Fréttablaðið - 19.02.2006, Page 16

Fréttablaðið - 19.02.2006, Page 16
 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR16 Það er svolítið áfall að lenda í Quito, höfuðborg Ekvador. Fyrst er það líkamlega áfall- ið þegar út úr loftþrýstri flugvél- inni er stigið, því borgin er í um 2.800 kílómetra hæð yfir sjávar- máli. Þessi mikla hæð veldur því að líkaminn virðist hafa bætt á sig eins og tíu kílóum í einni hendingu, mikill þorsti gerir vart um sig og ekki alveg laust við svima. Ferða- langi er snögglega komið í skilning um merkingu orðsins „þyngdar- afl“. Tollverðir taka mér fagnandi og veita mér gringómeðferð í gegn um skoðun. Ekkert nema gott kvöld og allir að þakka fyrir eitthvað. Fallegasti tollvörður sem ég hef séð tekur við passanum og stimplar hann einkar blíðlega með brosi: „bienvenido a Ecuador, senj- or“. Ef þetta er þriðji heimurinn vil ég panta harða kreppu og blóð- uga byltingu á Íslandi sem fyrst. Leikvöllur seldra barna Fyrir utan flugvöllinn er öðruvísi umhorfs. Betlibörn úti um allt að selja nammi, bursta skó og hreinsa bílrúður. Mörg þessara barna munu vera keypt í ársþrælkun fyrir um það bil tíu dollara, segir mér bílstjórinn. Þau eru hér í umsjá „vinnuveitandans“, meðan foreldrarnir bíða heima í sveitinni. Oft láta þó foreldrarnir undan og fylgja með í borgina, til að selja nammi á götunum. Börnin virðast hafa náð að skapa sér sinn eigin heim, því hér fyrir utan sé ég litla indjánadrengi í hellirigningunni skemmta sér við handahlaup á sjálfri hraðbrautinni. Ég minnist á þetta við bílstjórann og hann leið- réttir mig; börnin hafa gefist upp á snakksölu og hafa breytt sér í skemmtikrafta í rigningunni. Lög- reglan hinumegin við götuna bend- ir okkur á að halda áfram veginn. Við keyrum í óskipulagðri hrúgu ódýrra sjálfsmorðsbíla sem eru að flýta sér framhjá ennþá óskipulegri hrúgum húsa í öllum regnbogans litum. Þetta er heill- andi, a.m.k. fyrir Reykvíking. Því er þetta ekki frelsið holdi klætt? Að mega berja sér saman hrörleg- an ryðkofa við hlið þriggja hæða glansandi hvítrar bílasölu? Gott að finna stað þar sem í orðinu „borg- arskipulag“ felst lítt meira en að skilja götur frá görðum. Hér er allt morandi í heima- tilbúnum heimilum. Hinn fátæki byrjar á því að negla saman ein- hverju skronsteri sem heldur honum tiltölulega þurrum á nótt- inni og bætir svo við sig, eftir því sem efni leyfa. Hér og þar eru meira að segja hálftilbúnar lúxu- svillur byggðar utanum einn svona skúr. En þær eru auðvitað undan- tekningar; fæstir ná því nokkurn- tíma að tengja rafmagnið. Með samviskubit í aldingarðinum Fyrsti morguninn lofar góðu. Á Hótel Viktoríu er morgunmatur- inn borinn fram í stórum björtum sal á þriðju hæð og allur veggur- inn vestanverður er ein stór rúða. Útsýnið er ekki af verra taginu. Risavaxin pálmatré og kirkju- turnar frá nýlendutímanum, en hér og þar rísa nýtísku háhýsi upp úr draumaheiminum, eins og til að minna á 21. öldina. Smáfuglar syngja þar til haninn galar og yfir- gnæfir þá. Á borðinu er ávaxta- safi sem er of góður til að drekka, útskornir melónubitar, papaya- ávextir og jarðarber, hrærð egg og ótrúlega sæt appelsína, líklega beint úr gróðurhúsi hótelsins. Allt þetta kostar 12 dollara fyrir tvær manneskjur og þykir rándýrt hér um slóðir. Nóg til að kaupa sér barn í eitt ár, hugsa ég, og finn hvernig appelsínan súrnar í munninum. Á borðinu eru blómin; litrík og falleg. En eitthvað er ekki rétt. Jú, þetta eru alvörublóm og ekki plast! Hálfundarlegt að hugsa til þess að einhver hafi skroppið út í morgun og tínt blóm til að setja hér sem skraut fyrir mig. Ég hefði vel sætt mig við gamla góða plast- ið og finnst allt í einu eins og ég sé ekki nógu góður til að njóta alls þessa. Eins og ég sé nýlenduherra, sem ekkert gerði til að fá þau völd, nema fæðast í Vestur-Evrópu. Þetta hlýtur að venjast, hugsa ég, þegar „senjornum“ er boðið meira kaffi í mestri auðmýkt og ég rek augun í sirka þriggja kílóa ávöxt sem er að sliga greinina á pálmlegu trénu fyrir utan glugg- ann. Skýin dragast frá og það fer aðeins að birta í Quito. ■ Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00-18.00 og laugardaga kl. 12.00-16.00 SKIPT_um væntingarX-TRAIL ELEGANCE TILBOÐSVERÐ / SJÁLFSKIPTUR RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR 2.790.000 kr. NISSAN Veiðikortið 2006 fylgir öllum 4x4 Nissan bílum Öllum Nissan X-TRAIL sem keyptir eru í febrúar fylgja vetrardekk og dráttarbeisli 17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, rafstýrð leðursæti, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. ANDSTÆÐIR HEIMAR Sums staðar má sjá hvar lúxusvillur rísa í næsta nágrenni við hriplek kofaskrifli. KEYPT Í ÁRSÞRÆLKUN Sumra barnanna bíða ill örlög því hægt er að kaupa þau í ársþræl- kun fyrir um tíu dollara. KLEMENS MEÐ BETLIBÖRNUM Í QUITO Betlibörnin má sjá úti um allt selja nammi, bursta skó og hreinsa í bílrúður. Handahlaup á hraðbrautinni Á ferðalagi um Ekvador bar margt fyrir sjónir heimspekingsins Klemens Ólafs Þrastarsonar, þar á meðal fallegasti tollvörður í heimi og indjána- drengir í hellirigningu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.