Fréttablaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 10
10 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR ����������������� BRUSSEL Heilum sex árum munar á lífslíkum karla og kvenna innan hinna 25 ríkja Evrópusambands- ins við fæðingu, en konur geta að meðaltali vænst þess að verða 81,2 ára meðan karlarnir verða að með- altali 75,1 árs. Franskar og spænskar konur ná hæsta aldrinum að meðaltali og geta vænst þess að verða tæplega 84 ára gamlar meðan kvenfólk í Lettlandi nær aðeins 76 ára aldri til samanburðar. Meðal karlmanna ná Svíar hæstum meðalaldri, 78,3 árum, sem er tólf árum meira en eistneskir karlmenn geta vænst að ná. - aöe Ævilíkur Evrópubúa misjafnar: Konur verða miklu eldri KONUDAGURINN Írösk kona gengur fram hjá veggmynd sem auglýsir fjölskyldu- hamingju á alþjóðlega konudeginum í vikunni. Dagleg morð, sprengjur og sívaxandi ofbeldi gerir það að verkum að flestar íraskar konur halda sig innan veggja heimilisins og njóta lítils frelsis. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Tekjur ríkissjóðs af bílaumferð og innflutningi bif- reiða nam liðlega 47 milljörðum króna í fyrra og hafa á einum ára- tug aukið hlutdeild í landsfram- leiðslu úr 3,7 prósentum í 4,8 pró- sent. Þetta kemur fram í svari sam- gönguráðherra við fyrirspurn Kristjáns Möller, þingmanns Sam- fylkingarinnar, sem tók málið upp á þingi í vikunni. „Í tíð núver- andi ríkisstjórnar- flokka hafa tekjur af umferð og bíla- innflutningi auk- ist um 23 millj- arða króna á verðlagi síðustu áramóta. Heildar- fjárveiting til vegamála var aðeins um 15 milljarðar króna á árinu 2004 og svipuð árið 2005.“ Kristján sagði að þetta merkti að 32 milljarðar króna hefðu á tveimur árum runnið beint í ríkissjóð og ekki gagnast vegagerð eða rekstri samgöngukerfis landsmanna. Hann spurði fjármálaráðherra af þessu tilefni hvort til stæði að lækka álögur á bílaeign og bíla- notkun landsmanna, til dæmis með lækkun bensín- eða olíu- gjalds. Kristján vildi einnig vita hvort til stæði að auka framlög til vegaframkvæmda á næstu árum ef ekki stæði til að lækka bíla- skatta. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra svaraði að ekki stæði til að gera breytingar á sköttum en benti á að fyrirhuguð væru aukin útgjöld til vegaframkvæmda á næsta ári. Hann sagði að dregið hefði verið tímabundið úr vega- framkvæmdum til þess að auka svigrúm til annarra framkvæmda. Jafnframt gat Árni þess að olíu- gjald hefði verið lækkað með sér- stakri ákvörðun vegna kerfis- breytinga sem gerðar voru í fyrra með lögum. Kristján benti á að skattaálög- ur á samgöngur og bílaflota lands- manna hækkuðu meðal annars flutningskostnað á landsbyggð- inni. Þar með leggðist skattheimt- an mismunandi á fólk og fyrirtæki eftir búsetu. Taldi Kristján að skattheimta Íslendinga á bifreið- ar, innflutning þeirra og notkun væri heimsmet. Fjármálaráðherra kvað Kristj- án og Samfylkinguna vera ósam- kvæm sjálfum sér. Sumir þar krefðust lægri skatta og aukinna framkvæmda, aðrir aukinna skatta og minni framkvæmda. Samkvæmt svari samgöngu- ráðherra námu beinar tekjur rík- isins af bifreiðakaupum lands- manna um 19,5 milljörðum króna, en tekjur af bifreiðanotkun tæpum 19 milljörðum króna. Við þetta bætast tekjur af virðisaukaskatti sem námu í fyrra nærri níu millj- örðum króna. johannh@frettabladid.is Tugir milljarða í bílaskatta Bílanotkun landsmanna skilaði ríkissjóði 47 milljörðum króna á síðasta ári. Aðeins hluti fer til endurbóta á samgöngukerfinu. Hlutur bílaskatta í landsframleiðslu hefur aukist um nærri 30 prósent á einum áratug. KRISTJÁN MÖLLER ÁRNI MATHIESEN FÁSKRÚÐSFJARÐARGÖNG Stjórnvöld eru treg til stórframkvæmda í samgöngukerfinu meðan aðrar stórframkvæmdir standa yfir. RAFORKUKOSTNAÐUR „Okkur finnst skjóta skökku við miðað við þá umræðu sem verið hefur á Alþingi um hátt matarverð að þá grípi stjórnvöld til þessa ráðs sem mun skila sér í hærra matarverði,“ segir Reynir Carl Þorleifsson, for- maður Landssambands bakara- meistara. Bakarameistarar hafa þurft að taka á sig allt að 50 prósenta hækk- un á raforkuverði eftir að ný orku- lög tóku gildi í byrjun síðasta árs. Reynir segir að enn sem komið er hafi þær hækkanir ekki skilað sér í hærra vöruverði en það muni breytast. „Hækkanirnar hafa verið að koma fram smátt og smátt og það er lítill vilji hjá orkufyrir- tækjum að koma til móts við okkur eins og var gert hér áður en lögin breyttust. Við höfum lítinn áhuga að hækka verð á vörum okkar því samkeppni er hörð á markaðnum bæði milli bakara sjálfra og eins við innflutning sem hefur aukist mikið. En þessar hækkanir eru of miklar og auðvitað endar það á að neytandinn greiðir fyrir.“ - aöe BJÖRNSBAKARÍ Stór kostnaðarliður bakara er raforkugjöld sem hækkað hafa um allt að 50 prósent á einu ári síðan ný orkulög tóku gildi. Sá aukni kostnaður fer að skila sér í hærra verði á matvörum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Félag bakarameistara mótmælir hækkunum sem orðið hafa á raforkuverði: Skilar sér í hærra vöruverði VERÐLAUN Fyrirtækið Stjörnu- Oddi hlýtur nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs 2006. Stjörnu-Oddi var stofnaður 1985 sem ráðgjafarfélag en 1992 hófst þróun og framleiðsla á mælitækj- um sem eru það lítil og handhæg að hægt er að setja þau á fiska. Hjónin Jóhanna Ástvaldsdóttir og Sigmar Guðbjörnsson eru eig- endur fyrirtækisins ásamt fjár- festum. Stjörnu-Oddi hefur skilað hagnaði undanfarin ár en árið 2004 nam veltan rúmum hundrað milljónum króna. Tólf vinna hjá Stjörnu-Odda en ráðgert er að starfsmenn verði fimmtán síðar á árinu. Vörur fyrirtækisins hafa verið seldar til 45 landa. - bþs Nýsköpunarverðlaun: Stjörnu-Oddi verðlaunaður VERÐLAUNIN VEITT Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra afhenti hjónunum Sigmari Guðbjörnssyni og Jóhönnu Ástvaldsdóttur verðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TYRKLAND, AP Ökumaður lang- ferðabifreiðar missti stjórn á öku- tæki sínu og ók út í á í Tyrklandi við dagrenningu í gær. Minnst 16 farþegar fórust og 11 slösuðust. Síðdegis í gær var 14 farþega enn saknað og óttuðust björgunar- sveitir að þeir væru allir látnir. Rútan lenti á kafi á hliðinni í straumharðri ánni Kelkit. Einum farþeganum tókst að komast í land og gekk eftir hjálp í nálægt þorp, á meðan tíu aðrir biðu ofan á rút- unni. Þeim var bjargað í land eftir að björgunarmönnum tókst að koma reipi til þeirra. Yfirvöld létu loka stíflu ofar í ánni svo vatnselgurinn minnkaði og fundust þá lík tólf farþega inni í rútunni. Fjögur lík fundust neðar í ánni, um 20 kílómetrum frá slys- stað. Björgunarsveitarmenn töldu að lík þeirra sem saknað var hafi rekið niður ána, og leituðu með- fram árbökkum í gær. Rútan var á leið frá Istanbúl til Van. - smk Rúta lenti á kafi í ánni Kelkit í Tyrklandi: Óttast að 30 hafi týnt lífi í rútuslysi BJÖRGUNARAÐGERÐIR Björgunarmenn draga manneskju út úr rútu sem sökk í ána Kelkit í Tyrklandi í gær.FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.