Fréttablaðið - 19.02.2006, Page 14
19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR14
Við höfum notað tækifærið á undanförnum árum vegna aukinna tekna ríkissjóðs
og fjármuna úr ríkissjóði til að
styrkja stöðuna á mjög skynsam-
legan hátt. Þetta hefur bein áhrif
á það hvernig matsfyrirtæki
meta stöðu ríkissjóðs og þar af
leiðandi lækka vextir af skuldum
ríkissjóðs. Þetta hefur líka áhrif á
hvernig aðrir hlutar hagkerfisins
eru metnir,“ segir Árni Mathiesen
fjármálaráðherra.
Hagvöxtur snögglækkar
Árni er afar sáttur við það hvernig
tekjum af sölu ríkisfyrirtækja er
ráðstafað. Hann telur að horft sé
til framtíðar. Verkefnin komi ekki
til framkvæmda fyrr en stóriðju-
framkvæmdum lýkur. „Það væri
kannski of mikið sagt að segja
að þau væru að lengja góðæris-
tímann en þau eru sannarlega að
minnka breytinguna. Auðvitað
verður mikil minnkun á hagvexti
þegar svo stóru verkefni er lokið.
Samkvæmt okkar tölum færum
við úr fimm prósenta hagvexti
í 2,6 prósenta hagvöxt milli ára.
Það er mikil breyting.“ Á evrópsk-
an mælikvarða er 2,5-2,6 prósenta
hagvöxtur mikill hagvöxtur en
Árni segir að hann sé ekki nægi-
legur til lengri tíma litið hjá svo
fámennri og ungri þjóð. Íslend-
ingar séu að byggja upp í kringum
yngri árgangana og svo séu þeir
líka að þjónusta eldri árganga sem
séu stærri en áður. „Þetta er öfugt
við þróunina í öðrum löndum Evr-
ópu þar sem minni árgangar koma
upp til að standa undir velferðar-
kerfinu.“
Vön hröðum framförum
Hvað hagvöxtinn varðar þá segir
Árni að sú hætta sé fyrir hendi að
ekki verði nema 2,5 prósenta hag-
vöxtur 2007, 2008 og 2009. Íslend-
ingar séu vanir meiri tekjum og að
geta sett fjármagn í nauðsynleg
verkefni.
„Við erum orðin vön því að sjá
hraðar framfarir í flestum hlut-
um. Ef hagvöxtur minnkar þá
hægist á. Við höfum haft 3,5 pró-
senta hagvöxt eða meira í þrettán
ár með tveimur undantekningum.
Þetta hefur verið tímabil mikillar
uppbyggingar í stóriðju og breyt-
inga í innviðum hagkerfisins. Það
lýsir talsverðum styrk í hagkerf-
inu að þrátt fyrir að inni í þessum
áætlunum sé ekki gert ráð fyrir
neinum stóriðjuframkvæmdum
þá sé um 2,5 prósenta hagvöxt að
ræða. Það eru engin önnur stór
verkefni beinlínis í farvatninu
sem geta lyft þessum hagvexti
næstu árin nema áframhaldandi
stóriðjuframkvæmdir. Ef það ger-
ist þá verður umhverfið næstu
árin líkara því sem við höfum
verið að upplifa.“
Árni segir að stóriðjufram-
kvæmdir séu auðvitað ekki eina
lausnin en bendir á að ekki hafi
komið önnur fjárfestingartæki-
færi sem hafi haft eins mikil
áhrif til hagvaxtar og stóriðju-
framkvæmdirnar. „Þetta er ein
af okkar náttúruauðlindum sem
við viljum og þurfum að nýta. Við
aukum fjölbreytnina í atvinnu-
lífinu með framlagi í fjarskipta-
sjóðinn og nýsköpunarsjóðinn.
Styrkurinn í hagkerfinu hefur
ýtt undir fjármálaþjónustuna.
Við erum líka að vinna verkefni
til að auka möguleika á því sviði.
Þeir möguleikar aukast í takt við
styrk hagkerfisins þannig að það
hvaða möguleika við höfum í þjón-
ustuhagkerfinu byggist á því að
framleiðsluhagkerfið sé sterkt og
þá sjávarútvegurinn og stóriðjan
alveg eins og hjá þessum þjóðum
sem hafa verið að færa sig hvað
hraðast inn í þjónustuhagkerfið.“
Hægt að fara í tvö stóriðjuverkefni
Árni er fylgjandi stóriðjufram-
kvæmdum og hefur trú á því að
það sé töluverður vilji hjá aðilum
til að fjárfesta í þessari atvinnu-
grein. Hann telur að innan Kýótó-
bókunarinnar rúmist tvö af þeim
stóriðjuverkefnum sem hvað mest
hafa verið í umræðunni, stækkun í
Straumsvík og álver fyrir norðan.
Þenslan er of mikil að mati
Árna. Ríkisstjórnin hefur haft þá
stefnu að halda að sér höndum,
hvort heldur í auknum rekstri
eða framkvæmdum, og það telur
Árni að hafi tekist eins vel og efni
standa til.
„Maður getur ekki dregið
saman og blásið út ríkisrekstur
með skömmum fyrirvara. Það
verður að horfa á það í langtíma
samhengi og reyna að takmarka
vöxturinn til lengri tíma. Þess
vegna erum við með langtíma
fjárlagagerð og langtíma mark-
mið. Það er ekki bara markmiðið
að skila ríkissjóði hallalausum.
Það er markmiðið að útgjöldin
vaxi ekki umfram tvö prósent í
samneyslu og 2,5 prósent í milli-
færslum þannig að við erum að
setja okkur miklu metnaðarfyllri
markmið nú en áður.“
Byggingamarkaðurinn hefur valdið
þenslunni
Ríkissjóður hefur verið gagnrýnd-
ur fyrir að ýta undir þenslu frekar
en hitt. „Jú, það er rétt að það eru
dæmi um það. En varðandi stöðu
krónunnar þá er hún afstæð gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum. Það er
ekki bara ástandið hjá okkur sem
hefur áhrif heldur líka ástandið
annars staðar,“ segir hann.
Þrír þættir vega hvað mest í
þenslunni. Í fyrsta lagi er þenslan
í byggingageiranum og varðandi
breytingar á íbúðalánamarkaði.
Í öðru lagi er veik staða dollars-
ins og evrunnar. Í þriðja lagi eru
stóriðjuframkvæmdirnar. Af
þessu þrennu telur Árni að stór-
iðjuframkvæmdirnar hafi minnst
áhrif á þensluna.
„Ef dollarinn væri á eðlilegu
róli og við hefðum ekki gert þess-
ar breytingar á Íbúðalánasjóði og
þessi samkeppni hefði ekki átt sér
stað á íbúðalánamarkaði þá held
ég að verðbólgan hefði verið innan
þolanlegra marka. Þó að stóriðju-
framkvæmdirnar hafi áhrif á
íbúðalánamarkaðinn með aukinni
bjartsýni og sterku hagkerfi þá
treysta menn líka á krónuna. Ef
maður skoðar verðbólguþróunina
undanfarið þá er verðbólgan eitt
prósent eða innan við það ef hús-
næðisþættinum er sleppt þannig
að húsnæðisþátturinn hefur veru-
lega mikil áhrif.“
Íbúðalánasjóður verði heildsölu-
banki
Verið er að vinna að breytingum
á Íbúðalánasjóði og er sú hug-
mynd mest til skoðunar að breyta
Íbúðalánasjóði í heildsölubanka.
„Eins og staðan er í dag gæti slíkt
kerfi gengið upp. Það er óæskilegt
að gera of miklar og of bylting-
arkenndar breytingar á þessum
markaði þó það geti vel verið að
með tímanum minnki hlutverk
ríkisins enn frekar og ríkið jafn-
vel hverfi alveg af þessum mark-
aði.“
Árni segir æskilegt að niður-
staða komi sem fyrst og von sé á
henni á þessu ári.
Mikið hefur verið rætt um
hátt vöruverð. Árni segir að þrír
möguleikar séu fyrir hendi. Í
fyrsta lagi megi gera breytingar
á innflutningshöftum og unnið
sé að því í gegnum WTO, Alþjóða
viðskiptastofnunina, og það sé
bara spurning um tíma hvenær sú
vinna skili niðurstöðu. Hún myndi
hafa gríðarleg áhrif á vöruverð
innanlands, sérstaklega á inn-
lenda og innflutta matvöru.
Efasemdir um að lækkanir skili sér
Í öðru lagi sé hægt að lækka virð-
isaukaskattinn en staða ríkissjóðs
þurfi að leyfa það og þá þurfi að
horfa til útgjalda ríkissjóðs. Í
þriðja lagi segir hann að hægt sé
að lækka vörugjöld. „Það hefur
auðvitað líka áhrif á stöðu rík-
issjóðs og verður að vera í sam-
hengi við það útgjaldastig sem við
ákveðum.“
Árni telur að hægt sé að fara
fljótt í lækkun vörugjalds og það
hafi snögg áhrif ef markaðsað-
stæður séu réttar. Hann bendir
hins vegar á að hagfræðingar
hafi haft efasemdir um það að
lækkanir skili sér til neytenda við
þær markaðsaðstæður sem eru í
dag heldur fari fyrir ofan garð og
neðan til milliliða.
„Við höfum hins vegar í tví-
gang gert samsvarandi aðgerðir,
annars vegar þegar aðstöðugjald-
ið var lagt niður og hins vegar
þegar við bjuggum til lægra virð-
isaukaskattsþrepið á matvöruna
og það skilaði sér að fullu í vasa
neytenda,“ segir hann og vill ekki
nefna neinar tölur í sambandi við
lækkun. Hann segir að verið sé að
vinna í málinu og ákvörðun verði
tekin á þessu ári. ■
EKKI BARA HALLALAUS RÍKISSJÓÐUR „Það
er ekki bara markmiðið að skila ríkis-
sjóði hallalausum. Það er markmiðið að
útgjöldin vaxi ekki umfram tvö prósent í
samneyslu og 2,5 prósent í millifærslum
þannig að við erum að setja okkur miklu
metnaðarfyllri markmið nú en áður,“ segir
Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Það lýsir talsverðum
styrk í hagkerfinu að
þrátt fyrir að inni í þess-
um áætlunum sé ekki
gert ráð fyrir neinum
stóriðjuframkvæmdum
þá sé um 2,5 prósenta
hagvöxt að ræða.“
ÁRNI MATTHÍAS MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Fæddur: 2. október 1958 í Reykjavík.
Foreldrar: Matthías Á. Mathiesen, fv. ráðherra, og Sigrún Þorgilsdóttir Mathiesen
Eiginkona: Steinunn Kristín Friðjónsdóttir flugfreyja
Börn: Kristín Unnur (1996)
Halla Sigrún (1997)
Arna Steinunn (2001)
Menntun: Stúdent frá Flensborgarskóla 1978
Embættispróf í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg 1983
Próf í fisksjúkdómafræði frá Stirling-háskóla 1985
Þingstörf: Þingmaður Sjálfstæðisflokks frá 1991.
Formaður samgöngunefndar 1991
Ráðherraembætti: Sjávarútvegsráðherra maí 1999 til september 2005
Fjármálaráðherra frá september 2005
Metnaðarfyllri markmið
Ríkissjóður hefur mjög sterka stöðu, skuldir hafa lækkað verulega og vaxtabyrðin sömuleiðis. Heildar-
hlutfall skulda er lágt og hlutfall erlendra skulda sömuleiðis. Ef þetta er vegið á móti beinum eignum
ríkisins í Seðlabankanum þá er hlutfallið með því lægsta sem sést. Guðrún Helga Sigurðardóttir ræddi
við Árna Mathiesen sem nú hefur verið fjármálaráðherra í rúma fjóra mánuði.