Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 10

Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 10
10 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR KÁRAHNJÚKAR Trúnaðarmaðurinn, sem Impregilo rak úr starfi í vik- unni, hafði gerst brotlegur fjór- um sinnum á einu ári og fengið þrjár viðvaranir. Allt sneri það að umferðaróhöppum nema síðasta aðvörunin sem var vegna meintra afskipta af skipulagi. Manninum var sagt upp eftir að hann lenti í árekstri í síðustu viku. „Það var kornið sem fyllti mæl- inn,“ segir Ómar R. Valdimars- son, talsmaður Impregilo. „Mað- urinn hafði ítrekað farið á svig við vinnureglur, farið út fyrir verksvið sitt og valdið fyrirtæk- inu eignatjóni.“ Ómar segir að Impregilo skilji mikilvægi þess að verkalýðs- hreyfingin hafi trúnaðarmenn á staðnum og virði þann rétt en brot mannsins hafi verið ítrekuð og framkoma slík að ekki hafi þótt fært að hafa hann lengur í vinnu. Oddur Friðriksson, aðaltrún- aðarmaður verkalýðsfélaganna við Kárahnjúka telur rót vandans þá að trúnaðarmaðurinn hafi gert athugasemdir við að of fáir vinnu- tímar voru skráðir á hann í haust. Það hafi verið leiðrétt en ekki gert upp aftur í tímann. Um umferðar- óhöppin segir hann: „Bílstjóri ber ákveðna ábyrgð en það fríar ekki öryggisdeild fyrirtækisins frá því að hafa ekki brugðist nægilega við í tveimur tilfellum.“ Málið er nú komið í hendur lögmanna Afls, starfsgreinafé- lags Austurlands, sem munu taka ákvörðun um viðbrögð að sögn Odds. - ghs/sdg Compact WC statíf RVS 2rl. Stílhreinir skammtarar 4.779 kr. Lotus Miðaþ. skápur Maraþon RVS Lotus Professional Hagkvæm heildarlausn fyrir snyrtinguna – úr ryðfríu stáli á tilboði Lotus sápuskammtari RVS 6.968 kr. 4.779 kr . R V 62 02 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN Jöklar Græn- lands bráðna nú mun hraðar en vís- indamenn töldu áður. Skriðjöklar á suður- og austurhluta Grænlands hafa aukið skriðhraða sinn og berst nú tvisvar sinnum meiri ís á haf út heldur en fyrir fimm árum, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn sem birt var í vísinda- tímaritinu Science í gær. Vísindamenn telja helstu ástæðu bráðnunarinnar vera hlýn- andi hitastig jarðarinnar sem staf- ar af gróðurhúsaáhrifunum. Jökulbreiðan á Grænlandi er alls um 1,7 milljónir ferkílómetra og allt að þriggja kílómetra þykk. Hingað til hafa vísindamenn talið að breiðan muni bráðna á næstu þúsund árum ef hlýnun jarðar held- ur áfram eins og hingað til, en nú er talið að það geti gerst mun fyrr. Hlýnandi yfirborð jarðar er talið auðvelda ferð skriðjöklanna, þar sem leysingavatn ber jöklana yfir grjót á leið þeirra niður að hafi. Ef allur Grænlandsísinn bráðnar, þá má gera ráð fyrir að yfirborð sjáv- ar hækki um sjö metra alls staðar í heiminum. Að sögn vísindamannanna getur eingöngu aukin snjókoma á Grænlandi stöðvað þessa þróun. - smk Gróðurhúsaáhrif hafa meiri áhrif en áður var talið: Grænlandsjökull bráðnar hratt GRÆNLANDSJÖKULL Ný rannsókn sýnir að Grænlandsjökull bráðnar nú mun hraðar en fyrir fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AÐALTRÚNAÐARMAÐUR VILL SKÝRINGAR Oddur Friðriksson aðaltrúnaðarmaður hefur óskað eftir skýringum á brottrekstri trúnaðarmanns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óskað eftir skýringum vegna brottrekstrar trúnaðarmanns við Kárahnjúka: Sakaður um ýmis brot í starfi HVÍLDÞessi maður stundaði einhvers konar hugleiðslu snemma morguns á svartri strönd í Búlgaríu á sunnudag. Eftir afar kalt tímabil er hitastigið í bænum Varna komið í tíu gráður á celsíus. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEPAL Gyanendra, konungur Nep- als, hvatti stjórnmálaflokka í landinu til að taka þátt í viðræð- um um endurreisn lýðræðis í land- inu. Andspyrnumenn segja beiðni konungsins merkingarlausa og óljósa. Væri konungi alvara með beiðninni hefði hann óskað eftir beinum viðræðum við stjórnmála- flokkana. Fyrir einu ári rak Gyanendra ríkisstjórn landsins og tók sér alræðisvald. Síðan þá hefur koungurinn verið undir mikilli innlendri og alþjóðlegri pressu og er þetta í fyrsta skipti sem kon- ungur biðlar til stjórnmálaflokk- anna eftir sáttaleiðum. ■ Konungur Nepal: Vill endurreisa lýðræði að nýju

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.