Fréttablaðið - 19.02.2006, Side 32
ATVINNA
12 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR
MENNTASVIÐ - LEIKSKÓLAR
Á leikskólum Reykjavíkurborgar starfar fólk sem
nýtur þess að vinna á lifandi vinnustað þar sem
ólíkir hæfileikar fá að njóta sín.
Deildarstjóri
Hraunborg, Hraunbergi 12
Upplýsingar veitir Sigurborg Sveinbjörnsdóttir í síma
557-9770.
Helstu verkefni:
Annast daglega verkstjórn á deildinni og er með yfirumsjón með
faglegu starfi. Deildarstjóri tekur þátt í þróunarstarfi leikskólans
og heldur utan um þjálfun nýrra starfsmanna.
Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun
Færni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði í starfi
Jákvæðni og áhugasemi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Leikskólakennari
Dvergasteinn, Seljavegi 12
Upplýsingar veitir Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri í síma 551-
6312.
Heiðarborg, Selásbraut 56
Upplýsingar veitir Emilía Möller leikskólastjóri í síma
557-7350.
Helstu verkefni:
Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun barnanna og
fylgist með velferð þeirra. Tekur þátt í skipulagningu faglegs
starfs. Stuðlar að góðu samstarfi bæði við samstarfsmenn og
foreldra barnanna.
Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun
Færni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði í starfi
Jákvæðni og áhugasemi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Leikskólasérkennari / Þroskaþjálfi
Sæborg, Starhaga 11
Upplýsingar veitir Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri í síma 562-
3664/562-3674.
Í starfinu felst þjálfun barns með einhverfu ásamt umsjón og
ráðgjöf með sérkennslu í leikskólanum
Helstu verkefni:
Að skipuleggja sérkennslu á deildinni í samráði við leikskóla-
stjóra. Vinnur að frumgreiningu, veitir ráðgjöf, fræðslu og vinnur í
nánu samstarfi við foreldra, samstarfsfólk og sérfræðinga.
Hæfniskröfur:
Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði
uppeldis- eða sálfræði.
Reynsla af vinnu með einstaklingum með þroskafrávik æskileg
Færni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Nákvæmni í starfi
Matráður
Austurborg , Háaleitisbraut 70
Austurborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem dvelja rúmlega
90 börn samtímis. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Gunnars-
dóttir leikskólastjóri í síma 588-8545.
Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1
Brekkuborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem dvelja rúmlega
80 börn samtímis. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Samúels-
dóttir leikskólastjóri í síma 567-9380.
Helstu verkefni:
Matráður sér um að skipuleggja og annast matreiðslu, sér um
innkaup á hráefnum. Hann hefur yfirumsjón með hreinlæti og
frágangi í eldhúsinu. Vinnur í nánu samstarfi við leikskólastjóra.
Hæfniskröfur:
Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu
Góð þekking á næringarfræði
Þekking á rekstri
Hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar um þessi störf veita leikskólastjórar í viðkom-
andi leikskólum. Einnig veitir starfsmannaþjónusta Menntasviðs
upplýsingar í síma 411 7000. Laun eru samkvæmt kjarasamning-
um Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Umsóknar-
eyðublað og nánari upplýsingar um laus störf er að finna á
heimasíðunni www.leikskolar.is
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá
borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar:
www.reykjavik.is/storf
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar
um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn
sem þú þarft að ná í.
Áhugaverð störf í boði
Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla
og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik-
skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og
eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir
menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins.
Öll laus störf á Menntasviði í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar
eru að finna á heimasíðunni www.menntasvid.is
Hjúkrunarforstjóri
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarforstjóra við Dvalar-
og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal, Dalabyggð.
Á heimilinu eru 17 vistmenn á hlýlegu heimili. Hjúkrun-
arforstjóri veitir heimilinu forstöðu. Dalabyggð er lítið
sveitarfélaga með blómlegt menningalíf. Í sveitarfélaginu
er tónlistarskóli, leikskóli, heilsugæslustöð, banki, verslun
o.s.frv. allt í Búðardal. Næg atvinna er í boði. Sveitarfélag-
ið mun aðstoða við útvegun á húsnæðis.
Frekari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri
Dalabyggðar í síma 434-1132
Umsóknum skal skila til sveitarstjóra Dalabyggðar,
Miðbraut 11, 370-Búðardal, fyrir 1. mars 2006.
Dalabyggð Við leitum að ráðsmanni/ráðskonu
í eftirtalin veiðihús næsta sumar:
Veiðihúsið við Eystri Rangá, tímab. 1. júlí - 15. september.
Veiðihúsið við Blöndu, tímab. 1. júní - 31. júlí.
Veiðihúsið við Miðfjarðará, tímab. 12. júní - 27. september.
Hæfniskröfur:
• Góð bókhaldskunnátta,
• Skipulagshæfileikar,
• Eiga auðvelt með að starfa undir álagi,
• Eiga gott með að vinna með öðrum,
• Hafa góða þjónustulund,
• Tala og rita ensku vel.
• Strangar kröfur eru gerðar til hreinlætis og snyrtimennsku
og í hlutverki viðkomandi að bera ábyrgð á því að
veiðihúsin séu ávallt hrein og snyrtileg.
Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 30 ára aldri
Vinsamlegast sendið okkur umsókn í gengum heimasíðu okkar:
http://www2.lax-a.is/umsokn/
Duglegan starfsmann vantar til að elda
morgunmat. vinnutími 05:30 til 12:00,
15 daga vaktir. Upplýsingar á Hótel Reykjavík
Centrum eða í síma: 824-2044
Auglýsum einnig eftir herbergisþernu, vinnutími
08:00 til 16:15, laun, plús vinnu bónus.
Hard working and responsible breakfast
chef needed from 05:30 to 12:00,
15 day shifts. Information at the Hotel Reykjavik
Centrum or tele: 824-2044.
Chambermaids also needed, work hours are
08:00 to 16:15, salary plus performance bonus.
bara gaman
• Hefur mikinn áhuga og þekkingu á íslenskri tónlist
• Er árangursdrifinn með gott frumkvæði, metnað
og getu til að starfa sjálfstætt
• Er kraftmikill í verkum og skapandi í hugsun
• Hefur jákvæð viðhorf og hæfni í mannlegum
samskiptum
SENA leitar að kynningarstjóra fyrir íslenska
tónlistarútgáfu.
Hmm...
tónlist?
Starfið felst í kynningu og markaðssetningu
á íslenskri tónlist sem gefin er út hjá
fyrirtækinu.
Við leitum að starfsmanni sem hefur þetta fram að færa:
Umsóknir berist með ferilskrá til útgáfustjóra á
netfangið eidur@sena.is.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2006
Styrktarfélag vangefinna
Búseta
Þroskaþjálfar, félagsliðar og
stuðningsfulltrúar óskast til starfa.
Á heimili á Hátegsvegi vantar 43% hlutastörf á kvöldin og
um helgar. Upplýsingar veitir Hrefna Sigurðardóttir í síma
551-0014 og 864-1230
Á heimili í Víðhlíð er laust 20% starf aðra hvora helgi.
Upplýsingar veitir Sigríður Steinólfsdóttir í síma 862-3875.
Hlutverk starfsfólks í búsetu felst aðallega í því að leiðbeina
og styðja íbúa í daglegu lífi.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Ofangreind störf taka laun samkvæmt gildandi
kjarasamningum. Starfsmannastjóri veitir upplýsingar í síma
4140500 og hægt er að nálgast upplýsingar um félagið á
heimasíðu þess www.styrktarfelag.is.