Fréttablaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 4
4 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN Mikill meirihluti telur að fuglaflensan, sem nú finnst í fuglum í Evrópu, berist til Íslands, eða 82,9 prósent samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 17,1 prósent telur að fuglaflensan muni ekki berast til landsins. Heldur fleiri íbúar utan höfuð- borgarsvæðisins telja að flensan muni finnast í fuglum hér á landi, eða 86,9 prósent, á móti 80 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Lítill munur er á milli kynjanna, en 82,2 prósent karla telja að fuglaflensan muni berast hingað til lands, en 83,5 prósent kvenna. Einnig var spurt hvort fólk væri hrætt við að smitast af fuglaf- lensu, en flensan hefur ekki enn sem komið er stökkbreyst þannig að hún berist milli manna. Þeir sem hafa smitast af flensunni í Evrópu og Asíu hafa hingað til smitast af fuglum sem hafa verið sýktir. Íslendingar virðast hafa litlar áhyggjur af því að smitast af flensunni og segjast aðeins 14,4 prósent óttast slíkt smit. 85,6 prósent svöruðu spurningunni neitandi. Konur hafa aðeins meiri áhyggjur af því að smitast og sögðu 17,2 prósent þeirra óttast að smitast, en 11,6 prósent karla. 82,8 prósent kvenna óttast ekki að smit- ast af fuglaflensu og 88,4 prósent karla hafa af því litlar áhyggjur. Þá virðast íbúar höfuðborgar- svæðisins hafa eilítið meiri áhyggj- ur af smiti en íbúar utan þess, eða 15,5 prósent. 84,5 prósent höfuborg- arbúa óttast ekki smit. 12,7 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins segjast óttast það að smitast af fuglaflensunni, en 87,3 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðis svör- uðu spurningunni neitandi. Um miðjan janúar spurði Gallup hvort fólk óttaðist að fuglaflensan bærist til Íslands. 62 prósent sögð- ust þá óttast það lítið, 26 prósent sögðust óttast það mikið og 12 prósent sögðust hvorki óttast það mikið né lítið. Þá spurði Gallup hvort fólk óttaðist að smitast af fuglaflensu og sögðust 10 prósent óttast það mikið, 81 prósent sögð- ust óttast það lítið, en 9 prósent sögðust óttast það hvorki mikið né lítið. Síðan könnun Gallup var gerð hafa borist fréttir af fuglaflensu- smiti víðs vegar um Evrópu og um tíma var óttast að fuglaflensa hefði fundist í fuglum í Danmörku. Svo reyndist þó ekki vera. Hringt var í 800 manns 18. febrúar, og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Annars vegar var spurt: „Telur þú að fuglaflensa muni berast til Íslands?“ 91,9 prósent aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar var spurt: „Óttast þú að smit- ast af fuglaflensu?“ 94,6 prósent aðspurðra tóku afstöðu til þeirrar spurningar. svanborg@frettabladid.is GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 17.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 63,45 63,75 Sterlingspund 110,20 110,74 Evra 75,33 75,75 Dönsk króna 10,089 10,149 Norsk króna 9,33 9,388 Sænsk króna 8,08 8,054 Japanskt jen 0,5356 0,5488 SDR 90,95 91,49 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 105,9202 Telur þú að fuglaflensa muni berast til Íslands? ALLS Karlar Konur Landsbyggð Þéttbýli Nei 17,8% Já 82,2% Nei 16,5% Já 83,5% Nei 20,0% Já 80,0% Nei 13,1% Já 86,9% Nei 17,1% Já 82,9% Óttast þú að smitast af fuglaflensu? ALLS Karlar Konur Landsbyggð Þéttbýli Já 11,6% Nei 88,4% Já 17,2% Nei 82,8% Já 15,5% Nei 85,6% Já 12,7% Nei 87,3% Já 14,4% Nei 85,6% DANSKIR SVANIR Um tíma fyrir helgi var óttast að fuglaflensan hefði fundist í dönskum svönum. Mikill meirihluti Íslendinga telur að fugla flensan muni koma hingað til lands samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁNS Hafa ekki áhyggjur af smiti Tæplega 83 prósent telja líklegt að fuglaflensan berist til Íslands, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Mikill minnihluti, eða rúmlega 14 prósent, hefur áhyggjur af því að smitast af fuglaflensunni. FILIPPSEYJAR, AP Ólíklegt er talið að fleiri finnist á lífi í rústum húsanna sem urðu undir aurskrið- um á Filippseyjum á laugardag. Björgunarsveitir hafa unnið hörð- um höndum við að grafa upp líkin í þorpinu Guinsaugon eftir að aur- skriðan fór þar yfir. Meirihluti hinna 1857 íbúa þorpsins lét lífið en enginn hefur fundist á lífi síðan á föstudag. Ríkisstjórn Filippseyja mælt- ist til þess að þrjátíu fórnarlömb hamfaranna yrðu grafin í fjölda- gröf, en ekki hafði tekist að bera kennsl á líkin. Voru þau greftruð utan við þorpið og fór prestur með blessun- arorð og bæn við athöfnina. -bg Aurflóðin á Filippseyjum: Fórnarlömbin sett í fjöldagröf FJÖLDAGRÖF Prestur flytur blessunarorð yfir fórnarlömbum aurskriðunnar á Filipps eyj- um. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Óhugnanleg morð á börnum Kona var handtekin í Japan fyrir helgi grunuð um að hafa stungið tvö fimm ára gömul börn, stúlku og dreng, til bana. Konan hefur viðurkennt verkn- aðinn en ekki hefur komið fram hvað henni gekk til. JAPAN SKIPULAGSMÁL Rúmlega helmingur íbúa Selfoss er hlynntur skipulags- hugmyndum fasteignafélagsins Miðjunnar sem kynntar hafa verið undanfarið. Gera tillögurnar ráð fyrir lifandi miðbæ á landi sem er að stærstum hluta autt í dag. Þar á meðal á að gera sérstakan fjölskyldugarð með ýmsum afþreyingarmöguleikum, veitinga- og kaffihúsum og leik- svæðum eða íþróttavöllum af ýmsu tagi. Miðjan hefur einnig kynnt hugmyndir um tvo íbúðaturna á sama stað. Var upphaflega áætlað að þeir yrðu allt að sextán hæða háir en Einar Elíasson, forsvars- maður Miðjunnar, segir ólíklegt að þeir verði svo háir þegar upp verð- ur staðið. Verði hugmyndirnar að veruleika verða tveir háir turnar því kennileiti miðbæjar Selfoss og einnig Kópavogs innan nokkurra ára. Mikill áhugi er meðal bæjarbúa á verkefninu sé tekið mið af því að rúm 70 prósent aðspurðra í könnun sem fram fór nýlega höfðu kynnt sér tillögur Miðjunnar og höfðu flestir sterkar skoðanir á því sem þar var kynnt. Rúmur helming- ur vill hafa flugvöllinn á Selfossi áfram þar sem hann er og 57 pró- sent aðspurðra telja að hæð húsa í miðbænum eigi að vera innan við tólf hæðir. - aöe EIN HUGMYND MIÐJUMANNA Einkennis- tákn Selfoss verða þessir tveir turnar ef af verður en að líkindum verða þeir talsvert lægri en myndin sýnir. Allt í kring verða kaffihús, íþrótta- og útivistarsvæði og sérstakur fjölskyldugarður. TEIKNING/3XN Hugmyndir fasteignafélags um uppbyggingu miðbæjarsvæðis Selfoss: Lagt til að tveir turnar rísi PALESTÍNA, AP Tveir palestínskir unglingar voru skotnir af ísra- elskum hermönnum í flótta- mannabúðum í Palestínu í gær, þegar til átaka kom milli þeirra og ísraelskra hermanna. Að sögn sjónarvotta köstuðu unglingarnir steinum að her- mönnunum en talsmenn ísraelska hersins hafa aðra sögu að segja. Þeir halda því fram að drengirnir hafi ætlað að koma sprengju fyrir í búðunum. Drengirnir voru báðir sautján ára en jafnaldri þeirra særðist einnig í viðureigninni við her- mennina. -bg Unglingar skotnir í Gaza: Köstuðu grjóti að hermönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.