Fréttablaðið - 19.02.2006, Qupperneq 72
19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR32
SUNNUDAGSVIÐTALIÐ GUÐMUNDUR E. STEPHENSEN
100. TITILLINN HANDAN VIÐ HORNIÐ
Fyrir réttum áratug var Guð-mundur Stephensen kynnt-ur fyrir Michael Maze,
dönskum borðtennisspilara sem
ásamt Guðmundi var talinn sá
efnilegasti á Norðurlöndunum.
Þeir smullu strax saman, mynd-
uðu tvíeyki sem spilaði saman
í tvíliðaleik á öllum helstu stór-
mótum sem haldin voru í ungl-
ingaflokki á þessum tíma – stóðu
sig jafnan vel. Hæfileikar þeirra
beggja í íþróttinni voru augljósir,
þeir voru klárlega á meðal þeirra
allra færustu í Evrópu á sínum
aldri og var spáð miklum frama.
Að loknu skyldunámi, í kring-
um 15-16 ára aldurinn, stóðu þeir
frammi fyrir erfiðu en jafnframt
einföldu vali. Annar kosturinn
var að að halda áfram að stunda
íþróttina eins vel og mögulegt
var meðfram framhaldsnámi
í sínu heimalandi. Hinn var að
fórna öllu, helga sig borðtennis-
íþróttinni næstu árin og sjá hvað
það myndi ala af sér.
Svo fór að Guðmundur valdi
fyrri kostinn en Maze þann
seinni.
Guðmundur vann fyrir þremur árum
Ferill þeirra fyrrverandi félaga
hefur þróast í nokkuð ólíkar áttir.
Maze er einn besti spilari heims
– hlaut bronsverðlaun á ólympíu-
leikunum í Aþenu fyrir tveimur
árum, hafnaði í öðru sæti á síð-
asta Evrópumóti og því þriðja á
síðasta heimsmeistaramóti.
Guðmundur spilar með Malmö,
einu sterkasta liði sænsku úrvals-
deildarinnar, en er þó ekki í
hópi allra fremstu borðtennis-
spilara Evrópu. Hann er í 195.
sæti heimslistans en gæti þó vel
komist ofar á þeim lista á næstu
árum – með réttri æfingu og smá
heppni í bland.
Guðmundur og Maze þóttu
mjög áþekkir spilarar á tánings-
aldri. „Hann vann mig nú yfir-
leitt en það var líka vegna þess
að minn leikstíll hentaði honum
mjög vel. Ég vil nú meina að við
höfum verið mjög svipaðir að
styrkleika á þessum tíma,“ segir
Guðmundur. Þó að samanburður
frá fyrri tíð sé varla marktæk-
ur má þó, með árangur Maze að
undanförnu til hliðsjónar, gera
sér í hugarlund hversu langt
Guðmundur hefði hugsanlega
náð – hefði hann ákveðið að taka
áhættuna og fórna öllu öðru.
Guðmundi leiðist þó ekki
að rifja upp heims-
meistaramót-
ið í París
á r i ð
2003, þar sem þeir félagar mætt-
ust í fjórðu umferð. Guðmundur
vann mjög óvænt sannfærandi
sigur í sex lotum og sló Maze
þar með út úr keppni. „Hann var
alveg brjálaður,“ segir Guðmund-
ur og hlær. Hann mun lifa lengi á
þessum sigri gegn Maze.
Sé ekki eftir neinu
Eins og í öllu er mikilvægt að
standa við sínar fyrri ákvarðanir.
Það gerir Guðmundur og sér ekki
eftir neinu. „Ég er mjög sáttur við
hvernig mín mál standa í dag. Ég
hef það mjög gott í Svíþjóð, hef
gaman af því sem ég er að gera
og veit að ég á mikið inni,“ segir
Guðmundur, sem er enn í góðu
sambandi við Maze og æfir reglu-
lega með honum í Danmörku.
„Ég gæti ekki verið ánægðari
fyrir hans hönd. Hann ákvað að
setja alla sína krafta í íþróttina á
sínum tíma og er nú að uppskera
eftir því. Á sama tíma var mér
nánast skipað að klára mennta-
skólann,“ sagði Guðmundur
hlæjandi, en þar á hann við for-
eldra sína sem bentu honum á
mikilvægi menntunar í nútíma
þjóðfélagi. „Ég ákvað að hlusta á
mömmu og pabba og klára skól-
ann.“
Æfingin er mjög mikilvæg
Guðmundur er á öðru ári sínu
með liði Malmö, en þangað fór
hann eftir að hafa spilað í Noregi
fyrstu tvö árin eftir stúdents-
próf. Samningur hans við sænska
félagið rennur út í vor og hann er
ekki búinn að ákveða hvað taki
við.
„Mér stendur til boða að vera
áfram en ég neita því ekki að mig
langar að breyta um umhverfi og
prófa að búa í öðru landi,“ segir
Guðmundur og bætir við að hann
sjái helst Frakkland, Ítalíu eða
Spán fyrir í því sambandi. „Ann-
ars er ég opinn fyrir öllu.“
Skrefið sem Guðmundur tók til
Noregs á sínum tíma var fullkom-
lega eðlilegt, árlega vann hann
allt sem hægt var að vinna hér
á landi og hafði slíka yfirburði
að annað eins hefur vart sést í
íslensku íþróttalífi. Hann var
búinn með skólann og þurfti
á nýrri áskorun að halda,
enda nánast formsatriði
fyrir hann að vinna
allar sínar viðureign-
ir á Íslandi.
„Ég tel mig hafa
bætt mig mikið á
síðustu árum, sérstaklega eftir
að ég kom til Malmö. Þetta tekur
sinn tíma, sérstaklega þar sem ég
staðnaði svo mikið á menntaskóla-
árunum,“ útskýrir Guðmundur,
sem gerir ekkert annað en að æfa
og spila borðtennis. „Mamma er
nú oft að þrýsta á mig að mennta
mig frekar en það gefst einfald-
lega ekki tími,“ segir Guðmund-
ur, en hann æfir allt að tíu sinnum
í viku auk þess sem keppt er nán-
ast um hverja helgi.
„Borðtennis er þannig íþrótt
að hún krefst nánast þrotlausrar
æfingar. Það verður að halda sér
stöðugt við og ef maður missir
af æfingu í 2-3 daga hrapar leik-
formið. Þess vegna er ótrúlega
mikilvægt að æfa vel og stöðugt,“
segir Guðmundur, en hjá Malmö
eru æfingar frá morgni fram að
hádegi á hverjum virkum degi
auk þess sem oftast er einnig
stutt æfing síðdegis.
Ætlar sér sigur í Svíþjóð
Guðmundi hefur gengið afar
vel í ár – hefur unnið 23 leiki og
aðeins tapað þremur. Úrslita-
keppnin er á næsta leiti og segir
Guðmundur að Malmö ætli sér
sigur. „Við töpuðum í úrslitunum
í fyrra en ætlum að gera betur í
ár. Við erum með
mjög sterkt lið,
með besta kín-
verska spil-
ar ann í deild-
inni og einnig
mjög öflugan
Dana sem
hefur reynd-
ar verið
meiddur. Ef hann verður orðinn
klár fljótlega er ég bjartsýnn,“
segir Guðmundur, sem er sjálfur
talinn í hópi sterkustu evrópsku
spilara deildarinnar.
Inni á milli kemur hann heim
til Íslands og tekur þátt í Grand-
Prix mótum og á Íslandsmótinu.
Það síðarnefnda verður einmitt
haldið á næstunni, fer fram
fyrstu helgina í mars og fari svo
að Guðmundur vinni þrefaldan
sigur, eins og hann hefur nánast
alltaf gert síðastliðinn áratug,
mun hann vinna sinn 100. Íslands-
meistaratitil í íþróttinni. Þó að
það hafi ekki fengist staðfest má
gera ráð fyrir því að sá árangur sé
einsdæmi í íslenskri íþróttasögu.
Og ekki gleyma – Guðmundur er
aðeins 23 ára gamall.
Er rétt að byrja
Guðmundur hefur ekki sett sér
nein ákveðin framtíðarmarkmið.
Eins og svo margir aðrir styðst
hann frekar við hina klassísku
aðferðafræði sem snýst um að
spila áfram meðan heilsan er í
lagi og hann hefur gaman af. „En
ég stefni að sjálfsögðu á að kom-
ast hærra en ég er núna,“ útskýr-
ir Guðmundur.
„Það yrði óneitanlega stór-
kostlegst að komast á ólymp-
íuleikana en það er bara svo
hrikalega erfitt. Ég horfi frek-
ar á heimslistann og stefni á
að komast hærra þar. Til
þess þarf ég að keppa á fleiri
opnum alþjóðlegum mótum
og með góðum árangri þar
nær maður kannski að vekja
smá athygli á sér. Það er
sennilega mitt raunverulega
takmark – að ná að skapa
mér smá nafn í þessum
heimi.“
Áttu mikið inni?
„ Já, ég held það.
Og ég tel mig geta
bætt mig miklu
meira á næstu
árum. Tæknin
er til staðar
hjá mér en
til dæmis
þarf að bæta
uppgjafirn-
ar og mig
vantar einnig
að halda meiri
stöðugleika í
mínum leik.“
En ertu ekkert að fá
leiða á þessu?
„Nei, alls ekki. Þetta
verður sífellt skemmti-
legra eftir því sem maður
bætir sig. Ég er rétt að
byrja.“ ■
Líklega hefur enginn íslenskur íþróttamaður haft
jafn mikla yfirburði í sinni íþrótt og Guðmundur
Stephensen í borðtennis. Ferill hans hefur verið
samfelld sigurganga og ef allt fer samkvæmt venju
ætti Guðmundur að ná sínum 100. Íslandsmeistar-
atitli í ár – ef hann vinnur sinn reglubundna þre-
falda sigur á Íslandsmótinu sem fram fer í byrjun
mars. Vignir Guðjónsson ræddi við Guðmund um
fortíðina, nútíðina og framtíðina.
GUÐMUNDUR EGGERT STEPHENSEN ■ Fæddur: 29. júní 1982 ■ Keppnisgrein: Borðtennis ■ Hélt fyrst á borðtennisspaða: 2 ára ■ Byrjaði að æfa borðtennis: 4 ára
ÍSLANDSMEISTARATITLARNIR:
Íslandsmeistari í MFL einliðaleik: 1994,
1995, 1996, 1997, 1998, 1999, 2000,
2001, 2002, 2003, 2004, 2005 = 12
Íslandsmeistari í MFL tvíliðaleik:
1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 2000,
2001, 2002, 2003, 2004, 2005 = 11
Íslandsmeistari í MFL tvenndarkeppni:
1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 2000, 2001,
2002, 2003, 2004, 2005 = 11
Íslandsmeistari í með liði sínu Víking
í 1. deild karla: 1994, 1995, 1996,
1997, 1998, 1999, 2000, 2001, 2002= 9
Íslandsmeistari í unglingaflokkum
- einliðaleik: 1989, 1990, 1991, 1992,
1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1998,
1999 = 11
Íslandsmeistari í unglingafl.- tvíliðaleik:
1989, 1990, 1991, 1992, 1993, 1994,
1995, 1996, 1997, 1998, 1999 = 11
Íslandsmeistari í unglingaflokkum
- tvenndarkeppni: 1989, 1990, 1991,
1992, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997,
1998, 1999 = 11
Íslandsmeistari í unglingaflokkum
- hópakeppni: 1989, 1990, 1991, 1992,
1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1998,
1999 = 11
ÖNNUR AFREK INNANLANDS:
Reykjavíkurmeistari í MFL karla ein-
liðaleik: 1994, 1995, 1996, 1997, 1998,
1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004,
2005 = 12
Reykjavíkurmeistari í MFL tvíliðaleik:
1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 2000,
2001, 2002, 2003, 2004, 2005 =11
Reykjavíkurmeistari í MFL tvenndar-
keppni: 1994, 1995, 1996, 1997, 1998,
1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004,
2005 =12
Reykjavíkurmeistari í unglingaflokk-
um:1989, 1990, 1991, 1992, 1993,
1994,1995, 1996, 1997, 1998, 1999 = 11
Borðtennismaður Víkings: 1993, 1994,
1995, 1996, 1997, 1998, 1999, 2000,
2001, 2002, 2003, 2004, 2005
Borðtennismaður BTÍ: 1993, 1994,
1995, 1996, 1997, 1998, 1999, 2000,
2001,2002,2003,2004,2005
Íþróttamaður Víkings: 1994, 1996,
1998, 1999, 2002, 2003
Íþróttamaður Reykjavíkur 1994
Stigahæsti leikmaður í MFL karla:
1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 1999,
2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005
AFREK Á ALÞJÓÐLEGUM VETTVANGI:
Silfur á Evrópumóti unglinga í tvíliða-
leik 1998
Silfur og brons á smáþjóðaleikum
1999 og 2001
Tvö gull og eitt brons á smáþjóðaleik-
unum 2003.
Tvö gull og eitt silfur á smáþjóðaleik-
unum 2005.
Tvö gull og eitt silfur á Norges Cup í
Noregi 2002
Gull á alþjóðlegu unglingamóti í
Svíþjóð 2002.
Gull á norska meistaramótinu 2003.
Tvöfaldur Norðurlandameistari í
einliðaleik og tvíliðaleik 2004.
Meistari með B-72 í norsku úrvals-
deildinni 2003 og 2004.
Háði einvígi í Kína gegn þarlendum
landsliðsmanni í júní 2004. Viður-
eigninni var sjónvarpað beint á stærstu
íþróttastöð landsins.
Gull á opnu meistaramóti Malmö
2004 og 2005.
Silfur á opna Halmstad meistaramót-
inu 2005.
Hefur unnið 23 leiki en tapað aðeins
þremur á tímabilinu í ár, sem er 87%
vinningshlutfall.
Hefur leikið yfir 190 A-landsleiki auk
fjölda unglingalandsleikja.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI