Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.02.2006, Qupperneq 2
2 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR HÁSKÓLI ÍSLANDS 26. FEBRÚAR NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hi.is ÞÝSKALAND, AP Tæplega 30 fuglar til viðbótar hafa greinst með hina banvænu fuglaflensu á eyjunni Schwerin í norðurhluta Þýska- lands. Alls eru tilfellin því orðin 41 þar í landi. Fylgst verður vandlega með eyjunni á næstunni til að koma í veg fyrir að flensan breiðist út. Fyrsta fuglaflensutilfellið greindist í dauðum svönum og í erni á eyjunni Rügen í Þýska- landi á dögunum. Enn hefur engin manneskja smitast af fuglaflensu í Þýskalandi. Hins vegar hafa rúm- lega níutíu manns látist af völdum sjúkdómsins í Asíu og Tyrklandi á undanförnum þremur árum. - fb Fuglaflensa í Þýskalandi: Sýktum fuglum fjölgar stöðugt SÝKTIR FUGLAR Vísindamenn halda á pokum með sýktum fuglum sem fundust á eyjunni Rügen í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÓÐAÚTBOÐ Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir það ganga gegn markmiðum útboðsreglna að einn maður, Bene- dikt Jósepsson, hafi átt hæsta tilboð í allar einbýlishúsalóðir við Úlfars- fell nema eina. „Markmiðið var að gefa einstaklingum, sem væru að byggja yfir sig, tækifæri til að bjóða í lóðirnar. Það eru fyrirvarar í útboðsskilmálunum sem gera ráð fyrir því að hægt sé að endurskoða samninginn. Ég geri ráð fyrir því að við munum skoða þessi mál strax á morgun því það er augljóst að það gengur gegn markmiðum útboðsins að sami einstaklingurinn sé með hæsta tilboð í 39 af 40 tilfellum.“ Byggingafyrirtæki höfðu ekki leyfi til þess að bjóða í einbýlis- húsalóðirnar. Benedikt, sem er eig- andi fyrirtækisins ByggBen ehf., bauð því í lóðirnar í eigin nafni. Benedikt segir það vera ein- kennilegt ef til- boð hans verða ekki samþykkt, þar sem hann fór að öllum útboðsreglum. „Það kemur mér verulega á óvart ef Reykjvík- urborg ákveð- ur að grípa til aðgerða. Ég tel mig hafa farið að öllum settum reglum. Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að gera öllum til geðs.“ Benendikt segir ennfremur að um mikið hagsmunamál sé að ræða fyrir hann og fyrirtæki hans, Bygg- Ben ehf. „Þetta er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál fyrir mig og mitt fyrirtæki. Ég bý í grennd við þetta hverfi og hef sterkar skoðan- ir á því hvernig skipulagsmálum á þessu svæði skal háttað. Það kemur mér verulega á óvart ef það verður ekki fallist á mín tilboð og ég trúi því hreinlega ekki að það verði nið- urstaðan.“ Reykjavíkurborg fær rúma fjóra milljarða fyrir lóðirnar við Úlfars- fell sem í heild eru 120 talsins. Gert er ráð fyrir því að rúmlega 400 íbúðir muni rísa á lóðunum. Heimilt er samkvæmt útboðs- skilmálum að bjóða í fleiri en eina lóð og hafa þeir, sem hæsta tilboð- ið eiga í hverja lóð, leyfi til þess að framselja byggingaréttinn á lóðinni. Reykjavíkurborg hefur þó forkaupsréttinn ef byggingarrétt- urinn er framseldur. Gert er ráð fyrir því að lóðirnar verði orðnar byggingarhæfar í nóv- ember á þessu ári. magnush@frettabladid.is Kemur til greina að endurskoða útboðið Það gengur gegn markmiðum útboðsreglna að Benedikt Jósepsson geti átt hæsta boð í 39 af 40 einbýlishúsalóðum við Úlfarsfell. Þetta segir Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borgarstjóri. Benedikt undrast viðbrögð borgarstjóra. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Telur ástæðu til þess að fara vandlega yfir útboðsmál að nýju. Fjórir teknir ölvaðir Lögreglan í Kópavogi stöðvaði í fyrrinótt fjóra öku- menn vegna gruns um ölvun við akstur. Í öllum tilfellum reyndist sá grunur á rökum reistur. MYND AF FRAMTÍÐARSKIPULAGI VIÐ ÚLFARSFELL Gild tilboð i lóðirnar 120 sem boðnar voru út, voru alls 4240 talsins. Rætt verður um það í borgarstjórn á morgun hvort ástæða sé til þess að skoða útboðin enn betur. FUGLAFLENSA Áhættumat vegna fuglaflensu er óbreytt, er nið- urstaða fundar viðbragðshóps á vegum embættis yfirdýralæknis. Hópurinn hélt fund fyrir helg- ina þar sem farið var yfir þróun flensunnar undanfarna daga. Fyrstu niðurstöður úr rann- sóknum á fuglum sem fundust dauðir í Danmörku í vikunni benda til þess að þeir hafi ekki drepist úr fuglaflensu. Þeir verða þó rannsak- aðir frekar til að hægt sé að útiloka fuglaflensuna algjörlega. Haraldur Briem sóttvarnar- læknir segir að það hafi komið á óvart hversu fljótt flensusmit barst í álftir í Þýskalandi. Fremur hefði verið búist við tilvikum af þessu tagi síðar í vor. Hins vegar liggi flugleið farfugla ljós fyrir. Slóðin liggi um Grikkland, Austurríki, Ítalíu og Þýskaland. Ljóst sé að mjög skæður stofn hafi lagt þessa fugla að velli. Greinilegt sé að einhverjir fuglar séu í góðu sambýli við veiruna og flytji hana á milli. Haraldur sagði Landlæknis- embættið ekki hafa mælt gegn ferðamennsku til landa þar sem fuglaflensan hefur komið upp. Á heimasíðu embættisins eru leið- beiningar um hvað ferðamönnum ber að varast í heimsóknum til við- komandi landa. jss@frettabaladid.is Viðbragðshópur yfirdýralæknis á fundi í gær: Áhættumat er óbreytt RÓM, AP Ítalski ráðherrann Roberto Calderoli sagði af sér í gær eftir að hafa legið undir mikilli gagnrýni fyrir að klæðast stuttermabol með teikningum af spámanninum Múhameð í ítölsku sjónvarpi. Að minnsta kosti tíu manns létust í miklum mótmælum sem áttu sér stað fyrir utan sendiráð Ítala í Líbíu vegna ögrandi athæf- is Calderolis. Hann er liðsmaður í Norðurflokknum sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn innflytj- endum. Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, hefur þegar rætt vel og lengi við Moammar Gadd- afi, leiðtoga Líbíu, til að ná fram sáttum í málinu. Fjöldi þeirra sem létust í Líbíu er sá mesti í einum mótmælum síðan mótmælaalda hófst víða um heim vegna teikn- inganna. -fb Ítalskur ráðherra gagnrýndur: Uppsögn vegna skopteikninga DANMÖRK Á þriðja þúsund manns tók þátt í friðargöngu á Norð- urbrú í Kaupmannahöfn í gær- dag. Hverfið er helsta hverfi innflytjenda í borginni. Mark- mið göngunnar var að hvetja til friðsamlegra samskipta milli fólks með ólíka menningu og trú. Það voru nokkur samtök múslíma í Danmörku sem stóðu fyrir göngunni. Haft er eftir einum skipuleggjendanna á vefsíðu Politiken í gær að gang- an hafi heppnast vel. Þó hafi framíköll nokkurra múslíma farið fyrir brjóstið á sumum þátttakendum. - ks Múslímar í Danmörku: Friðarganga á Norðurbrú ROBERTO CALDERONI Ítalski ráðherrann sagði af sér í gær eftir að hafa sætt mikilli gagnrýni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP YFIRDÝRALÆKNIR Eigendur lausa- göngufugla þurfa að vera tilbúnir til að hýsa þá. Fann hvítt duft í bílum Tvö minni- háttar fíkniefnamál komu upp í Kópa- vogi í fyrrinótt. Lögreglan fann lítilræði af hvítu dufti í tveimur bílum sem nú er til rannsóknar en líklegt þykir að um amfetamín sé að ræða. LÖGREGLUFRÉTTIR SAMKEPPNISMÁL Það er lágmarks- krafa að Ríkisútvarpið dragi sig út af auglýsingamarkaði, að því er kom fram í ræðu Þórdísar J. Sig- urðardóttur, stjórnarformanns Dagsbrúnar hf. á aðalfundi félags- ins á föstudag. Þórdís sagði sterk- ar raddir hafa komið fram með að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið hf. standist ekki reglur um ríkis- styrki. Þórdís segir jafnframt ótrú- legt að þegar fyrirtækið sé í sókn virðist sem afskipti ríkisvaldsins eða aðgerðarleysi ætli að reynast því þrándur í götu. Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur útgangspunkt Þórdísar vera þann að í lagafrum- varpinu um breytingar á lögum um rekstrarform Ríkisútvarpsins felist að ríkið sé að setja meiri pening í reksturinn sem sé ekki raunin. ,,Hún hefur mislesið að það sé ætlun að bæta við það fé sem ríkið leggur RÚV til beint eða óbeint.“ Páll segir það bíræfni að stjórnarformaður 365 miðla, sem ráða yfir um 60% auglýsingamarkaðar, kveinki sér yfir miðli sem ráði yfir 13%. Þeim væri nær að einbeita sér að sínu en ekki vola yfir þeirri samkeppni sem þeim sé veitt. - sdg Dagsbrún vill Ríkisútvarpið út af auglýsingamarkaði: Ráðandi miðill á ekki að kvarta RÍKISÚTVARPIÐ 365 miðlar vilja RÚV af auglýsingamarkaði en útvarpsstjóri segir þeim að hætta að vola yfir samkeppni. Þyrsluslys Tvær bandarískar þyrlur hröpuðu í hafið undan ströndum Djibouti í Afríku í gær, með tíu hermenn innanborðs. Tveimur mönnum var bjarg- að lifandi en yfirvöld vildu ekki greina strax frá afdrifum hinna átta sem náðust upp úr sjónum. Rannsókn stendur yfir á því hvort þyrlurnar urðu fyrir skotárás. AFRÍKA SPURNING DAGSINS Hvernig er það Sigbjörn, er gott að vera í Sjálfstæðis- flokknum? Já, já það er alveg frábært. Stuðningsmenn Kristjáns Þórs Júlíusson í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Akureyri tóku sig saman um að kjósa ekki „kratafram- bjóðendur“. Sigbjörn, sem bauð sig fram í prófkjörinu, sat eitt sinn á þingi fyrir Alþýðuflokkinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.