Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 67
SUNNUDAGUR 19. febrúar 2006 27 ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������� ������������������������������������������������� �������������� ������������������������������������������������� ��������� ����������������� ����������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����������������������� ������������������������������������������������ ����������������������������� ������������������������������������������� ���������� �������������������� Lau. 17. Feb. Örfá sæti laus Fim. 23. Feb. Fös. 3. Mars. Mind Camp eftir Jón Atla Jónasson Sun. 19. Feb. Síðasta sýning Námsmenn og Vörðufélagar fá miðann á Mind Camp á 1000 kr. í boði Landsbankans Ef eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson Vestmanneyjar Þrið. 21. Feb. kl. 9, 11 og 13 Uppselt Í nærri hálfa öld hefur Kamm- ermúsíkklúbburinn staðið fyrir reglulegu tónleikahaldi í Reykja- vík og jafnan boðið upp á vand- aðan flutning á úrvali tónbók- menntanna. Í dag er komið að fjórðu tónleikum 49. starfsárs- ins, og að sjálfsögðu er boðið upp á Mozart núna á ári tónskálds- ins. Tónleikarnir hefjast á því að þau Daði Kolbeinsson óbóleikari, Greta Guðnadóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marínósdóttir víólu- leikari og Hrafnkell Orri Egils- son sellóleikari flytja kvartett í F-dúr eftir þetta ljúfa tónskáld sem fæddist fyrir 250 árum. Mozart samdi óbókvartettinn í München árið 1781 fyrir óból- eikarann Friedrich Ramm. „Hann þótti bæði mjög flink- ur og svo var tónninn hjá honum sérstaklega fallegur,“ segir Daði, sem fær það hlutverk að feta í fótspor Ramms á tónleik- unum í kvöld. „Mozart var mjög hrifinn af honum, enda skrifaði hann toppverk fyrir hann. Þetta er held ég það allra besta sem hefur verið skrifað fyrir óbó og strengi, þannig að ef þessi kvart- ett væri ekki til þá væri stórt gat hjá okkur óbóleikurum.“ Daði hefur leikið þennan óbó kvartett nokkuð oft áður, en segir þó langt vera síðan hann flutti hann síðast. „Þessir tónleikar áttu reynd- ar að vera í nóvember en vegna veikinda var þeim frestað, sem er ekki verra vegna þess að nú fæ ég að spila þetta á Mozartár- inu.“ Daði tekur Mozartárið heldur betur með trompi, því fyrir hálf- um mánuði flutti hann óbókons- ert Mozarts með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. „Ég fæ sem sagt að spila tvö stærstu verkin fyrir óbó á einu ári í byrjun Mozartársins, og svo ætlum við í Blásarakvintett Reykjavíkur að rúnna af Moz- artárið með því að spila þriðja stóra verkið sem Mozart skrif- aði, sem er Gran Partita, á kvöld- lokkum á jólaföstu.“ Daði segist engar áhyggjur hafa af því að fólk fái of stóran skammt af Mozart á þessu ári, þegar hans er minnst á ótal tón- leikum um heim allan. „Það er erfitt að fá of mikið af Mozart.“ Mozart er reyndar ekki eina tónskáldið sem er á dagskrá tónleikanna í Bústaðakirkju í dag, því auk óbókvartettsins verða fluttir tveir strengjakvart- ettar, annar eftir Bedrich Smet- ana og hinn eftir Carl Nielsen. Í staðinn fyrir Daða á óbóið kemur þá Una Sveinbjarnardóttir með fiðluna sína og flytur þessa tvo strengjakvartetta ásamt þeim Gretu, Þórunni og Hrafnkeli. Tónleikar Kammermúsík- klúbbsins í Bústaðakirkju hefj- ast klukkan 20. Næstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins verða síðan 5. mars á sama stað þar sem Camerarctica ætlar að flytja tvö verk eftir Mozart og eitt eftir Sjostakovitsj. ■ Aldrei of mikið af Mozart KVARTETT MEÐ ÓBÓLEIKARA Daði Kolbeinsson, Greta Guðnadóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Hrafnkell Orri Egilsson voru að æfa sig heima hjá Þórunni á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.