Fréttablaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 6
6 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL Framsóknarflokkur hefur átt í erfiðleikum að undan- förnu og þess vegna kemur það ekki á óvart að fylgi við hann, og ríkisstjórnina, mælist ekki hátt í skoðanakönnunum. Þetta segir Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hann segir flokkinn hafa átt í erfiðleikum frá því Hall- dór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 44,3 prósenta fylgi á lands- vísu sem er tæplega sex prósentu- stiga fylgisaukning frá síðustu könnun sem gerð var í nóvember á síðasta ári. Ólafur segir það athyglisvert að formannsskipti í Sjálfstæðis- flokknum hafi leitt af sér mikla fylgisaukningu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig miklu fylgi frá því Geir H. Haarde tók við af Davíð Oddssyni sem formaður. Það er sláandi að sjá þá breytingu. Það sem hefur breyst á þessu kjör- tímabili er það að stuðningurinn við ríkisstjórnina hefur verið í kringum 50 prósent nær allt tíma- bilið, sem er mikil breyting frá kjörtímabilunum á undan þegar ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samanlagt mun meira fylgi.“ -mh Þýðir meiri vinnu „Ég hef ekki lagt mig sérstaklega eftir að kynna mér þetta en eins og ég sé þetta í dag þýðir þetta meiri og áframhaldandi vinnu fyrir mig sem iðnaðarmann og er þess vegna frekar fylgjandi,“ sagði Gunnar Þorbergur. „Ég fór ekki á þennan margumtalaða fund og sannast sagna skiptir þetta mig litlu máli hvort betri samningum hefði mátt ná. Þetta er búið og gert. Stór biti til sama aðila „Ég hef verið mótfallin þessum samningi við Eykt þar sem mér finnst þetta ákaflega stór biti og hefði mátt skipta þessu landi meira niður og taka minni skref í uppbyggingunni en samningurinn við Eykt felur í sér, en ég tek fram að ég hef ekki kynnt mér öll gögn til hlítar.“ Ekki tímabært „Persónulega finnst mér þetta alls ekki tímabært því ég sé ekki hvaðan allt þetta fólk á að koma sem á að búa í þeim 900 íbúðum sem þarna á að byggja,“ sagði Valgý Eiríksdóttir. „Það er mikið af lausum lóðum í bænum ennþá sem nær væri að klára áður en lengra er haldið. Þar að auki fer verð á íbúðum síhækkandi og ef verðið stígur mikið meira verður svipað dýrt hér og í höfuðborginni og þá er farin sú ástæða sem margir gefa fyrir að flytja hingað. Alfarið á móti „Þetta er alveg út í hött að mínu mati og ég er alfarið á móti að landið sé nánast gefið einu fyrirtæki,“ sagði Sigurður Björg- vinsson. „Þarna hefur Eykt nælt sér í afar góðan samning að mínu mati og bærinn að sama skapi misst spón úr aski sínum. Betur hefði verið að fara hægar í sakirnar.“ Hef skipt um skoðun „Fyrst þegar ég frétti af þessu leist mér illa á og var á móti en eftir að hafa kynnt mér hvað til stendur að gera þarna og hvers konar samningur þetta er þá hef ég skipt um skoð- un,“ sagði Steinunn Þorgrímsdóttir. „Þetta ræða margir í bænum og fólk hefur skipst í tvær fylkingar en ég held líka að margir séu ekki búnir að kynna sér málið til hlítar. Mér líst alveg bærilega á samninginn við Eykt og held að erfitt hafi verið að fá betri samning fyrir bæinn.“ Góður samningur „Mér líst vel á þennan samning því þetta þýðir hraða uppbyggingu í bænum og fólksfjölgun og ég fæ ekki betur séð en bærinn sé að komast þokkalega frá málum því það er dýrt að byggja upp nýtt svæði,“ sagði Jónína Þrastardóttir. „Þarna er stórt svæði sem stór verktaki mun byggja upp í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og fyrir vikið held ég að öll uppbyggingin verði betri og hraðari en ella. SVEITARSTJÓRNARMÁL Hvergerðing- ar eru fjarri því á eitt sáttir um samning sem meirihluti bæjar- stjórnar hefur samþykkt fyrir hönd bæjarins við verktakafyr- irtækið Eykt um uppbyggingu 900 íbúða á næstu árum. Flestar athugasemdir íbúa lúta að gagn- rýni á að samningurinn var gerð- ur án útboðs og að farið sé of geyst. Ekki liggi á að byggja svo margar íbúðir á síðasta bygging- arlandi Hveragerðisbæjar. Orri Hlöðversson bæjarstjóri segir þetta misskilning og bend- ir á þá hröðu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á höfuðborgar- svæðinu og í nágrannasveitarfé- lögum. „Markmið meirihlutans hefur verið að tvöfalda íbúafjöld- ann á tólf árum og samningurinn við Eykt er skref á þeirri leið. Með honum viljum við reyna að hafa áhrif á verðmyndun eigna í framtíðinni til að freista þess að bærinn verði aðgengilegur þeim sem áhuga hafa á að búa hér í framtíðinni.“ Minnihlutinn í bæjarstjórn hefur sem kunnugt er gagnrýnt harðlega ákvörðun meirihlutans. Þegar hefur verið lögð fram kæra vegna hennar og er það í þriðja sinn sem ákvörðun meirihlutans er kærð. Aldís Hafsteinsdótt- ir, oddviti minnihlutans, segir ástæðuna einfalda. „Samningur- inn snýst um það að Eykt fær leyfi til að búa til allar þær tekjur sem hægt er af landi sem bærinn átti. Svo skila þeir okkur landinu aftur sem við áttum og þá innheimtum við lóðarleigu. Hvergerðingar gefa frá sér mikil verðmæti, fá ekkert fyrir og við verðum sjálf að standa straum af allri uppbygg- ingu. Á sama tíma lýsa aðrir yfir áhuga á samningi svipuðum þeim sem gerður var við Eykt, en það má ekki skoða. Hver maður sér að þetta er fásinna.“ „Áhuginn sem Aldís talar um hefur verið óformlegur tölvupóst- ur sem sendur hefur verið til bæj- arfulltrúa á lokastigum viðræðna við Eykt,“ segir Herdís Þórðar- dóttir, formaður bæjarráðs. „Það er nánast daglegt brauð að minni- hlutinn kæri uppbyggingu hér og við kippum okkur ekki upp við það. Auðvitað stendur alltaf styrr um allar stórar breytingar á högum fólks og þetta er einhver stærsta ákvörðun sem bærinn hefur tekið lengi og með það að sjónarmiði að íbúum fjölgi og þjónusta aukist þegar fram líða stundir.“ albert@frettabladid.is ÁTAKASVÆÐIÐ Byggingarlandið sem á að rúma 900 íbúðir og næstu kynslóð af Hvergerðingum er austan við Ölfusborgir sem sjást á myndinni. Þetta er síðasta stóra landsvæðið sem bærinn átti. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Samningur bæjarins við Eykt veldur deilum Íbúar Hveragerðis skiptast í tvær fylkingar um samning bæjarins við Eykt um uppbyggingu á síðasta stóra eignarlandi Hveragerðisbæjar. Samningurinn hefur verið kærður. JÓNÍNA ÞRAST- ARDÓTTIR SIGURÐUR BJÖRGVINSSON STEINUNN ÞORGRÍMS- DÓTTIR VALGÝ EIRÍKSDÓTTIR ALDÍS HAFSTEINSDÓTT- IR Segir skammsýni einkenna samning bæjarins og að hagur bæjarbúa hafi alls ekki verið tryggður með samningnum við Eykt. HERDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR Átti von á deilum um samninginn enda sé við því að búast þegar stórar breytingar verða á lífi eða högum fólks. ORRI HLÖÐVERSSON Segir horft til framtíðar með samningnum og tryggt sé að Hveragerði verði áfram vænlegur kostur fyrir alla þá er flytjast vilji suður eða flytja úr höfuðborginni. EUROVISION „Ég horfði ekki á keppnina og veit ekki hvernig þetta fór,“ sagði Kristján Hreins- son lagahöfund- ur þegar Frétta- blaðið leitaði eftir viðbrögðum hans við úrslitum í forkeppni Eur- ovision sem fram fór á laugardags- kvöld. Kristján segir hóp lagahöfunda, sem ekki er sátt- ur við vinnubrögð RÚV í keppn- inni, ætla að halda sínu striki og fylgja málinu til enda. „Við munum leita lögformlegra leiða í málinu,“ segir Kristján. Hann hefur verið talsmaður hópsins sem mótmælt hefur því að eitt lag hafi fengið forskot á önnur þegar lagið lak á netið. Lagið sem um ræðir er sigurlagið Til ham- ingju Ísland í flutningi Silvíu Nóttar. Kristján segist mótmæla því að reglum hafi verið breytt í miðri keppni óháð því hvaða lag á þar í hlut. - jóa Kristján Hreinsson: Horfði ekki á Eurovision KRISTJÁN HREINSSON Voru gerð mistök með samningnum við Eykt? GUNNAR ÞORBERGUR HRÖNN VALTÝSDÓTTIR STJÓRNMÁL Eyþór Arnalds, sem hreppti 1. sætið í prófkjörinu, segir kosningaþátttökuna hafa farið fram úr sínum björtustu vonum. Um 1100 manns kusu í prófkjörinu af tæplega 7000 íbúum sveitarfélagsins eða tæp 16 prósent. ,,Það er greinilega skýr og almennur vilji kjósenda að fá nýtt fólk að,“ segir Eyþór og bætir við að allir frambjóðendur hafi sagst ætla að taka því sæti sem þeir lentu í. Páll Leó Jónsson, odd- viti flokksins, fékk einungis 89 atkvæði og lenti í 11. sæti. Ekki náðist í Pál Leó vegna málsins. - sdg Eyþór Arnalds: Skýr vilji að fá nýtt fólk inn EYÞÓR ARNALDS Lagði áherslu á málefna- fundi frekar en auglýsingaherferðir og telur kostnað við framboðið nema rúmri hálfri milljón. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ólafur Þ. Harðarson segir stuðning við ríkisstjórnina vera lítinn þessa dagana: Samstarfið hangir á bláþræði McDonalds í vondum málum McDonalds keðjan hefur fengið á sig að minnsta kosti þrjár kærur eftir að keðjan viðurkenndi í síðustu viku að frönsku kartöflurnar sem seldar eru á McDon- alds innihaldi bæði hveiti- og mjólk- urafurðir. Kærurnar byggjast á því að almenningur hafi verið blekktur. Meðal kærenda er fólk sem þjáist af glúteinof- næmi og mjólkuróþoli sem veiktist eftir neyslu á frönskunum. McDonalds er nú að láta ofnæmisprófa franskarnar. BANDARÍKIN KAFLASKIL Í ÍSLENSKUM STJÓRNMÁLUM FRÁ KOSNINGUM 2003 Skoðanakannanir Fréttablaðsins 44,3% 33,7% 15.september 2004 Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni. kosn. 2003 feb. 2004 jún. 2004 feb. 2005 feb. 2006 17,7% 7,1% 22.maí 2005 Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir tekur við sem formaður Samfylkingarinnar af Össuri Skarphéðinssyni. 16.október 2005 Geir H. Haarde tekur við af Davíð sem formaður Sjálfstæð- isflokksins. Davíð hættir afskiptum af stjórnmálum. KJÖRKASSINN Á Ríkisútvarpið að fara af aug- lýsingamarkaði? Já 43,8% Nei 56,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að leyfa áfengisauglýsingar? Segðu þína skoðun á Vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.