Fréttablaðið - 10.03.2006, Side 25

Fréttablaðið - 10.03.2006, Side 25
Össur hf. ætlar að endurskipu- leggja hluta af starfsemi félagsins í Norður-Ameríku, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í dag. Endurskipulagningin er sögð þáttur í samþættingaráætlun félagsins í kjölfar kaupanna á stuðningstækjafyrirtækjunum Royce Medical og Innovation Sports í Bandaríkjunum. Á árinu ætlar Össur að loka starfsstöð félagsins í Bothell í Washington, útvista fjöldafram- leiðslu á spelkum og stuðnings- vörum frá Norður-Ameríku til Asíu, flytja starfsstöð félagsins í Kanada í minna húsnæði, sameina framleiðslu sérgerðra hnjáspelkna í Bandaríkjunum í Foothill Ranch í Kaliforníu og koma fyrir á einum stað starfsstöðvum Jerome Medi- cal og Philadelphia Collar í Thorofare í New Jersey. Á sama stað verður sett upp dreifingar- miðstöð fyrir austurströnd Banda- ríkjanna. Fram kemur að í kjölfar endur- skipulagningarinnar verði starfs- mönnum Össurar í Norður- Ameríku fækkað um áttatíu. „Félagið leggur áherslu á að veita fráfarandi starfsmönnum stuðn- ing við umbreytingarnar, meðal annars í formi faglegrar ráðgjafar um starfsskipti,“ segir í tilkynn- ingu til Kauphallar. - óká Á KYNNINGU Í BNA Össur kynnti fyrir áramót í Bandaríkjunum nýja tegund af gervhné. Í forgrunni er Jón Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins. Uppsagnir hjá Össuri í Ameríku Íslandspóstur hagnaðist um 237 milljónir króna á síðasta ári og var afkoman betri en stjórnendur félagsins reiknuðu með. Heildartekjur félagsins námu fimm milljörðum króna sem er um 400 milljóna króna aukning á milli ára. Í tilkynningu frá félaginu segir að afkoman skýrist einkum af hagnaði af reglulegri starfsemi, aukinni hagræðingu og meiri tekjum en um leið hafi nýir kjara- samningar leitt til launahækk- ana. Eigið fé Íslandspósts nam 2,3 milljörðum í árslok og var eigin- fjárhlutfall 61 prósent. Ríkið fékk 250 milljónir í arð frá Íslands- pósti í fyrra. - eþa Íslandspóstur hagnast vel ÍSLANDSPÓSTUR HAGNAST Félagið skilaði 237 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Um 120 fyrirtæki í byggingariðn- aði og mannvirkjagerð, sveitar- félög, hönnuðir og ráðgjafar munu kynna starfsemi sína á stór- sýningunni Verk og vit 2006 sem verður haldin 16. til 19. mars í nýju íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal. Í tengslum við sýning- una, sem er bæði fyrir fagaðila og almenning, verða haldnar ráð- stefnur, kynningarfundir og fleiri viðburðir. Mikill áhugi er á sýningunni og hafa öll sýningarpláss verið seld. Sýningin er opin almenningi laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars en fagaðilum fimmtudag og föstudag. Þar verða áhuga- verðar nýjungar í íslenskri fram- leiðslu kynntar auk tækja, hönn- unar, ráðgjafar og þjónustu sem ýmis fyrirtæki bjóða. Skipulags- mál sveitarfélaga skipa sérstak- an sess þar sem þróun, einstök verkefni og framtíðarsýn verða kynnt. - hhs STÓRSÝNINGIN Í LAUGARDAL Ráðstefnur, kynningarfundir og fleiri viðburðir verða í tengslum við sýninguna Verk og vit. Verk og vit í Laugardal Hlunnur ehf., sem er í eigu feðg- anna Þórarins Elmars Jensen og Markúsar og Gests Þórarinssona, sem áður ráku 66°Norður, hefur keypt skyrtuframleiðandann AB Vilkma í Litháen. AB Vilkma fram- leiðir hágæðaskyrtur fyrir þekkt vörumerki í Vestur-Evrópu, eins og Eton, Marks & Spencer og Faconnable, og markaðssetur einn- ig sín eigin vörumerki í Litháen. Fyrirtækið var einkavætt eftir að Litháen hlaut sjálfstæði 1991 og þar starfa um 400 manns. Selj- endur eru Evrópski þróunarbank- inn, EBRD, og Þróunarsjóður Skandinavíu í Eystrasaltslöndun- um. Sjóðirnir yfirtóku fyrirtækið 1996, skiptu um áherslur í rekstr- inum og fóru úr fjöldaframleiðslu í framleiðslu á sérhæfðri hágæða- vöru. MP fjárfestingarbanki var full- trúi kaupenda og Hansabank ann- aðist söluna. Skilmálar við kaupin hafa ekki verið birtir. - hhs FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGS Í VILNÍUS Marius Binkevicius, forstöðumaður fyrir- tækjasviðs Hansabank, Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP fjárfestingarbanka hf., Gestur Þórarinsson, Björn G. Gillberg, fulltrúi EBRD, og Markús Örn Þórarinsson. Skyrtuframleið- andi keyptur FÖSTUDAGUR 10. mars 2006 25 Dagskráin Nordica Hótel 14. mars 2006 Nýttu tækifærið Náðu forskoti Skráning er hafin – takmarkaður sætafjöldi og skráningarfrestur til hádegis 13. mars! Skráðu þig strax á www.it-conferences.is – og sjáðu hvernig hægt er að ná forskoti með Business Intelligence. Skráningargjald er kr. 8.500 fyrir tæknimannadagskrá og kr. 4.500 fyrir stjórnendadagskrá. 08:30–09:00 Skráning 09:00–09:15 Ráðstefna sett 09:15–10:00 Keynote Alex Payne, Microsoft. Þróun viðskiptagreindar og mikilvægi í nútíma samkeppnisumhverfi Viðskiptagreind í nýju ljósi Tæknimannadagskrá 10:15–11:30 Integration Services Birkir Björnsson, Miracle 11:30–12:30 Hádegishlé 12:30–13:45 Analysis Marin Bezic, Microsoft 13:45–14:00 Hlé 14:00–15:15 Reporting Benjamín Sigursteinsson, Miracle 15:15–15:30 Hlé 15:30–16:30 Office Business Applications Grímur Sæmundsson, Applicon Stjórnendadagskrá 10:15–11:15 The Value of Business Intelligence Marin Bezic, Microsoft. Gildi viðskiptagreindar í rekstri framsækinna fyrirtækja 11:15–11:30 Hlé 11:30–12:30 Scorecard Alex Payne, Microsoft. Hvernig nýta má viðskiptagreind til að meta stöðuna og bæta ákvarðanatöku Áttu í erfiðleikum með að fá upplýsingar um stöðu þíns fyrirtækis? Þarftu að greina gögnin betur og fá ítarlegri skýrslur sem hjálpa þér og þínum starfsmönnum við ákvarðanatöku? Kynntu þér viðskiptagreind – Business Intelligence – sem verður sífellt öflugra verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja ná forskoti. Komdu á ráðstefnu um viðskiptagreind á Nordica Hótel 14. mars og kynntu þér það sem sérfræðingarnir í viðskiptagreind hafa fram að færa. Á ráðstefnunni munu tveir af helstu sérfræðingum heims í viðskiptagreind flytja erindi. Þetta eru þeir Alex Payne, deildarstjóri Microsoft Business Intelligence International, og Marin Bezic, vörustjóri viðskiptagreindar Microsoft í Evrópu. Payne og Bezic hafa unnið að þróun og beitingu viðskiptagreindar hjá Microsoft árum saman og er þetta einstakt tækifæri til að kynnast þeirra sýn á stjórnunarhætti sem verða sífellt mikilvægari fyrir fyrirtæki í harðri samkeppni. Ráðstefnan verður tvískipt og miðast annars vegar að þörfum stjórnenda fyrirtækja og hins vegar að tækni- mönnum. Stjórnendadagskráin fer fram fyrir hádegi þann 14. mars. Tæknimannadagskráin verður allan daginn. Komdu og sjáðu hvernig þú getur náð forskoti með nýjustu aðferðum viðskiptagreindar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.