Fréttablaðið - 19.02.2006, Side 6
6 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur sýknað Sigurð Örn
Bernhöft, framkvæmdastjóra
HOB-vína ehf., af broti á áfeng-
islögum. Honum var gefið að sök
að hafa birt auglýsingu á áfengum
bjór af tegundinni FAXE Premi-
um í Fréttablaðinu og DV í desem-
ber 2004.
Í auglýsingunum, sem birtust á
heilsíðu, var stór mynd af FAXE
bjórdós og neðst á síðunni stóð
„Besti vinurinn“ og „Léttur öll-
ari“.
Samkvæmt áfengislögum eru
hvers konar auglýsingar á áfengi
og einstökum áfengistegundum
bannaðar.
Sigurður Bernhöft sagði í yfir-
heyrslum hjá lögreglu að hann
hefði ekki viljað gefa í skyn með
auglýsingunum að um óáfengan
bjór væri ræða. Orðasambandið
„Léttur öllari“ var því ekki skír-
skotun til þess að bjórinn í auglýs-
ingunni væri óáfengur.
Stefán Geir Þórisson, lögmað-
ur Sigurðar, segir sýknudóminn
ekki hafa komið á óvart. „Ég hefði
gjarnan kosið að það hefði verið
tekið á Evrópuréttarálitaefnun-
um í þessu máli því það hafa fall-
ið tveir svipaðir dómar. Annars
vegar hjá Evrópudómstólnum og
hins vegar norskt mál hjá EFTA-
dómstólnum.“ Í dómunum kemur
fram að hugsanlega sé algjört
bann við áfengisauglýsingum of
íþyngjandi fyrir fyrirtæki sem
selja áfenga drykki. - mh
Sýknaður af ákæru um brot á lögum um áfengisauglýsingar:
Mátti auglýsa áfengan bjór
AUGLÝSINGIN UMDEILDA Lýðheilsustöð
sendi lögreglu ábendingu vegna auglýsing-
arinnar þegar hún birtist, og var auglýsingin
kærð í kjölfarið. Héraðsdómur sýknaði
framkvæmdstjóra HBO-víns ehf.
DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið
sýknað af bótakröfu konu vegna
seinagangs við lögreglurannsókn
á kynferðisbroti gegn henni.
Í dómi Hæstaréttar frá apríl
2004 segir að ekki sé hægt að sak-
fella manninn fyrir að misnota
stúlkuna þar sem brotin séu fyrnd.
Einnig segir að lögregla hefði átt
að vita að brotin væru fyrnd þar
sem stúlkan mundi ekki hvenær
maðurinn misnotaði hana síðast.
Hæstiréttur taldi heldur ekki
sannað að mál stúlkunnar hafi
liðið fyrir þann tíma sem rann-
sóknin tók þar sem ekki hafi verið
tekin afstaða til þess hvort maður-
inn hafi misnotað hana. - gag
Ríkið sýknað í Hæstarétti:
Misnotkun var
ekki sönnuð
VIÐSKIPTI FL Group keypti í vik-
unni hluti í tveimur dönskum
félögum og nemur markaðsvirði
þeirra að minnsta kosti tólf millj-
örðum króna.
Annars vegar keypti félag-
ið 8,2 prósenta hlut í raftækja-
fyrirtækinu Bang & Olufsen en
markaðsvirði hlutarins er um 7,5
milljarðar króna og hins vegar
keypti FL Group yfir tíu prósenta
hlut í Royal Unibrew, næststærsta
drykkjarframleiðenda Skandin-
avíu. - eþa
FL Group kaupir í Danmörku:
Fjárfest í Bang
& Olufsen
TÆKI FRÁ BANG OG OLUFSEN FL Group
hefur keypt hluti í danska raftækjafyrirtæk-
inu fyrir 7,5 milljarða.
LONDON, AP Tony Blair, forsætis-
ráðherra Breta, sagði fangabúðir
Bandaríkjahers við Guantanamo-
flóann á Kúbu „afbrigðilegt fyrir-
bæri“, sem eitthvað þyrfti að gera
í, en gekk ekki svo langt að kalla
eftir lokun þeirra á fréttamanna-
fundi í Berlín í fyrradag. Það hefur
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hins vegar
gert.
Á fimmtudag birti mannrétt-
indanefnd SÞ skýrslu sem leggur
til hið sama vegna meðferðar á
föngum þar, sem og því að aðeins
um 10 fangar af 490 sem þar dúsa
hafa verið formlega ákærðir.
Talsmaður Hvíta hússins segir
að búðunum verði ekki lokað.- smk
Búðirnar í Guantanamo:
Blair segir þær
afbrigðilegar
FANGABÚÐIR Verðir leiða fanga í Guantan-
amoflóabúðunum. NORDICPHOTOS/AFP
MENNTAMÁL Verkfræðingafélag
Íslands er hlynnt því að lækka
aldur nemenda til stúdentsprófs
um eitt ár eins og algengt er á
öðrum Norðurlöndum.
Félagið hefur sent frá sér
ályktun þar sem hvatt er til vand-
aðs undirbúnings við breyting-
ar á bæði grunnskóla- og fram-
haldsskólastigi. Að mati þess var
stigið það óheillaspor að draga
úr stærðfræði og annarri raun-
greinakennslu við síðustu breyt-
ingar á námskrá framhaldsskól-
anna. Félagið leggur áherslu á að
það endurtaki sig ekki, heldur að
raungreinakennsla verði aukin.
-shá
Verkfræðingafélagið ályktar:
Styður styttra
framhaldsnám
DANMÖRK Nokkrir leikmenn danska
landsliðsins í knattspyrnu vilja
hætta við fyrirhugaðan vináttuleik
Ísraela og Dana um mánaðarmótin.
Telja þeir ekki óhætt fyrir liðið að
ferðast til Miðausturlanda um þess-
ar mundir.
Mótmæli múslima í Ísrael vegna
Múhameðsteikninganna hafa þó
verið friðsamleg það sem af er.
Samkvæmt frétt Politiken í gær er
þó orðrómur uppi um að þeir hygg-
ist brenna danska fánann fyrir leik-
inn. Danska knattspyrnusambandið
tekur ákvörðun í vikunni um hvort
hætt verði við leikinn. - ks
Danskir knattspyrnumenn:
Vilja hætta við
landsleik í Ísrael
Síðustu
sýningar
MATVÖRUVERÐ Sænskir neytendur
borga stöðugt lægra verð fyrir
matinn sinn og nálgast matarverð
óðfluga meðaltalið í öðrum Evr-
ópusambandsríkjum. Árið 1990
greiddu Svíar helmingi meira en
þeir borga fyrir matinn í dag.
Sænsk stofnun, Livsmedelsek-
onomiska institutet í Lundi, hefur
gert reglulegar kannanir á mat-
vöruverði á 46 algengum vöruteg-
undum á 26 stöðum í Evrópu í 14
ár. Rannsóknirnar sýna að Svíar
greiða nú 18 prósentum hærra
verð fyrir matarkörfuna en hinar
ESB-þjóðirnar að meðaltali.
Á fréttavef norska ríkisút-
varpsins kemur fram að aðstand-
endur rannsóknarinnar þakka
þetta inngöngu Svíþjóðar í ESB.
Þeir segja að verðjöfnun hafi átt
sér stað eftir að Svíþjóð gekk í
ESB og það sé sérstaklega áber-
andi frá árinu 2000.
Samkvæmt norrænni rann-
sókn, sem kynnt var hér á landi
í haust, borga Íslendingar lang-
hæsta matarverðið í Evrópu, eða
42 prósentum hærra en meðaltal-
ið. Matvöruverð í Noregi er næst-
hæst, eða 38 prósentum hærra en
að meðaltali í Evrópu.
Henný Hinz, umsjónarmað-
ur Verðlagseftirlits ASÍ, segir
niðurstöðurnar svipaðar og kom
fram í skýrslunni í haust. „Það
er óumdeilanlegt að stóran hluta
lágs vöruverðs má rekja til aðild-
ar að ESB en það er erfitt að
segja hvaða áhrif aðildin hefur og
hvaða áhrif opnun markaðar með
landbúnaðarvörur hefur. Þetta er
svo samtengt,“ segir hún.
Henný bendir á að í Svíþjóð
hafi ofurlágvörukeðjur haslað
sér völl og segir þær bjóða enn
lægra vöruverð en er hér á landi
eða í Noregi. Það geti líka haft
sitt að segja.
Sigurður Arnar Sigurðsson,
forstjóri Kaupáss, segir að mat-
arverð myndi væntanlega lækka
á Íslandi með inngöngu í ESB,
sérstaklega ef innflutningur á
landbúnaðarvörum yrði óheftur.
Hann segir að stjórnend-
ur Kaupáss horfi þó einkum á
þrennt, að rýmka möguleika á
innflutningi á landbúnaðarvörum
og lækka opinber gjöld, lækka og
sameina virðisaukaskatt í eitt
þrep, og auka og jafna samkeppn-
isumhverfið á markaðnum.
ghs@frettabladid.is
Vöruverð í Svíþjóð
lægra eftir ESB aðild
Svíar greiða stöðugt lægra verð fyrir matinn, sérstaklega eftir inngönguna í
ESB. Henný Hinz, forstöðumaður hjá Verðlagseftirliti ASÍ, segir „óumdeilan-
legt“ að ESB-aðild hafi verðlækkandi áhrif.
MATARVERÐ HEFUR LÆKKAÐ Í SVÍÞJÓÐ Sænsk rannsókn sýnir að matarverð hefur lækkað
heilmikið í Svíþjóð, sérstaklega eftir að Svíar gengu í ESB.
FORSTÖÐUMAÐUR ASÍ
„Það er óumdeilanlegt
að stóran hluta lágs
vöruverðs má rekja til
aðildar að ESB,“ segir
Henný Hinz, forstöðu-
maður verðlagseftirlits
ASí.
FORSTJÓRI KAUP-
ÁSS Sigurður Arnar
Sigurðsson, forstjóri
Kaupáss, segir að
stjórnendur Kaupáss
vilji lægri opinber
gjöld og jafnara sam-
keppnisumhverfi.
KJÖRKASSINN
Fylgistu með gengi íslensku kepp-
endanna á vetrarólympíuleikun-
um í Tórínó?
Já 28,8%
Nei 71,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á Ríkisútvarpið að fara af aug-
lýsingamarkaði?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
STJÓRNMÁL Eyþór Arnalds varð
efstur í prófkjöri Sjálfstæðis-
manna til sveitarstjórnarkosninga
sem fór fram í Árborg í gær en
fjórir frambjóðendur kepptust um
fyrsta sætið.
Eyþór var að vonum ánægður
með úrslitin. „Ég fann frá byrjun
fyrir miklum meðbyr. Þetta var
glæsilegt prófkjör því þátttakan
var gríðarlega góð. 1100 manns
greiddu atkvæði sem er mjög gott
í 7000 manna bæjarfélagi.“
Rúmlega þúsund manns
greiddu atkvæði í prófkjörinu
sem var lokað, en fyrir fjórum
árum var kosið í opnu prófkjöri og
kjörsókn þá rúmlega 900 manns.
Það sem af er árinu hafa rúm-
lega 400 manns gengið í Sjálf-
stæðisflokkinn í Árborg og þar af
143 í gær.
Framsóknarmenn á Akureyri
völdu sömuleiðis mannskap á
framboðslista sinn í gær. Þegar
búið var að telja 350 atkvæði af
685 í prófkjörinu var Jóhannes
Bjarnason í efsta sæti með 162
atkvæði í fyrsta sætið.
Hann var að vonum ánægður
með sigurinn. „Ég hef lagt mig
fram við það að vera heiðarlegur
og starfa ötullega að þeim málum
sem ég hef komið að.“
Gerður Jónsdóttir var með 147
atkvæði í 1.-2. sætið og Erla Þránd-
ardóttir var með 144 atkvæði í 1.-
3. sætið. - sdg
Prófkjör sjálfstæðismanna í Árborg og Framsóknar á Akureyri:
Eyþór og Jóhannes sigruðu
EYÞÓR ARNALDS ÁSAMT STUÐNINGS-
MÖNNUM SÍNUM Eyþór kom sá og sigraði
í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Árborg. Hann
hefur til skamms tíma búið í héraðinu og
því kom sigur hans nokkuð á óvart.
FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL