Tíminn - 22.06.1977, Side 13
Miðvikudagur 22. júni 1977
13
Arthur Rubinstein og Sin -
fóniuhljómsveitin i St. Louis
leika „Nætur i görðum
Spánar” ftir Manuel de
Falla: Vladimir Golsch-
mann stj. Konunglega
filharmoniusveitin i
Lundúnum leikur „Simple
Symphony” fyrir strengja-
sveit op. 4 eftir Benjamin
Britten: Sir Malcolm
Sargent stj. Sinfóniuhljóm-
sveitin i Birmingham leikur
„Hirtina”, ballettsvitu eftir
Francis Poulenc: Louis
Fremaux stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.30 Litli barnatiminn
Finnborg Scheving sér um
tlmann.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Viösjá Þáttur um bók-
menntir og menningarmál i
umsjá Olafs Jónssonar og
Silju Aðalsteinsdóttur.
20.00 Sönglög eftir Sigfús
Halldórsson Guðmundur
Guðjónsson syngur við
undirleik tónskáldsins.
20.20 Sumarvaka a. Þáttur af
Gamla Péturssyni Knútur
R. Magnússon les úr ritum
Bólu-Hjámars. b. Viö ljóöa-
lindir.Séra Ölafur Skúlason
og dómprófastur les nokkur
kvæöi eftir dr. Richard
Beck og minnist áttræöis-
afmælis hans fyrir skömmu.
c. Hin vota brúöarsæng.
Rósa Gisladóttir frá Kross-
geröi segir frá atburðum I
Hamarsfirði og grennd
voriö 1899. d. Kórsöngur
Karlakór Reykjavikur
syngur. Söngstjóri: Páll P.
Pálsson.
21.30 Gtvarpssagan: „Undir
ljásins egg” eftir Guömund
Haildórsson Halla
Guðmundsdóttir leikkona
les (4)
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir. Kvöld-
sagan: „Vor i verum” eftir
Jón Rafnsson. Stefán
ögmundsson les bókarlok
(27).
22.40 Nútimatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Miðvikudagur
22.júní
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Nýjasta tækni og visindi
Umsjónarmaöur Sigurður
H. Richter.
20.55 Onedin-skipafélagiö (L)
Breskur myndaflokkur. 5.
þáttur. Sóttkvi Efni fjórða
þáttar: í fjarveru Elisabet-
ar hefur Róbert fallist á að
ganga i samtök skipaeig-
enda, þar sem ákveöiö er að
hækka farmgjöld til muna.
Þegar Elisabet kemur heim
frá Suöur-Ameriku, þver-
tekur hún fyrir að skrifa
undir slikan samning, enda
sér hún fram á, aö hún muni
missa flestalla viðskiptavini
sina. Hún undirbýöur hina
skipaeigendurna, svo að
tveir þeirra neyðast til að
leigja henni skip sin, en þau
hafði Elisabet einmitt ætlað
sér. Karlotta, dóttir James,
heimsækir föður sinn, og fer
vel á með þeim. Ljóst er, að
fylgdarkona hennar, Letty,
hefur dýpri áhrif á James
en hann vill vera láta. Þýö-
andi Óskar Ingimarsson.
21.45 Stjórnmálin frá striös-
lokum Franskur frétta- og
fræðslumyndaflokkur. Þýð-
andi og þulur Sigurður Páls- '
son.
22.45 Dagskrárlok
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
LIKI OFAUKIÐ
eftir Louis Merlyn
— Er þér I jost, að ég gæti drepið þig? spurði Fran.
Larry Neilson gekk aftur á bak f rá henni að dyrunum
og andlit hans var öskugrátt. Hún sá að hann var hrædd-
ur, og reiði hennar breyttist í kalda fyrirlitningu.
Nú stóð hann upp við hurðina og gat ekkert gert, nema
hann sæi sér færi á að opna dyrnar og f lýja. Hann þurrk-
aði sér um ennið með jakkaerminni.
— Ég get ekkert annað gert, sagði hann. — Ég verð að
vernda sjálfan mig.
Hún stóð upp, hávaxin og glæsileg og gretti sig af
fyrirlitningu. — Svo þurftirðu Ifka að koma með hana
hingað. Enn eitt til að skaprauna mér.
Hann rjálaði við handfangið, en leit ekki af andliti
hennar. Hann talaði eins og tungan væri uppblásin af
þurrki. — Hvaða máli ætli það skipti þig? Þú hef ur þó
þennan dásamlega Nat þinn. Hann talaði hraðar og orð
hans voru ásakandi. — Það vita það allir, hvað sem þú
reynir að breiða yfir það.
Hún fann aftur til reiðinnar, hún varð að stilla sig svo
hún yrði ekki skjálf hent, þvi hún beindi að honum byssu.
— Ég skal stöðva þig, sagði hún. — Þó það verði mitt
síðasta verk, skal ég stöðva þig.
Andardráttur hennar var þungur.
— Þú getur ekkert gert, sagði hann. Hann var vel
byggður, ungur maður, Ijóshærður, en tekinn að grána
við gagnaugun. Nú, þegar hann hafði náð taki á hand-
f anginu, var hann ekki eins vonlaus á svipinn og var orð-
inn öllu rólegri.
— Ekkert, hélt hann áfram. — Hvorki þú né Nat
Silone. Ég er búinn að ganga f rá því öllu og þannig verð-
ur það. Það...hann þagnaði, þegar hún lyfti byssunni.
Hann þreif um handfangið. Hún stóð andartak óákveð-
in og það nægði honum til að komast fram á ganginn.
Hurðin nötraði þegar hann skellti henni á eftir sér.
Ég er búinn að ganga frá þessu öllu: Löngun hennar til
aðtortíma honum olli henni skjálfta. Hún gekk stuttum,
hröðum skrefum að dyrunum, opnaði þær og gekk að
dyrunum í hinum enda gangsins.
Hún kom inn í illa upplýst spilaherbergið. Aðeins var
kveikt á kertum í stórum stjaka og Ijósið féll á rúllettu-
hjólin þrjú og ekkert annað. Dimmt var á barnum og
einnig á spilaborðunum hinum megin í herberginu.
Hún stóð kyrr og horfði í kringum sig. Emile Elios stóð
við sitt rúllettuborð og var að taka teppið af, tilbúinn
fyrir kvöldið. Hinum megin við hann, í litlum hóp, stóðu
Polly Baird og Roy Hiller og töluðu við Larry Neilson.
Hann sneri baki að henni.
— Larry! Hún sagði það ekki ýkja hátt, en rödd hennar
bergmálaði i tómu herberginu.
Hann sneri sér við, þegar félagar hans þögnuðu. Hún
lyfti byssunni og gekk áfram, en skaut einu skoti fyrir
hvert skref, sem hún tók.
— Þarna sérðu, sagði hún. — Ég var búin að seg ja þér,
að ég gæti drepið þig.
Hún þagnaði, stóð í tána á öðrum fæti og hélt byssunni
út frá mjöðminni. Svipur hennar breyttist í undrun og
loks í skelfingu.
Það gat ekki verið, hugsaði hún. En hann var hættur að
horfa spyrjandi á hana, hann féll fram yf ir sig. Undrun-
in í andliti hans hvarf undir blóðflóð og síðan féll hann
fram yfir sig.
Enginn sagði neitt, enginn hreyfði sig, Loks var það
Roy Hiller, sem hafðist eitthvað að. Hann gekk iöngum
skrefum til Fran.
Hann snerti öxl hennar og hún gerði sér Ijóst, að hann
var þarna. Þá sagði hún hálfkæfðri röddu: — Nei! og
sleit sig frá honum. Hönd hans féll niður, en Fran þaut
að dyrunum, opnaði þær, gekk fram og hrasaði í flýtin-
um.
Hún hélt áf ram að hinum enda gangsins, gegnum aðr-
ar dyr þar, lokaði þeim að baki sér og dró andann ótt og
títt.
Nat Silone leit upp frá verkefni sínu á skrifborðinu og
leit rólega á hana. Skarpskyggn, hvöss augu hans sáu
byssuna, andlitssvip stúlkunnar og að hún hefði greini-
lega orðið fyrir áfalli.
— Skauztu hann?
Hún kinkaði kolli, ennþá móð. Hann stóð upp og
hraðaði sér til hennar. Snertingin var blíðleg við bera öxl
hennar og það hressti hana aðeins við. Slikjan yfir aug-
um hennar hvarf og hún hristi höfuðið.
— Nat, hann er dáinn. Ég myrti hann.
Silone tók byssuna úr hönd hennar. — Með þessari?
spurði hann blíðlega.
— Ég skaut hann í andlitið, Nat. Ég hlýt að hafa drepið
hann strax.
— Bölvuð þvæla, sagði hann skyndilega hvasst. Hann
var ekki mikið hærri en hún, en virtist allur mun meiri.
— Það er útilokað, sagði hann, þegar hún var setzt
niður.
Hún sat stíf í stólnum og beið ákvörðunar hans og að
hann leiðbeindi henni, eins og hann hafði alltaf gert.
Hann stakk byssunni í vasann og sneri sér undan. Hún
heyrði dyrnar lokast að baki honum, en hún hreyfði sig
ekki. Hún sat enn í sömu stellingum, þegar hann kom
aftur.
— Hann er dauður, sagði hann.
Hann sat við skrif borðið og lagði byssuna á það. Ljósið
frá borðlampanum endurkastaðist af gljáandi plötunni
og hann f leygði bréf i yf ir hana. Síðan rétti hann út hönd-
ina eftir símanum, ofurhægt.
— Hvað ætlar þú að gera? spurði hún.
— Hringja til Ricks Milan, sagði hann. — Hann er
kominn heim aftur. Geturðu ímyndað þér einhvern
annan?
Hún hló einkennilegum hlátri. — Clarence Darrow,
sagði hún.
Hringdu á Eternity og spurðu eftir Clarence Darrow.
— Milan er alveg eins góður, svaraði hann og byrjaði
að snúa skifunni.
2. kafli
Enginn vaf i lék á sjálfsöryggi Milans. Það bókstaf lega
geislaði af honum, þegar hann gekk, talaði og hvernig
hann brást við í hvert sinn.
Hann hafði komið inn bakdyramegin, gegnum einka-
útgang Nats Silone að bílastæðinu. Nú hnykkti hann til
höfðinu. — Þú segir að það sé fólk þarna frammi.
Geturðu ekki komið því út?
— Ég hef engan áhuga á því, Rick, svaraði Silone. —
Ég vildi bara aðþú kæmir, fyrst af öllu.
— Allt í lagi, AAilan kveikti í vindlingi og sneri sér að
Fran.— Þér eruð ungfrú Riley og starfið sem gestgjafi
hér.
— Þér þekkið mig, sagði Fran. — Þér haf ið þekkt mig í
þrjú ár.
— Lögreglan mun spyrja svona. sagði hann. Hann var
hávaxinn, grannur maður, dökkhærður með dökka húð
og augun virtust svört undir þungum brúnum. Andlitið
var magurt, varirnar, nefið og hakan þunnt. Stórt ör
f yrir ofan vinstri augabrún gerði spurnarsvip á andlitið,
eins og hann efaðist um allt sem hann heyrði. Hann gerði
það líka venjulega.
„Viö erum ekkert aö erfa þetta,
Jói.... látum þá hafa þaö og
gleymum svo öllu saman.”
DENNI ■ 0
„DÆMALAUSI *