Fréttablaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 25
Össur hf. ætlar að endurskipu- leggja hluta af starfsemi félagsins í Norður-Ameríku, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í dag. Endurskipulagningin er sögð þáttur í samþættingaráætlun félagsins í kjölfar kaupanna á stuðningstækjafyrirtækjunum Royce Medical og Innovation Sports í Bandaríkjunum. Á árinu ætlar Össur að loka starfsstöð félagsins í Bothell í Washington, útvista fjöldafram- leiðslu á spelkum og stuðnings- vörum frá Norður-Ameríku til Asíu, flytja starfsstöð félagsins í Kanada í minna húsnæði, sameina framleiðslu sérgerðra hnjáspelkna í Bandaríkjunum í Foothill Ranch í Kaliforníu og koma fyrir á einum stað starfsstöðvum Jerome Medi- cal og Philadelphia Collar í Thorofare í New Jersey. Á sama stað verður sett upp dreifingar- miðstöð fyrir austurströnd Banda- ríkjanna. Fram kemur að í kjölfar endur- skipulagningarinnar verði starfs- mönnum Össurar í Norður- Ameríku fækkað um áttatíu. „Félagið leggur áherslu á að veita fráfarandi starfsmönnum stuðn- ing við umbreytingarnar, meðal annars í formi faglegrar ráðgjafar um starfsskipti,“ segir í tilkynn- ingu til Kauphallar. - óká Á KYNNINGU Í BNA Össur kynnti fyrir áramót í Bandaríkjunum nýja tegund af gervhné. Í forgrunni er Jón Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins. Uppsagnir hjá Össuri í Ameríku Íslandspóstur hagnaðist um 237 milljónir króna á síðasta ári og var afkoman betri en stjórnendur félagsins reiknuðu með. Heildartekjur félagsins námu fimm milljörðum króna sem er um 400 milljóna króna aukning á milli ára. Í tilkynningu frá félaginu segir að afkoman skýrist einkum af hagnaði af reglulegri starfsemi, aukinni hagræðingu og meiri tekjum en um leið hafi nýir kjara- samningar leitt til launahækk- ana. Eigið fé Íslandspósts nam 2,3 milljörðum í árslok og var eigin- fjárhlutfall 61 prósent. Ríkið fékk 250 milljónir í arð frá Íslands- pósti í fyrra. - eþa Íslandspóstur hagnast vel ÍSLANDSPÓSTUR HAGNAST Félagið skilaði 237 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Um 120 fyrirtæki í byggingariðn- aði og mannvirkjagerð, sveitar- félög, hönnuðir og ráðgjafar munu kynna starfsemi sína á stór- sýningunni Verk og vit 2006 sem verður haldin 16. til 19. mars í nýju íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal. Í tengslum við sýning- una, sem er bæði fyrir fagaðila og almenning, verða haldnar ráð- stefnur, kynningarfundir og fleiri viðburðir. Mikill áhugi er á sýningunni og hafa öll sýningarpláss verið seld. Sýningin er opin almenningi laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars en fagaðilum fimmtudag og föstudag. Þar verða áhuga- verðar nýjungar í íslenskri fram- leiðslu kynntar auk tækja, hönn- unar, ráðgjafar og þjónustu sem ýmis fyrirtæki bjóða. Skipulags- mál sveitarfélaga skipa sérstak- an sess þar sem þróun, einstök verkefni og framtíðarsýn verða kynnt. - hhs STÓRSÝNINGIN Í LAUGARDAL Ráðstefnur, kynningarfundir og fleiri viðburðir verða í tengslum við sýninguna Verk og vit. Verk og vit í Laugardal Hlunnur ehf., sem er í eigu feðg- anna Þórarins Elmars Jensen og Markúsar og Gests Þórarinssona, sem áður ráku 66°Norður, hefur keypt skyrtuframleiðandann AB Vilkma í Litháen. AB Vilkma fram- leiðir hágæðaskyrtur fyrir þekkt vörumerki í Vestur-Evrópu, eins og Eton, Marks & Spencer og Faconnable, og markaðssetur einn- ig sín eigin vörumerki í Litháen. Fyrirtækið var einkavætt eftir að Litháen hlaut sjálfstæði 1991 og þar starfa um 400 manns. Selj- endur eru Evrópski þróunarbank- inn, EBRD, og Þróunarsjóður Skandinavíu í Eystrasaltslöndun- um. Sjóðirnir yfirtóku fyrirtækið 1996, skiptu um áherslur í rekstr- inum og fóru úr fjöldaframleiðslu í framleiðslu á sérhæfðri hágæða- vöru. MP fjárfestingarbanki var full- trúi kaupenda og Hansabank ann- aðist söluna. Skilmálar við kaupin hafa ekki verið birtir. - hhs FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGS Í VILNÍUS Marius Binkevicius, forstöðumaður fyrir- tækjasviðs Hansabank, Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP fjárfestingarbanka hf., Gestur Þórarinsson, Björn G. Gillberg, fulltrúi EBRD, og Markús Örn Þórarinsson. Skyrtuframleið- andi keyptur FÖSTUDAGUR 10. mars 2006 25 Dagskráin Nordica Hótel 14. mars 2006 Nýttu tækifærið Náðu forskoti Skráning er hafin – takmarkaður sætafjöldi og skráningarfrestur til hádegis 13. mars! Skráðu þig strax á www.it-conferences.is – og sjáðu hvernig hægt er að ná forskoti með Business Intelligence. Skráningargjald er kr. 8.500 fyrir tæknimannadagskrá og kr. 4.500 fyrir stjórnendadagskrá. 08:30–09:00 Skráning 09:00–09:15 Ráðstefna sett 09:15–10:00 Keynote Alex Payne, Microsoft. Þróun viðskiptagreindar og mikilvægi í nútíma samkeppnisumhverfi Viðskiptagreind í nýju ljósi Tæknimannadagskrá 10:15–11:30 Integration Services Birkir Björnsson, Miracle 11:30–12:30 Hádegishlé 12:30–13:45 Analysis Marin Bezic, Microsoft 13:45–14:00 Hlé 14:00–15:15 Reporting Benjamín Sigursteinsson, Miracle 15:15–15:30 Hlé 15:30–16:30 Office Business Applications Grímur Sæmundsson, Applicon Stjórnendadagskrá 10:15–11:15 The Value of Business Intelligence Marin Bezic, Microsoft. Gildi viðskiptagreindar í rekstri framsækinna fyrirtækja 11:15–11:30 Hlé 11:30–12:30 Scorecard Alex Payne, Microsoft. Hvernig nýta má viðskiptagreind til að meta stöðuna og bæta ákvarðanatöku Áttu í erfiðleikum með að fá upplýsingar um stöðu þíns fyrirtækis? Þarftu að greina gögnin betur og fá ítarlegri skýrslur sem hjálpa þér og þínum starfsmönnum við ákvarðanatöku? Kynntu þér viðskiptagreind – Business Intelligence – sem verður sífellt öflugra verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja ná forskoti. Komdu á ráðstefnu um viðskiptagreind á Nordica Hótel 14. mars og kynntu þér það sem sérfræðingarnir í viðskiptagreind hafa fram að færa. Á ráðstefnunni munu tveir af helstu sérfræðingum heims í viðskiptagreind flytja erindi. Þetta eru þeir Alex Payne, deildarstjóri Microsoft Business Intelligence International, og Marin Bezic, vörustjóri viðskiptagreindar Microsoft í Evrópu. Payne og Bezic hafa unnið að þróun og beitingu viðskiptagreindar hjá Microsoft árum saman og er þetta einstakt tækifæri til að kynnast þeirra sýn á stjórnunarhætti sem verða sífellt mikilvægari fyrir fyrirtæki í harðri samkeppni. Ráðstefnan verður tvískipt og miðast annars vegar að þörfum stjórnenda fyrirtækja og hins vegar að tækni- mönnum. Stjórnendadagskráin fer fram fyrir hádegi þann 14. mars. Tæknimannadagskráin verður allan daginn. Komdu og sjáðu hvernig þú getur náð forskoti með nýjustu aðferðum viðskiptagreindar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.