Fréttablaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 10
10 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR KÁRAHNJÚKAR Trúnaðarmaðurinn, sem Impregilo rak úr starfi í vik- unni, hafði gerst brotlegur fjór- um sinnum á einu ári og fengið þrjár viðvaranir. Allt sneri það að umferðaróhöppum nema síðasta aðvörunin sem var vegna meintra afskipta af skipulagi. Manninum var sagt upp eftir að hann lenti í árekstri í síðustu viku. „Það var kornið sem fyllti mæl- inn,“ segir Ómar R. Valdimars- son, talsmaður Impregilo. „Mað- urinn hafði ítrekað farið á svig við vinnureglur, farið út fyrir verksvið sitt og valdið fyrirtæk- inu eignatjóni.“ Ómar segir að Impregilo skilji mikilvægi þess að verkalýðs- hreyfingin hafi trúnaðarmenn á staðnum og virði þann rétt en brot mannsins hafi verið ítrekuð og framkoma slík að ekki hafi þótt fært að hafa hann lengur í vinnu. Oddur Friðriksson, aðaltrún- aðarmaður verkalýðsfélaganna við Kárahnjúka telur rót vandans þá að trúnaðarmaðurinn hafi gert athugasemdir við að of fáir vinnu- tímar voru skráðir á hann í haust. Það hafi verið leiðrétt en ekki gert upp aftur í tímann. Um umferðar- óhöppin segir hann: „Bílstjóri ber ákveðna ábyrgð en það fríar ekki öryggisdeild fyrirtækisins frá því að hafa ekki brugðist nægilega við í tveimur tilfellum.“ Málið er nú komið í hendur lögmanna Afls, starfsgreinafé- lags Austurlands, sem munu taka ákvörðun um viðbrögð að sögn Odds. - ghs/sdg Compact WC statíf RVS 2rl. Stílhreinir skammtarar 4.779 kr. Lotus Miðaþ. skápur Maraþon RVS Lotus Professional Hagkvæm heildarlausn fyrir snyrtinguna – úr ryðfríu stáli á tilboði Lotus sápuskammtari RVS 6.968 kr. 4.779 kr . R V 62 02 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN Jöklar Græn- lands bráðna nú mun hraðar en vís- indamenn töldu áður. Skriðjöklar á suður- og austurhluta Grænlands hafa aukið skriðhraða sinn og berst nú tvisvar sinnum meiri ís á haf út heldur en fyrir fimm árum, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn sem birt var í vísinda- tímaritinu Science í gær. Vísindamenn telja helstu ástæðu bráðnunarinnar vera hlýn- andi hitastig jarðarinnar sem staf- ar af gróðurhúsaáhrifunum. Jökulbreiðan á Grænlandi er alls um 1,7 milljónir ferkílómetra og allt að þriggja kílómetra þykk. Hingað til hafa vísindamenn talið að breiðan muni bráðna á næstu þúsund árum ef hlýnun jarðar held- ur áfram eins og hingað til, en nú er talið að það geti gerst mun fyrr. Hlýnandi yfirborð jarðar er talið auðvelda ferð skriðjöklanna, þar sem leysingavatn ber jöklana yfir grjót á leið þeirra niður að hafi. Ef allur Grænlandsísinn bráðnar, þá má gera ráð fyrir að yfirborð sjáv- ar hækki um sjö metra alls staðar í heiminum. Að sögn vísindamannanna getur eingöngu aukin snjókoma á Grænlandi stöðvað þessa þróun. - smk Gróðurhúsaáhrif hafa meiri áhrif en áður var talið: Grænlandsjökull bráðnar hratt GRÆNLANDSJÖKULL Ný rannsókn sýnir að Grænlandsjökull bráðnar nú mun hraðar en fyrir fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AÐALTRÚNAÐARMAÐUR VILL SKÝRINGAR Oddur Friðriksson aðaltrúnaðarmaður hefur óskað eftir skýringum á brottrekstri trúnaðarmanns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óskað eftir skýringum vegna brottrekstrar trúnaðarmanns við Kárahnjúka: Sakaður um ýmis brot í starfi HVÍLDÞessi maður stundaði einhvers konar hugleiðslu snemma morguns á svartri strönd í Búlgaríu á sunnudag. Eftir afar kalt tímabil er hitastigið í bænum Varna komið í tíu gráður á celsíus. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEPAL Gyanendra, konungur Nep- als, hvatti stjórnmálaflokka í landinu til að taka þátt í viðræð- um um endurreisn lýðræðis í land- inu. Andspyrnumenn segja beiðni konungsins merkingarlausa og óljósa. Væri konungi alvara með beiðninni hefði hann óskað eftir beinum viðræðum við stjórnmála- flokkana. Fyrir einu ári rak Gyanendra ríkisstjórn landsins og tók sér alræðisvald. Síðan þá hefur koungurinn verið undir mikilli innlendri og alþjóðlegri pressu og er þetta í fyrsta skipti sem kon- ungur biðlar til stjórnmálaflokk- anna eftir sáttaleiðum. ■ Konungur Nepal: Vill endurreisa lýðræði að nýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.