Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 8
19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Skeifan 4
S. 588 1818
Leyfið mér, vinsamlegast, að nota
þetta tækifæri, á þessum erfiðu
tímum, til að fagna naumum en
mikilvægum sigri fyrir málfrelsið.
Eftir langa baráttu rithöfunda-
sambandsins PEN, sem lýtur stjórn
Lisu Appignanesi, með fulltingi
bandamanna samtakanna í báðum
deildum breska þingsins auk fjöl-
margra úr listaheiminum líkt og
grínleikarans Rowan Atkinson og
stjórnanda breska þjóðleikhússins
Nicholas Hytner, gegn breskri rík-
isstjórn sem orðið hefur alræmd
vegna hinnar þvermóðskufullu
afstöðu sinnar að neita að taka rök
þeirra sem eru henni ósammála
gild, þá hefur neðri deild breska
þingsins að lokum úrskurðað okkur
í hag.
Atkvæðagreiðslurnar tvær í
neðri deild þingsins í síðustu viku,
sem breyttu lagafrumvarpi um
kynþáttabundið og trúarlegt hatur
í því skyni að verja tjáningarfrelsi
í landinu með því að fella úr gildi
lagaákvæði um að móðganir, sví-
virðingar og gáleysi í tali teljist
til glæpsamlegra athæfa, fólu í sér
sigur lýðræðislegra réttinda gegn
pólitískri hentistefnu.
Neyðarlegt fyrir Blair
Í dagblöðunum var niðurstaðan
hvað helst sögð neyðarleg fyrir Tony
Blair vegna fjarveru hans á þingi
þegar atkvæðagreiðsla fór fram
um frumvarpið því ríkisstjórn Bla-
irs tapaði með aðeins einu atkvæði
og ef Blair hefði verið viðstaddur
til að greiða atkvæði hefði verið
komið í veg fyrir tap ríkisstjórnar
hans í atkvæðagreiðslunni. Jafnvel
þó að það kunni að vera gaman að
skemmta sér yfir óförum annarra,
þá fer slík blaðamennska á mis við
mikilvægi þess lögmáls sem þarna
var í húfi.
Það að ríkisstjórnin hafi ekki
áttað sig á hvað fólst í þessari nið-
urstöðu kemur ekki á óvart. Rík-
isstjórnin játaði það luntalega í
kjölfarið að hið breytta frumvarp
yrði nú að lögum, og viðurkenndi
að hafa lært eitt, og aðeins eitt, af
ósigri sínum: að forsætisráðherr-
ann ætti líklega að hafa vit á því að
vera viðstaddur og greiða atkvæði
þegar næstu umdeildu tillögur
hans, til dæmis um menntun, verða
teknar til atkvæðagreiðslu á næst-
unni. Sem er líklega alveg rétt.
Eftir atkvæðagreiðsluna í neðri
deild þingsins lýsti Hanif Kureis-
hi því sem „miklu afreki fyrir rit-
höfunda og menningarvita að hafa
tekið höndum saman.“ Philip Pull-
man undirstrikaði þörfina á því að
hafa ríkisvaldið stöðugt í gæslu.
Atkinson var jákvæður og sagðist
sjá niðurstöðuna þannig að allir
hafi unnið.
Þeir hafa allir rétt fyrir sér en
á ólíkan hátt, en Pullman er næst
sannleikanum: „Þeir sem líta þenn-
an rétt illum augum... munu snúa
aftur einn daginn með það fyrir
augum að meina okkur um þenn-
an rétt,“ sagði hann. „Þau okkar
sem vita að þessi réttur er nauðsyn
verða að vera reiðubúin að bregðast
við atlögunni.“
Skoðun mín strax á eftir
atkvæðagreiðslunni var fyrst og
fremst að vera þakklátur fyrir það
þingkerfi sem meðlimir lávarða-
deildarinnar háðu sína mikla
baráttu í og á endanum ákváðu
nægilega margir meðlimir neðri
deildarinnar að styðja þá.
Þegar ég hugsa um þetta mál er
sú tilfinning sem er mér efst í huga,
gríðarlegur léttir. Við sigruðum
með slíkum naumindum. Að vinna
með einu atkvæði er að vinna með
eins litlum mun og mögulegur er,
og hefðu ráðamenn í Verkamanna-
flokknum sinnt störfum sínum
betur værum við ekki í þeirri góðu
stöðu sem við erum í.
Hentistefna ríkisstjórnarinnar
Í landi án skrifaðrar stjórnarskrár,
veitir breytta lagaákvæðið um
kynþáttabundið og trúarlegt hatur
nú lögbundna vörn fyrir breskt
málfrelsi, sem fyrir vikið er mjög
víðtækt og djúpt. Ef ekki er hægt
að sanna að ætlun málnotanda hafi
verið að hvetja til haturs þá hafa
breskir þegnar nú stjórnarskrár-
bundinn rétt til að segja skoðan-
ir sínar, sama hversu móðgandi
öðrum finnast þessar skoðanir.
Hinn svokallaði „réttur til að vera
ekki móðgaður“ sem var í rauninni
aldrei til, hefur verið afnuminn
með lagasetningu.
Bretland getur hafa komið sér
upp, að hluta til af slysni, eigin
ákvæði sem líkist fyrstu stjórnar-
skrárbreytingunni í stjórnarskrá
Bandaríkjanna, þróun sem ekki
var verið að sækjast eftir en kann
að vera það besta sem kemur út úr
þessari löngu og á köflum erfiðu
baráttu.
Frumvarpið var lagt fram sem
tilraun til þess að friðþægja breska
múslíma sem höfðu fjarlægst
Verkamannaflokkinn vegna stuðn-
ings hans við stefnu George Bush
Bandaríkjaforseta í Írak, en jafn-
vel nokkrir múslímar voru á þeirri
skoðun að þeir kærðu sig ekki um
meinta vernd frumvarpsins, og að
þeim fyndist sem þeirra eigin tján-
ingarfrelsi væru settar skorður
með frumvarpinu.
Ríkisstjórn sem leidd er af eins
trúarlega sinnuðum forsætisráð-
herra og Tony Blair mun alltaf
leitast við að friðþægja trúarhópa.
Hins vegar er mögulegt að stefna
ríkisstjórnarinnar sem einkennist
af einhvers konar almannahyggju,
sem lengi hefur þjakað stjórnmál
á Indlandi, hafi gert stjórnina fjar-
læga breskum kjósendum.
Guðlast er glæpur án fórnarlamba
Nú kann að vera tíminn til að sýna
frumkvæði. Hytner hefur nú þegar
gefið tóninn í nýrri herferð.
„Ríkisstjórnin á að nota tæki-
færið,“ segir hann „og sýna opin-
bera andstöðu sína gegn trúar-
legri mismunun í verki með því að
afnema lögin um guðlast.“
Það væri ekki hægt að segja sér
það út frá því hvernig bæði Blair
og utanríkisráðherrann bugta sig
og beygja fyrir trúarbrögðunum,
en eitt af mest heillandi einkenn-
um þess að búa á Bretlandi nútím-
ans er, ef frá er talinn múslímski
minnihlutinn, að Bretar eru orðn-
ir mjög veraldlegir að lífsskoðun
og spila trúarbrögð ekki stóra eða
mikilvæga rullu í lífi þeirra.
Sú staðreynd að það er ennþá
mögulegt að vera varpað í fang-
elsi fyrir að guðlasta gegn ensku
kirkjunni er hlægileg firra að mati
flestra íbúa í landinu sem gat af
sér Monthy Python-leikhópinn.
Það að þetta lagaákvæði á bara við
um kristindóminn er augljóslega
afbrigðilegt og nota aðrir trúarhóp-
ar það iðulega sem rök þegar þeir
biðja um að trúarbrögð þeirra njóti
sams konar verndar.
Mikill meirihluti Breta myndi,
geri ég ráð fyrir, vera sammála um
að þetta er öfugsnúin hugsun: Jöfn
óvernd fyrir alla er augljóslega sú
leið sem á að fara.
Eftir að við höfum nú séð hin til-
tölulega gleðilegu endalok á þremur
tilraunum bresku ríkisstjórnarinn-
ar til að koma þremur mismunandi
útgáfum á því frumvarpi sem varð
frumvarpið um kynþáttabundið og
trúarlegt hatur í gegnum umræð-
ur á þingi án þess að breska ríkis-
stjórnin áttaði sig nokkurn tímann
á þeim skaða sem frumvarpið hefði
haft í för með sér fyrir málfrelsi í
landinu, hversu gleðilegt væri það
þá ef Verkamannaflokkurinn tæki
sig nú til, eftir allt tal þeirra um
að gera Bretland nútímalegra, og
gerðu eitthvað sem myndi raun-
verulega gera Bretland nútíma-
legra.
Hvað segir þú um það herra
Blair? Mundu það að eftir allt
saman, eins og stóð á T-bol sem mér
var sendur í heillaskyni um árið,
að: „Guðlast er glæpur án fórnar-
lamba.“
Greinin birtist áður í The New
York Times
Naumur sigur málfrelsisins
Í DAG
TJÁNINGARFRELSI
SALMAN RUSHDIE
Ríkisstjórn sem leidd er af eins
trúarlega sinnuðum forsætis-
ráðherra og Tony Blair mun
alltaf leitast við að friðþægja
trúarhópa. Hins vegar er
mögulegt að stefna ríkis-
stjórnarinnar sem einkennist
af einhvers konar almanna-
hyggju, sem lengi hefur þjakað
stjórnmál á Indlandi, hafi gert
stjórnina fjarlæga breskum
kjósendum.
Hvers á sú kynslóð að gjalda sem lokið hefur ævistarfinu og þarf á hjúkrun og umönnun að halda? Það er eins og þetta fólk hafi orðið útundan í kröfugerðarþjóðfélaginu á
síðustu árum, rödd þessa fólks hefur ekki náð eyrum ráðamanna
nógu vel, fyrr en kannski nú á allra síðustu misserum.
Það var því ekki að ófyrirsynju að Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir, alþingismaður Samfylkingar, gerði málefni öldrun-
arsjúklinga að umræðuefni á Alþingi á fimmtudag og beindi
nokkrum spurningum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
um aðbúnað þessa hóps.
Hún vitnaði meðal annars í sérfræðing á bráðadeild sem lýsir
ástandinu hjá sér svo: „Á bráðadeildinni minni er engin setu-
stofa, enginn matsalur og eina dægradvölin er sjónvarp og
útvarp. Heimsóknargestir standa upp við vegg þar sem aðeins
einn stóll fylgir hverju rúmstæði. Tíð skipti eru á herbergisfélög-
um, þeir eru oftast mjög veikir og þeim fylgir ónæði af ýmsum
toga.“ Þetta er ekki fögur lýsing, en því miður mun þetta ekki
vera einsdæmi. Ásta Ragnheiður hafði þau orð um aldraða sem
byggju við þessar aðstæður: „Þetta fólk er eins og fangar inni
á spítala.“ Það eru engin ný sannindi að á hátæknisjúkrahúsum
sé fjöldi öldrunarsjúklinga sem orðið hefur þar innlyksa ef svo
má að orði komast. Þessi sjúklingar hafa komið á sjúkrahúsin
vegna slysa eða sjúkdóma og eiga ekki í neitt hús að venda til að
jafna sig eftir læknismeðferð. Um níutíu slíkir sjúklingar munu
nú vera á ýmsum deildum Landspítalans. Ef hjúkrunarheimili
væru fyrir hendi þyrfti ekki að fórna dýrmætu plássi á hátækni-
sjúkrahúsum fyrir þetta fólk, auk þess sem því liði væntanlega
miklu betur á slíkum heimilum, þar sem öll þjónusta og aðbún-
aður væri við það miðaður. Þannig mætti líka spara mikla fjár-
muni, því hátæknisjúkrahús eru dýr í rekstri, enda er kappkost-
að að veita þar sem besta þjónustu.
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
greindi í svari sínu við spurningum Ástu Ragnheiðar frá stöðu
þessara mála miðað við miðjan mánuðinn en lagði áherslu á að
framundan væri lausn í þessum málum. Þar er annars vegar um
að ræða nýtt 110 rúma hjúkrunarheimili sem rísa á í Sogamýri
í Reykjavík og síðan fyrirhugað heimili á svokallaðri Lýsislóð
vestur við Ánanaust í Reykjavík.
Þá minntist ráðherra á eflingu heimaþjónustu til að létta á
útskriftarvandanum svokallaða.
Það ætti að vera hlutverk sveitarfélaga að efla heimaþjónustu
fyrir aldraða, og furðulegt að stærsta og fjölmennasta sveitar-
félagið, Reykjavík, skuli ekki hafa gert gangskör að því að efla
hana svo um munar. Þar hafa að vísu verið stigin ákveðin skref,
en betur má ef duga skal. Það ætti að vera metnaður borgarinn-
ar að veita öldruðum heimaþjónustu nótt sem nýtan dag. Fram
til þessa hefur þjónustan aðallega verið á dagvinnutíma á virk-
um dögum, en með því að veita þessa þjónustu líka á kvöldin,
nóttunni og um helgar stæði borgin sig í stykkinu varðandi þessi
mál. Þá gætu mun fleiri sjúkir og aldraðir dvalið heima hjá sér,
í sínu eðlilega umhverfi í stað þess að vera á stofnun. Til þess að
veita þessa þjónustu þarf margt og vel þjálfað starfsfólk, sem
ekki aðeins þarf að vera fært um að veita nauðsynlegustu þjón-
ustu heldur líka að gefa sér svolítinn tíma til að tala við þá öldr-
uðu. Stutt spjall við þá getur oft verið á við nokkrar pillur. ■
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
„Eins og fangar inni á spítala.“
Aldraðir bíða á
bráðadeildum
Óvinsældir DV koma ekki á óvart
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra,
hefur aldrei talist til stuðningsmanna
365 og fyrirtækjanna
sem heyra undir þá
samsteypu, heldur
þvert á móti. Í pistli
á heimasíðu sinni
minnist hann á fjöl-
miðlakönnun þar sem
DV er efst á lista yfir
þau fyrirtæki sem
neikvætt viðhorf
er til. Segir hann
að ekkert um
óvinsældir DV
komi sér á óvart
því blaðið hafi
ekkert batnað
undir nýjum rit-
stjórum. Það haldi áfram að skrifa sömu
fréttirnar og áður um ófarir fólks. „Hvers
vegna skyldi Baugsveldið telja sér til
framdráttar að halda þessu blaði úti í
þessum búningi?“ segir m.a. á síðunni.
Einnig talar Björn um Morgunblaðið í
hópi tíu vinsælustu fyrirtækja landsins
en lætur jafnframt flakka með að 365 sé
í 23. til 26. sæti.
Upptekinn af „Baugsmiðlun-
um“
Þrátt fyrir andstöðu sína
gegn „Baugsmiðlunum“
eins og Björn kallar þá
jafnan virðist hann
eyða mun meiri
tíma í þá en ætla
mætti, miðað
við það sem lesa má á síðunni hans.
Hann las leiðara í DV sem var skrifaður
á þriðudaginn, fór í viðtal hjá Fréttablað-
inu um Evrópumál, og í annað viðtal
í Síðdegisútvarpi Bylgjunnar skömmu
síðar. Allt eru þetta „Baugsmiðlar“ og
miðað við þann dýrmæta
tíma sem Björn virðist
eyða í miðlana getur
maður ekki annað en
spurt sig: Er ekki kom-
inn tími til að grafa
stríðsöxina?
freyr@frettabladid.is