Fréttablaðið - 10.03.2006, Side 4
4 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR
Af fyrirsögn Fréttablaðsins í gær mátti
ráða að unglæknar á Landspítala
háskólasjúkarhúsi hygðust leggja niður
vinnu til að ná fram kröfum um hvíld-
artíma. Hið rétta er að þeir hafa ritað
sviðsstjórum LSH bréf, þar sem þeir fara
fram á að fá að taka út hvíldarrétt 31.
mars. Þeir munu mæta til starfa þótt
beiðni þeirra verði hafnað. Beðist er
velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTTING
LÖGREGLA Tveir fullorðnir menn
sluppu lítið meiddir eftir bílveltu
skammt frá bænum Laugalandi í
Eyjafjarðarsveit um átta leytið í
gærmorgun.
Bíllinn rann til á veginum og
lenti utan vegar þar sem hann fór
eina veltu. Ökumaður bílsins
hringdi í neyðarlínuna og komu
lögreglumenn frá Akureyri fljótt
á vettvang.
Báðir þeir sem í bílnum voru
reyndust lítið slasaðir. Þeir voru
fluttir á slysadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri til skoð-
unar en meiðsl þeirra reyndust
minni háttar.
Bíllinn er ónýtur eftir veltuna
en hann var fjarlægður með
kranabifreið af slysstað.
- mh
Bílvelta við Akureyri:
Tveir sluppu
lítið meiddir
Bandaríkjadalur 68,77 69,09
Sterlingspund 119,58 120,16
Evra 82,03 82,49
Dönsk króna 10,995 11,059
Norsk króna 10,22 10,28
Sænsk króna 8,689 8,739
Japanskt jen 0,5864 0,5898
SDR 98,85 99,43
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 9.3.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
Gengisvísitala krónunnar
115,2127
ÍRLAND, AP Um 400 lögreglumenn,
hermenn og landamæraverðir frá
báðum hlutum Írlands gerðu húsleit
í dögun í gær á heimili manns sem
talið er að sé einn helsti yfirmaður
Írska lýðveldishersins, IRA. Leitin
náði jafnframt til um tíu annarra
húsa við landamærin.
Þrír menn voru handteknir og
vegum lokað, en litlar aðrar upplýs-
ingar fengust hjá lögreglu. Leitin
var að hluta til gerð vegna rann-
sóknar á peningaþvætti IRA, en
jafnframt var hert landamæraeftir-
lit sögð vera ástæða hennar. Árum
saman hefur miklu eldsneyti verið
smyglað um landamærin. - smk
Leit á heimili IRA-foringja:
Þrír voru tekn-
ir í húsleit
VETTVANGSRANNSÓKN Lögreglumaður
rannsakar svæðið í kringum heimili manns
sem sagður er vera yfirmaður IRA.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MENNTAMÁL „Markmið Kristínar
Ingólfsdóttur rektors er raunhæft
sem langtímaverkefni ef þjóðin vill
það og er reiðubúin að setja í það
peninga,“ segir Hörður Filippusson,
deildarforseti raunvísindadeildar.
Hann er samsinna kollegum
sínum hvað varðar raunhæfi þess
að Háskóli Íslands komist í hóp
bestu háskóla heims svo lengi sem
mörkuð sé skýr stefna og fjárfram-
lag verði mikið aukið frá því sem nú
er.
Hörður segir engan vafa leika á
gildi Háskólans fyrir þjóðina alla.
Það sjáist víða í þjóðfélaginu.
„Háskólinn stendur á gömlum
grunni og hefur vaxið að styrk í
rannsóknum undanfarna áratugi á
mörgum sviðum. Besta dæmið um
hve góða menntun má fá í skólanum
er sú staðreynd að þeir nemendur
sem fara frá okkur í meira nám
erlendis eiga yfirleitt greiðan
aðgang að flestum skólum og hafa
staðið sig vel þar. Hins vegar eru
veikleikarnir
miklir. Þar er
vandamálið fyrst
og fremst hversu
illa skólinn er
fjármagnaður en
þau eru fleiri
vandamálin sem
þarf að laga áður
en hægt verður
að taka þau skref
sem til þarf til að
koma honum í
fremstu röð.
Framlög til rannsókna eru lítil og
hafa lækkað mikið undanfarin ár í
stað þess að aukast eins og þörf er
á. Alla innviði rannsókna þarf að
efla en fjárskortur hamlar því eins
og öðru.“
Sigurður Brynjólfsson, deildar-
forseti verkfræðideildar, er sam-
mála Herði að flest það sem laga
þarf innan skólans megi rekja til
viðvarandi fjárskorts undanfarinna
ára. „Ég tel að það verði stærsta
verkefni rektors að afla fjár til að
gera skólann sam-
keppnishæfan við
það sem best ger-
ist. Undirstöðurn-
ar eru fyrir hendi
að mörgu leyti en
það kemur enginn
háskóla í hóp
þeirra bestu á
hugarorkunni
einni saman. Til
þess þarf mikið fé
og mun meira en
skólinn hefur
verið að fá. Fáist það með einhverj-
um hætti er markmið rektors ekki
óraunhæft að mínu mati en verk-
efnið er vissulega verðugt og fáir
sem yrðu ekki reiðubúnir að leggja
því lið innan skólans. Mér líst mjög
vel á þetta framtak rektors.“
albert@frettabladid.is
HÁSKÓLI ÍSLANDS Deildarforsetar raunvísindadeildar og verkfræðideildar eru sammála um
að fjárskortur hamli því að Háskólinn sé ekki í fremstu röð en markmiðið sé verðugt.
SIGURÐUR BRYNJ-
ÓLFSSON Háskólinn
kemst ekki í hóp
eitt hundrað bestu
háskóla heimsins
á hugarorkunni
einni. Útilokað sé
annað en að ætla
að til þess þurfi
stóraukið fjármagn
og meðan svo sé
muni umræðan um
upptöku skólagjalda
lifa.
HÖRÐUR FILIPPUS-
SON Deildarforseti
raunvísindadeildar
segir markið ekki
sett of hátt en
margt þurfi að
koma til áður en
Háskólinn geti
skammlaust farið
fram á mat þeirra
sem meta frammi-
stöðu háskóla um
heim allan.FRÉTTA-
BLAÐIÐ/E.ÓL
Háskólinn hefur gert
mikið fyrir þjóðina
Ætli Háskólinn að komast í fremstu röð í heiminum er nauðsynlegt að ríkið og
þjóðin öll standi þar þétt að baki, að mati tveggja deildarforseta við skólann.
LÓÐAÚTHLUTUN Byggingavöruversl-
unin Bauhaus fær lóðina við rætur
Úlfarsfells. Borgarráð samþykkti
það einróma í gær. Forsvarsmenn
Byko og Húsasmiðjunnar hyggjast
skoða réttarstöðu sína. Húsasmiðj-
an, þar sem hún hafi talið að aðeins
væri gert ráð fyrir einni bygging-
arvöruverslun á svæðinu þeirra.
Byko þar sem fyrirtækið hefur sóst
eftir lóð austan við Vesturlandsveg
frá því árið 1998 en fékk lóð vestan
vegarins.
Steinn Logi Björnsson, forstjóri
Húsasmiðjunnar, segir að ákvörð-
un um að byggja verslunina við
Grafarholt hafi verið tekin eftir
að hafa metið deiliskipulag svæð-
isins. Síðan hafi því verið tví-
breytt, fyrir Byko og nú Bauhaus.
Húsasmiðjan hafi einnig sótt um
lóð við Vesturlandsveg en verið
hafnað. „Við erum raunar ánægðir
með staðsetninguna en hefðum
viljað stærri verslun og að ekki
væru byggðar fjörutíu þúsund
fermetra byggingavöruverslanir
ofan í okkar.“
Eiríkur Elís Þorláksson lögmað-
ur segir ekki útilokað að bótaskylda
geti myndast en bæði geti verið
erfitt að sýna fram á að fyrirtækin
hafi skaðast sem og hversu mikið
tjónið er.
Dagur B. Eggertsson, formaður
skipulagsráðs, segir borgina ekki
hræðast lögsóknir og athugasemd-
ir Húsasmiðjunnar hafi ekki borist
henni. Borgin hafi haft hagsmuni
húsbyggjenda að leiðarljósi og alls
almennings sem komi til með að
njóta lægra verðlags.
DAGUR B.
EGGERTSSON For-
maður skipulags-
ráðs.
STEINN LOGI
BJÖRNSSON
Forstjóri Húsasmiðj-
unnar.
BAUHAUS TIL ÍSLANDS Borgin úthlutaði
Bauhaus lóð undir hlíðum Úlfarsfells í gær.
Byko byggir beint á móti.
Borgarráð samþykkti einróma að Bauhaus fengi lóð við rætur Úlfarsfells:
Húsasmiðjan og Byko fá lögfræðiálit
Áfram í Írak Ástralskir hermenn munu
verða eitt ár til viðbótar hið minnsta
í Írak samkvæmt ákvörðun ástralskra
stjórnvalda í vikunni. Nú eru um 450
ástralskir hermenn á átakasvæðum í
Írak.
ÁSTRALÍA
VILL Í FREMSTU RÖÐ
HÁSKÓLI ÍSLANDS
TAÍVAN Chen Shui-bian, forseti Taí-
vans, hvatti Íslendinga fyrr í vik-
unni til þess að
styðja umsókn
Taívans um aðild
að yfirstjórn
WHO, Alþjóða
heilbrigðisstofn-
un Sameinuðu
þjóðanna.
Þetta kom
fram á fundi
Chen með Arn-
björgu Sveins-
dóttur, þing-
flokksformanni
Sjálfstæðisflokksins, fyrr í vik-
unni, en hún er stödd í Taívan
ásamt fleiri þingmönnum í boði
þarlendra stjórnvalda.
Um samskipti Taívans og
Íslands segir Chen að á undanförn-
um fjórum árum hafi 17 íslenskir
þingmenn heimsótt landið.
- jh
Taívan vill sæti í WHO:
Biðja Ísland
um stuðning
ARNBJÖRG
SVEINSDÓTTIR