaö fjölefli er með honum vinnur. Mitt i dagsins önn hefur hann sinnt myndgerö, stundum talsvert, stundum minna en skyldi. Siguröur er fæddur 24. júli áriö 1902 og þvi tæplega 75 ára aö aldri. Foreldrar hans voru þau frægu hjón Skúli Thorodd- sen, alþingismaöur og ritstjóri og Theódóra Thoroddsen, en þau bjuggu um langt skeiö á Bessastööum, en þar er Siguröur fæddur. Síöar áttu þau heimilii Vonarstræti, þannig aö lifiö byrjaöi i sveit og bæ. Siguröur varö stúdent frá MR áriö 1919 og verkfræöiprófi lauk hann i Kaupmannahöfn áriö 1927. Cgjörn ingur er aö telja upp störf hans hér, enda skipta þau engu máli i þessu sam- bandi, nema ef vera skyldi til aö sýna aö islenzkir embættis- menn, opinberir annamenn og leiötogar, gætu sinnt listum meira en þeir gera nú. Maó for- maður taldi ekki eftir sér aö yrkja þótt hann stjórnaöi milljaröi af fólki, sem var aö byggja nýjan heim fyrir sig. Hannes Hafstein ráöherra orti, sama geröu sýslumenn, prestar og alls konar oddvitar. Nú yrkja valdamenn ekki lengur, né heldur embættismenn, og þeir mála víst litið. Lifsverk Siguröar Thoroddsen i myndlist er ekki svo litiö aö vöxtum. Hann málar mikiö af vondum myndum aö voru mati, en sem betur fer dálitiö af góðum myndum lika. Góöu ein- tökin eru i öllum flokkum mynda, góöar teikningar, t.d. af Ölafi Thors og Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Þá eru á sýningunni ljómandi góöar vatnslitamyndir og dúkristur. Kosturinn viö myndlist Siguröar Thoroddsen er einkum sá, aö honum „fer ekkert fram”.Hann er hinn sami þegar hann situr viö gluggann i for- eldrahúsum, 10 ára gamall og málar næstu hús og þegar hann rúmlega sextiu árum siöar situr viö myndgerö I afturelding viö Vesturbrún. Þess vegna eru myndir Siguröar persónulegar. Hann upplifir mótiv sin en klæö- ir þau ekki eftir Parisartizku. Sýningu Siguröar lýkur 21. júni. Jón Gunnarsson Jón Gunnarsson sýnir vatns- litamyndir aö Kjarvalsstööum dagana 11.-19. júni alls 76 myndir og er myndefni hans einkum tengt sjó og fiskveiðum. Þó eru á sýningunni nokkrar landslagsmyndir. Ef stiklaö er á stóru um myndefnin þá eru þau Brotin bátur, Vestanátt, Enda- bauja, Frá Reykjanesi, Kvika, Esjan, Uppstilling, t.s.frv., Ég hefi ekki áöur séö sýningu hjá Jóni Gunnarssyni, en dálitiö hef ég séö af myndum hans. Ég er sammála þvi áliti listráös, aö vatns 1 i t amyndir Jóns Gunnarssonar eru betri en oliumálverkin (þau sem ég hefi séö), en ég er hins vegar ósam- mála tilskipun listráös, aö Jón megi einvöröungu sýna vatnsliti á Kjarvalsstööum, en ekki oliu- málverk. Bevan sagöi viö brezka þingiö: Þiö veröiö aö taka mig eins og ég er, eöa láta mig hætta, en hann var utanrikisráöherra og fór persónulegar leiðir. Hann vildi ekki láta breyta sér neitt I þinginu. Sama á aö gjöra á Kjarvals- stöðum, annaö hvort fá menn aö sýna þar eöa ekki. Aö meina ákveönar myndir, er of mikil miöstýring og jaörar viö áreitni: jafnvel þótt maöur sé sammála þvi aö vatnslitir séu betri en eitthvaö annaö i farangri listamanna. A sýningu Jóns Gunnarssonar eru margar ágætar myndir. 1 þeim er talsvert atvinnulif og veöurfar. Saltar stemmur frá hafinu. Þótt segja megi sem svo, aö Jón Gunnarsson oftaki sig á sumu af sinu myndefni, þá er heildarsvipur sýningarinnar góöur. Ragnar Páll i Bogasal Ragnar Páll Einarsson, er hálfgeröur útigangsmaöur 1 myndlistinni — þannig séö, aö myndlistarstjórnmálamenn eöa Ragnar Páll Einarsson listpólitikusar hafa visaö honum frá, hafa haldið honum úti i kuldanum. Ragnar Páll fékk ekki aö sýna myndir sinar á Kjarvalsstööum áöur en allt fór þar i bál um áriö og hann flutti myndir sinar i Bogasalinn og al- menningur svaraöi meö þvi aö kaupa þær allar i logandi hvelii. Þaö er fróölegt aö reyna aö gera sér grein fyrir ástæöunni fyrir þvi aö myndlist Ragnars Páls á svo öröugt uppdráttar hjá myndlistaroddvitunum, þvi myndirhanseru geröar af ljóm- andi góöri tækni og kunnáttu. A hinn bóginn eru ekki allir sáttir viö þessa myndlistar- stefnu, aö einvöröungu séu mál- aöar sætar myndir, einhverjar glansmyndir, þegar vel stendur á meö veðurfar. Myndir Ragn- ar Páls eru' óvenju vel geröar, og þrátt fyrir rótgróna and- styggö vissra manna á realisma, þá tel ég nú aö þeir hafi skotiö yfir markiö þegar þeir úthýstu Ragnari Páli um áriö. Til þess hefur listamaö- urinn of augljósa hæfileika. Þaö má hins vegar segja sem svo, aö nesti þaö sem Jóhannes Kjarval og Asgrimur Jónsson létu eftir sig, sé löngu upp étiö og þvi sé fátt úr aö moöa fyrir þá sem á þvi hafa ætlaö aö nær- ast alla ævi. Ég haföi gaman af aö sjá sýn- ingu Ragnars Páls og tel hana bæöi fallega og vandaöa. Þaö er fróölegt fyrir þá sem fást viö myndlistarstörf aö skoöa tækni hans og kunnáttu, en þó veröur liklega ekki lengra haldiö á þessari braut. Ragnar Páll veröur aö finna sér nýjan og persónulegri farveg, án þess aö þaö sé svo sem i vorum verka- hring aö skipa mönnum fyrir. Leikni og kunnátta er málurum mikilsverö, og henni fylgir llka sú ábyrgö aö vinna aö stööugri framþróun, svo menn deyi ekki inn i vanann, þar sem menn keppa aöeins viö sig sjálfan. Elns og sjá má á myndinni, þá ern ný Ibáðarhás rltln skammt frá árglllnn. An efa mnn áin, glliA og uppistöðulónið freista barnanna sem leikvangur — og geta þá leiksiokin e.t.v. orðið dapurleg, ef ekkert er gert til varnar. (timamynd:ATH) h Slysagildran Glerárgil ATH-Reykjavik. Akureyri er bær i örum vexti. Þar hafa á undanförnum árum risið upp ný hverfi og ungt fólk virðist hafa áhuga á að setjast þar að. En i mörg horn er að lita, þegar ný hverfi eru skipulögð. Nú hefur verið hafin bygging húsa fyrir ofan spennistöðina i Glerárgiii, og ef að líkum lætur, þá verður þar margt smábarna I náinni framtið. En ekki hefur verið gert neitt til að girða af gilið, sem óneitaniega er mikil slysa- giidra. Það eru ekki einungis þverhniptir hamraveggirnir sem gætu orðið börnunum að fjörtjóni, heldur er einnig fyrir ofan spennistöðina stórt uppi- stöðulón sem án efa mun freista smáfólksins. Er Timinn ræddi viö Helga Bergs bæjarstjóra á dögunum, þá sagöi hann, aö til stæöi aö verja lóniö á einhvern hátt, en ekki stæöi til að gera neitt I sambandi viö gilið sjálft. — Þaö tekst aldrei að verja giliö, sagöi Helgi, krakkarnir prila bæöi yf- ir giröingar og hliö. Eins og stendur, þá er ekki farið aö byggja viö hættulegasta hlutann af gilinu. Sólborg, vistheimili vangefinna er þarna rétt hjá og þyrfti ef til vill aö gera einhverj- ar ráöstafanir i sambandi viö vistmenn þar. Úr Glerárþorpi Svipmynd af Eyrinni. Þessi hluti bæjarins var byggöur á árunum 1880 tll 1960. Eltt nýjasta hverfiðer á ytri-brekkunni, en þaöan er þessl mynd i könnun, er nemendur við Menntaskólann á Akureyri gerðu, kemur berlega i ljós að talsverður munur er á ibúum einstakra hverfa á Akureyri og virðast þeir skiptast i ólika hópa eftir aldri hverfanna. Þau atriði sem einkum og sér i lagi vekja eftirtekt lesandans eru m.a. eftirfarandi: Fólk sem kaupir ibúðjr i elztu hverfun- um er oftar lágtekjufólk og sjaldnar hátekjufólk en fólk sem kaupir ibúðir i nýju hverfunum. Þeir sem hafa miklar tekjur eru tiltölulega fámennir i elztu hverfunum. Fólk sem býr i yngstu hverf- unum virðist njóta betri iánafyrirgreiðslu, þ.e. skuld- ar yfirleitt meira, en fóik i elztu hverfunum. Kaupendur eldra húsnæðis hafa yfirleitt áttáður heima i sama hverfi. Fólk sem kaupir Ibúðir i elztu hverfunum er á svipuð- um aldri og fóik sem kaupir ibúðir i yngstu hverfunum. Barnlaust fólk og einhleypt er tiltölulega fleira I elztu hverfunum en i þeim yngstu. ,, Stéttlausa’ ’ stéttaþj óðfélagið ATH - R eykjavik. Viö islendingar höfum löngum hreykt okkur af þvi að hér rikti stéttlaust þjóðfélag. Sem betur fer þá rikir hér á landi ekki svipaður ójöfnuður og viða i ná- grannalöndunum, en þvi fer fjarri að mannlifiö hér sé svo sem margir viija vera iáta. Þvi miður hafa ekki verið gerðar itarlegar kannanirá þessu sviði hér á landi, en þau gögn sem fyrir liggja nú þegar, ættu að vera ráðamönnum nægjanlegur leiðarvisir, hafi þeir yfirleitt áhuga á að breyta þróuninni. Það er opinbert leyndarmál, aö búseta fóiks skiptist á hverfi eftir efnahag. t Reykjavik til að mynda, býr efnaminna fólk gjarnan i gamla bænum og i á- kveðnum hlutum Breiðholts- hverfa. A Akureyri hins vegar þá býr þaö fólk á Eyrinni og i innbænum. Um þetta segir svo I norrænu menningarkönnuninni sem gerð var á Akureyri á árun- um 1974-75: „Svo virðist sem hátekjustéttirnar, atvinnurek- endur og opinberir starfsmenn, séu einkum i nýrri hverfunum i bænum. Einkum er skiptingin skýr i Lundunum, Byggðun- um og syðri brekkum. Faglærð- ir verkamenn sem margir hverjir hafa ekki lakari tekjur en atvinnurekendur og embættismenn búa einkum i Gerðunum, Lundunum og Völl- unum og einnig i Glerárhverfi austan Hörgárbrautar. Athyglisvert er hve fáir at- vinnurekendur og opinberir starfsmenn eru á Oddeyri og i Glerárhverfum. Stéttaskipting cftir hverfum virðist þannig vera tiltölulega skýr á Akureyri.” ,, Stéttaskiptin gin” könnuð nánar Þó svo aö gott starf hafi veriö unniö meö norrænu menningar- könnuninni, vantaöi mikiö uppá að verkinu yröi lokiö. Henni var ekki ætlað aö rannsaka mismun á ibúum hverfanna og siöastlið- iö haust könnuöu þvi nokkrir nemendur i félagsfræöideild Menntaskólans á Akureyri þessa stéttaskiptingu nánar. Aöalheiöur E. Jónsdóttir og Anna Þ. Ingólfsdóttir geröu at- hugun á aðalbyggingartima hverfanna sem gengiö haföi veriö út frá I norrænu menn- ingarkönnuninni og I leik- og starfskönnun, sem gerö var snemma á sJ. ári. Siöan rann- sakaöi Anna útsvarsgreiöslur fólks i þessum hverfum áriö 1976 en Aöalheiöur kannaöi flutninga fólks innan bæjarins, hvaöan fólk flutti og hvert áriö 1975 og fyrri hluta árs 1976. Hún takmarkaöi rannsókn sina viö þá sem höföu keypt ibúöarhús- næöi eöa byggt og flutt í þaö á þessum tima. Jafnframt safnaöi hún upplýsingum um aldur fólks og útsvarsgreiöslur. Nanna Rögnvaldsdóttir rannsakaöi fjölskyldustærö og gerö I hverfunum. Bæjarhverfunum á Akureyri var skipt i fjóra flokka til aö- greiningar, þ.e.: Hverfi A: Geröi, Lundir — Hverfi B: Byggöir, Glerárhverfi — Hverfi C: Brekkur, Mýrar, Vellir — HverfiD: Innbær, gamla Eyrin, miöbær. Elzta hverfiö er inn- bærinn, en hann byggðist upp á árunum 1880 til 1930. Yngstu hverfin eru Geröin og Lundirn- ir. Uppbygging þeirra hverfa hófst I byrjun þessa áratugar og er enn ekki lokið. Hátekjufólk býr eink- um i nýjustu hverfun- um I töflu yfir útsvarsgreiöslur gjaldenda á Akureyri eftir bú- setu 1976, kemur i ljós að gjald- endur meö undir 150 þúsund krónur i útsvar eru i miklum meirihluta i hverfi D. Flestir þeir sem greiöa yfir 150 þúsund búa i nýjustu hverfunum. í nýj- ustu hverfunum býr sem sagt þaö fólk sem hefur hæstar tekj- urnar en lágtekjufólkiö er til- tölulega flest i elztu hverfunum. Sé litiö á skiptingu þeirra út- svarsgjaldenda, sem greiöa hæst og lægst útsvar, þá kemur i ljós aö 33% gjaldenda i A-hverf- unum greiða minna en 100.000 kr. i útsvar en 63% gjaldenda i D-hverfunum. 1 A-hverfunum búa 17% gjaldenda en aöeins 11% þeirra sem greiöa minna en 100.000 kr. i útsvar og 33% þeirra sem greiða meira en 250.000 kr. (vergar tekjur meiri en kr. 2.750.000) Algengt að fólk flytji innan hverfanna Séu teknir til athugunar flutn- ingar fólks i nýju hverfin á Akureyri, kemur sú athyglis- veröa staöreynd i ljós að fólk flytur mikiö innan þessara nýju hverfa. Þegar undan er skilinn flutningur fólks i þessi nýjú hverfieralgengast aö fólk flytji innan sama hverfis. Greinilegt er að ibúar elztu hverfanna flytja sizt i nýju hverfin heldur flytja þeir i þær ibúöir sem losna i elztu hverfunum. Þar sem stúlkurnar fjalla um i ibúðakaupendur segja þær, aö þeir séu fáir i lægsta tekju- flokknum nema helzt þeir sem kaupa ibúðir i elztu hverfunum. Hins vegar eru kaupenduráber- andi margir i hæsta tekju- flokknum. Alykta þær þvi, aö engra breytinga sé aö vænta i þvi aö ibúar Akureyrar skiptist i hverfi eftir stéttum. Heldur muni þróunin veröa i þá átt aö skilin milli hátekjufólks og lág- tekjufólks veröi æ skýrari. Fyrir þá sem eiga bágt meö aö trúa þvi sem á undan er komiö, má geta þess a^upplýsingar úr norrænu menningarkönnuninni renna enn styrkari stoöum und- ir þessar skoöanir. Þar kom fram aö ibúar nýju hverfanna skulda til muna meira en ibúar eldri hverfanna, einkum ibúar hinna elztu. Varpað er fram þeirrispurningu,hvort þeirsem hafa hæstar tekjurnar fái jafn- framtbeztu lánafyrirgreiösluna sem gerir þeim kleift að komast i nýjasta og bezta húsnæöiö. En ekki fara nemendurnir neitt nánar út i þaö atriöi, enda ekki tilgangur þeirra. I töflu yfir aldursskiptingu þeirra sem keyptu eöa byggöu ibúðarhúsnæöi á Akureyri áriö 1975 og fyrri hluta árs 1976, sést að meira en helmingur þeirra sem keyptu ibúöir eru undir þritugu. Svo viröist sem tiltölu- lega margt fólk eldra en þritugt flytjist I B og C hverfin en til- tölulega sjaldgæft er aö fólk yfir fertugt kaupi ibúö i elztu hverf- unum. Galleri Suöurgötu 7. Erlend myndlist í Gallerí Sudurgötu 7 Kás-Reykjavik. Laugardagiim 18. júni opnuöu tveir Þjóöverjar Jan Voss og Johannes Gauer, Hollendingurinn Henriette Egten og Bandarikjamaöurinn Tom Wasmuth, myndlistarsýningu I Galleri Suöurgötu 7. Mun þessi sýning vera liöur i viöleitni gallerisins til aö kynna tslending- um erlenda myndlist. I fréttatil- kynningu, sem blaöinu hefur bor- izt frá aðstandendum gallerisins segir, aö hér sé á feröinni fram- sækiö fólk i myndlist og veröi for- vitnilegt um aö litast á sýning- unni. Sýningin stendur yfir til 3. júli og er opin 4-io virka daga en 2-10 um helgar. 1 j jjjjjljj I 1 Sjúkrahólal RauAa krossina •ru á Akurayrí og i Raykjavík. RAUÐIKROSSISLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.