Tíminn - 22.06.1977, Qupperneq 15

Tíminn - 22.06.1977, Qupperneq 15
Mi&vikudagur 22. jiini 1977 15 Rúmgóður ódýr Fíat Fíat 125p — Hámarkshraði 155 km. — Bensín- eyðsla um 10 lítrar per 100 km. — Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum. — Radial-dekk. — Tvöföld framljós með stillingu. — Læst bensínlok. — Bakkljós. — Rautt Ijós í öllum hurðum. — Teppalagður. —. Loftræstikerfi. — öryggisgler. — 2ja hraða miðstöð. — 2ja hraða rúðu- þurrkur. — Raf magnsrúðusprauta. — Hanzkahólf og hilla. — Kveikjari. — Litaður baksýnisspegill. — Verkfæra- taska. — Gljábrennt lakk. — Ljós i far- angursgeymslu. — 2ja hólfa kabora- tor. — Synkronesteraður girkassi. — Hituð afturrúða. — Hallanleg sætis- bök. — Höfuðpúðar. ó M fo S'v FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Siðumúla 35 Simar 38845 — 85855 Húsmæðraskólinn á ibúa Olafsvikur, sem sáu á bak góðum vinum. Sem betur fer hafa þessi vinabönd aldrei brostið, hugur þeirra hefur leitað vestur, og við mörg tækifæri hefur sr. Magnús heimsótt fyrrverandi söfnuð sinn og á vonandi eftir að gera það oftar. Frú Rósa hefur átt við erfið veikindi aö striða hin siöari ár, sem hún hefur borið eins og hetja á sinn hljóöláta hátt. Nú þegar hún er öll, sendum viö vinir hennar hér fyrir vestan, Ólafsvikurbúar, okkar einlægar kveðjur og hjartans þakkir fyrir hennar mikla starf og góðu áhrif fyrr og siðar, við blessum minn- ingu hennar. Ég leyfi mér i nafni Ólafsvikursafnaðar að flytja eig- inmanni hennar, okkar gamla, góða sóknarpresti og vini, börn- um þeirra og fjölskyldum, inni- legar samúðarkveðjur, við biðj- um góöan Guð að gefa þeim styrk i sorg þeirra — megi minningin um hina góðu konu verða ljós á vegi þeirra um ókomin ár. Alexander Stefánsson Bergþóra 50 ára Kás —- Reykjavik.Hinn 6. júni s.l. átti kvenfélagiö Bergþóra i ölfusi 50ára afmæli, en félagið mun vera eitt elzta félagið á sam- bandssvæði Sambands sunn- lenzkra kvenna. Fyrsti formaður og aðalhvatamaöur að stofnun þess var Guðrún Snorradóttir, Þórustöðum, og voru stofnendur 20 taisins. i tilefni þessara timamóta, bauð félagi öllum félagskonum og nokkrum eldri meðlimum til kvöldverðar og leikhúsferöar i höfuöborginni. Agrip af sögu félagsins hefur nýlega verið ritaö, og kemur þaö til með að birtast i fyrirhuguöu afmælisriti Sambands sunn- lenzkra kvenna, en á næsta ári verður það 50 ára. 1 stjórn kvenfélagsins Bergþóru eru Valgerður Tryggvadóttir, Vogi, Guðriður Guöjónsdóttir, Hjarðarbóli og Þrúður Sigurðar- dóttir, Hvammi. Rósa Thorlacius Einarsdóttir f. 26/8 1890 d. 15/6 1977. Með stuttu millibili hafa látizt tvær mikilhæfar konur, sem á sinum tíma mörkuðu djúp og heillarik spor meö starfi sinu i okkarlitla byggðarlagi, Ólafsvik, Magnea Guðrún Böðvarsdóttir, lézt 22. mai s.l., útför hennar var gerð i Reykjavik 31. mai. s.l. hún var skólastjórafrú i Ólafsvik i 25 ár, ög frú Rósa Thorlacius Ein- arsdóttir, prestsfrú i Ólafsvik i rúm 40 ár, en útför hennar fer fram i dag, 22. júni. Ibúar ólafsvikur minnast beggja þessara eftirminnilegu kvenna með sérstakri virðingu og þökk. Frú Rósa Thorlacius fluttist til Ólafsvikur 1920 með eiginmanni sinum sr. Magnúsi Guðmunds- syni, þau gengu i hjónaband 27/6 1920, hann var fyrst kennari i Ólafsvik, aðstoðarprestur 1921 og sóknarprestur i ólafsvikursókn 1923, gegndi þvi starfi í rúm 40 ár, jafnframt sem prófastur I Snæ- fellsnesprófastsdæmi frá árinu 1962, lét af prestskap i ólafsvik 1963 og fluttust þau hjón til Reykjavikur þar sem þau hafa átt heima siðan. Þau hjónin eignuðust 5 börn, tvo syni og þrjár dætur, sem öll fæddusthér i Ólafsvik, eldri sonur þeirra, Guðmundur, lézt af afleið- ingum bifreiöaslyss i Reykjavik rúmlega tvitugur að aldri, var mikill harmur af fráfalli hans, hann var sérstakur efnis- og drengskaparmaöur. Hin systkin- ineru: Helga, kennari við æfinga- deild Kennaraháskólans, Kristin, ekkja Þóröar heitins Möíler, yfir- læknis, Einar, fulltrúi hjá Eim- skip, kvæntur Petreu Steinadótt- ur og Anna prestfrú i Skálholti, gift sr. Guðmundi Óla Ólafssyni. Heimili þeirra frú Rósu og sr. Magnúsar i ólafsvik var ávallt meö sérstökum blæ, myndar- skapur, lifsgleði og kærleikur var aðalsmerki heimilisins. Frú Rósa var sérstök mannkosta kona, það streymdi út frá henni öryggi og hlýja, hún hafði ekki hátt I starfi sínu, en allt virtist gerast eins og afsjálfu sér. Hún vann sér ást og viröingu allra, sem i nálægð hennar voru, það kom sjálfkrafa, að allir hér um slóðir, ungir sem gamlir, kölluðu hana ávallt frú Rósu, bæði viö hana sjálfa og i umtali, þetta var svo eölilegt, að börnin i þorpinu gerðu þetta ósjálfrátt við fyrstu kynni. Eg gæti imyndað mér, að þær séu fá- ar konur hér á landi sem öðlazt hafa sjálfkrafa slika almenna virðingu og ástúð samferðafólks- ins, og sýnir þetta hvað bezt, hverjum fágætum eiginleikum frú Rósa var gædd. Hún starfaöi mikið að liknar- og mannúðarmálum, stundaöi ljós- móðurstörf, ef á þurfti aö halda, svo og hjúkrun, allsstaðar fylgdi henni hljóðlát hlýja og öryggi. Frú Rósa var eiginmanni sin- um stoö og stytta i hans mikla fjölbreytta og oft erfiöa starfi, stóð ávallt við hliö hans viö kirkjulegar athafnir. A þeim árum var sú venja hér um slóöir, að flestar giftingar og skirnarathafnir fóru fram á heim- ili presthjónanna, frú Rósa sá um allan undirbúning og aöstoöaöi við sjálfa athöfnina, og á næstum ótrúlegan hátt, var ávallt veizlu- borð tilbúið aö lokinni hverri at- höfn. Þetta var með sérstökum vinarblæ, sem frú Rósu var svo meðskapað og tengdi söfnuðinn traustum vinaböndum við prest- hjónin gegnum árin. Annaö dæmi vil ég nefna, sem lýsir vel mannkostum frú Rósu, áhuga hennar á starfi manns sins og hlýhug hennar og trúmennsku við kirkju og kirkjulif. í áraraöir bauð hún heim organista og kirkjukór eftir siðustu söngæf- ingu fyrir hver jól, þetta var ekk- ert venjulegt kaffiboð, það var fullkomið jólaboð, heimilið var komiö i jólabúning, góðgerðir all- ar með glæsibrag, sem frú Rósa ein gat töfrað fram. Minningin um þessi sérstæöu jólaboö frú Rósu lifir ávallt i hugum okkar hinna mörgu kórfélaga frá þess- um árum, góðvildin kærleikur hennar og heimilisins umvafði okkur og gerði þessar stundir að sifelidu tilhlökkunarefni. Fjölmörg svona atvik væri hægt að tilfæra, sem hin rpikil- hæfa kona, sem hér er minnzt, varðaði veginn hér I Ólafsvik, sem höfðu mannbætandi áhrif á samferðafólkið og juku jafnframt áhrifin af starfi okkar ástsæla sóknarprests. Hús þeirra stóö öll- um opiö, gestakoma var mikil, en allt virtist þetta svo sjálfsagt og auövelt undir stjórn frú Rósu, sem alltaf átti næg úrræði. Ég átti þvi láni að fagna, ásamt systkinum minum að alast upp i nálægð prestfjölskyldunnar. Prestseturshúsið „Skálholt” og hús foreldra minna „Uppsalir” stóðu hliö viö hlið, traust og ein- læg vinátta var ávallt milli þess- ara heimila, öll börnin á lfkum aldri, þessi vinátta hefur aldrei dvinaö, við urðum fyrir miklum, dýrmætum áhrifum frá þessu góöa fólki. Mér verður oft hugsað til þess, hversu fágæt ástúð og samhugur rikti milli presthjón- anna og barna þeirra, nákvæmni frú Rósu við að hafa ávallt i full- komnu lagi útbúnað eiginmanns- ins, sem oft þurftiað fara skyndi- lega i erfið ferðalög, ýmist fót- gangandi eða riöandi, áöuren bil- ar komu til, en sr. Magnús var orölagöur ferðagarpur. Ég hefi sjaldan orðið vitni aö svo fágætri umhyggju, ef hægt er að tala um fullkomna eiginkonu, átti þaö vissulega við um frú Rósu. Þegar hjónin fluttu frá Ólafsvik áriö 1963, fylgdu þeim hlýjar og einlægar kveðjur og þakkir allra Laugum vel sóttur Húsmæöraskóla Þingeyinga að Laugum var slitið sunnudaginn 22. mai sl., að viðstöddum fjölda gesta, þar báru hæst foreldrar nemenda og var það ánægjulegt. Skólinn hefur nú starfað samfeilt I 48 ár, misjafnlega blómlega þó, og með dálitið mismunandi starf- semi, sérstaklega nú hin siðari ár. En eins og flestum er kunnugt hafa húsmæðraskólarnir i land- inu átt við vissa erfiðleika aö striða undanfarin ár, bæði vegna nemendafæðar og einnig vegna vandkvæöa á ýmissi fyrirgreiöslu frá æöri stofnunum. Mörgu hugs- andi fólki hefur þvi veriö þaö áhyggjuefni, hvaðum þessa skóla verður I framtiðinni. Þeir sem fara með stjórn menntamála I þessu landi eru ekki á eittsáttir hvaöa stefnu eigi að taka varðandi hússtjórnar- fræðsluna. Skólarnir hafa þó fengið aö starfa fram til þessa hafi þeir nemendur og starfskrafta. S.l. 5 ár hefur starfsári hús- mæðraskólans að Laugum verið skipt i 2 hluta, og hefur það gefizt mjög vel. Þá eru starfrækt á haustin, fram til jóla ýmisskonar námskeið fyrir fólk úr héraöinu, þetta eru eingöngu kvöldnám- skeiö (frá einu kvöldi upp i 10 kvöld), þar er kennt t.d. vefnað- ur, fatasaumur, tauþrykk, leöur- vinna, smáréttir, glóöarsteiking, gerbakstur, grænmetisréttir, al- menn matreiðsla, smurt brauð, sildarréttir og fleira mætti telja. Að deginum til er svo starfrækt hússtjórnarfræðsla fyrir nemend- ur úr héraðsskólanum á Laugum og úr barnaskólanum á Litlu- Laugum. Eftir áramót ár hvert (jan.-mái) er svo um 20 vikna hússtjórnarskóli, þá búa allir nemendur i heimavist skólans, þar er kennd vélritun, auk al- mennrar hússtjórnarfræöslu. Skólinn var fullsetinn I vetur með 24 nemendur, en ekki er hægt að hafa fleiri nemendur i heimavist. Hæstu aöaleinkunn, 8.20, hlutu 2 nemendur, Eydis Búadóttir frá Patreksfirði, og Guörún Björg Einarsdóttir frá Hafnarfiröi. Nemendur voru á aldrinum frá 16 ára — 24 ára, þ.á m. hárgreiðslu- meistari. Mikið er þegar fariö að berast af umsóknum fyrir næsta vetur, en umsóknarfrestur um skólavist er til 15. ágúst n.k. Skólastjóri húsmæðraskólans er Hjördis Stefánsdóttir á Lauga- bóli, og gefur hún allar nánari upplýsingar um skólann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.