Fréttablaðið - 19.02.2006, Side 18
19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR18
MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSSON Vill sjá kraftmiklar, sárar og ögrandi sýningar sem hreyfa við fólki en er minna hrifinn af gáfumannaleikhúsi sem á að skilja fólk eftir hugsi. PEDROMYNDIR/ ÞÓRHALLUR JÓNSSON
Umbylting hefur orðið
á Leikfélagi Akureyr-
ar síðan Magnús Geir
Þórðarson tók við
stjórnartaumunum fyrir
aðeins tveimur árum.
Bergsteinn Sigurðsson
ræddi við Magnús um
leikhúslífið fyrir norðan.
Það er óhætt að segja að leik-árið hafi verið gjöfult hjá Leikfélagi Akureyrar. Í gær-
kvöldi varð Fullkomið brúðkaup
aðsóknarmesta leiksýning félags-
ins frá upphafi, en hættir á fjöl-
unum til að rýma fyrir Litlu hryll-
ingsbúðinni. Á fimmtudag var
Maríubjallan eftir Vassily Sigarev
frumsýnd og hafa fyrstu viðbrögð
verið lofsamleg. Í dómi sínum í
Fréttablaðinu segir Súsanna Svav-
arsdóttir að „[l]eikhópurinn skili
þessu verki af slíkri fagmennsku
að unun er á að horfa“. Þessi vel-
gengni er ekki síst merkileg í ljósi
þess að fyrir aðeins tveimur árum
var Leikfélag Akureyrar í mikilli
kreppu.
„Ég þurfti vissulega að hugsa
mig tvisvar um,“ segir Magn-
ús Geir Þórðarson leikhússtjóri
um tildrög þess að hann flutti til
Akureyrar til að taka við stjórn-
artaumum Leikfélags Akureyrar.
„Leikhúsið var á þeim tíma að
vissu leyti komið að endapunkti
eins og það var; það hafði gengið
mikið á, aðsóknin dalað, það var
í listrænum vanda og fjárhagur-
inn slæmur. Leikfélag Akureyrar
á hins vegar glæsta sigra að baki
og ég var sannfærður um að það
væri hægt að skipta um kúrs.
Eftir að ljóst var að leikhúsráðið
hefði svipaða framtíðarsýn og ég
og var sammála um að róttækar
breytingar væru nauðsynlegar
ákvað ég að taka slaginn og flutti
norður. Ég vissi að þetta væri
spennandi verkefni.“
Sársaukafullt en nauðsynlegt
Magnús tók við starfi leikhús-
stjóra í apríl 2004, í lok leikársins
og gekk hratt til verka. „Ásamt
Ingibjörgu, þáverandi fram-
kvæmdastjóra, hrundum við miklu
breytingarferli af stað. Það fyrsta
sem við gerðum var að móta nýja
stefnu þar sem við byrjuðum á
grunninum og spurðum: Hvernig
leikhús viljum við og fyrir hvern?
Í framhaldinu fór mikið ferli í
gang sem stóð næstu níu mánuði,
þótt lunginn af vinnunni hafi farið
fram á fyrstu þremur mánuðun-
um. Við breyttum um áherslur í
verkefnavali og ráðningum leik-
ara, reksturinn var stokkaður upp
og fastur kostnaður minnkaður
með það að markmiði að sem mest
fé nýttist í listina.“
Magnús segir að vissulega hafi
þetta ferli verið erfitt, sérstaklega
þar sem það þurfti að segja upp
fólki. „Þetta voru sársaukafulllar
breytingar og að því leyti var gott
að koma að þessu að utan, því það
hefði verið mun erfiðara hefði ég
verið of tengdur fólkinu sem var
hér fyrir. Með því að koma utan að
gat ég gengið kalt í málið og gert
þær breytingar sem við töldum
nauðsynlegar til að ná tilskyld-
um markmiðum. Á þessum tíma-
punkti var ekki um annað að ræða
en að endurskoða alla starfsemi
leikhússins.“
Búið í haginn
Leikárið í ár er það fyrsta sem
er algjörlega mótað af hinni nýju
stefnu og segir Magnús það hafa
gengið vel og farið fram úr vænt-
ingum. Þótt enn eigi eftir að frum-
sýna Litlu hryllingsbúðina, er ljóst
að leikárið verður það aðsóknar-
mesta í sögu Leikfélags Akureyr-
ar frá upphafi.
„Við eru afskaplega ánægð með
hvað það hefur tekist vel til, and-
inn hjá starfsfólkinu hefur verið
frábær og áhorfendur og gagn-
rýnendur hafa tekið okkur mjög
vel. Leiksýningarnar virðast hafa
hreyft við fólki og það er ekki
hægt að biðja um mikið meira.
Það sem mér þykir vænst um er
að það virðist hafa tekist að laða
ungt fólk í leikhús því meðalald-
ur leikhúsgesta hefur hríðlækkað.
Við leggjum áherslu á að sinna
yngra fólki og nýjum leikhús-
áhorfendum og miðum við að sýna
ný eða nýleg leikrit. Við fengum
Landsbankann í lið með okkur til
að niðurgreiða áskriftarkort fyrir
25 ára og yngri og fyrir vikið er
helmingur áskriftarkorthafa 35
ára eða yngri, og ég held það sé
óhætt að fullyrða að það sé með
því lægsta sem þekkist. Þegar við
lítum til baka í framtíðinni er ég
viss um að þetta sé það sem mun
standa upp úr, því með nýjum
leikhúsgestum er búið í haginn
fyrir framtíðina.“
Að hreyfa við fólki
Magnús er leikstjóri að mennt,
lærður á Bretlandi, og hefur starf-
að sem slíkur í atvinnuleikhúsi
undanfarinn áratug, en hann kveðst
ekki síður hafa ánægju af leikhús-
stjórn. „Í auknum mæli myndi ég
segja. Ég er leikhúsmaður af lífi
og sál og fæ mikla útrás sem leik-
stjóri. Æfingaferlið er afar gefandi
sem og að upplifa sýninguna að því
loknu. Hvað leikhússtjórn snertir
þarf að hugsa hlutina í stærra sam-
hengi. Það tekur nokkra mánuði
að setja upp eitt leikrit, svo tekur
næsta verkefni við. Í leikhússtjórn
þarf að spyrja: Hvar stöndum við
núna og hvar viljum við vera eftir
eitt ár, eða tíu, og marka stefnuna
eftir því. Hluti af starfi mínu hér
fyrir norðan er líka að leikstýra og
mér finnst mikil forréttindi að fá
að blanda þessu tvennu saman.“
Hann minnir á að þegar öllu er
á botninn hvolft vinni leikhússtjór-
inn og leikstjórinn að sama mark-
miðinu. „Tilgangurinn er auðvitað
að bjóða upp á leikhús sem snert-
ir og hreyfir við fólki; að skapa
þessa stund þar sem fólk gleymir
stað og stund. Þar liggja hugsjón-
irnar. Þær afsaka hins vegar ekki
ef reksturinn er lausbeislaður og
það er eðlilegt að sú krafa sé gerð
að leikhús sem eru rekin að miklu
leyti fyrir almannafé séu rekin
vel. Gott leikhús á að reka eins og
gott fyrirtæki, ramminn þarf að
vera skýr en innan hans hafa lista-
mennirnir mikið frelsi.“
Regluleg togstreita
Magnús segir að vissulega mynd-
ist togstreita milli listamannsins
og rekstrarþáttarins. „Ég upplifi
það reglulega. En það er hægt að
láta þetta vegast á og finna bestu
lausnina sem samræmir þetta
tvennt. Við höfum hins vegar
komið því svo fyrir að þótt leikhús-
stjóri beri ábyrgðina, hefur fram-
kvæmdastjóri fengið meira vægi
og völd yfir daglegum rekstri. Það
er ágætt að dreifa þessu þannig að
pólarnir sem togast á séu ekki inni
í sama manninum.“
Verkefnavalið er flókið ferli
og þar getur líka verið togstreita.
„Þar eru svo ótal margar breytur
sem koma inn í. Grunnurinn er
auðvitað að finna verk sem maður
heillast af og maður hefur trú á að
eigi erindi og snerti við fólki. En
þau þurfa líka að henta leikhópn-
um, falla innan fjárhagsrammans
og síðast en ekki síst þarf maður
að hafa trú á að þau veki áhuga
væntanlegra leikhúsgesta. Að
sjálfsögðu er ekki sama mark-
miðið með hverju verkefni. Eitt
er hugsað til að uppfylla ákveðin
markmið og annað til að uppfylla
önnur. Oft er sárt að horfa á eftir
verkum sem maður heillast af en
falla ekki saman við önnur verk-
efni. Leikár er eins og litróf og
maður vill ekki að öll verkin séu
í sama litatóni. Og svo er auðvitað
fullt af leikritum sem mann dauð-
langar að leikstýra en henta leik-
húsinu ekki, á þessum tímapunkti
að minnsta kosti.“
Vantar áhættu
Talið berst að íslensku leikhúsi –
kostum þess og göllum – og Magn-
úsi finnst það býsna gott í það heila.
„Íslenskt leikhús er frekar fágað
og vandað, en það er helst að menn
eru stundum hræddir við að taka
áhættu. Fyrir vikið hættir því til
að detta niður í meðalmennsku og
miðjumoð. Það helgast kannski af
því að við erum lítil þjóð. Sýningar
sem eru á jaðrinum höfða kannski
til of lítils hóps til að þær gangi.
Þar kemur jafnvægislist leikhús-
stjórans inn í; hann þarf hugsa
hvert markmiðið er með hverju
verki og hvernig það passar á móti
öðrum sýningum og gæta þess að
hafa þau ekki öll í sama litatón. En
við eigum frábæra listamenn og
þegar best lætur er íslenskt leik-
hús á heimsmælikværða.“ Hann
saknar helst að sjá ekki meira
dansleikhús hér á landi. „Það væri
afskaplega heilbrigt og gott að fá
fleiri gestasýningar erlendis frá.
Okkur langar að bjóða erlendum
gestasýningum hingað norður, en
fjárráðin leyfa það bara ekki eins
og er.“
Sjálfur kveðst Magnús vera
alæta á leikhús, en heillast mest af
því sem hann kallar tilfinninga-
leikhús. „Ég vil sjá kraftmiklar,
sárar og ögrandi sýningar sem
hreyfa við mér. Ég er minna hrif-
inn af gáfumannaleikhúsi þar sem
maður rekur nefið upp í loft, setur
sig í gáfumannalegar stellingar
og ræðir þær spekingslega. Ég vil
láta stinga mig í hjartað.“ ■
Vil láta stinga
mig í hjartað
Tilgangurinn er auðvitað
að bjóða upp á leikhús sem
snertir og hreyfir við fólki; að
skapa þessa stund þar sem
fólk gleymir stað og stund.
Þar liggja hugsjónirnar. Þær
afsaka hins vegar ekki rekst-
urinn og það er eðlilegt að sú
krafa sé gerð að leikhús sem
eru rekin að miklu leyti fyrir
almannafé séu rekin vel.