Fréttablaðið - 10.03.2006, Side 2

Fréttablaðið - 10.03.2006, Side 2
2 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR Olíumálinu frestað Máli olíufélag- anna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu var í gær frestað til 28. mars. Olíufélögin Esso, Skeljungur og Olís vilja að sektin sem þau voru dæmd til að greiða vegna verðsamráðs verði felld niður eða í það minnsta lækkuð. HÉRAÐSDÓMUR Bílvelta á Garðsvegi Bíll valt á Garðsvegi á Suðurnesjum seint í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að tveir slösuðust lítillega. Bíllinn er talinn ónýtur og leikur grunur á að ökumaður hafi verið ölvaður. LÖGREGLUFRÉTTIR ÍRAK, AP Sandstormur reið yfir Bag- dad, höfuðborg Íraks, í gær og deyfði hljóðin frá sprengingum sem urðu minnst 11 manns að bana og særðu 19, að sögn lögreglu. Öll fórnarlömbin voru óbreyttir borg- arar. Enn hefur ekkert frést af um 50 manns sem vopnaðir menn íklædd- ir einkennisbúningum skyndiárás- arsveitar innanríkisráðuneytisins rændu á miðvikudag. Fólkið var við störf í öryggisfyrirtæki í Aust- ur-Bagdad og voru mörg fórnar- lambanna fyrrverandi hermenn frá tímum Saddams Hussein. Óvíst er hver ber ábyrgð á mannráninu. Talið er að um 450 manns hafi farist í átökum í Írak síðustu daga. - smk Enn sprengt í Írak: Ellefu fórust í sprengjuárásum SPRUNGIÐ Bandarískir hermenn hjálpast að við að skipta um dekk á Humvee- bifreið sinni, eftir að þeir óku yfir rusl frá bílsprengju. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir ungum manni sem hefur verið ákærður fyrir sveðjuárás síðastliðið haust, til 5. maí. Hann hefur verið í gæsluvarð- haldi frá því í byrjun október þegar hann lagði til átján ára jafnaldra síns með sveðjunni við heimahús í Garðabæ. Pilturinn hjó ítrekað í piltinn svo hann hlaut annars vegar skurð í höfuð og brákaða höfuðkúpu og hins vegar djúpan skurð á hönd, sinar; vöðvar og slagæðar voru höggnar í sundur. Auk þess lagði hann til félaga piltsins sem skipti sér að árásinni. Maðurinn er einnig ákærður fyrir fleiri árásir, meðal annars fyrir þátttöku í tveimur hópárásum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar. - gag Sveðjuárás í Garðabæ: Gæsluvarðhald framlengt ÚRSKURÐAÐUR Í GÆSLUVARÐHALD Sveðju- maðurinn á yfir höfði sér allt að sextán ára dóm. DANMÖRK, AP Atvinnuleysi hefur haldið áfram að minnka í Dan- mörku. Í janúar mældist það fimm prósent og þar með það minnsta í 30 ár en í desember var atvinnu- leysið 5,1 prósent. Atvinnulausir voru 139.600 tals- ins í janúar, samkvæmt opinberum töldum í Danmörku, en Danir eru 5,4 milljónir manna. Ástandið á dönskum vinnumarkaði hefur batnað hægt og bítandi frá því í desember 2003 en þá voru atvinnu- lausir 186 þúsund talsins. ■ Atvinnuleysi í Danmörku: Komið niður í fimm prósent SPURNING DAGSINS Gísli, er alveg út og suður að flagga í hálfa stöng? „Ef allt fer norður og niður þá er kannski rétt að flagga í hálfa stöng.“ Gísli Einarsson, fréttamaður, vakti athygli Borgnesinga á því hvort ekki væri rétt að draga úr sorgarsvip staðarins með því að atvinnurekendur á staðnum hættu að flagga í hálfa stöng við hvert andlát og allar útfarir í bænum. HEILBRIGÐISMÁL Heimsskortur er á lyfjunum sem talin eru gagnast gegn fuglaflensu, svo sem Tamiflu og Relenza, að sögn Haraldar Briem, sóttvarna- læknis hjá Land- læknisembætt- inu. Heilbrigðisyfir- völd hér á landi hafa lagt drög að kaupum á viðbót- armagni af öðru lyfinu og er gert ráð fyrir að það komi hingað til lands með haust- inu. „Það hefur verið svo lítil fram- leiðsla á þessum lyfjum undanfar- in ár, að verksmiðjur hafa þurft að auka afkastagetuna. Það tekur tíma og eftirspurn er mikil í öllum heiminum,“ segir hann. „Það er verið að auka framleiðsluna, þannig að vonandi verður ekki skortur á næstunni. En hann er til staðar eins og er.“ Nú eru til staðar í landinu tæp- lega 90.000 meðferðarskammtar af inflúensulyfjum fyrir lands- menn. Til stendur að bæta við það magn á þessu ári og því næsta, að sögn Haraldar. „Vandamálið er að þetta liggur ekki á lausu, en við stefnum að því að fá 4.000 skammta til viðbótar með haustinu og svo 16.000 skammta á næsta ári. „Stærstur hluti þeirra birgða sem eru til í landinu er Tamiflu. Nú ætlum við að kaupa aðra teg- und, sem er Relenza. Við viljum hafa aðeins meiri fjölbreytni í þessu, í stað þess að binda okkur við eina tegund. Það er þekkt að í sumum tilvikum getur veiran verið ónæm gegn tamiflulyfinu, en þá er ekki krossónæmi á Relenza, þannig að það er þá upp á eitthvað að hlaupa.“ Haraldur segir enn fremur að verið sé að leggja drög af því að hafa ársbirgðir af dreypilyfi í landinu á hverjum tíma. Magnið sé reiknað út á þeim forsendum að metið sé hvað þungur inflúensu- faraldur myndi þýða. Þörfin sam- svari því að á farsóttarári væri notað sama magn á þremur mán- uðum og þörf væri fyrir á venju- legu ári. „Þá er auðvitað verið að athuga hvort hagkvæmara væri að hafa dreypilyfjaverksmiðju í landinu, en þetta er spurning um kostnað,“ segir hann og bætir við að dreypi- lyfin muni koma hingað til lands á árinu. Þau verði keypt erlendis frá og kaupin fari í ákveðið útboðs- ferli. jss@frettabladid.is HARALDUR BRIEM LYFJABIRGÐIR SÓTTVARNALÆKNIS Þær lyfjabirgðir sem eru í landinu eru einkum tamiflulyf. Sóttvarnalæknir ætlar að kaupa inn aðra tegund, Relenza, sem væntanlega kemur til landsins í haust. Heimsskortur á fuglaflensulyfjum Skortur er á fuglaflensulyfjum í heiminum, enda eftirspurnin mikil. Heilbrigðis- yfirvöld hér ætla að kaupa talsvert af lyfinu Relenza, sem kemur ekki fyrr en í haust. Vilji er til að hafa ársbirgðir af dreypilyfi í landinu á hverjum tíma. FRAMKVÆMDIR Samningur hefur verið undirritaður um byggingu tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Austurhöfnina í Reykjavík. Samningurinn er milli Portus-hópsins, sem er í eigu Lands- afls og Nýsis, og Austurhafnar-TR. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði að með undirrituninni væri verið að leggja mósaíksteina til að skapa mikilvæg- asta mósaíkverk landsins. Gert er ráð fyrir að byggingin taki þrjú ár og verður strax byrjað að rífa þau mannvirki sem fyrir eru á lóðinni. Stefnt er að því að starf- semi hefjist haustið 2009 og að hót- elið verði opnað á sama tíma. Portus hefur jafnframt ákveðið að kaupa allan byggingarrétt á TRH-reitnum fyrir verslun, þjón- ustu og íbúðir og verður stofnað sérstakt félag um þá uppbyggingu. Félagið verður ábyrgt fyrir því að fimm stjörnu alþjóðlegt hótel rísi á svæðinu og mun einnig eiga önnur hús og bílageymslur á svæðinu. Stofnkostnaður tónlistarhússins og ráðstefnumiðstöðvarinnar er áætlaður um 12,5 milljarðar króna. Við bætist kostnaður við byggingu hótels og annarra mannvirkja, þar á meðal höfuðstöðva Landsbanka Íslands. Leyfilegt byggingamagn á lóð- inni nemur um 91 þúsund fermetr- um auk bílastæða neðanjarðar og um 14 þúsund fermetra í kjöllurum. Aðalbyggingarnar eru fimm, þar af fjórar meðfram nýrri göngugötu, Reykjastræti. - ghs Samningur undirritaður um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar: Mikilvægasta mósaíkverkið MÓSAÍKSTEINAR LAGÐIR Samningur um byggingu ráðstefnumiðstöðvar, tónlistarhúss og hótels við Austurhöfnina var undirritaður í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VÍSINDI Vísindasiðanefnd fjallaði um rannsóknir sem gerðar voru á vegum Lyfjaþróunar hf. á fundi sínum í vikunni, en ákveðið var að taka rannsóknir fyrirtækisins til skoðunar eftir að nefndinni bárust ábendingar um að hugsanlega hefði verið átt við niðurstöðurnar. Rannsóknirnar sem til skoðun- ar eru hjá nefndinni beindust að notkun nefúða við bólusetningu en þeim stýrði Sveinbjörn Gissurar- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Lyfjaþróunar hf. Hann starf- ar nú sem prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknirnar voru unnar á árunum 1999 til 2004, en þeim var þá hætt þar sem þær skiluðu ekki tilætluðum árangri. Ólöf Ýr Atladóttir, fram- kvæmdastjóri Vísindasiðanefnd- ar, segir niðurstöðu að vænta bráð- lega en ekki er ljóst hvenær hún verður gerð opinber. -mh Vísindasiðanefnd: Að skoða mál Lyfjaþróunar NOREGUR Aðild að Evrópusam- bandinu er hvorki á dagskrá á Íslandi né í Noregi á næstu árum. Þetta kom fram í viðræðum Geirs H. Haarde utanríkisráð- herra við Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, í opinberri heim- sókn ráðherrans í Noregi í gær. Geir sagði að aðild að ESB væri ekki á dagskrá hér á landi fram til árs- ins 2011 og norski utan- ríkisráðherrann sagði það sama gilda í Noregi fram til 2009 enda sé samið um það í norska stjórn- arsáttmálanum. Heimsókn ráðherrans hófst með áheyrn hjá Haraldi Noregskonungi í gær- morgun. Geir hitti forseta þingsins, utanríkismála- nefnd og ráðherra. „Við fórum yfir mál sem tengj- ast tvíhliða samstarfi og samskiptum ríkjanna, og jafnframt efnahagsmálin, friðargæsluna, varnar- málin á Íslandi og svo ræddum við heilmikið um fiskveiðimál á norðurslóð- um, ESB og EES sem við erum sammála um að gangi mjög vel,“ segir Geir. Tvö vandamál milli ríkjanna voru ítarlega rædd, ágreiningur varðandi Svalbarðasvæðið og óánægja Íslendinga með samning sem Norðmenn gerðu við ESB um síldveiðar á síðasta ári. „Við munum reyna að athuga hvort við getum náð síldarsamn- ingi fyrir næsta ár þegar líður fram á árið. Kolmunnasamningur var í gildi í fyrra í fyrsta skipti og það er almenn ánægja með hann. Svo eru menn forvitnir um ýmis- legt á Íslandi, til dæmis efnahags- málin.“ Norskt-íslenskt verslunarráð verður stofnað í Noregi í dag. - ghs GEIR H. HAARDE UTANRÍKISRÁÐ- HERRA. Geir H. Haarde utanríkisráðherra í opinberri heimsókn í Noregi: Síldarsamningur í bígerð DÓMSMÁL Landspítalinn var í gær dæmdur til þess að greiða konu á sextugsaldri sjö milljónir króna vegna varanlegrar örorku og miska sem hún varð fyrir þegar hún vann á speglunardeild Land- spítalans. Konan starfaði sem hjúkrunar- fræðingur á speglunardeild Landakotspítala við Túngötu frá árinu 1988 en síðan á Borgarspít- alanum í Fossvogi frá því í nóvem- ber 1996 fram í nóvember ári síðar. Konan þjáðist af astma sem hún taldi að stafaði af notkun á efni sem innihélt glútaraldehýð. Það var notað til þess að hreinsa áhöld á deildinni. Konan veiktist mikið og hefur í kjölfarið verið metin með tíu pró- senta varanlega örorku. -mh Landspítalinn dæmdur: Greiði konu sjö milljónir króna PORTÚGAL Brasilísk kona, sem geng- ist hafði undir leiðréttingu á kyni, var myrt í Portúgal fyrir nokkrum vikum. Morðið hefur vakið athygli vegna þess hversu ruddafengið það var. Fjórtán ungir drengir af kaþ- ólsku upptökuheimili réðust inn í hús konunnar í lok febrúar og mis- þyrmdu henni í nokkra daga. Dreng- irnir köstuðu henni svo ofan í 10 metra djúpa gryfju þar sem hún drukknaði. Játuðu drengirnir verknaðinn. Í ljós kom að þeir höfðu lagt fórnar- lambið í einelti um langt skeið. Morðið hefur vakið reiði um allan heim. - ghs Kona sem hafði skipt um kyn: Drengjahópur myrti konu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.