Fréttablaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 78
 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Tónlistarmaðurinn og teiknarinn Marlon Pollock, sonur rokkar- ans Mike, hefur gefið út plötuna Apocaliptik Magik Child. Marlon hefur verið búsettur í London undanfarið ár þar sem hann hefur einbeitt sér að tónlistar- ferlinum auk þess sem hann hefur reynt að koma teikningum sínum á framfæri. Fer hann á næstunni á fund út af teikningunum hjá manni að nafni Banksy sem hefur meðal annars selt verk eftir Jamie Hew- lett, sem stofnaði teiknimynda- hljómsveitina vinsælu Gorillaz ásamt Damon Albarn. Marlon gefur nýju plötuna út undir nafninu Huxun en hann er einnig meðlimur hljómsveitarinn- ar Anonymous ásamt systur sinni Tanyu. Hann er staddur hér á landi í stuttri heimsókn og ákvað því að gefa plötuna út í leiðinni í takmörk- uðu upplagi. Móðir hans, Jóhanna Hjálm- týsdóttir, systir Diddúar, syngur á plötunni og hafði Marlon mjög gaman af samstarfinu með henni. „Ég hafði alltaf haft áhuga á að vinna með henni. Þegar ég var að búa til tónlist í herberginu mínu var hún alltaf að söngla lögin,“ segir hann og bætir því við að móðir sín hafi sungið fyrir hann á tónleikum sem hann hélt í kirkjunni St. Aug- ustine´s Church í London ekki alls fyrir löngu. Marlon lýsir plötunni sem hip- hop/electro. Auk mömmu hans rappar hann sjálfur á plötunni og einnig fær hann hjálp frá Lúlla úr Rottweiler í laginu Is this the Beg- inning. Marlon byrjaði að rappa fyrir um það bil sex árum og hefur í þrjú ár verið meðlimur í hópnum „Hinir“ ásamt köppum á borð við Illaleikinn, Steve Sampling og Vivid Brain. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að rappa með plötusnúðum og hefur keppt í svo- kölluðu rímnaflæði, eða „battle“ í London þar sem hann söng á sínu öðru tungumáli, ensku. Í einni keppninni vann hann þrjá keppend- ur og tapaði fyrir einum sem sýnir að þarna er á ferðinni fær rímna- meistari. Fyrir tveimur árum fékk Mar- lon síðan sitt stærsta tækifæri til þessa þegar hann hitaði upp fyrir rapparann 50 Cent á tónleikum hans hér á landi. Hvað varðar teikningarnar von- ast Marlon eftir því að þær eigi eftir að hitta í mark í Bretlandi og á netinu fari þær í sölu þar. Flestar eru þær teiknaðar með tæknipenna og trélitum og eru ýmiss konar verur oftast viðfangsefnið. Marlon vonast til að hitta Jamie Hewlett þegar hann fer aftur til London. „Mig langar að spjalla við Jamie og sjá hvernig hann teiknar og læra af honum. Ég vil líka leyfa honum að heyra tónlistina mína,“ segir hann. Áður en Marlon fer út spilar hann í Hinu húsinu á Vetrarhátíð- inni 25. febrúar klukkan 22.00. Platan Apocaliptik Magic Child er til sölu í Nakta apanum og í 12 Tónum. freyr@frettabladid.is MARLON POLLOCK: FYRSTA PLATAN KOMIN ÚT Rappar og teiknar verur GREEN VISION Þessi vera er ein af mörgum sem Marlon hefur teiknað í gegnum tíðina. MARLON POLLOCK Tónlistarmaðurinn og teiknarinn býr í London um þessar mundir. Nokkrir gæjar sem hafa gert garð- inn frægan í Rottweilerhundunum byrja með sjónvarpsþáttinnn Tívolí á Sirkus fyrstu vikuna í apríl. Að sögn Lúðvíks úr Rottweiler verður þetta fræðslu- og skemmtiþáttur en hann vill ekki gefa mikið meira upp að svo stöddu. „Þetta verður mjög tónlistartengt og „look-ið“ á þættin- um verður mjög hiphop. Við fáum gesti í heimsókn og hittum fullt af fólki,“ segir Lúðvík. Hann þvertekur fyrir það að Rottweiler séu búnir að vera. „Við erum allir að hanga saman mjög mikið en Erpur er úti í Kína og eins og staðan er núna erum við ekki að gera neitt.“ Lúðvík segir að flestir séu þeir að malla í tónlist hver í sínu horni og að hugsanlega sé von á einhverju nýju efni frá honum á næstunni. Mikil hnakkavæðing hefur átt sér stað á Sirkus með nokkrum nýjum þáttum sem hafa notið mismikilla vinsælda. „Við erum við hinn endann má segja,“ segir Lúðvík. „Ég hef ekkert á móti hnakkavæðingunni en ég held bara að þetta sé orðið gott þar.“ -fb Við hinn endann á hnakkavæðingunni HRÓSIÐ ...fær forvarnarverkefnið Blátt áfram fyrir nýjar auglýsingar gegn kynferðisofbeldi á börnum. LÁRÉTT 2 ómerkilegt 6 tveir eins 8 árkvísl- ir 9 struns 11 tveir eins 12 reiknivél 14 meltingarfæri í fugli 16 tveir eins 17 fugl 18 umfram 20 tveir eins 21 gefa frá sér reiðihljóð. LÓÐRÉTT 1 steintegund 3 þverslá á siglutré 4 plöntutegund 5 ósigur 7 vilsa 10 nögl 13 kosning 15 þefa 16 efni 19 íþróttafélag. LAUSN Vetrarhátíð í Reykjavík hefst á fimmtudaginn með pompi og prakt og stendur dýrðin allt til sunnudagskvölds. Af mörgu er að taka og eins gott að skipuleggja sig vel til að upplifa sem mest, því um hlaðborð spennandi við- burða er að ræða. Sif Gunnarsdóttir er verkefnastjóri við- burða hjá höfuðborgarstofu en hátíðin er nú haldin í fimmta sinn. „Það var þáverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur sem ákváðu að halda hátíð með sömu hugmyndafræði og Menningarnótt að baki, sem gekk svo vel með þátttöku almennings. Þau vildu því búa til sams konar hátíð í dagatalinu beint á móti Menningarnótt og nýta augljósan sköpunarkraft borgar- búa,“ segir Sif um Vetrarhátíðina sem hefst á fimmtudagskvöldi þegar nógu dimmt er orðið til að njóta bæði ljóss og skugga, en nógu snemmt fyrir barnafjölskyldur að fara bæjarferð saman. „Fimmtudagshátíðin miðast mjög við miðborgina en síðan fer hátíðin um alla borg og minnir á smærri útgáfu af Menningarnótt. Að venju ber margt nýrra við, en einnig fastir liðir eins og dægurlagatónleikar í Fríkirkj- unni, bókmenntaganga Borgarbókasafnsins og ýmsir viðburðir í Ráðhúsi, Hafnarhúsi, Dómkirkjunni og fleiri stöðum,“ segir Sif sem hlakkar sérstaklega til föstudagsins. „Ólíkt Menningarnótt er þessi hátíð mitt á skólaárinu og vegna þess njótum við þátttöku leikskóla- og grunnskólabarna í hátíðahöld- unum. Í ár standa leikskólarnir fyrir sérstakri skuggahátíð, með vasaljósum og syngja „Ég á lítinn, skrýtinn skugga.“ Í Ráðhúsinu verður Mannréttindatorg með sláandi gjörningum á vegum mannréttindafélaga og klukkan sjö um kvöldið hefst safnanótt sem er stórkostlegt fyrirbæri þar sem öll söfn Reykjavíkur verða opin fram yfir miðnætti með ókeypis aðgangi og uppákomum, auk þess sem ljósum prýddur strætó sér um að skutla gestum á milli staða,“ segir Sif og heldur áfram að telja upp atburði hátíð- arinnar þar sem hvert mannsbarn finnur örugglega eitthvað við sitt hæfi. „Laugardagurinn verður mikill tónlist- ardagur, með KaSa-hópnum í Ráðhúsinu, Megasi í Hallgrímskirkju og samísku söngkonunni Marit Hætta Överli í Íslensku óperunni. Á sunnudeginum verður svo hverfahátíð í Laugardalnum, þar sem allir leggjast á eitt um að gera frábæra dagskrá í dalnum,“ segir Sif og minnir á ótæmandi dagskrá Vetrarhátíðar á rvk.is. SÉRFRÆÐINGURINN SIF GUNNARSDÓTTIR HELDUR UTAN UM VETRARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Sköpunarkraftur borgarbúa í algleymingi LÁRÉTT: 2 frat, 6 gg, 8 ála, 9 ark, 11 pp, 12 tölva, 14 f óarn, 16 tt, 17 lóa, 18 auk, 20 ss, 21 urra. LÓÐRÉTT: 1 agat, 3 rá, 4 alparós, 5 tap, 7 gröftur, 10 kló, 13 val, 15 nasa, 16 tau, 19 kr FRÉTTIR AF FÓLKI Andrea Róberts getur ekki annað en agnúast út í Valentín- usardaginn á bloggsíðu sinni. Andrea er stödd á Indlandi og þar hefur þessi dagur ástarinnar ekki farið framhjá neinum. „En adur en vid komum ad tvi ta var eg sem sagt stodd tarna i Goa og djofulsins vald hefur Lonely Planet. Eg valdi gistiheimili ur bokinni og tar var sagt ad tetta vaeri rolegur stadur og kosi en var sidan vibbi og alveg vid jarnbrautateinana tannig ad eg svaf ekki rassgat og rafmagnid alltaf ad fara af. Tad var nu samt allt i lagi tannig tar til ad eg for og tekkadi a matsolustad sem einnig var maelt med ur bokinni sem var vibbi.is. Baud bara upp a kokteila t.d. Pussy Foot, Farmer‘s Joy, Virgin Pinacolada og Lovers Special. En sa sidasti er kannski eitthvad i tengslum vid Valentinusardag- inn. Tad er magnad hvad tessi dagur er aberandi i litlum bae a Indlandi og lika her a Thailandi. Kort, sukkuladi og bara allir astsjukir a morgun 14. februar a V-day - tad er nokkud ljost. Eg sem helt ad Valdis Gunnar utvarpsmadur vaeri bara ad klappa ameriskri hugmynd i godu glensi,“ skrifar Andrea á bloggsíðu sinni. Það er alltaf stuð í kringum bloggdrottninguna Betu rokk en hún skemmti sér konunglega um helgina í gervi Silvíu Nætur. Á laug- ardagskvöldið fór hún í teiti þar sem Silvíu Nætur þema var í hávegum haft og fékk Beta rokk verðlaun. „ég vann keppnina og fékk medalíu sem stóð silvía night #1 og var ógissla ánægð með það. og í tilefni þess þurfti ég að syngja til hamingju ísland í spes betukar- ókí en það er þegar söngvarinn fær lagið blastað í heyrnatólum og á að syngja. mér leið eins og ég væri í höllinni og dansaði og æpti en enginn heyrði lagið….heyrði bara thumpið þegar ég dansaði og mig að syngja. ég heyrði ekkert í mér en held ég hafi sungið þetta ógissla vel. svo fórum við í eftirpartýið hennar alvöru silvíu. soldið fyndið að fá fimm viljvera-silvíur í silvíupartýið. en þúst…hún er ógissla góð vinkona mín þannig að auðvitað fórum við að söpportana,“ segir Beta rokk á blogg- síðu sinni. Hún var þó ekki eina stjarnan í alvöru Silvíu Nætur teitinu því þar voru líka Sigga Beinteins, Gulli Briem, Birgitta Haukdal og Krummi í Mínus Á LEIÐ Á SIRKUS Lúðvík og félagar byrja í apríl með þáttinn Tívolí á sjónvarps- stöðinni Sirkus. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1. Magnús Geirsson. 2. Við Guantanamoflóa. 3. Í Tórínó á Ítalíu. SVÖRIN �������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ ��� �� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������������ �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������ ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.