Fréttablaðið - 19.02.2006, Page 60
19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR28
VISSIR ÞÚ
... að Garry Turner frá Bandaríkjunum
getur teygt húð sína 15,8 sentimetra
út frá líkamanum?
... að Garry Turner á líka heimsmet í
að festa þvottaklemmur á andlit sitt
en metið er 159 stykki?
... að brjóstmál Annie Hawkins-Turner
er 109,22 sentimetrar þegar mál-
bandinu er brugðið undir brjóstin en
177,8 þegar mælt er yfir geirvörturn-
ar? Hún notar brjóstahaldara númer
52l (bandarísk stærð) en þyrfti í raun
brjóstahaldara númer 48V.
... að Robert Wadlow, hávaxnasti
maður sögunnar, notaði skó númer
70 enda voru fætur hans 47 senti-
metra langir?
... að breidd tannar sem dregin var
úr munni Marks Henry mældist 8,4
sentimetrar?
... að þegar Walter Hudson var sem
feitastur, eða 545 kíló, var mittismál
hans hvorki meira né minna en 302
sentimetrar?
... að þegar Monte Pierce togar í
eyrnasnepla sína er sá hægri 12,7
sentimetrar á lengd en sá vinstri
11,43 sentimetrar?
... að Xie Qiuping frá Kína hefur
lengsta skráða hárið, sem mældist
5,627 metrar árið 2004? Hún hefur
safnað hári frá 13 ára aldri.
... að úr miðju eyra Radhakant Bajpai
frá Indlandi skagar hár sem er 13,2
sentimetrar þegar rétt hefur verið
úr því?
... að á vinstra augnloki Marks
Gordons frá Bretlandi er hvítt 4
sentimetra langt augnhár?
... að Matthew McGrory hefur lengstu
tær allra en þær eru 12,7 sentimetr-
ar?
... að lengsta hár á fótlegg hefur
mælst 12,4 sentimetrar?
... að lengsta hár á handlegg hefur
mælst 9,7 sentimetrar?
... að lengsta geirvörtuhárið sem
mælst hefur er 8,89 sentimetrar að
lengd?
1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7